Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 32
Símirtn
á afgreiðslunm er
83033
JH*rj}unblnt>ifc
Síminn á rilstjórn
og skrifstofu:
10100
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
Flugleiðir hækka
fargjöld í innan-
landsflugi um 9%
FLUGLEIÐIR ha-kkuðu fargjöld
í innanlandsfluiíi um 9%. Fyrir-
tækið hafði sótt um 12% hækkun
en ríkisstjórnin hafnaói henni.
FluKleiAum mun hins vegar hafa
verið gefið fyrirheit um að 9%
hækkun yrði látin óátalin.
Samkvæmt upplýsingum inn-
anlandsflugdeildar Flugleiða
hækkaði farmiðinn Reykjavík—
Patreksfjörður úr 36.300 krónum í
39.« 00 krónur báðar leiðir, en
farniiðinn aóra leiðina er að jafn-
aði helmingi ódýrari. Flugvallar-
skatturinn er inni í uppgefnum
tölum. Reykjavík—ísafjörður
hækkaði úr 39.700 krónum í 43.300
krónur. Reykjavík—Sauðárkrókur
hækkaði úr 38.300 krónum í 41.800
krónur, Reykjavík—Akureyri
hækkaði úr 42.100 krónum í 45.800
krónur, Reykjavík—Húsavík
hækkaði úr 47.300 krónum í 51.700
krónur. Reykjavík — Egílsstaðir
hækkaði úr 56.400 krónum í 61.400
krónur, Reykjavík—Hornafjörður
hækkaði úr 50.000 krónum í 54.500
krónur, Reykjavík—Vestmanna-
eyjar hækkaði úr 28.300 krónum í
30.700 krónur.
íslenzkur markaður hf.:
39% minni vöru-
velta en í fyrra
„I>ETTA er alveg hroðaleg þróun og ég sé fram á meiri
erfiðleika.** sagði Jón Sigurðsson. framkvamdastjóri íslenzks
markaðar hf. á Keflavíkurflugvelli. er Mhl. spurði hann um gang
mála hjá fyrirta-kinu í framhaldi aí þeim upplýsingum Ágústs
Agústssonar. fjármálastjóra P'ríhafnarinnar. að hjá því fyrirtæki
væri nú 9% minni vöruvelta en í fyrra.
Jón sagði, að á tímabilinu 1.
nóvember 1978 til 1. júní 1979,
hefði sala fyrirtækisins numið
869.588 doliurum, en frá 1. nóv-
ember í fyrra til 1. júní sl. nam
vörusalan 617.679 dollurum.
Minnkunin er 29%, en Jón sagði,
Franskur
kafbátur með
sjúkling til
Norðfjarðar
FRANSKUR kafbátur leitaði
í gær aðstoðar til Neskaup-
staðar vegna þess að einn
skipverja var með bráða
botnlangabólgu. Kafbáturinn
„Gymnote** lónaði rétt utan
við bæjarbryggjuna í Nes-
kaupstað, á meðan sjúklingn-
um var komið í Jand. Á
bryggjunni var margmenni,
sem fylgdist með. Báturinn er
3.400 tonn að stærð og er á
æfingafcrðalagi um Norður-
höf.
Ráðstafanir höfðu í gær
verið gerðar á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað til
þess að taka við sjúklingnum.
Á Norðfirði í gær var þoka og
súld.
að á tímabilinu hefðu orðið verð-
hækkanir að meðaltali um 10%, í
dollurum talið, þannig að raun-
verulega hefur vöruvelta Islenzks
markaðar hf. minnkað um 39%<.
„Það eru transit-farþegarnir,
sem við lifum á, en 91—93% af
okkar sölu er í erlendum gjald-
eyri,“ sagði Jón. „Fjöldi transit-
farþega að undanförnu er ekkert
sambærilegur við það sem var.
Bæði hefur viðkomum erlendra
fiugfélaga fækkað mjög, og svo
hafa erfiðleikar Flugleiða úrslita-
áhrifin.
Á tímabilinu 1. nóvember 1978
til 1. júní 1979 voru transit-far-
þegarnir 114.656, en frá 1. nóv-
ember í fyrra til 1. júní síðastlið-
inn voru þeir meira en helmingi
færri, eða 56.467. Og ef við lítum á
tölur yfir brottfararfarþegana,
sem einnig hafa möguleika á að
skipta við okkur, þá voru þeir
51.387 fyrra tímabilið og aðeins
46.660 frá 1. nóvember í fyrra til 1.
júní á þessu ári.“
Jón sagði, að nú ynnu 10 manns
á hvorri vakt í verzluninni, en
voru 12 á vakt í fyrrasumar, og
telur viðbótarmannaflann í sumar
því fjórum mönnum færra en í
fyrra. „Ég reikna svo með því, að í
haust verði að segja upp einhverju
af fastaliðinu, þar sem umferðin
er svona miklu minni en verið
hefur," sagði Jón Sigurðsson.
Lögreglumenn unnu að rannsóknum í gærmorgun og eigendur
færðu húsmuni í samt lag. Minni myndin: Peningaskápurinn á
neðstu hæðinni eftir ferðina niður stigana. sem skemmdust illa eftir
meðferðina. Lyftan var ekki notuð við flutninginn. Ljósm. Rax.
Veltu peningaskáp niður
stiga og stórskemmdu þá
BROTIST var inn í húsið Hverf-
isgötu 6 aðfaranótt laugardags.
en þar eru m.a. til húsa mennta-
málaráðuneytið og rikissak-
sóknari. Var aðkoman ijót og
virtist sem gífurleg skemmdar-
verk hefðu verið unnin, en þau
reyndust nokkru minni en útlit
var fyrir.
Farið var inn í skrifstofur víða
í húsinu, m.a. sakaskrá, og rótað
á skrifborðum og hurðum spark-
að upp, en litlu virðist hafa verið
stolið. Þá var þungum peninga-
skáp velt niður stigana ofan af 4.
hæð og skemmdust stigarnir
mjög við það, þegar kvarnaðist
úr þrepunum. Stórir hnullungar
voru notaðir til að brjóta rúður á
neðstu hæð og víðar til að
komast um húsið. í gærmorgun
var unnið að lagfæringum og
þeim að mestu lokið. Rannsókn-
arlögreglan hefur málið til rann-
sóknar og var í gær ekki búið að
upplýsa málið.
Frystihús á Austurlandi:
Taprekstur hefur
aldrei verið meiri
Óvist um launagreiðslur næstu viku
FORRÁÐAMENN allra frysti-
húsa á svæðinu frá Hornafirði til
Vopnafjarðar, 12 talsins, boðuðu
til fundar með þingmönnum Aust-
urlands á Egilsstöðum sl. föstu-
dag. Tilefni fundarins var það
öngþveiti sem skapast hefur i
atvinnumálum allra byggðarlaga
við sjávarsiðuna á Austurlandi,
vegna rekstrarerfiðleika frysti-
húsanna. Á fundinum var þing-
mönnum gerð grein fyrir stöðu
frystihúsa i hverju byggðarlagi.
Var það skoðun allra fundarboð-
enda, að sjaldan eða aldrei hafi
taprekstur frystihúsanna verið
meiri og margir tilkynnt, um að
óvíst væri hvort tækist að greiða
laun í næstu viku. Ennfremur
kom almennt fram sú skoðun, að
örðugleikar í rekstri frystihúsanna
gætu eyðilagt margra ára starf við
að viðhalda byggð um land allt.
íbúar sjávarþorpa, sem vinna aðal-
Freðfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins:
Greiðsluþrot yfirvofandi í árslok
— ÞAÐ ER autfljóst að
15—1600 milljónir króna
í sjóðnum 1. júní er ekki
mikið veganesti til að
mæta , óvissri framtíð,
sagði ísólfur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Verð-
jöfnunarsjóðs fiksiðnaðar-
ins, er Morgunblaðið
spurði hann um stöðu freð-
fiskdeildar sjóðsins. Sagði
ísólfur, að menn hefðu
óttast erfiðleika hjá freð-
fiskdeildinni síðasta
hlusta ársins og jafnvel
þrot um áramótin.
í vikunni voru ákveðnar auknar
greiðslur úr sjóðnum til að mæta
tekjutapi frystihúsa vegna minni
framleiðslu flaka og aukinnar
blokkarframleiðslu. Er reiknað
með að þessar greiðslur verði
5—600 milljónir króna, en þær
hafa verið ákveðnar til loka sept-
embermánaðar. Isólfur sagði, að
þessar auknu greiðslur kynnu að
leiða til greiðsluþrots hjá sjóðnum
fyrr en um áramót, ef aðrar
aðgerðir kæmu ekki til.
Isólfur Sigurðsson sagði, að í
byrjun júní hefði verið áætlað, að
innstæða í freðfiskdeild Verðjöfn-
unarsjóðsins hefði verið 15—1600
milljónir króna. Þá hefði verið
gert ráð fyrir um 600 milljónum
króna greiðslum vegna vetrarver-
tíðar í ár og um 250 milljónum
króna vegna þriggja síðustu mán-
aðanna 1979.
Deildin fékk verulegar fjárhæð-
ir úr gengismunasjóði eftir geng-
isbreytingarnar í febrúar og sept-
ember 1978, en það ár varð
greiðsluþrot hjá sjóðnum. Inn-
stæður í sjóðnum eru gengis-
tryggðar og fylgja dollar og pundi
í jöfnum hlutföllum.
lega við undirstöðuatvinnuveg
þjóðarinnar eigi ekki að þurfa að
búa við meira öryggisleysi í atvinn-
umálum en aðrir. Krafist var
úrbóta í þessum efnum sem fyrst.
Urðu miklar umræður á fundinum
um rektrarörðugleika frystihús-
anna. Þingmenn kjördæmisins
sögðu frá þeim ákvörðunum, sem
teknar höfðu verið af hálfu ríkis-
valdsins. Fram kom hjá fundarboð-
endum, að þær aðgerðir væru á
engan hátt fullnægjandi. Tryggja
þyrfti viðunandi rekstrargrundvöll
frystihúsanna og sérstök áhersla
var lögð á það, að Seðlabankinn
lánaði þegar sem viðbótarlán 15%
af verðmæti birgða vegna mikillar
birgðasöfnunar. Fyrirheit stjórn-
valda um breytingu á lausaskuld
frystihúsanna væru góðra gjalda
verð, en bæði er, að slíkar ráðstaf-
anir hafa tekið langan tíma, og svo
fer líka gagnsemi þeirra eftir því,
hve myndarlega er tekið á málum
og með hvaða kjörum þau lán eru,
sem frystihúsin fá. Tóku þingmenn
að sér að vinna að því að koma
þessum málum í viðunandi horf
sem fyrst. Niðurstaða fundarins
var, að slíkir rekstrarerfiðleikar í
sjávarútvegi, mættu ekki koma
fyrir, og það hlyti að vera eitt
helsta verkefni stjórnvalda á
hverjum tíma að sjá svo til, að hjá
þeim væri komist.