Alþýðublaðið - 02.09.1920, Side 4

Alþýðublaðið - 02.09.1920, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Gasi Lokað verður fyrir gasið fyrst um sinn kl. 1—8 siðd. Gasstöð Reykjavíkur. Kaupið Alþýðublaðið. Undirrit________ óskar að gerast kaupandi Alþýðublaðsins frá ______________________ að telja. ______-_______________ þ. ___________mán. 1920. (Fult nafn og heimili). Akv. Miða þennan eru menn beðnir að klippa úr blaðinu og senda hann á afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík. KoEi konnngnr. Eítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erjðaskrá Kola konunqs. (Frh.). XIX. Skömmu eftir hádegi kom brottnumda nefndin — átt karlar og ein kona, uppgefin á sál og líkama. Alt komst f uppnám uppi á herbergi Johns Hartmans, þeg- ar nefndin frétti að öll fyrirhöfnin varð til einskis. Hún hlýfði þeim f engu, sem hún áleit að svikju og drægju verkamennina á tálar. Jím Moylan tók öllum skömmun- um með rósemi, hann var orðinn þeim vanur við slík tækifæri — en ef til vili bar nokkuð meira á þeim í þetta sinn, því í nefndinni var ungur og þess vegna mjög æstur íri, sem lét ekki slá sig af laginu. „Það eruð þið, sem hafið rekið okkur út", æpti Tim Rafferty, „sfðan eg man eftir mér, hafið þið stöðugt verið í makki við föður minn, um það að fá hann í lið með ykkur — og svo, þeg- ar við g,erum það, sem þið segið, þá gefið þið okkur dauðan og djöfulinn!" „Við höfum aldrei beðið ykkur um að gera verkfall", sagði Moylan. „Nei, það er satt. Þið báðuð okkur bara að borga, svo þið gætuð fengið ykkar góðu laun". „Ojæja, ekki eru Iaunin nú svo góð", ansaði ungi leiðtoginn þolin- móður. „Það> gætuð þið vel séð, ef þið rannsökuðuð það". „Jæja þá, hverníg svo sem þau eru, þá halda þau áfram, þó okk- ar laun réai og verði að engu. Okkur er kastað á dyr, það er úti um okkur. Sko okkur — og við eigum flest fyrir fjölskyldu að sjá 1 Eg á gamla móður og hóp af systkinum, og pabbi er örkumla og getur ekki unnið meira. Hvað haldið þið, að verði um okkurf" „Við hjálpum ykkur til að setja ykkur aftur á laggirnar". „Fjandinn hafi ykkur", öskraði Tim. „Eg kæri mig ekkert um mútur ykkar. Ef eg þarfnast hjálpar, fer eg til sveitarinnar. Þeir eru þar líka rænicgjar, en þeir látast ekki vera vinir verka- mannanna*• Aiþbl. er blað allrar alþýðul „Tim", mælti Hallur, „þessar skammir eru ástæðulausar. Við verðum sð hafa eins mikið og unt er upp úr ósigri vorum". Unglingurinn snéri sér nú að Halli. „Hvað veist þú? Þetta alt er ekki annað en Ieikur fyrir þig. Þú getur farið leiðar þinnar og gleymt öllu saman, þegar þú vilt. Eg heyri sagt að þú eigir nóga peninga". Hallur var ekkert móðgaður. Þetta var hið sama og samvizka hans sagði honum. „Mér er þetta ekki eins létt, Tim, eins og þú heldur. Maður getur þjáðst af fleiru en peningaskorti". „Jú, þér líður víst illa f vel- megun þinni!" hreytti Tim úr sér. Hinir nefndarmennirnir muldr- uðu mótmæli. Þeir fundu það, jafnvel á þessum erfiðu tímum, að þetta voru rangindi. En Tim snéri sér að þeim. „Hann ímynd- ar sér, að það sé nóg, að koma hingað og lifa súrt og sætt með oklcur stutta stund og hverfa svo burtu aftur og lifa af erfiði voru! Hann ímyndar sér, að hann sé hetja!" Saltlijöt, í smásölu og stórkaupum, ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur, Gamla bankanunf. Nýkomirt fataefni, frakkaefni og kvenkápuefni. — Efni tekin til sauma. Guðsteínn Eyjólfsson, Laugaveg 32 B. %3Fjöl6r&vjíf úrvaí af Langsjölum og Jr*r£- hyrnum til sölu á Bergþóru- götu 18 frá kl. 3—7 síðdegis. K! artöf lur ódýrastar í Kaupíéiagi Reykjayíkur — Gamla bankanum — rvio niö eftir útsölunni á Bergstaðastræti 1. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafur Friðriksson, Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.