Morgunblaðið - 11.12.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
pltruMfl Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritst jórnarf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 350 kr.
eintakiö.
Sa Carneiro
Skammt er stórra högga á milli í heiminum. Og maðurinn
finnur til smæðar sinnar andspænis hrikalegum örlögum.
Á sama tíma og sovézki herinn stendur grár fyrir járnum
umhverfis Pólland og þjóðlífið í landinu hangir á bláþræði,
ferst forsætisráðherra Portúgals í hörmulegu flugslysi, einn
þeirra manna, sem hefur átt hvað mestan þátt í því að koma
í veg fyrir að Portúgal yrði alræðisöflum kommúnismans að
bráð. Sa Carneiro, forsætisráðherra Portúgals, var einarður
maður og hugrakkur og miklar vonir bundnar við, að honum
tækist að efla lýðræði í Portúgal, enda var hann orðinn
óumdeilanlegur forystumaður borgaralegra lýðræðisafla í
landinu, þegar hann fórst í blóma lífsins.
Sa Carneiro var boðberi sósialdemókrata, sem eru stærsti
flokkur þeirrar borgaralegu flokkasamsteypu, sem farið
hefur með völdin í Portúgal undanfarna mánuði. Undir
forystu hans og do Amaral, leiðtoga Miðdemókrata, sem eru
hægri megin við miðjuna, tókst að sameina borgaraleg öfl í
Portúgal á örlagatímum. Kommúnistar voru á undanhaldi.
En nú hefur óvissan aftur tekið við. En sterkir menn eru enn
við stjórnvölinn í Portúgal og fer do Amaral nú fyrir þeim,
hvað sem verður. Sósialdemókratar velja sér nýjan foringja og
er þess að vænta að flokkurinn fái þá forystu, sem nauðsyn
krefur, svo mikilvægt sem það er að lýðræði haldi velli í þessu
gamalgróna NATO ríki. Frjálsar þjóðir Evrópu mega ekki við
frekari áföllum og allra sízt þeim sem efla kommúnista eða
koma þeim til valda og áhrifa.
Forsætisráðherrar koma og fara og við verðum að sætta
okkur við voveifleg örlög, sem enginn getur séð fyrir, hvað þá
afstýrt. En þá er að vona að við berum gæfu til að vernda
fegurstu hugsjónir mannsandans, en engin hugsjón er æðri
en frelsi mannsins í því lýðræðisþjóðfélagi, sem veitir honum
mest skjól í válegri veröld.
Portúgalar eiga nú um sárt að binda. íslendingar þekkja af
eigin raun þjóðarsorg eins og þá, sem ríkt hefur í Portúgal,
bandalagsríki okkar og viðskiptalandi. Vonandi lifir lýðræðið
af þær raunir, sem Portúgalar upplifa um þessar mundir. En
við Islendingar erum raunsæir af reynslunni og vitum, að
langan tíma tekur að græða þau sár, sem skyndilegt fráfall
mikilhæfs forsætisráðherra, foringja lýðræðisafla, skilur
eftir. Það er ekki erfitt fyrir íslendinga að setja sig í spor
Portúgala um þessar mundir.
Lennon
Astæða er til að minnast John Lennons nokkrum orðum,
svo mikil áhrif sem hann og félagar hans höfðu á kynslóð
þess unga fólks, sem senn tekur við af eldri kynslóðum. Þegar
æskugoðin falla svo skyndilega sem raun ber vitni, stendur
unga fólkið andspænis því, að það er tekið að eldast og enn
yngri kynslóð með nýjar hugmyndir, nýja drauma er í þess
sporum. Þannig deyr eitthvað í bítlakynslóðinni, þegar
Lennon hverfur af sjónarsviðinu. Unga kynslóðin leitaði
tilfinningum sínum útrásar í tjáningu bítlanna, sem breytti
heiminum með þeim hætti, að hann verður aldrei samur og
jafn eftir að þeir komu til skjalanna. Um bítlaæðið var deilt
og ekki var allt til fyrirrhyndar sem því fylgdi, en það bezta í
list bítlanna mun þó lifa eins og önnur sú tjáning
tilfinninganna, sem á erindi við manninn og veitir listrænni
þörf hans eðlilega útrás. When I’m Sixty-four og Yesterday,
svo að dæmi séu tekin, eiga eftir að túlka tilfinningar margra
kynslóða, sem enn eru óbornar. Maðurinn breytist lítið og það
hefur sýnt sig, að bítlarnir hafa leyst úr læðingi margvíslega
reynslu, sem annars hefði farið á mis við heilbrigða gleði og
þorsta ungs fólks eftir nýjum tóni.
Margt er voveiflegt í heiminum. John Lennon deyr í blóma
lífsins, það er upphaf að endalokum heimsbyltingar í tízku og
túlkun. Það er mikill harmleikur, hvernig dauða hans bar að
höndum, sýnir ungum sem öldnum, að við ráðum engu, þegar
örlögin eru annars vegar. Eins og allar kynslóðir fyrr og síðar
mun æskan komast að raun um það. Engin reynsla er þiturri
en sú, sem sýnir vanmátt okkar andspænis dauðanum. Allt
hefur sinn tíma, einnig þeir sem standa í frægðarsporum
bitlanna.
„Bandarísku söng-
leikirnir verða taldir
til ópera í framtíðinni“
„Tónleikarnir lexxjast mjög
vel i okkur. Hljómsveitin er
mjög góð og stjórnandinn or
hljóðfæraleikararnir hafa verið
ákafleRa elskuleRÍr við okkur og
viljað hjálpa til á allan hátt,“
sögðu söngvararnir Diana John-
son ok Michael Gordon í samtali
við Mbl.
Díana og Michael syngja lög úr
bandarískum söngleikjum og
safn laga úr óperunni „Porgy and
Bess" eftir George Gerswhin með
Sinfóníuhljómsveit íslands á tón-
leikum í Háskólabíói í kvöld.
Díana Johnson er frá New
York en hefur nýlokið meistara-
prófi í tónlist frá háskólanum í
Indiana. Hún hefur sungið víða í
New York og nágrenni og unnið
ýmsar söngvakeppnir, svo sem
„New Jersey State Opera“-
keppnina. Hún hefur einnig sung-
ið með nokkrum sinfóníuhljóm-
sveitum, t.d. Sinfóníuhljómsveit-
inni í Tennessee og Iowa sin-
fóníunni og mun á næstunni
syngja við óperuna í Connecticut.
Auk þess hefur hún sungið 'í
ýmsum sjónvarpsþáttum í
Bandaríkjunum.
Michael Gordon er prófessor í
tónlist við háskólann í Indiana.
Hann hefur komið fram á ýmsum
tónleikum, bæði í sjónvarpi og
með sinfóníuhljómsveitum. Auk
þess hefur hann stjórnað kórum
víða í Bandaríkjunum.
Rætt við Díönu
Johnson og Michael
Gordon sem syngja
lög úr bandarískum
söngleikjum og óper-
unni „Porgy and
Bess“ með Sin-
fóníuhljómsveit
íslands í kvöld
Leikhússtjórarnir héldu að það
myndi ekki falla áhorfendum í
geð.
Það spilaði líka mikið inn í að
Gershwin hafði orðið frægur
fyrir að skrifa létt lög og létta
söngleiki. Þeir héldu að fólk gæti
ekki tekið því að hann semdi líka
óperur. Því var óperan stytt og
henni breytt í söngleik áður en
hún var sýnd. Gagnrýnendur
voru ánægðir með söngleikinn en
skildu ekki almennilega hvers
vegna hann var kallaður ópera.
Það var svo ekki fyrr en árið
1976 að gagnrýnendur fengu að
heyra hina raunverulegu óperu
„Porgy and Bess“ í fyrsta skipti.
Þeir voru ekki síður ánægðir með
þá uppfærslu. Gershwin sjálfur
in pinklum. „Við vorum að kaupa
minjagripi handa vinum og ætt-
ingjum í Bandaríkjunum.
Það er svo gaman að geta
gengið í bæinn og heim aftur. Við
erum farin að rata þó nokkuð um
og svo getum við spurt alla til
vegar. Það skilja allir ensku hér
og flestir geta talað hana líka.“
Þau voru bæði mjög heilluð af
Reykjavík. „Ég hélt alltaf að
Island væri hulið snjó, væri
nokkurs konar Alaska. En veðrið
hér er mjög svipað og í New
York,“ sagði Michael.
Og í gærmorgun fór ég í sund. í
útisundlaug kl. 8 á desember-
morgni, það fannst mér spenn-
andi.“
Þau dásömuðu bæði matinn.
„Fiskurinn ykkar er alveg stór-
kostlegur."
Verdi og „Porgy
and Bess“
— En við snérum okkur aftur
að tónlistinni og Díana og Micha-
el voru spurð að því hvaða
söngleikir og óperur væru í uppá-
haldi hjá þeim.
„Ég á enga uppáhaldsóperu eða
söngleik," sagði Diana. „Þó myndi
ég segja óperur eftir Verdi væru
númer eitt hjá mér og óperur
eftir Pucchini í öðru sæti.
Mér finnst mjög gaman að
flestum söngleikjum sem ég sé.
Diana Johnson og Michael Gordon á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói. Ljósm. Kristján
Þau Díana og Michael hafa
bæði sungið aðalhlutverkin í
óperunni „Porgy and Bess“ á
sviði. Árið 1976 söng Michael
hlutverk Porgys er óperan var
flutt við háskólann í Indiana og
árið 1980 söng Diana hlutverk
Bess einnig við háskólann.
„Árið 1976 var óperan flutt í
fyrsta skipti við tónlistarskóla.
Ættingjar Gerswhins gáfu sér-
stakt leyfi fyrir flutningnum
vegna þess að þeir voru vissir um
að hann yrði eins og best yrði á
kosið. Þeir gáfu auk þess 60.000
dali til kaupa á búningum.
Tónlistardeild háskólans í Indi-
ana er stærsti tónlistarskóli
heimsins. Um 1800 nemendur
stunda þar nám. Aðstaða þar til
flutnings á óperum er mjög góð.
Hljómleikasalur skólans er
stærri en Háskólabíó og sviðið er
jafn langt og breytt og í Metro-
politan óperunni en dýptin er
ekki eins mikil."
Gershwin sá aldrci
„Porgy and Bess“
í upphaflegri mynd
„Þetta ár var óperan „Porgy
and Bess“ reyndar flutt í fyrsta
skipti í upphaflegri mynd. George
Gershwin skrifaði verkið á fer-
tugasta áratug þessarar aldar. Þá
þótti það óviðeigandi að færa upp
óperur um fátæka svertingja í
suðurríkjum Bandaríkjanna.
sá aldrei þessa óperu sína flutta
eins og hann skrifaði hana.“
„Eftir 100 ár verða
söngleikirnir
taldir til ópera“
„Mér finnst „Porgy and Bess“
stórkostleg ópera,“ sagði Michael.
Hún jafnast fyllilega á við bestu
óperur Wagners. Henni svipar
meira að segja mjög til ýmissa
ópera hans nema hvað Gershwin
notar mikið jazz- og bluestónlist
svertingjanna í Bandaríkjunum.
Það þótti þá ekki hæfa óperum og
þykir jafnvel óvenjulegt enn í
dag.
En ég er viss um að eftir 100 ár
tekur enginn eftir því að tónlistin
í óperunni „Porgy and Bess“ sé
nokkuð óvenjuleg. Ég er jafnvel
viss um að þá verði söngleikirnir
bandarísku taldir til ópera. Þeim
svipar mjög til ópera, ,t.d. West
Side Story og ég er viss um að
munurinn verður ekki svo sýni-
legur er fram líða stundir."
Þau sögðu að söngleikirnir
bandarísku hefðu aldrei glatað
vinsældum sínum, þeir væru
klassískir og höfðuðu ætíð jafn
mikið til almennings í Bandaríkj-
unum.
Heilluð af Reykjavík
— Er blaðamaður hitti þau
Diönu og Michael voru þau að
koma úr verslunarleiðangri hlað-
Líka þeim nýju, t.d. Evitu og
Jesus Christ Superstar.
Michael á sér hins vegar bæði
uppáhaldsóperu og söngleik. „Mér
finnst óperan „Porgy and Bess“
besta óperan sem ég hef nokkru
sinni séð,“ sagði hann. „Og besti
söngleikurinn er án efa West Side
Story. Mér finnst hann stórkost-
legur í hvert skipti sem ég sé
hann.“
Illakka til tónleikanna
Þau sögðu að uppfærslurnar á
„Porgy and Bess“ í háskólanum í
Indiana hefðu verið mjög vinsæl-
ar og hlotið mikið lof gagnrýn-
enda.
„Það er í raun og veru þess
vegna sem við erum hér. Éinn
nemenda háskólans er íslenskur,
Guðmundur Emilsson. Hann mun
hafa skrifað til Islands og bent
Sinfóníuhljómsveitinni á að fá
okkur til að syngja lög úr óper-
unni hérlendis.
Við hlökkum mjög til að syngja
hér. Hljómsveitin er góð og
stjórnandinn og hljóðfæraleikar-
arnir eru hjálpsamir.
Það eina sem við komum til
með að sakna er kór á bak við.
Flestar útsetninganna eru gerðar
með kór í huga.“
— Að lokum sögðu þau Díana
og Michael að þau vonuðust eftir
mörgum á tónleikana. „Okkur
langar til að syngja fyrir fullu
húsi.“