Morgunblaðið - 06.07.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.07.1980, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 149. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Æfingu lokið SOVÉSKU flotaa'finKunni á Nor- egshafi og hafinu milli íslands og Skotlands er lokið. Æfingin var með hefðbundnu sniði að því leyti, að í norðri æfðu sovésku herskipin gagnkafbátaaðgerðir og flotadeild- in, sem látin var sækja i norðurátt milli íslands og Skotlands mun haga gegnt hlutverki sóknarflota Atlantshafsbandalagslanda. Æf- ingin stóð í um það bi) viku og tóku um 15 skip þátt i henni. Meðal skipanna var flugvélamóð- urskipið Kiev, sem er um 40 þúsund lestir að stærð. Kiev er annað tveggja flugvélamóðurskipa Sovét- ríkjanna, hitt heitir Minsk og hefur verið á Indlandshafi undanfarið. Talið er, að tvö systurskip þessara tveggja skipa séu um það bil að verða tilbúin og auk þess séu Sovét- menn að ljúka við smíði um 60 þúsund lesta flugvélamóðurskips. Þá tók þyrlumóðurskipið Leningrad einnig þátt í æfingunum í nágrenni Islands að þessu sinni. Það er annað tveggja þyrlumóðurskipa Sovét- manna, en hitt skipið heitir Moskva. Þyrlumóðurskipin eru um 15 þúsund lestir að stærð. Auk þessara skipa tóku síðan bæði herskip og kafbátar þátt í æfingunni. í apríl var liðsafnaður Sovét- manna með þeim hætti, að talið var, að þeir væru að hefja venjulega voræfingu sína á hafinu við Island. Aldrei mun hafa komið til þess, að æfingin tæki á sig endanlega mynd og er talið, að sú æfing, sem nú er nýlokið, hafi þess vegna verið nauð- synleg. 50.000 milljarðar til hernað- arútgjalda London, 5. júlí. AP. SOVÉTMENN verja fjór- um sinnum meiri upphæð til hernaðarútgjalda en segir til í fjárlögum, að því er varnarmálasérfræð- ingur brezka blaðsins The Daily Telegraph hefur eft- ir leyniþjónustuheimild- um í Briissel. Segir í fregn blaðsins, að Sovétmenn hafi varið til herútgjalda á árinu 1978 milli 46 og 50 milljörðum sterlingspunda, eða sem svarar 50.000 milljörðum króna. Fyrstu áætlanir bendi til að upphæðin hafi verið milli 48 og 52 millj- arðar sterlingspunda á síð- astliðnu ári. Bendir þetta til þess, að Sovétmenn hafi að raun- gildi aukið útgjöld til her- mála um 35 af hundraði miðað við árið 1970. Árið 1970 var hlutur herút- gjalda í þjóðarframleiðsl- unni milli 11 og 13 af hundraði, en er nú milli 12 og 14 af hundraði. Keisari skorinn? Kairó, 5. júlí. AP. ÓSTAÐFESTAR fregnir hermdu að gerð hafi verið aðgerð á fyrrum íranskeisara í dögun í morgun. Aðgerðin hafi tekið tvær klukkustundir og verið samskonar og aðgerð sem gerð var á honum fyrr í vikunni. Hermt var að líðan keisara væri enn alvarleg. „Þessir loftflutningar sanna áþreifanlega ugg Bandaríkjanna um öryggi Thailands," sagði tals- maður bandaríska sendiráðsins í Bangkok. Loftflutningunum lýkur á þriðjudag. Yfirmaður herafla Thailend- inga, Serm Na Nakhorn hershöfð- ingi, hældi loftflutningunum og MEIRA en þriðjungur íbúa Efna- hagsbandalagslanda Evrópu er þeirrar skoðunar. að alvarlegar líkur séu á því, að þeir kunni að lenda i striðsátökum á næstu 10 árum. Þetta kemur fram í síðasta hefti ritsins EURO-BAROM- ETRE, sem hefur að geyma kann- anir á almenningsálitinu i banda- lagslöndunum. Frakkar og Bretar eru svartsýn- astir að þessu leyti, en 42% Frakka og 39% Breta eru þeirrar skoðunar, að það sé annað hvort „öruggt" eða „meira en 50—50 líkur“ að styrjöld brjótist út. Þjóðverjar, Danir, Hollendingar og Luxembúrgarar eru í þeim hópi, sem telur minnstar líkur á því, að stríð verði. 51% Efnahagsbandalagsbúa telja enga hættu á stríði eða líkurnar séu minni en 50—50. Frakkar (42%) og Bretar (45%) skera sig hér einnig úr, en 60% Þjóðverja telja enga hættu á stríði. Skoðanakönnunin sýnir, að kvíði manna vegna styrjaldar- hættu hefur aukist gífurlega á undanförnum þremur árum. Haustið 1977, þegar spurt var sömu spurninga, töldu aðeins 14% Efnahagsbandalagsbúa (13% Breta) að stríð mundi örugglega verða eða líkurnar fyrir því væru meira en 50%. VÍETNAMAR ÁSAKAÐIR Peking, 5. júli. AP. KÍNVERJAR sökuðu víetnamska hermenn í dag um morð og mannrán á landamærunum og sögðu að rúmlega 240 Kínverjar hefðu orðið fyrir barðinu á ofbeldi og mannránum. Kínverska fréttastofan segir að áreitni Víetnama aukist meðfram landamærunum og segir tilgang- inn þann að rugla heiminn í ríminu og dreifa athygli heimsins frá innrás Rússa í Afghanistan og Víetnama í Thailand. Loftflutningar til Thailendinga Ðangkok, 5. júlí. AP. TVÆR ílutningaþotur bandaríska flughersins komu til Bangkok í dag með fallbyssur og riffla handa thailenzka hernum sem stendur andspænis ví- etnömskum liðsafla á landamærum Kambódíu. Grænfridungar gripnir Eins og fram hefur komið í fréttum, var skip samtaka brezkra grænfriðunga, Rainbow Warrior tekið fast undan Spán- arströndum á dögunum er græn- friðungarnir voru að trufla veið- ar spænskra hvalskipa. Spænsk herskip, korvetta og freigáta, komu á vettvang og færðu Rain- bow Warrior til hafnar í flota- stöðinni E1 Ferrol, og er skipið þar enn í haldi. Vopnaður vörður gætir skipsins og áhafnarinnar. Islendingur var meðal skipverja á Rainbow Warrior. Meðfylgj- andi mynd sýnir, er korvetta spænska sjóhersins kom að Rainbow Warrior á hvalaslóðum er skipið var tekið fast. sagði að hergögnin yrðu notuð til að stemma stigu við utanaðkom- andi ógnunum og varðveita full- veldi Thailendinga. Tilkynnt hefur verið í Wash- ington að auk þess verði hraðað afhendingu 35 skriðdreka, sem Thailendingar höfðu áður keypt. Vonir standa til að afhendingu allra hergagnanna ljúki fyrir næstu mánaðamót. Heildarverð- mætið er 32,5 milljónir dollara. Bandaríkjamenn munu einnig senda nefnd herforingja til Thai- lands um miðjan mánuðinn til að þjálfa thailenzka herinn í beitingu Tow-gagnskriðdrekaeldflauga. Um það var samið áður en Víet- namar létu til skarar skríða á landamærunum. Stríðsótti eykst í Vestur-Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.