Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
Fréttaskýring
BOGINN MNINN Tlt HINS
ÝTRASTA C^l
Á BANDARÍKJAMARKAÐI
Bandaríski fiskmark-
aðurinn er hinn mikil-
vægasti fyrir íslenskar
sjávarafurðir. Sú fram-
leiðsluvara. sem gefur
mest af sér þar eru
þorskflök. En í sölu þeirra
hafa íslendingar verið
stærsti aðilinn á mark-
aðnum fram til þessa. í
ár hefur það hins vegar
gerst, að Kanadamenn,
sem jafnan hafa verið
öflugir fiskseljendur í
Bandaríkjunum, hafa í
fyrsta sinn sent á mark-
aðinn fryst þorskflök,
sem að gæðum eru talin
jafnast á við hin íslensku.
Kanadíska framleiðslan
er hoðin á 1.15 dollara,
5 punda pakkningin, á
sama tima og sama magn
af íslenskum þorskflök-
um er selt á 1.60 dollara.
Undirrót vand-
ans er hér á
landi en ekki
í mark-
aðslöndunum
Islendingar
njóta álits
Engin ein skýring fæst á því, hvers
vegna unnt er aö selja íslensku
þorskflökin fyrir 45 sentum hærra
verð en þau kanadísku. En um
langan aldur hafa bandarískir
heildsalar kynnst því, að unnt er
að treysta íslensku framleiðendun-
um bæði að því er gæði og
afhendingu vörunnar varðar. Enn
sem komið er að minnsta kosti
taka þeir öryggið í viðskiptunum
við Islendinga fram yfir lægra verð
Kanadamanna, þótt þess hafi orðið
vart, að stórir fiskkaupendur hafi
sýnt Kanadamönnum og viðskipt-
_ um við þá áhuga.
Á eftir þorskflökunum kemur
þorskblokkin, þegar litið er til
mikilvægis á Bandaríkjamarkaði.
Vinnsla á blokkinni er auðveldari
en þorskflökunum og söluverðið
einnig lægra eða 1.03 dollarar.
Verðið á þorskblokkinni hefur ver-
ið háð meiri sveiflum en á flökun-
um. Má geta þess, að árið 1973 féll
verðið úr 92 sentum niður fyrir 50
sent, en hefur nú hækkað í 1.03
dollara, eins og áður sagði.
Gífurleg aukning hefur orðið í sölu
íslensku fyrirtækjanna í Banda-
ríkjunum undanfarin ár. Þannig
hefur sala Coldwater Seafood
Corporation, sölufyrirtækis Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
aukist frá árinu 1974 úr 78 milljón-
um dollara í 224 milljónir dollara á
árinu 1979. Síðasta ár var mikið
góðæri í fisksölu í Bandaríkjunum,
og ef til vill hefur það valdið því,
að á fyrstu mánuðuir þessa árs
juku íslensku frystihúsin mjög
framleiðslu sína á þorskflökum. Þá
er og til þess að líta, að meiri afli
kom á land á vetrarvertíðinni í ár
en áður. Er talið, að framleiðsla
frystihúsanna hafi aukist um 30%
fyrstu fjóra mánuði þessa árs,
miðað við sama tíma 1979.
Birgðir safnast
Þessi mikla framleiðsluaukning varð
á sama tíma og salan á bandaríska
fiskmarkaðnum minnkaði um
10%, miðað við sömu mánuði á
metárinu 1979. Hefur salan dregist
saman vegna almenns samdráttar
í bandarísku efnahagslífi og einnig
vegna aukinnar samkeppni, eins og
áður var getið. íslensku sölufyrir-
tækin í Bandaríkjunum hafa ein-
sett sér að halda hinu háa verði á
þorskflökunum í samkeppninni við
Kanadamenn. Með þeirri stefnu er
verið að vernda ómetanleg verð-
mæti, en hún reynir jafnframt
mjög á þolrifin, og henni er ekki
unnt að framfylgja, ef ekki er tekið
tillit til erfiðleikanna á markaðn-
um í framleiðslunni. Vegna minnk-
andi eftirspurnar og aukinnar
framleiðslu hér á landi, hafa mikl-
ar birgðir safnast fyrir. Ekki er
óeðlilegt að gæta kunni þrýstings
frá eigendum birgðanna, sem mið-
ar að því að auka söluna í
Bandaríkjunum með því að lækka
verðið á þorskflökunum. Söluaðil-
arnir þar hafa eindregið varað við
slíkum viðhorfum og hvatt til þess,
að framleiðendur sneru sér fyrst
um sinn aðallega að framleiðslu
þorskblokkar, sem auðveldara er
að selja. Af þeim tölum, sem
Þjóðhagsstofnun hefur birt eftir
athugun á birgðum af frystum
frískandi
iógúrtdiykkur
hollur
og
svalandi
p rl Hvaða bækur ættum við að
’ r | lesa í sumarleyfinu? \
eftir JÓHÖNNU
KRISTJÓNSDÓTTUR
Sumarleyíistíminn er geng-
inn í garð og menn gera sér
sitthvað til afþreyingar; fara á
fjöll. reisa til sólarlanda eða eru
bara í makindum heima hjá sér
og dytta að húsi og rækta sinn
garð. En hvernig sem menn
verja nú sínu fríi, er alltaf
notalegt að hafa bók innan
seilingar. Ég fór á stúfana og
gluggaði i nokkrar bækur, sem
ég teldi ekki fráleitt að hafa i
farangrinum i sumarleyfi.
Man, Woman
and Child
er splunkuný bók eftir Erich
Segal, höfund Love Story og
Oliver’s Story. Mér þótti aldrei
mikið til um Love Story og
þaðan af síður Sögu Olivers,
fann aldrei þá botnlausu traged-
íu sem hreif fólk svo mjög á
sínum tíma. Þessi bók er langt-
um betri og harla þekkileg af-
lestrar. Þar segir frá bandarísk-
um prófessor, sem lifir í lukku-
legu hjónabandi og á tvær dæt-
ur. I byrjun bókarinnar fær
hann að vita, að kona nokkur í
Frakklandi, sem hann hafði átt
stund með fyrir mörgum árum,
er dáin og hafði látið eftir sig
níu ára dreng, sem sé sonur
hans. Tekið skal fram, að þetta
var eina skiptið í öllu hjóna-
bandinu sem hinn sómakæri og
hamingjusami prófessor var
konu sinni ótrúr. En nú er sem
sagt drengurinn móðurlaus og
hvað á til bragðs að taka. Síðan
segir frá því þegar prófessorinn
mannar sig upp í að segja konu
sinni frá þessu. Viðbrögð hennar
við fregninni eru dregin upp
mjög sannferðuglega. Lyktir
verða — eftir mikið stríð — að
eiginkonan stingur upp á því, að
drengurinn komi í mánaðar-
heimsókn til þeirra í Bandaríkj-
unum, meðan verið sé að finna
honum frambúðarstað í Frakk-
landi. Drengurinn kemur og þeir
feðgar laðast ósjálfrátt hvor að
öðrum. Ágætar lýsingar á við-
móti eiginkonunnar við barnið,
svo og viðbrögð dætranna, þegar
þær komast að því að drengur-
inn er sonur föður þeirra, auka á
gildi bókarinnar. Undir lokin
ákveða hjónin að drengnum
skuli boðið að vera hjá þeim til
frambúðar. En sá stutti hafnar.
Hann fer heim aftur og bókin
endar á því þegar þeir feðgar
kveðjast. Það er vafamál, að
hann komi nokkurn tíma til
þeirra aftur. En það er víst að
stríð föðurins er ekki á enda, því
að héðan í frá getur hann ekki
gleymt því, að hann á þennan
son.
Mér fannst þetta sem sagt hin
aðgengilegasta bók, hún fer ekki
djúpt frekar en Segal gerir í
fyrri bókum sínum, það eru
mörg atriði sem ekki eru gerð
viðhlítandi skil, en hún er snotur
og þægileg aflestrar.
EBICH
CfpriAT
Ði-jlJrLJj
authorof LOVE STORY
I never promised
you a rosegarden
eftir Hannah Green og er ekki
ný af nálinni, hefur verið þýdd á
fjölda tungumála. Ég hef bæði
lesið hana á norsku og ensku og
þótt ég hafi lesið hana allnokkr-
um sinnum, held ég að ég myndi
hafa hana með í pússinu, þótt
fráleitt sé að segja, að hún sé
bein afþreyingarlesning. Hér
segir frá hugsýki Deborah Blau,
sem hún á við að glíma frá
sextán ára aldri. Við fylgjumst
með framvindu mála hennar í
þrjú ár á sjúkrahúsi — unz hún,
með aðstoð læknis síns, ákveður
að reyna að snúa aftur til hins
svokallaða „eðlilega lífs“. Bókin
gefur innsýn í fjölskyldu De-
borah og birtir átakanlegt en
ákaflega mannlegt skilningsleysi
gagnvart sjúkdómi hennar, við
fylgjumst með baráttu læknis
hennar, við kynnumst sjúkra-
húsinu með augum sjúklingsins
og síðast en ekki sízt Yr — þ.e.
heimi ofskynjana og ofsjóna sem
Deborah flýr í, þegar hún ræður
ekki lengur við það álag, sem
hversdagsleikinn leggur henni á
herðar.
Það er ógerningur að lesa
langa kafla af þessari bók í einu.
En hún er áleitin og sýnir á
sérkennilegan hátt, hve orð og
athafnir skitsofreniusjúklings
eru í reynd alltaf rökrétt þrátt
fyrir allt. Maður skyldi ætla að
lestur þessarar bókar yki á
skilning hjá fólki. En kannski er
heimur Deborah of fjarlægur til
að við getum gert þá kröfu, að
venjulegt fólk fái skilið hann.