Morgunblaðið - 22.06.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 22.06.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 27 — Snemma á árinu 1944 hitti ég Pétur heitinn Benediktsson niður í Lækjargötu. Hann var ekki með neinar vífilengjur, held- ur sagði mér frá því, að verið væri að senda sig til Moskvu til að vera þar sendiherra. Hann þyrfti að velja sér aðstoðarmann, hvort ég vildi koma með sér. Þetta þótti mér auðvitað mesta kostaboð, en sagði, að því miður gæti ekki orðið af þessu, því að ég vildi ljúka lögfræðiprófi og til þess þyrfti ég 3—4 mánuði. Hann hugsaði sig um skamma stund og sagði svo: „Komdu samt. Ég fer einn austur og þú kemur strax og þú getur.“ Ég var hinn ánægðasti með þessi málalok, en fyrir nafna minn var þetta allt annað en þægilegt. Stríðið var ekki búið og þetta voru erfiðir tímar. Eins og nærri má geta, var erfitt að fara einn síns liðs sem sendiherra til fjarlægs lands, sem var eins lokað og torvelt til búsetu og Sovétríkin á þeim tíma. Þegar ég kom svo austur til Moskvu eftir langt og strangt ferðalag, tók við mjög lærdóms- ríkur tími. Á skólaárum mínum voru margir, ekki sízt ungir menn, sem aðhylltust afdráttar- lausa vinstri stefnu, og ég var í þeirra hópi. Eflaust voru þetta viðbrögð við hinum öfgunum, sem höfðu reynzt svo afdrifaríkar fyrir Evrópu um þessar mundir. Ur fjarlægð töldum við Sovétrík- in andstæðu þess þjóðskipulags, sem nazistar aðhylltust, en eftir að hafa kynnzt því af eigin raun, hafði ég litla trú á að það hentaði okkur Islendingum. Pétur Benediktsson var einn allra skemmtilegasti maður, sem ég hef kynnzt um dagana. Hann var svo fljúgandi greindur, fljót- ur að átta sig á málum og taka ákvarðanir. Og svo var hann svo einstaklega orðheppinn. í stríðslok var erfitt að fá húsnæði í Moskvu og allir bjuggu við þröngan kost. Islenzka sendi- ráðið var í gistihúsi, ásamt 12 eða 13 sendiráðum öðrum. I matsaln- um kynntist maður mörgu merki- legu fólki, þar sem setið var við að snæða nauman matarskammt- inn. Sá, sem mér er minnisstæð- astur er Quaroni, einn þekktasti stjórnarerindreki sem ítalir hafa átt. Hann hafði ekki verið hátt- skrifaður áður en hann kom til Moskvu. Hann hafði fallið í ónáð hjá Mussolini, þó ekki meir en svo, að hann var ekki settur út af sakramentinu, heldur sendur til Kabúl í Afganistan. Eftir uppgjöf ítala í styrjöldinni var Quaroni lengi fulltrúi ítala í Moskvu. Eitt sinn sátum við Pétur ásamt Quaroni í matsalnum, en hans. En það sem hann ætti þó bágast með að fyrirgefa þeim væri, að þeir hefðu drepið hund- inn hans. Annað sem mér er minnisstætt frá þessum tíma, er þegar við komumst í þá kostulegu aðstöðu að Island var farið að gæta hagsmuna Dana gagnvart er- lendu ríki. Danir voru auðvitað ekki með stjórnarerindreka á staðnum, í þess orðs eiginlegu merkingu, heldur var þarna full- trúi Frjálsra Dana, Dossing að nafni. Hann var kommúnisti, hafði verið landsbókavörður, ljúf- ur roskinn maður. Hann var hins vegar ekki mjög kunnugur því, hvernig milliríkjasamskipti fóru fram og sá, sem hann leitaði ráða hjá, var Pétur Benediktsson. Pét- ur hafði gaman af því þegar Dessing var kallaður til Stokk- hólms, þar sem samtök Frjálsra Dana höfðu bækistöð, því að þá fól Dossing honum að gæta hags- muna Dana í fjarveru sinni. Nokkrum dögum síðar þurfti Pét- ur sjálfur að fara frá Moskvu og þá kom það í minn hlut að vera fulltrúi Dana. — Hvar féll þér bezt að vera í útlöndum? — í París, líklega af því að sendiherrastarfið þar var fjöl- breyttara en í Moskvu og Bonn, þar sem ég hafði áður verið. Ég kom heim úr Moskvu-dvölinni árið 1947 og starfaði í utanríkis- ráðuneytinu til 1953, þegar ég fór sem sendiherra til Moskvu. Sendiherraembættinu i París fylgdi að vera fastafulltrúi hjá NATO, OECD og Unesco, auk þess sem ég var sendiherra í ;s Belgíu, Lúxemborg, Júgóslavíu og hjá Efnahagsbandalaginu. Frá París fórum við hjónin til Wash- ington árið 1965, og þar var ég sendiherra, þar til við komum heim 1969. Þau eru nú orðin nokkuð mörg löndin þar sem ég hef verið sendiherra íslands. Síðustu fjög- ur ár hef ég verið sendiherra í || Asíulöndum, með búsetu á ís- landi. Það hefur gefið góða raun að haga samskiptum við erlend ríki með þessum hætti að mínu áliti. Ekki sízt með tilliti til kostnaðar, því að hann er aðeins brot af því sem kostnaður væri við það að starfrækja sendiráð í einu ríki í Asíu. — Telurðu að diplómat- ísk reynsla þín komi þér sérstaklega að gagni í for- setaembætti? — öll reynsla kemur að gagni. Vissulega er margt í störfum sendiherra, sem algjörlega er hægt er við borð skammt hjá sat hópur herforingja. Einn þeirra kom og gaf sig á tal við Quaroni. Hann kvaðst vera Don-kósakki og reyndist þarna kominn rithöf- undurinn Sjólókov, sem skrifaði Lygn streymir Don. Hann hafði nýverið lent í viðureign við ít- alskan herflokk. ítalirnir féllu eða gáfust upp, einn af öðrum, nema fyrirliðinn. Hann hafði sýnt fádæma hugdirfsku og kós- ökkum þótti svo mikið til um frammistöðu hans, að þeir ákváðu að gefa honum líf, en því tilboði tók hann ekki. Sjólókov kvaðst ekki hafa orðið vitni að öðru eins hugrekki og hjá þessum ítala og það vildi hann að Quar- oni vissi. í framhaldi af orða- skiptum þeirra, tókum við tal saman og samkvæminu lauk uppi { vistarveru Quaronis, en þar voru fyrir tveir svartir hundar, sem hann átti. Sjólókov varð óskaplega hrifinn þegar hann sá þá og lét orð falla um það, að heimahagar hans væru nú sviðin jörð eftir Þjóðverja. Þeir hefðu engu þyrmt, ekki heldur móður sambærilegt við mikilvæga þætti forsetastarfsins, til dæmis marg- vísleg samskipti við háttsetta 1 erlenda aðila. Og gott er að koma í starf, sem maður þarf ekki að læra frá byrjun. Samskipti mín við fjölmarga þjóðhöfðingja í starfi mínu sem sendiherra í tuttugu og fjórum löndum, hljóta að koma að gagni. Og loks störf mín að ótal samningagerðum við erlend ríki og aðra erlenda aðila um 35 ára skeið. En reynsla mín hefur einnig verið á öðrum mik- ilvægum sviðum, fyrst og fremst á sviði afurðasölumála, sem óhjákvæmilega krefst ítarlegrar þekkingar á þjóðarbúskap okkar. Eins og ég hef oft áður sagt, tel ég að forsetinn eigi alla tíð að fylgjast með gangi þjóðmála á öllum sviðum: Með störfum Al- þingis, efnahagsmálum, mark- aðsmálum, utanríkis- og alþjóða- málum, auk menningarmála, fé- lagsmála og annarra þjóðmála. Forsetinn á að vera maður, sem hægt er að sækja ráð til á öllum sviðum sem snerta hagsmuni tslands. 40 ár frá uppgjöf Frakka Hitler i París: Frakkar eru enn i dag að reyna að telja sér trú um að ósigurinn hafi verið öðrum að kenna en þeim sjálfum. Það er fyrst nú, fjörutíu árum eftir reiðarslagið, sem Frakkar eru farnir að kynnast sannleikanum um hið niðurlægjandi vopnahlé þeirra við nasista sem undirritað var 18. júní 1940. Eftir því sem nær dró afmælinu lögðust sagnfræðingar, blöð, út- varp og sjónvarp á eitt við að afmá þá goðsögn að ósigurinn hafi á einhvern hátt verið sambland af óheppni og utanaðkomandi svik- um. Sagnfræðingurinn séra R.P. Bruckberger lýsir þessari sjálfs- blekkingu á hnitmiðaðan hátt, en hann segir að Frakkar skammist sín svo fyrir hinar raunverulegu ástæður „að við verðum að gleyma þeim hvað sem það kostar ... Við höfum ákveðið að gerast þjóð án heiðurs og án fortíðar, vegna þess að við óttumst að okkur verði nauðugur sá kostur að dæma sjálfa okkur," segir hann. Enn eru Frakkar ekki undir það sjá hina tíu ára gömlu heimild- arkvikmynd „le Chagrin er la Pitié“, en hún afhjúpar samvinn- una við Þjóðverja á stríðsárunum og er enn bönnuð í franska sjó- nvarpinu, en það líður ekki á löngu þar til það verður óafsakanlegt að líta á ósigur Frakka sem neitt annað en afleiðingu þess að skap- gerð þjóðarinnar brást. Fyrir tveimur árum hóf Le Figaro birtingu greinaflokks í lit- myndatímariti sínu undir hand- leiðslu sagnfræðingsins Jean d’Ormesson, þar sem endurprent- aðar eru greinar, er rekja þær blekkingar er notaðar voru frá og með Miinchenarsamkomulaginu. Greinarflokkurinn er nú kominn nokkuð langt í umfjöllun um upp- haf þýsku árásarinnar og franskar blaðafyrirsagnir frá þeim tíma hljóma þessu líkt: „Herir okkar brjótast hratt áfram í Belgíu". Ótrúleg orrusta árasarflugvél- anna,“ „Andstæðingurinn verður fyrir miklu tjóni, einkum í skrið- drekum" og „75. sveit Frakka gersigrar skriðdrekasveitirnar.“ Samhliða greinarflokknum eru símhringingaþættir íútvarpi, kort- érs heimildarmyndir í sjónvarpi á degi hverjum, endurprentaðar æviminningar og fjöldinn allur af blaðagreinum, sem sýna að þegar var verið að prenta þessar fyrir- sagnir, var franski herinn á und- anhaldi með foringjana í broddi fylkingar, ríkisstjórnin var í upp- námi og stjórnmál einkenndust af smásálarlegu hatri manna í milli. „Það sem sigldi í kjölfarið var ekki fallegt," segir séra Bruckberg- er. „Það slaknaði á öllum vöðvum þjóðarlíkamans, óþrifnaður losn- aði úr læðingi. Ósigurinn var meir af völdum Frakka sjálfra en ann- arra.“ Þetta er ekki það sem Frakkar eru vanir að heyra. Svo árum skiptir hefur hver og einn átt sína eigin útgáfu af goðsögninni — þeir urðu fyrir hermdarverkum komm- únista, voru sviknir af Bretum, borgarastéttin hafði spillandi áhrif eða einfaldlega að heppnin var ekki með þeim. Sú staðreynd að ein og hálf milljón Frakka gafst upp eftir orrustu sem í rauninni stóð aðeins yfir í fimm daga, hefur verið grafin djúpt í undirmeðvitund þjóðarinnar. Allt í einu verða menn að horfast í augu við þá staðreynd að Frakkar og bandam- enn þeirra áttu eins mikinn mann- afla, eins margar flugvélar og eins mikið af nýtískulegum vopnum og Þjóðverjar. Munurinn lá í bardagaviljanum. Figaro hefur birt niðurstöður skoðanakönnunar, sem sýna hver- su lítið Frakkar vissu um afdrifa- ríkasta atburðinn í sögu þjóðar- innar, enda þótt meir en helming- ur núlifandi Frakka hafi upplifað hann. Fimmtíu prósent héldu að Þjóðverjar hefðu lýst stríði á hendur Frökkum, aðeins 19 pró- sent vissu að Frakkar misstu 100.000 fallna og 83 prósent sögðu að franski herinn hefði barist af djörfung. • 56 prósent kenndu um skorti á undirbúningi af hálfu ríkisstjórna þriðja lýðveldisins og 59 prósent höfðu enga hugmynd um að Sann- leikur- innum 18. júní Philipp Petain var skipaður æðsti maður Vichi-stjórnarinnar af franska þinginu; 66 prósent voru Petain hliðhollir þrátt fyrir það að hann var dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir föðurlandssvik. Nokkrir sagnfræðingar, þeirra á meöal Henri Amouroux, sem hefur samið ítarlegan annál stríðsár- anna, geta enn ekki viðurkennt, að um algert andlegt hrun þjóðarinn- ar hafi verið að ræða; þess í stað leita þeir að afsökunum eins og þeirri hvað þjóðirnar hafi verið ójafnar að mannfjölda. Þar til fólk verður sammála um að þjóðin sem heild hafi brugðist fyrir utan þá örfáu sem fylktu sér um de Gaulle — eru allar líkur á að mikilvægustu innanlandsdeilur ákvarðist enn um sinn af því hvort leiðtogi var „góður" eða „vondur" Frakki á stríðsárunum. Giscard d’Estaing forseti, sem fæddist í Þýskalandi, var nógu ungur til til að sleppa við ósigurinn og nógu gamall til að berjast með annari skriðdrekasveit franska hersins, sem frelsaði landið árið 1944. Fylgi kommúnistaflokksins má enn að miklu leyti þakka herferð gegn Vestur-Þjóðverjum, sem út- málaði sósíal-demókrata sem laumunasista. Nýverið varð flokk- urinn sjálfur skotspónn eftir- stríðsdeilna. Aðalritari flokksins, George Marchais, var ásakaður um að hafa dvalið í Þýzkalandi nas- ismans sem sjálfboðaliði við verka- mannastörf í flugvélaverksmiðju Messerschmitt — og uppljóstrunin er sögð hafa kostað hann mögu- leikana á að ná góðum árangri í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Fyrsti kvennamálaráðherra Frakklands, Francoise Giroud, missti ráðherraembætti sitt fyrir þremur árum, aðallega vegna ósannra staðhæfinga um að hún hefði hlotið Andspyrnuorðu. Leið- togi sósíalista, Francois Mitterand, verður með jöfnu millibili að verja sig gegn ásökunum um að hafa fengið Vichy-orðu frá Petain. Undirrót allra meiriháttar stefnumála í frönskum stjornmál- um frá hinum gríðarstóra her og karnorkuvopnaafla til hinnar sér- viskulegu utanríkisstefnu — er að finna í sáðkornum, sem ósigur og sektarkennd hafa dreift. Af þessu stafaði hin árangurslausa barátta Frakka í Indó-Kína, þráhyggja þeirra og grimmd í Alsír, íhlutunarstefna þeirra í Afríku og endurvakning fjandskapar við Bandaríkin. Allt hefur þetta stuðl- að að því að vekja aftur til lífsins trúna á að franska þjóðin eigi framtíð fyrir sér. Óttinn við að sýna veikleika- merki mun einnig gegna hlutverki í baráttunni um forsetaembættið á næsta ári, þegar Giscard og foringi gaullista, Jacques Chirac — sem var aöeins barn að aldri í stríðinu — mun heyja baráttu um það hvor verður hinn lögmæti arftaki sjálf- stæðisins, sem kennt er við de Gaulle. Þó átti Giscard þátt í því að steypa de Gaulle og flokkapóli- tík Chiracs hefði verið hershöfð- ingjanum mjög á móti skapi. Én að líkindum munu engir þeirra frönsku stjórnmálamanna, sem nú eru á lífi fá jafn neikvæðan dóm þegar yfirstandandi sagn- fræðiáföll eru um garð gengin, og þann sem Bruckberger gefur stjórnmálaleiðtogum og herfor- ingjum frá því fyrir 40 árum, þeim Lebrun, Danadier, Blum, Reynaud, Gamelin og Weygand. „Ágætir náungar, kannski, jafn- vel gáfaðir, en ekki annað en bleyður, bleyður," segir hann. „Hugleysi og miðlungsmennska hafa valdið meiri óhamingju með þjóð vorri en nokkur önnur föður- landssvik.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.