Alþýðublaðið - 03.09.1920, Síða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Xoli koEUBpr.
E.tir Upton Sinclair.
Kappleikinn
í kvöld kl. 6
milli Fram og Vestmannaeyinga
verða allir að sjá.
Kaupið aðgöngumiða á götunum.
Fjórða bók:
Erfðaskrá Kola konungs.
(Frh.).
„Heyrðu nú, Tim“, greip Mo-
ylan loksins fram í fyrir honum,
„þú talar eins og við værum
harðstjórarnii! Við getum ekki
að þessu gert — við erum jafn
ráðalausir og þið!"
„Það segið þið bara — þið
gerið ekki.einu sinni tilraun!"
„Tilraun! Heimtarðu að við
styðjum verkfall, sem við vitum,
að ekki er hægt að vinna? Þú
gætir alveg eins sagt, að við
skyldum leggjast á sporið og láta
fulia kolalest aka yfir okkur. Við
getum ekki unnið, maður! Við
mundum að eins kollvarpa verk-
lýðssambandinu 1“
Því næst fór Moylan að segja
frá', svo ótt og í svo stuttum
setningum, að ómögulegt var að
grípa fram í. Hann hafði séð
heila tylft af svona verkföllum
víðsvegar í héraðinu, og hann
reyndi að fá Tim til þess, að
skilja hver endirinn mundi verða.
Verkamennirnir f Norðurdalaum
mundu í öllu falli verða fyrir von-
brigðum — en var ekki bezt að
segja þeim sannleikann strax en
að bíða, unz þeim var kastað á
dyr út úr heimilum sínum? „Þú
segir, að við gætum stutt þá með
fé voru — við gætum haldið á-
fram, jafnvel þó félagið ræki nám-
una með verkfallsbrjótum. En
hvernig heldurðu að þetta endaði,
Rsíferty? Eg hefi séð fyrir end-
ann á mörgum verklýðsfélögum
— og er eg þó ekki gamall! Ef
við værum banki, mundum við
styðja alla námumenn landins,
þá þyrftu þeir ekki að taka til
starfa aftur, fyr en þeir hefðu
náð rétti sínum. En það eru aðr-
ir verkamenn, sem láta okkur í
té það fé, sem við notum — og
á þessu augnabliki eru þeir niðri
í námunum. Þeir fá okkur pen-
ingana og segja: Notið þá til að
styrkja og auka verklýðsfélögin,
Notið þá til þess, að hjálpa þeim
mönnum, sem ekki eru i félags-
skap — gerið þá að félögum,
svo þeir haldi ekki niðri káupi
voru og vinni sem verkfallsbrjótar.
En kastið þeim í guðsbænum
ekki á glæ, við þurfum að kosta
ofmiklu erfiði til, til þess að afla
þeirra, og sjáum við engann á-
rangur, þá fáið þið ekki meira.
Skilurðu það ekki? Hve þung á-
byrgð hvílir á okkur, og hve
miklu þyngri hún er, en hræðslan
við það, að missa laun vor —
þó þú viljir nú kannske ekki trúa
svo góðu um okkur? Það er því
ástæðulaust fyrir þig að tala við
mig eins og eg væri sonur Pét-
urs Harrigans. Eg hefi sjálfur
verið hemilsveinn, þegar eg var
tíu ára, og eg hefi ekki verið
svo lengi utan námanna, að eg
sé búinn að gleyma þrælkuninni.
Það, sem heldur fyrir mér vöku
á næturnar, er ekki óttinn við
það að missa laun mín, eg hefi
aflað mér nokkurrar þekkingar
með því að vinna á næturnar
líka, svo eg veit að eg get unnið
fyrir mér, hvenær sem er. Það
sem hvílir á mér eins og mara
er hugsunin um það, hvort eg
hafi notað fé verkamannanna rétti-
lega, hvort eg hefði ekki getað
sparað þeim erfiðleika, með því
að fara öðru vfsi að. Þegar eg
var á leiðinni hingað með nætur-
Iestinni, hugsaði eg eingöngu um
það, Tim Rafferty, meðan eg
hlustaði á skröltið í lestinni, að
nú væri eg á leiðinni til þess að
sjá meiri þjáningar, nú þyrfti eg
að kremja hjörtu fleiri félaga
minna og ef til vill mundu all-
margir hraustir drengir yfirgefa
okkur, vegna þess, að þeir skildu
ekki hvers vegna við fengjum
laun, en þeir yrðu að þræla.
Hvernig eg ætti að sýna þeim,
að eg vinn fyrir þá — af öllum
mætti — og að eg á enga sök á
ógæfu þeirra".
Primusar
°g
prímus-varahlutir
af öllu tagi, fyrsta ílokks vara
er nú aftur komið til
Sigurjóns Péturssonar,
Hafnarstræti 18.
Klossar,
«
háir og lágir, mjög góð
tegund, eru nýkomnir til
Sigurjóns Péturss.
: : Hafnarstræti 18. : :
Nýkomin
fataefni, frakkaefni og
kvenkápuefni. — Efni
tekin til sauma.
Guðsteinn Eyjólfsson,
Laugaveg 32 B.
IVIuniÖ eftir útsölunni á
Bergstaðastræti i.
Alþbl. kostar I kr. á mánuði.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiðjan Gutenherg,