Alþýðublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 2
9 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Dagnr verkalýðsins 1. maí. Alls staðar í heiminum þar sem félagsþroski verkalýðsins er nokkur halda verkamenn 1. maí hátíðlegan og vinna ekki þann dag. Hér í Reykjavík höfum við fram að þessu ekki komist lengra en að halda frídag frá kl. 12 á jhádegi, en í ár hefir verkamanna- félagið Dagsbrún ákveðið að verkamenn hér í Reykjavík skuli ekki vera lengur eftirbátar ann- ara, og að vinna skuli lögð niður af Dagsbrúnarmönnum (og þá að sjálfsögðu einnig af meðlimum 1. maí hefir verið dagur verka- lýðsins í 40 ár. Fyrst var hon- um lítill sómi sýndur, en nú er svo komið, að hann er viður- kendur almennur hátíðisdagur víða um lönd. Hér á landi hefir ekki borið mikið á 1. mai til þessa. í Reykjavík hefir hann þó verið gerður frábrugðinn öðrum dögum hin síðustu ár, en óvíða eða hvergi annars staðar. I Hafnar- firði hefir hann varla verið nefndur á nafn. Nú í vetur varð sú nýlunda í Hafnarfirði, að verklýðsfélögin fengu sett það ákvæði í samn- inga sína við atvinnurekendur, að í. maí yrði ekki unnið. Mun þetta vera í fyrsta skifti, siem slíkt á- kvæði er sett í vinnusamninga, en ýms félög annars staðar hafa gert þetta sama síðan. Það er stórt spor, sem hafn- firzkur verkalýður hefir stigið með þessu. 1. maí, sá dagur, sem hanrt hefir kjörið sér, er viður- kendur hátíðisdagur af atvinnu- rekendum, viðurkendur jafn rétt- hár helgidögum ríkisins. f þessu felst viðurkenning á verkalýðn- um sjálfum, á valdi hans og rétt- indum. Atvinnurekendur er farn- ir að sjá, að þeim tjáir ekki ann- að en taka eitthvert tillit til þess, sem verkalýðurinn vill og krefst. Það er spor í rétta átt. En það er ekki heldur nema spor. Mark- ið er enn þá f jarri, markið mikla, að alþýðan sjálf ráði atvinnu- tækjunum. Verkalýðurinn má engar hvildir taka í sókninni fyr en þyí er náð. En hafnfirzku félögunum var ekki nóg að fá þessa viðurkenn- ingu frá hendi atvinnurekenda. Þau vildu líka láta það sjást, að þau sjálf litu á 1. maí sem sinn dag. Þau hafa öll staðið einhuga að því að gera hann sem hátíð- legastan, verkamannafélagið Hlíf, verkakvennafélagið Framtíðin, jafnaðarmannafélagið og F. U. J. Sjómannafélagið átti þar minni hlut að máli, en ekki stafaði það af áhugaleysi eða skilningsskorti, Sjómannafélagsins, er í landi vinna). Vinna verður því lögð niður af félagsskráðum verkamönnum, þannig að 1. maí verður engin upp- eða út-skipun, engin bygg- ingavinna, engin hafnargerðar- eða bæjar-vinna, engin útsending á vöriun úr pakkhúsum og eng- inn akstur vörubifreiða. Þess má geta, að á Siglufirði og fsafirði verða allar búöir lok- aðar, en í Hafnarfirði verða þær lokaðar frá kl. 12 á hádegi. heldur af hinu, að fíestir eða allir félagar þess eru nú úti á sjó. Alt kapp hefir verið lagt á, að dagurinn megi verða sem eftir- minnilegastur og skemtilegastur. Skal hér sagt frá því helzta, sem þar verður til hátíðabrigða. 1. Gudspjómista. Hún fer fram í þjóðkirkjunni. Séra Sigurður Einarsson stígur í stólinn, en hann er viðurkendur einhver mælskasti klerkur landsins og skortir tekki andríki. Söngnum stjórnar hinn góðkunni söngkenn- ari og tónsmiður Friðrik Bjarna- son. 2. Rœduhöld og söngur. Ræðut verða fluttar í tilefni af deginum annaðhvort í Góðtemplarahúsinu eða fyrir framan bamaskólann nýja, eftir veðurfari. Ræðumenn verða: Stefán Jóhann Stefánsson, Laufey Valdimarsdóttir, iEmil Jónsson og Ólafur Þ. Kristjáns- son. — Eftir hverja ræðu syng- ur karlakór alþýðufélaganna und- ir stjórn Lárusar Jónssonar söng- kennara. 3. Bazar. Verkakvennaféiagið Framtíðin hefir salubazar í bæj- arþingsalnu'm. Verða þar til sölu margir eigulegir og prýðilegir munir, og hefir þeim, er þetta ritar, verið sagt svo frá, að þar bjóðist ungu fölki einkar gott tækifæri til að fá sér ýmsa girni- Jega hluti í búið. — Ágóði af bazarnum rennur í sjúkrasjóð fé- lagsins. 4. Skemtun. Um kvöldið skemta fólögin sér í Góðtemplarahúsinu. Þar syngur kaflakórinn og söng- dánzaflokkur F. U. J. sýnir listir sínar. Auk þess ætlar F. U. J. að nota tækifærið til að vígja fána sinn, sem er alveg nýr af nálinni og hinn myndarlegasti gripur. Gera mó ráð fyiir, að unga fólkið lyfti sér eitthvað upp áður en skemtuninni lýkur. 5. Bla'ð. Um morguninn kemur út blað með nafninu 1. maí, og' verður það helgað deginum. Ýmsir mætir menn skrifa í það. 6. Merkjasala. Sérstök merki verða búin til og seld á götunum. 7. Lokun búða. Kaupmannafé- lag Hafnarfjarðar hefir sýnt þann skilning á vilja verkalýðsins, að það lætur búðir verða lokaðar frá kl. 1. Allur ágóði af hátíðahöldunum — nema bazarnum — rennur í byggingasjóð alþýðufélaganna, en þeim sjóði verður varið til að koma upp Alþýðuhúsi Hafn- arfjarðar. Bók verður látin liggja frammi á skemtistöðunum um daginn, þar sem menn geta skrif- að í framlög sín til hússins, hvort sem er heldur peningar eða dagsverk. Er svo til ætlast, að bók þessi verði síðan látin fylgja húsinu sem eign þess. — Þarf- laust er að segja’ nokkrum al- þýðumanni í Hafnarfirði frá því, 'rversu mikinn baga alþýðufélög- in hafa' liðið undanfarið af hús- næðisleysi. Alþýðuhúsið er eitt- hvert mikilvægasta verkefnið, sem liggur fyrir félögunum eins og nú standa sakir. Ætti það ekki að verða til að draga úr að- sók’n fólks að hátíðahöldunum, að ágóðinn rennur til svo nauðsyn- legs fyrirtækis. Ólafur Þ. Kristjánsson. iVorpnb’aðið ræðst á Jón ÍJoríáksoii í Morgunblaðinu á sunnudag- inn birtist grein með yfirskrift- inni „Taugaóstyrkur socialista". Kennir þar margra grasa, en byggist á litlum skilningi og rotnum hugsunarhætti. Meðal annars segir þar: „Þessi bliekkingartilraun við al- menning er dálítið brosJeg. Þeir, sem alt af þykjast vera starf- andi meðal alþýðunnar, þekkja hana ekki betur en þetta. Þeir halda að menn skilji það ekki, að þó þing sé rofið með ofbeldi, þá er það eigi að síður rofið, og verður þvi að fá nýtt þing kos- ið til þess að þjóðin geti náð rétti sínum.“ Er hægt að gefa íhaldinu, með Jón Þorláksson í broddi fylking- ar, skarpara rothögg úr sínum eigin herbúðum en einmitt með sJíkum orðum? Jón Þorláksson og fleiri íhaldsþingmenn eru oft búnir að lýsa því yfir af svölum Alþingishússins og undan þak- skeggi „grenisins“ við Kalkofns- veg, að Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aði að halda áfram þingstörf- um ef nægilegur þingmeirihluti hefði fengist til þess og virða þingrof konungs að engu. Ætlaði Jón Þorláksson þá með íhaldið í eftirdragi að brjóta Iög og þingræði landsins, og eru afglöp íhaldsins svo mikil, að Morgun- blaðið sé nauðbeygt til að skamma sjálft sig og íhaldið annað slagið? Jón Þorláksson hlýtur að gefa Morgunblaðinu alvarlega áminn- ingu, eða heita að öðrum kosti „lygari" frammi fyrir alþjóð að dómi Morgunblaðsins. P. H. Landsmðlafondlrnir. Landsmálafundur var haldinn á Akranesi á sunnudaginn. Var þar margt manna. Af hálfu Al- þýðuflokksins talaði þar Héðinn Valdimarsson. Deildi hann á and- stöðuflokkana og sýndi fram á, að alþýðan verður að treysta sjálfri sér og sínum flokki einum. Á mánudagskvöldið var fundur í Borgarnesi og var hann líka fjölmennur. Af hálfu Alþýðu- flokksins mætti Héðinn einnig þar. Þaðan fór hann norður i Húnavatnssýslu til fundarhalda þar og víðar á Norðurlandi. I’iskkaiíp af eiieodmn skipaai. Milli 50 og 60 færeyskar skútur hafa losað fisk hér síðastliðna viku. Hafa „Kveldúlfur" og „AI- lianoe" keypt mestallan fiskinn. Skip þessara tveggja félaga á- samt flestum öðrum togaranna lágu á vertiðinni í heilan mánuð aðgerðarlaus til þess að tak- marka fiskframleiðsluna. FiugleiðantrurirÉi. Búist er við að „Óðinn“ haldi af stað í Grærxlandsleiðangurinn seinni hluta dags. Flugvélin verð- ur látin í skipið við kolakran- ann og þaðan mun lagt ai stað. Munu vafalaust margir Reykvík- ingar vilja vera viðstaddir þegar leiðangursmenn leggja úr höfn.. Halisteinirí og Döra. Nýlega er út komið nýtt leik- rit, „Hallsteinn og Dóra“, eftir Einar H. Kvaran. Leikritið er K 4 þáttum og geiist nú á tímum. Það er þrungið dulrænum ör- lagaleik, sem ofinn er með hár- fínni list. I þvi er skörp ádeila, • sem mun áreiðanlega snerta marga og þoka við þeim sálum, sem hrærast í vitfirringskappi broddborgaralífsins um auð, „á- lit“ og völd. Það mun vekja deil- iir og því mun misjafnlega tekið. Vinir þess verða hugsjónamenn- irnir, „þrælarnir" svonefndu, en óvinirnir verða úr hópi „haustsál- anna“, hinna „konungbornu". — Síðasti þáttur íleikritsins gerfst „einhvers staðar í tilverunni", og mun mörgum forvitni á að sjá hvernig Leikfólagið leysir það hlutverk sitt. Aðalæfing á leik- ritinu er í kvöld, en fyrsta sýn- ing á morgun. — Það er iangt síðan við höfum séð leikrit frá hendi Einars Kvarans. Nú er þess kostur. Enn mun Kvaran vekja deilur — eins og áður —. Um miðlungsmenn standa ekki storm- ar. V.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.