Alþýðublaðið - 03.09.1920, Síða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1920, Síða 2
2 Aígreiðsla bkðsins er í A'þýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað sða f Gutenherg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Hvöt. Það hefir lengi við brunnið, að alþýðan hafi orðið fyrir því ámæii írá mótstöðumönnum sínum, að hún væri ófélagslynd, sem mun að nokkru leyti satt vera. T. d. munu víst nokkuð margir verka- menn vera, sem ekki eru í verka- mannafélögum, og þeir sem í þeim eru sækja þau illa. Með því að eg býst við að al þýðan vilji ekki bera þetta ámæli á baki sér iengur, þá er það áskorun mín til hennar að hún hefjist nú þegar handa, ©g geri sitt ítrasta til að stofna ný verka- mannafélög og hlúa að þeim uppi- standandi; því víða mun vera á- bótavant með þau. Eins ættu þau verkamannafélög, sem enn eiga ógengið í .Alþýðu- samband íslands", nú þegar að framkvæma það að gerast félagar sambandsins, og taka þátt í þingi þess, sem sett verður í Rvík 12. nóv. n. k. Einnig ættu verkamenn þeir sem eigi kaupa .Alþbl." nú þegar að gerast kaupendur þess; því þeir vita það fullvei, að með falli eða illu fjárhagsástantíi blaðsins verður alþýða íslands fyrir miklu tjóni á margvíslegan hátt. í öllum löndum hins mentaða heims er sterk frelsishreyfing með- al alþýðunnar, en hér á íslandi er hún enn á fremur iágu stigi, En hvers vegna erum vér ís lendingar á eftir öðrum þjóðum? Hvers vegna hefjumst vér ekki handa með sterkari böndum á milli verkamannafélaganna ? Er það ennfremur bein áskorun mfn til allra verkamanna og verka- m.félaga, að þeir og fau athugi framanritaðar línur, og með end- urnýjuðum áhuga hrindi þessu í framkvæmd. V. S V. ALÞYÐUBLAÐIÐ JKerkasta nppgitvott vtsiaðanna. Efnafræðisgrundvelli nútímans raskað. Frumefnunum má skifta. Eitt gram efnis ígildi 3000 smálesta af kolum. Draumur miðaldanna um gullgerð rætist. Socialdemokraten hefir átt við- tal við prófessor Niels Bohr, og setjum vér hér útdrátt úr því, ásamt ummælum ýmsra merkra vísindamanna. — Verk Bretans Rutherfords, sem hlaut Nobelsverðlaunin fyrir efaafræði 1908' myndar nýtt tíma- bil. Hann hefir sannað það, að í vfsum föllum er hægt, með því að láta geisla frá geislaefnum (radio- aktive Stoffer) leika um hinn pósi- tiva kjarna atómanna, að kljúfa þau í minni hluta, sem mynda af njlju nýja kjarna. / fyrsta skifti stendur madur augliti til auglitis við framkvæmd þess, sem gull- gerðarmenn miðaldanna brulu heilann um, nefnilega, að hægt er af handahófi að breyta einu frumefni í annað. Ennþá. er þó ekki um gullgerð að ræða, og vafalaust verður uppgötvunin ekki þýðingarmest í þá átt, að skapa gjaldmiðil, heldur miklu fremur hefir hún stórkostlega þýðingu fyrir orkuframleiðslu. Ef það hepn- ast, að ummynda frumefni í stór- um stíl, eru líkur til að leysa megi úr læðingi hinn mikla kingikraft, er felst í atomunum. Þegar gufuskip nota kol, leysist orkan við það úr læðingi, að kol- in og súrefnið, sem notuð eru, innikalda meiri orku en kolsýran, sem myndast við brunann; en sú orka, sem þannig losnar, er aðeins hverfandi hluti (minna en 1 milj- ónasti) af þeirri orku, sem felst í kolunum og súrefninu. Að hægt er að segja þetta með vissu, stafar af hinu skarp- skygnislega og ágæta starfi og sönnunum þýzka eðlisfræðingsins Einstein. Auk þess má draga þessa ályktun af því, hve mikla orku geislaefnin gefa frá sér við hinar ýmsu breytingar. Samkvæmt nýjstu rannsóknum, sem Englendingarnir Thomson og Rutherford eiga mestan þátt L samanstanda atomin af heilu ssól- kerfi« úr öreindum (elektronum), sem hreyfast um pósitfvan kjarna. En þýzki vísindamaðurim^ prófes- sor Planck hefir sannað, að það lögmál, sem hér á við, er mj©g frábrugðið Iögmálum þeim, er gilda um hreyfiugar stjarnanna í sólkerfunum. Þannig fer útgeislun atomaefn- anna ekki fram á sama hátt og útsending rafsegulbylgja þeirra, er notaðar eru við þráðlaus skeyti, heldur eins og í sprettum. Úígeisl- unin er að kalla má afleiðing af nokkurskonar sprenging í atom- unum. Margt fieira merkilegt hefir komið fram, sem gerbreitt hefir hugmynd manna um eðlisfræðina og sem gert hefir skiljanlegt það sem áður var hulið. Hefir yfir höf- uð nýtt líf færst í eðlisfræðis og efnafræðisrannsóknir við þessar uppgötvanir. D.anska rfkið hefir í sumar látið reisa stórt hús, sem aðallega verð- ur notað tii efnafræðis- og eðlis- fræðisrannsókna og verður pró- fessor Bohr forstjóri þess. Segir hann, að fyrst og fremst verðí unnið að þvf, að fullkomna upp- götvun sir Rutherfords. Prófessor Einstein segir um upp- götvun þessa, að nftt frumafl sé fundið. Það sé mjög sennilegt, að geisileg orka, sem er falin í efn- unum, verði leyst úr læðing, og maunkynið geti hagnýtt sér hana. Ef til vill ráðum vér bráðlega yfir nýjum ótæmandi orkulindum. Prófessor dr. Haber, sem hlotið hefir Nobelsverðlaun, starfsmaður við efnafræðisstofnunina í D rhlen, er alveg á sama máli og bætir þvf við, að dagar kolanna séu brátt taldir og muni í staðinn kom» tímabil vóldugri oskulinda. Annar prófessor, sem hlotið hefir Nobelsverðlauo, Planck, sem á nokkurn þátt í þeim árangri sem þegar er fenginn, segir að það, sem álitið var ómögulegt sé nú vei fært. Prófessor, dr. Marckwead kveð- ur ekkert því til fyrirstöðu, fræði- lega, að senda gufuskip yfir At- lantshaf með eitt kg. af biki sem aflgjafa. Að eins þarf að finna aðferð til þess að lcoma þessu f framkvæd. Það er mögulegt að gera guli úr blýi, og þá misstr gullið gildi sitt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.