Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980
23
Stórsöngvarinn
Pavarotti
Tónleikar Luciano Pavarotti
eru ásamt tónleikum Alicia de
Larrocha einu tónleikarnir á
þessari listahátíð sem virkilega
er hægt að kalla stórtónleika.
Eitthvað stórt og sérstakt, sem
reisir sig hátt yfir hversdags-
leikann, einstök stund upplifun-
ar og ef til vill einstæð á heilli
mannsævi. Að hlusta á góðan
listamann af hljómplötu er gjör-
ólíkt því að hlusta á hann á
lónleikum. Á tónleikum koma
fram sérkenni listamannsins í
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
atferli og túlkun sem orka ýmist
samvirkt eða truflandi á hlust-
andann. Pavarotti er ekki að
sýna leikni sýna, heldur einfald-
lega að syngja, því söngur er
honum hjartans mál og hlust-
andinn, sem er dolfallinn yfir
fallegri og kraftmikilli rödd
hans, er ekki síður snortinn af
söngelsku hans. Það er ekki
mjög oft, sem áheyrendur fara
jafn hamingjusamir út af tón-
leikum og átti sér stað eftir
tónleika Pavarotti. Það er heldur
ekki algengt að íslenskir hljóm-
leikagestir hrópi í kór, sleppi sér
í taumlausri hrifningu. En Pav-
arotti er ekki venjulegur söngv-
ari og fyrir hans tilstilli verður
þessi listahátíð einstæð. Kurt
Herbert Adler stjórnaði Sinfón-
íuhljómsveit íslands og setti
skemmtilegan svip á tónleikana
með saklausum galsa, enda ný-
orðinn pabbi. Hljómsveitin lék
Kappreiðar
Sindra í
Pétursey
ÞANN 28. júní n.k. verða kapp-
reiðar hestamannafélagsins
Sindra haldnar á Sindravelli við
Pétursey. Vænta má mikillar
þátttöku líkt og verið hefur
undanfarin ár. Kappreiðar hefj-
ast kl. 2 e.h. og keppt verður í A
og B fl. góðhesta., 250 m skeiði,
800 m brokki, 250 m unghrossa-
hlaupi, 300 m hlaupi og 800 m
hlaupi. Einnig fer fram sölusýn-
ing hrossa.
Sú nýjung hefur verið tekin
upp að veittir verða farandbik-
arar til efsta hests í eign
félagsmanns í hverri grein. Bik-
arana hafa nokkur fyrirtæki og
einstaklingar gefið. Einnig
verða veittir verðlaunapeningar
til þriggja efstu hrossa í hverri
grein auk peningaverðlauna.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist til Ásmundar Sæ-
mundssonar Hryggjum eða Jó-
hanns Albertssonar Skógum
fyrir fimmtudagskvöld 26. júní.
Sindri
Forleiki og millispil eftir Verdi
(Forleik að Valdi örlaganna),
Mascagni (millispil úr L’amico
Fritz), Rossini (Forleik að La
Gazza Ladra) og Berlioz (hljóm-
sveitarúrdrátt, veiðiferð og
storm úr Trójumönnum). Senan
í Laugardalshöllinni er ekki
heppileg fyrir hljómsveit, vegna
mikils ósamræmis í hljómsvari.
í innri hluta senunnar er mjög
mikið bergmál og gólfið er svo
sterkur leiðari að það titraði
undan höggum pákunnar. I
fremri hluta senunnar týnist
hljóðið fram í salgáminn og
brenglast því allt jafnvægi í
hljóm. Lúðrarnir verða glymj-
andi sterkir, gólfið nötrar undan
pákunni og strengjahljómurinn
týnist út í dag. Þessir þættir
settu svip sinn á einleik sveitar-
innar, en í undirleiknum með
Pavarotti, gætti þessa minna.
Pavarotti flutti sjö stóraríur.
Recondita armonia eftir Puccini,
A la paterna mano úr Makbeð og
Quando le sere al placido, úr
Luisa Miller eftir Verdi. Úr
Mefisto, eftir Boito, söng meist-
arinn Giunto sul passo estremo.
Eftir hlé söng hann Pourquoi úr
Werter, eftir Massenet, Lamento
úr L’Arlesiana eftir Cilea og
síðast Cielo é mar úr La Gio-
conda eftir Ponchiellei. Öllum
þessum lögum svöruðu hlustend-
ur með fagnaðarhrópum, svo
meistarinn baétti við fjórum
aukalögum við linnulaus fagnað-
arlæti áheyrenda. Pavarotti er
stórsöngvari. Ekkert nær eins
til hjartans og glæsilegur söngur
og þess vegna elskar maður
Pavarotti.
Jón Ásgeirsson.
Áferðtrygging í framkvæmd
Grunnvísitala verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl.
1980 er lánskjaravísitala maímánaðar, sem var 153 stig. Láns-
kjaravísitala júnímánaðar er 160 stig, sem samsvarar
4,58% hækkun.
Ný lánskjaravísitala hefur nú verið reiknuð út fyrir júlí-
mánuð og verður hún 167 stig, sem samsvarar 9,15% hækkun
frá grunnvísitölu.
Spariskírteinin í 1. fl 1980 verða seld á júníverði þ. e. með
4,58% álagi á höfuðstól og áfallna vexti, til n. k. mánaðamóta,
er sölu lýkur.
jg“'j.
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
VfRrxi’RYGGING