Alþýðublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ »»*'m íS Mitf og pettsa* Draugasaga. Nýlega kom einkennilegt atvik fyrir suður í löndum. í gamalli höll einni bjó gamall ríkur mað- ur. Hann hafði gömul hjón fyrir þjónustufólk, og fleira var jþar ekki til heimilis. — Eina nótt vaknaði kona þjónsins og lá nokkra stund vakandi án þess að geta sofnað. Eftir skamma stund heyrðist lienni bifreið koma að húsinu, og ekki gat hýn betur heyrt en menn væru að tala saman í hálfum hljóöúm að húsabaki. Konan fór á fætur til að gá að hverju þetta sætti, en hún varð einskis vör. En er hún var aftur að fara upp í rúmið heyrðist henni hurð vera skelt einhvers staðar í húsinu. Hún vakti því mann sinn hrædd og sagði honum af þessu. Ræddu þau þetta um stund, en hlustuðu á milli. — Svo bar ekki fleira til tíðinda. Næsta morgun tjáðu þau húsbónda sínum frá þessu og virtist þeim sem hann fölnaði, er hann heyrði tíðindin. Svo leið heil vika; ekkext bar við, nerna það, að húsbóndinn varð enn þögulli en hann átti að sér. Svo var það eina nótt, að gömlu hjónin vöknuðu enn við lítinn skarkala, er viríist koma úr hús- inu Klæddu þau sig í skyndi og fóru um húsið. Fundu þau hús- bónda sinn bundinn á höndum og fótum, og hafði hann verið gerður meðvitundarlaus með klóróformi. Þau tóku gamla manninn, leystu hann og lífguðu við, en hann bannaði þeim að segja nokkrum frá því, er borið hafði við. Enn liðu nokkrir dagar. Svo var það eina nótt enn að gömiu hjúin vöknuðu við óp. Klæddu þau sig aftur og gengu á hljóðið. Fundu þau húsbóndann dauðan, og hafði hann verið kyrktur. Á hálsi hans fundu þau svarta díla, örsmáa. Gömlu hjón- in náðu í lögregluna, og hefir hún haft málið til meðferðar, en ekkert hefir upplýstst. Engu hafði verið stolið, engu um rótað, eng- in fingraför sáust og allír glugg- ar og dyr voru harðlæst eins og gengið hafði verið frá [xám um kvöldið. Eru sumir sem álíta, að hér hafi einhver draugur verið að verki, — en þá kunna líka draugar að stýra bíl, þvi gömlu hjónin þóttust hafa heyrt í bif- reið i öll skiftin. Ffá önumíaifiíði Or Önundarfirði er FB. skrifað 21. april: Þótt veturinn hafi yfir- leitt verið hér nokkuð har'ður, þá hefir verið góður kafíi nú um tima, og sýnist ætla að vora vel. \ ) Wðrnbllastiíðin I Eejrkjjavík, Simar: 970, 971 og 1971. Nú er frostlaust nætur og daga og talsverð jörð auð, -svo að beit er bæði fyrir sauðfé og hesta. Heybirgðir eru- hér yfirleitt nreg- ar, fáir eiga of lítið, en nokkru fleiri munu hafa afgang. — Fiski- sælt hefir verið á vetraxvertíð- inni og er enn, þó að gæftir hafi verið stopular. Hæstu hlutir á Flateyri eru um 850 krónur frá nýári til páska. Einn bátur af Snæfellsnesi gekk frá Flateyri á þeirri vertíð, en er nú farinn suð- ur aftur. Er svo sagt, að aldrei hafi borist eins mdkið á land á Flateyri af fiski á nokkurri ver- tíð sem þessari. Veldur mestu um ágætur afli, en líka það, að bátar era hér nú yfirléitt stæm en áður og sjósókn því meiri, eink- um að vetrarlagi. — Útvarpsvið- tæki eru enn ekki komin nema á tvö býli í sveitinni, en þau eru allmörg á Flateyri. Þykir notend- um að þeim mikið gagn og gaman og segja, að ilt muni þeirn fínnast að vera án útvarps, þegar þeir hafa vanist því. ■ IJm datglno ©g vet*?nnu Með«l farþega héðan nbrður í gærkveldi með „Alexandrinu drottningu“ voru Erllngur Friðjónsson og Guð- mundur Skarphéðinsson. Fiambjóðendur i Mý asýslu. Af hálfu „Framsóknar“-flokks- ins Bjarni Ásgeirsson. Af hálfu ihaldsins Torfi Hjartarsion. ,Dreyfus‘ Gamia Bíó sýnir í kvöld í fyrsta sinn Dreyfusmyndina, sem nýlega var getið um hér í blað- inu, í stað Monte Car.lo, sem eig- andinn símleiðis hefír óskað eftir að fá endursenda með Brúaffossi í dag. Dreyfusmálið er þekt um alian heim, og myndin, séóu hér er sýnd nú og sýnir hina merku atburði, hefir vakið geysiathygli. 1. maí-nefndirnar halda fund í kvöld kl. 9 á Hótei Borg (á sama stað og síð- astj. AÍIir félagar nefndanna eru beðnir að mæta stundvíslega. Oluf Ii Krabbe p ófessor frá Kaupmannahafnarháskóla flytúr hér við háskólann 6 fyrir- lestra um refsirétt. Fyrstu 2 fyr- irlestrarnir fjalla um afbrot og refsing og verða fiuttir í Kaup- þingssalnum í dag og föstudag 1. maí kl, 6. öllurn er heimill aðgangur. Í2 vaö er asð frétta ? ípaka hefír sumarfagnað í kvöld. Ágœtur afli er nú í Vestmanna- eyj um, einhver sá mesti, sem komið hefir í manna minnum. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband á sumardaginn fyrsta af séra Ólafi Óiafssyni ungfrú Magnúsína B. Jónsdóttir, Frakka- stíg 4, og Runóifur Eiríksson rak- ari, Barónsstíg 10. Slökkvilidid var kallað að or- sakalausu upp á Amtmannsstíg eftir miðnætti í nótt. Skipafréitir. „Alexandrína drottmng“ fór í gærkveldi í Ak- ureyrarför, „Lyra“ kom til Björg- vinjar í fyrim kvöld kl. 11. Togararnir. „Ver“ og „Þórólf- ur“ komu af veiöum í morgun, báðir fullir af fiski. Vedrid. Kl. 8 í morgun var 3 stiga liiti í Reykjavik. ÚtiMt á Suðvesturlandi vestur um Breiða- fjörð: Norðangola eða kaldi. Úr- komulaust og sums staðar létt- skýjað. Nœturlœknir er í nótt Gunn- laugur Einarsson, Sóleygjargötu 5, sími 1693. Frá Hjálprœdishernum. Lúðra- sveit Reykjavíkur spilar, undir stjórn Páls ísólfssonar, til ágóða fyrir Reykjavíkurflokk Hjálpræð- ishersins. á föstudagskvöldið kl. 9. Árni M. Jóhannesson stabskapt. stjórnar hátíðinni. Efnisskráin verður sú sama og átti að verða á hljómléikunum 16. apríl, sem varð að aflýsa þá vegna sér- stakra ástæðna. lnngangurinn kostar eina krónu fyrir fullorðna og 50 aura" fyrir börn. Aðgöngu- miðar fást við innganginn. Salur- inn veröur opnaður ki. 8. Látin er í Sölleródhæli Hólm- fríður Sigvaldadóttir, Þorsteins- sonar kaupmanns. Banamiein hennar var berklaveiki. Hún var tvítug að aldri. Aheit á Strandarkirkju 5 !ít. frá G. H. C. Otvarpid í dag: Kl. 19,25: HÍjómleikar (söngvél). Kl. 19,30: Veðurfregnir. KI, 19,35: Barna- sögur. Kl. 19,50: Sungnar gaman- vísur (Bjarni Björnsson). KI. 20: Enskukensla. Kl. 20,20: Sungnar gainanvísur. Kl. 20,30: Erindi: Ferðalög fyrr á thnum (Indriði Einarsson). Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,20—25: Hljómleikar (Karl Hel- ler, fiðla, Pál.1 ísólfsson, orgel). Prestskosningar. Séra Eiríkur Helgason að Sandfelli í Öræfum hefir verið kosinn prestur í Bjarnanesi. Var hann eini run- sækjandinn. Um Breiðabólsstað- arprestakall í Vjestunhópi í Húna- vatnssýslu sótti séra Stanley Me- lax á Barði í Fljótunn Var hann og eini umsækjandinn þar. Kosn- ingin ivarð ólögmæt vegna þess, að þátttaka var ininni en til- skilið er. Prestaköll veitt. Séra Jóni Thorárensen í Hruna hefir verið jarta-ás smjerllklé es* bezí. Fermiogar-' kjóiaelni, Sumarkjóla- efni. Sokkar a. m. fl Verzíun Matthildar Bjömsdóttur, Laugavegi 36. >oo<xxxxx>oo<x Vanti ykkur húsgögn ný og vönduð einnig notuð, þá, komið á Fornsöluna. Aðalstræti 16. Sím 1529 — 1738. >oooooooooo<x Saumur, Vélareimar og alls konar Verkfœri nýkomið. Valct. Höuiséí, Klapparstíg 29. Sími 24 MREINA5I lérefts- tnsknr kauplr Aípýðn- prentsmlðjan. veitt Stóranúpsprestakall og séra Einar Guðnasyni Reykholts- prestakall. Rátstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson, Alþýðuprentsmiðjaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.