Alþýðublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Átta stunda vinnudagur á Spáni. Madrid, 28. apríl. U. P- FB. Tilkynning um stofnun átta stunda vinnudags í öllum íðn- greinum á Spáni verður birt þ. 1. maí í hinu opinbera málgagni stjórnarinnar. „Pe!a-börsiin“ oö líðveldið Heimdellingar heyktust við, hætti frelsisvörnin. Langaði ekki í lýðveldið litlu „pela-börnin“. Steinn K. Flug Ahrenbergs. Khöfn, 29/4. U. P. FB. Búist er við, að Ahrenberg leggi af stað ' frá Málmey í dag ásamt loft- skeytamanni og vélamanni, ef veður batnar, en rigning er nú og þykt loft. Fullnaðareftirlit á vél- inni fór fram í gær. Vegna þess hve miklar benzínbirgðir Ahren- berg hefir getur hann ekki tekið Raynor flugkaptein með sér. Deitt nm eyjn Noregi, NRP., 28/4. FB. Hin nýja eyja, sem Isak Isakssen kapteinn frá Tromsö fann í fyrra, hefir nú verið tekin til notkunar, samkvæmt tilkynningu til utan- rikisráðuneytisins. Nýtt félag til þess að hagnýta sér gæði eyjar- innar er i stofnun. Samkvæmt „Dagbladet“ er risin upp djeila milli þeirra, sem standa að þessu nýja félagi, og gamla norður- hafaíélagsins, sem um allmörg ár hefir látið stunda veiðiskap við Austur-Grænland. Eldra fé- lagið (Arktisk Næringsliv) held- ur því fram, að nýja félagið hafi numið land á svæði, sem eldra félagið hafði tekið til notkunar. Simsæti var þeim haldið í fyrra kvöld skíðagörpunum Guðmundi Skarp- héðinssyni og Torvö, sem komu á skíðum að norðan, og getiö var um hér í blaðinu í gær. Skíðafélag Reykjavikur sá um samsætið^og var þvi stjórnað af formanni félagsins, L. H. Miiller. Ræður þeirra manna, er þarna töluðu, báru allar vott um eld- heitan áhuga fyrir skíðaíþróttinni og þeirri nauðsyn, að sem ileStir yrðu hennar aðnjótandi. Samsætið fór piýðilega fram. og voru margar ræður fluttar. Á meðal ræðumanna voru þessir: L. H. Mtiller, sem bauð þá félaga Guðmund og Torvö velkomna og mintist skíðafélaganna beggja, á Siglufirði og í Reykjavík. H. Bay, aðalræðismaður Norðmanna, tal- aði meðal annars um afstöðu ís- Berenguer fyrrverandi forsætis- ráðherra hefir verið kyrrsiettur í herfangelsi samkvæmt skipan yf- irráðs her- og flota-mála. lands til Noregs í íþróttamálum. Ben. G. Waage talaði einkum um nauðsyn þess að koma á al- mennri kenslu í skíðaíþróttum. Gudmundur Skarphédinsson þakkaði Skíðafélagi Reykjavíkur góðar móttökur og mintist á ferðalag þeirra félaga yfir ó- bygðirnar. Þá mælti Toruö skíða- kennari nokkur velvalin orð um veru sina hér og þann áhuga og velvild, sem hann alls staðar hefði mætt. Einnig töluðu þeir Björn Brynjólfsson, sem er í stjórn Skíðafél. Reykjavíkur, og Þorkell Clementz, og að lokum Jón Oddgeir Jónsson, er einkum mintist hinnar frækilegu farar L. H. Múllers1 og félaga hans þriggja, er þeir fóru á skíðum yfir þvert Island árið 1925. Danskt verkamamm- félag stofoað. Danskir verkamenn hér í bæ. héldu með sér vel sóttan fund í fyrra kvöld. Talaði þar Höyer bóndi í Hveradölum og lýsti því, að það væri skylda hvers stétt- víss verkamannsi, er til útlanda kæmi, að ganga þar þegar í lið með hinum erlendu stéttarbræðr- um sínum. Stjórnmál þau, er jafnaðarmenn rækju, væru al- þjóðleg, og þvi þyrfti enginn að halda það slettirekuskap að taka þátt í þeim hvar í heiminum, sesm væri. Þetta ætti ekki hvað sízt við danska verkamenn hér á landi, þar sem þeim með sam- bandslögunum væri veitt þau hlunnindi að geta fengið hér kosningarrétt. Það væri því blátt áfram skylda þeirra að ganga í lið með himun íslenzku stéttar- bræðrum sínum. Hann benti og til þess að sá ósómi væri ekki óalgengur, að danskir menn réðu sig hingað í vinnu við lægra kaupi en því, sem væri hið rétta verkamannakaup hér á staðnum, og legðu með því hönd að þvi illa verki að reyna að þrýsta niður kaupi íslenzkra verka- manna, en það gæti enginn góð- ur verkamaður látið sér sæma. Sérstaklega benti hann til þess, að stórbúið á Korpúlfsstöðum legði það í vana sinn að ráða til sín danska menn með slíkum kjörum, og væri Dansk-islandsk Samfund milliliður þar. Taldi hann ósæmiLegt að þetta félag nyti mörg þúsund króna styrks af sáttmálasjóði til þess að starfa í þágu íslenzkra kaupræningja. Tóku síðan tnargir til máls og Bezía Gfgareííaa í 2.0 sífe. pofekam, sem feosta 1 ferifnu, er: festffliiisíer, ¥lFsinia, Fást í ðllum vezíuaum. I hverjam pakka er gnllfalleg islenek mjrnd, og fær hvee sá, er sstfnað heftr 50 mirndism, einat stækkaða mjrnð. Lágntarkskanptaxti Almenn dagvinna kr. 1,25 á klst. Eftirvinna — 1,80 - — Skipadagvinna — 1,40 - — Skipaeftirvinna — 2,00 - —- Helgidagavinna — 3,00 - — Mánaðarkaup í 2—4 mánuði 325 kr. pr. mánuð - 4—6 — 300 -------— — - 6 mánuði og þar yfir 280 kr. Helgidagavinna reiknast frá kl. 6 síðd. á laugardaga til kl. 6 árd. á mánudag. Sama gildir um fyrsta sumardag, 1. maí, 20. maí, 17. júní og 1. dezember. Skipavinna talin öll vinna í skipum, hvort sem þau eru skráð fiskiskip eða fraktskip. Sama gildrr um vinnu í bátum milli skips og lands, meðtalin lestun þeirra og aflestun. Einn- ig uppskipun á kolum, salti, möl, sandi og oementi í bing eða hús. Verkamenn fá hálftíma tvisvar á dag til kaffiidrykkju án frádráttar. Ekki skal kaffitíminn dreginn frá, þó unninn sé part- ur úr deginum. Séu menn ráðnir upp á frítt fæði og húsnæði, skal það ekki reiknað meira en 80 kr. á mánuði. Öll vinna, sem unnin er frá kl. 6 að kvöldi til kl. 7 að morgni, skal reiknast eftirvinna. Gildir það fyrir alla vinnu, jafnt í verksmiðjum sem annars staðar, nema mennirnir séu ráðnir fyrir mánaðarkaup. Mánaðarmenn, sem vinna næturvinnu, eru að eins skyldir að vinna 5 nætur í viku fyrir mánaðarkaup- inu. Kauptaxtinn skal gilda frá 1. maí 1931, þar til öðru visí verður ákveðið. Siglufirði, 20. febrúar 1931. Kauptaxtanefndin. Bæjaryinnufaxtlé Dagvinna kr. 1,56 á klukkustund. Vinna skal hefjast kl. 7 f. h. til kl. 4 e. h. og einn hálftími í kaffihlé. Að öðru leyti samhljóða almennum taxta. í sama streng. Var loks borin fram svohljóðandi tillaga: Fund- urinn lýsir þvi, að hann vilji standa samsíða íslenzkum verka- lýð í baráttu hans fyrir bættum lífskjörum alþýðu. Var hún sam- þykt með öllum greiddum at- kvæðum. Var þá stofnað félag með dönskum verkamönnum, og er því ætlað að vera í Alþýðu- sambandi Islands. Gerðust þegar 17 rnenn og konur félagar. Ársping H jálprœdishersim verður háð hér í Reykjavík 5.— 12. maí n. k. Stjórnendur þingsins verða Hoggard kommandör frá Lundúnum og frú hans og Árni M. Jóhannesson stabskapteinn og frú hans. Hoggard kommandör og frú hans hafa starfað víða um heim og hafa mikla og rnarg- þætta reynslu að baki sér, og kunna því frá mörgu að segja. l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.