Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JULI 1980
27
barnabörn, eru velgefið og mynd-
ar- og dugnaðar-fólk. Það fyrsta,
sem vakti eftirtekt á Maríu var
reisn hennar og persónutöfrar
hennar voru áberandi strax við
fyrstu kynni.
María var trúuð kona. Hún var
fullviss um framlíf, eilíft dýrðarlíf
að loknum jarðvistardögum.
Fyrir ári síðan fór María að
finna fyrir sjúkdómi þeim, sem
varð henni að aldurtila. Allt var
gert til þess að reyna að bæta
heilsufar hennar. Um mánaðar-
tíma var farið til sólarlanda, ef
ske kynni, að sól og veðurblíða
ynni á sjúkdómnum, en allt kom
fyrir ekki. Eftir heimkomuna var
hún tekin í gaumgæfilega rann-
sókn. Þá var sjúkdómurinn kom-
inn á það stig, að við ekkert var
ráðið.
Nokkrum dögum áður en hún
sofnaði útaf, hafði hún orð á því,
við nærstadda, að hún sæi mikla
birtu streyma á móti sér og í
ljómanum komu hver af öðrum
framliðnir ættingjar og vinir
hennar, sem hún fagnaði innilega,
er hún nefndi þá með nafni.
Nú að leiðarlokum þökkum við
hjónin áratuga vináttu og tryggð,
sem aldrei bar skugga á. Gleði-
stundirnar voru margar á heimili
þeirra hjóna, og var María frábær
húsmóðir, veitul og góð heim að
sækja.
Ásta saknar af alhug vinkonu
sinnar, en vinátta þeirra var
traust og einlæg. Töluðu þær nær
daglega saman, annað hvort í
síma eða á heimili annarrar
hvorrar.
Minningarnar eru ljúfar, vor-
blær mannlífsins, en kveðjustund-
in döpur, mikill söknuður, en
endurfundir verða þeim mun
dýrðlegri.
Guð blessi Mariu.
Að endingu felum við Guði á
vald eiginmann hennar, börn og
barnabörn.
Skúli Guðmundsson,
kennari.
.Móður á ég eniifa lengur,
broKtinn i ntér einhver strengur".
Þessar ljóðlínur komu mér í
hug, þegar ég gerði mér grein fyrir
því, að móðir mín, María Jónsdótt-
ir, var farin héðan. En á ég enga
móður lengur? Lifir ekki áfram,
það sem hún hefur kennt mér og
systkinum mínum, og við eflaust
getum kennt okkar börnum? Trú,
styrk og að hjálpa þeim, sem til
okkar leita.
Ég man aðfangadagskvöld fyrir
um það bil 30 árum. Við, systkinin
fimm, biðum eftir jólamáltíðinni.
Henni bar að flýta, svo að við
gætum haldið áfram við það, sem
á eftir átti að koma. Þá var barið
að dyrum. Úti stóð fyrrverandi
hjálparstúlka mömmu á heimil-
inu, illa á sig komin. Sjálfskapar-
víti eða ekki, það skiptir ekki máli.
Hún var drifin inn, hjartanlega
velkomin. Við urðum að bíða á
meðan hún var þvegin, greidd og
klædd í svart pils og blússu af
mömmu. Síðan var hún leidd til
borðstofu, til borðs með okkur
hinum, jólasteikin sótt, og okkur
sagt að gera svo vel.
Þá þótti mér þessi langa bið
hræðilega miskunnarlaus. í dag er
þetta mín besta jólaminning.
Ég man hana sjálfa, fársjúka,
hugga og styrkja vini sína símleið-
is.
Jú, „móður á ég lengur", eins
lengi og ég lifi sjálf, því hennar
sterka sál, og það sem hún hefur
kennt mér, mun lifa með mér
ávallt.
Dóttir.
Amma mín, María Jónsdóttir á
Guðrúnargötu 1 er dáin. Það er
undarlegt að vita, að eiga aldrei
aftur að fá að sjá þá sómakonu, er
amma var. Ekki vil ég tíunda
þessa kveðju, meira en að segja að
hlýjar minningar um hjartgóða og
sanntrúaða ömmu munu lifa með
mér um ókomin ár.
Megi ljós það er amma varpaði,
lýsa okkur öllum.
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur Böðvarsson.
Á morgun, mánudaginn 7. júlí,
verður til moldar borin María
Jónsdóttir frá Reykjanesi, Guð-
rúnargötu 1.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Faðir minn lætur mjög að sér kveða í kirkjulcgu starfi og
er talinn vera góður, kristinn maður. En heima er hann
skapstirður og notar óviðeigandi munnsöfnuð. Eg fæ ekki
botn í þetta. Finnst yður þetta vera rétt?
Nei, það finnst mér ekki. Biblían segir, að við eigum
ekki að leggja nafn Drottins Guðs við hégóma. Þó að
faðir yðar sé trúhneigður, drýgir hann synd, ef hann
brýtur þetta boðorð, samkvæmt Biblíunni. Framhald
boðorðsins er á þessa leið: „Því að Drottinn mun ekki
láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma",
og faðir yðar er ekki undanskilinn.
Margir þeirra, sem játa trú á Krist, gæta ekki
tungu sinnar. Þess vegna hvetur Biblían okkur til að
vera fyrirmynd bæði til orðs og æðis.
Heimurinn dæmir okkur eftir orðafari okkar.
Kristnir menn ættu að leitast við að vera andlegir í
tali sínu og ekki hneyksla þá, sem þekkja ekki Krist.
Ben Johnson sagði einu sinni: „Af málinu má kenna
manninn. Talaðu svo að eg sjái þig. Það sprettur upp
úr innstu fylgsnum okkar“.
Þegar við gefum okkur algjörlega Guði á vald, hefur
það áhrif á mál okkar. Þegar Pétur var sakaður um að
vera lærisveinn Krists, sór hann og sárt við lagði, að
hann væri það ekki. Orð hans hljóta líka að hafa verið
sannfærandi. En Jesús sagði við lærisveina sína: „Eg
mun gefa yður talandi og vizku“ (Lúk. 21,15).
Þegar Pétur gaf sig að fullu undir vald Krists, voru
honum gefin orð að mæla til vitnisburðar og
lofgjörðar í stað svardaga. Lærum af því.
Fyrir um það bil 10 árum varð
ég þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast þessari mikilhæfu konu
og hennar sérstöku hæfileikum,
sem hún fór þó svo dult með, og
langar mig að senda henni kveðju
í hinsta sinn, þótt að orð mín verði
fátækleg miðað við allt sem hún
gerði fyrir mig.
Ég gat alltaf leitað til hennar
þegar vonleysið og erfiðleikarnir
sóttu að mér í veikindum mínum,
þá gaf hún mér svo mikinn kraft
og mikla trú á lífið, að mér fannst
ég geta litið bjartari augum fram
á við, og þó oft væri langt á milli
okkar, þegar ég dvaldist á spítöl-
um erlendis, þá gat hún alltaf
fundið og sagt skyldfólki mínu hér
heima hvernig mér leið, og reynd-
ist það alltaf rétt.
Aldrei kom ég svo á heimili
þeirra hjóna, Jakobs og Maríu, að
þau tækju mér ekki opnum örm-
um, eins og ég væri ein af dætrum
þeirra, en nú þegar María er
horfin frá mér, þá finnst mér ég
hafa misst svo mikið. Ég mun
ávallt minnast Maríu með gleði og
þakklæti, og þótt ég geti ekki
lengur talað við þessa elskulegu
vinkonu mína, verður hún alltaf í
huga mér.
Eg kveð hana að lokum með
versi eftir Hallgrím Pétursson.
Vaktu minn Jesús, vaktu i mér,
vaka láttu mlx eins i þér.
Sálin vaki, þó sofni líf
sé hún ætið i þinni hlif.
Þér kæri Jakob og fjölskyldu
þinni sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið góðan guð
að styrkja ykkur.
Hrafnhildur Marinósdóttir.
vantar
þÍ3 3Óóan bíl?
notaóur- en í algjörum sérfbkki
Höfum til sölu þennan fallega SKODA 120 L,
árg. 1977, ekinn aöeins 33.000 km. Er á
nýlegum sumardekkjum.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi2 - Kópavogi
- Simi 42600
Steinninn
stendur alltaf fyrir sínu
Legsteinar, ótal geröir og stærðir úr íslenskum sem
innfluttum steinum. Steinflísar, hentugarsem klæöningar
ágólf og veggi, utan húss sem innan. Einnig eru steinflísar
hentugar sem gluggakistur, - og raunar hvar sem er.
Steinmulningur utan á hús, varanleg áferö í mörgum
gerðum.
SS.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48-SlMI 70677
STEINFLÍSAR
GLUGGAKISTUR
LEGSTEINAR
STEINMULNINGUR
Steinsmiðja okkar hefur áratuga reynslu í vinnslu og gerð
allskonar steina. Fagmenn tryggja vandaða vinnu.
Sérsmíði. Smíðum allskonar hluti eftir pöntunum:
borðplötur, fánastengur, öskubakka og
allskonar minjagripi.