Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 17 Hverasléttan — vatnslitamynd tidward Dayes. Þjóðhátíðarsjóður gefur Þjóðminjasafninu vatns litamynd eftir Dayes STJÓRN Þjóðhátíðarsjóðs af- henti Þjóóminjasafninu i K»‘r að jíjöf vatnslitamynd eftir Edward Dayes af hverunum i Ilaukadal. Samkvæmt þeim upplýsinKum. sem Mbl. hefur aflað sér, munu myndir eftir Dayes ganga á um 3.500 pund, jafnvirði um 4,8 milljóna króna, á upphoðum erlendis, en þoKar stjórn Þjóðhátiðarsjóðs frétti að þessi ákvcðna mynd væri föl fylxdi það með að hún yrði liklega seld úr landi ve>;na listgildis hennar i Brctlandi. Gjafabréf Þjóðhátíðarsjóðs með myndinni er svohljóðandi: „I sambandi við gerð bókar- innar ísland á 18. öld, sem er að koma út um þessar mundir hjá Almenna bókafélaginu, hefur höfundur bókarinnar, Frank Ponzi listfræðingur, leitt fram í dagsljósið áður óþekkta vatns- litamynd frá íslandi 1789 eftir breska listamanninn Edward Dayes. Myndin nefnist „Plains of the Geysers" — Hverasléttan — og er af hverunum í Haukadal. Breski aðalsmaðurinn John Thomas Stanley ferðaðist hér um suðurland og Snæfellsnes sumarið 1789 og ritaði um leið- angurinn ferðabók. Hann var sjálfur lipur teiknari og málari og hafði auk þess með í ferðinni John Baine, sem var ágætlega drátthagur. Þeir drógu upp skissur og máluðu myndir af því sem þeim þótti hér markverðast og höfðu þann háttinn á, að þegar heim kom, fékk Stanley þessar skissur og myndir í hend- ur tveimur ágætum lista- mönnum, þeim Edward Dayes og Nicholas Pocock. Þeir unnu síð- an úr þessu efni hinar merkilegu vatnslitamyndir sínar. Megin- hluti þessara listaverka er nú geymdur í söfnum, en sum eru ennþá í einkaeign. í sambandi við gerð fyrr- nefndrar bókar komst Frank Ponzi að því að þrjár af frum- myndum Stanleys úr þessari ferð og áður óþekkt mynd eftir Dayes, hafa nýlega hafnað hér í Landsbókasafninu. Eru þær inn- an í eintaki af bókinni „An Account of the Hot Springs near Reykjum in Iceland", sem kom út í Edinborg 1791 og segir frá athugunum Stanleys hér. Telur Frank Ponzi, að þetta sé eintak Stanleys sjálfs af bókinni og hafi hann fest í það myndirnar. En bókin fór síður en svo beina leið úr höndum Stanleys til Lands- bókasafnsins. Frá Bretlandi barst hún til Uruguay, og þar keypti bóksali í Boston hana fyrir íslenskan bókasafnara. Landsbókasafnið keypti svo þetta eintak árið 1970 og kom því og myndunum, sem við það eru festar, í örugga höfn. En sagan er ekki fullsögð enn. Frank Ponzi uppgötvaði einnig, þegar hann vann að bókinni „ísland á 18. öld,“ aðra vatnslita- mynd eftir Edward Dayes, sem ekki var vitað um áður. Hana hafði Halldór Hermannsson, bókavörður við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum keypt af bresk- um listaverkasala árið 1939 og frá Halldóri barst hún til ís- lands fyrir allmörgum árum. Svo skemmtilega vill til, að mynd þessi er gerð eftir einni af fyrrnefndum myndum Stanleys í Landsbókasafni. Er bæði merki- legt og mikilsvert í sambandi við gerð þessara mynda, hve ómet- anlegar upplýsingar samanburð- ur myndarinnar við frummynd- ina veitir um vinnubrögð Dayes,. hvernig hann blæs lífi í þetta myndefni frá íslandi, sem hon- um var fengið í hendur. Þegar stjórn Þjóðhátíðarsjóðs fregnaði, að vatnslitamynd Edward Dayes eftir teikningu John Stanleys væri föl og líklegt, að hún yrði seld úr landi vegna listgildis hennar í Bretlandi, ákvað sjóðsstjórnin að falast eftir kaupum á myndinni. Hlýt- ur myndin að teljast verðmæt viðbót við hið mikla safn mynda úr Stanley-leiðangrinum, sem Þjóðminjasafnið hlaut á sínum tíma að gjöf frá íslandsvininum Mark Watson. Hefur stjórn Þjóðhátíðarsjóðs keypt myndina Hverasléttan eftir Edward Day- es og afhendir hana hér með Þjóðminjasafninu til varðveislu og eignar." Þrjú frumvörp um tollalög á Alþingi: Afnám stimplunar banka- skjala meðal nýjunga MEÐAL nýjunga i lagafrumvarpi um tollskrá og fleira, sem Friðrik Sohpusson alþingismaður mælti fyrir á Alþingi i gær, er að gert er ráð fyrir að fellt verði úr lögum ákvæði um viðurkenningu eða kvittun viðskipta- banka þurfi um tryggingu eða greiðslu á kröfu samkvæmt sölu- eða vörureikningi. Segir í greinargerð með frumvarpinu, að lagt sé til að þessi skylda um stimplun bankaskjala falli niður, þar sem sú breyting sé óhjákvæmileg forsenda flestra þeirra atriða sem hag- ræða megi í tollafgreiðslu. Væri ákvæðið þegar fallið úr núgildandi lögum, gæti innflutningur til landsins gengið sinn gang, þrátt fyrir bankaverkfallið. Telja flutningsmenn, sem eru auk Friðriks Sophussonar þeir Matthí- as A. Mathiesen, Arni Gunnars- son, Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannsson, að ákvæðið um kvittun banka geti í sumum tilvikum tafið fyrir tollafgreiðslu á vörum og komið í veg fyrir beinan heimakstur. Handhöfn frumrits af farmbréfi sé eðlileg sönnun fyrir löglegri heimild fyrir viðkomandi vöru. Frumvarp þetta er annars eitt þriggja frumvarpa sömu þing- manna, sem öll miða að því að gera vöruinnflutning til landsins einfaldari og auðveldari, og telja flutningsmenn það muni koma jafnt versluninni í landinu og neytendum til góða í lækkuðu vöruverði og skjótari vöruaf- greiðslu, en aðalinntak frumvarp- anna er að komið verði á svo- nefndri „tollkrít" eða greiðslu- fresti á tollum, eins og víðast hvar tíðkast, þar sem verslun er frjáls að meira eða minna leyti. Frumvörpin þrjú voru fyrst lögð fram á Alþingi í fyrravor, en fengu þá ekki afgreiðslu, sökum þess hve seint þau komu fram. Flutningsmenn hafa á hinn bóg- inn sagt, að þeir vonist til að á yfirstandandi þingi megi koma málunum í höfn. Hundruð tonna f éllu á veginn fyrir Enni ólafnvik, 9. desember. í MORGUN urðu monn þess varir að stór sneið hafði fallið úr borjrinu í Ólafsvíkurenni ují fyllt veginn á 20—30 metra kafla. Þarna munu hafa fallið hundruð tonna af grjóti og náði sárið í berg- inu upp undir brún. Leik- menn hér telja að frost hafi sprengt bergið fram og víðar í berginu má sjá móta fyrir sprungum. Hrunið er talið hafa orðið síð- astliðna nótt þegar engin umferð var um veginn og var það lán í óláni. Engum blandast hins vegar hugur um hvernig farið hefði ef einhverjir hefðu verið á ferð í miðju Olafsvíkurenni þegar þetta gerðist. Veginn fyllti eins og áður sagði og var þykkt skriðunnar talsvert meiri en hæð jarðýtunnar, sem vann að því í dag að opna veginn að nýju. Fall bergsins hefur verið nær lóðrétt niður úr þverhnípinu. Enginn veit hvenær næstu skriður falla eða hvort þar verður á ferðinni snjór eða grjót. Þykir Philippe Benoit fyrr- um sendiherra látinn LÁTINN er í Frakklandi Fhil ippc Benoit, fyrrum sendiherra Frakka á íslandi, tæplega 66 ára. Philippe Benoit hóf störf í franska utanríkisráðuneytinu í París 1945 og starfaði síðan ýmist þar eða við sendiráð lands síns erlendis; m.a. í Dublin, Lissabon, Montreal, en sendiherra á Islandi var hann 1969 til 1973. Eftir það starfaði hann í París, fyrst í varnarmálaráðuneytinu, en síð- ustu árin aftur í utanríkisráðu- neytinu, en hann lét af störfum um síðustu áramót, er hann varð 65 ára. mönnum tími til kominn að huga í alvöru að úrbótum á veginum eða hann verði fluttur i fjöruna fjær hrunhættunni. Mikil umferð er um Ennisveg árið um kring, þar á meðal áætlunarbílar daglega. Því vilja menn hér vestra segja við yfir-„ menn vegamála: „Vakna þú mín Þyrnirós." — Ilelgi F jár lagafrumvarpið: Útgjöld hækk- uð um 4,4 milljarða króna ÖNNUR umraöa um fjárlaga- frumvarpið fer fram á föstudag- inn, en fjárlagafrumvarpið hefur hækkað í meðförum fjárveitinga- nefndar frá 1. umra*ðu um 4,4 milljarða króna, sem er 600 milljón krónur umfram greiðslu- afgang frumvarpsins, en þegar frumvarpið var lagt fram, var reiknað með greiðsiuafgangi að upphæð 3,8 milljarðar. Ný tekju- áætlun verður því lögð fram fyrir 3ju umræðu, sem verður að öllum likindum í næstu viku. Nýjasta spá Þjóðhagsstofnunar, sem byggð er á grundvelli upplýs- inga um innheimtu og aðrar tekj- ur ríkisins í nóvember sl., gerir ráð fyrir, að tekjur ríkissjóðs á þessu ári verði 2-3 milljörðum króna meiri en síðast var reiknað með og fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár er byggt á. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum eru tekjur ríkissjóðs á þessu ári af tekju- og eignarsköttum um 3 milljörðum króna minni, en reikn- að var með, en hins vegar eru tekjur af ýmsum veltusköttum 5-6 milljörðum meiri en reiknað var með og munar þar mestu um tekjur af sölu áfengis og tóbaks. Ákærður fyrir að rækta hassplöntur SAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á mann nokkurn í borg- inni fyrir að hafa ræktað og haft i vörzlu á hcimili sinu 27 kanna- bisjurtir (hassjurtir), Cannahis sativa, á árinu 1979. Er maður- inn ákærður fyrir brot á fíkni- efnalögum og til að sæta upptöku á plöntunum eða leyfum þeirra. Mál þetta er hið fyrsta sinnar tegundar og er það til dómsmeð- ferðar hjá Sakadómi i ávana- og fikniefnum. Sami maður hefur nýlega samið og látið gefa út bók með leiðbeining- um um ræktun á kannabisplöntum. Á fremstu síðu bókarinnar er aðvör- un um að neyzla kannabisefna sé ólögleg hér á landi og að ef einhver fari eftir leiðbeiningum bókarinnar, sé það á hans eigin ábyrgð. Athygli ríkissaksóknara, Þórðar Björnsson- ar, var vakin á útgáfu bókarinnar og hefur hann haft bókina til athugun- ar. Ríkissaksóknari sagði í gær að eins og bókin væri úr garði gerð sýndist honum að ekki væri hægt að stöðva sölu á henni einni en hún yrði lögð fram sem gagn í máli ákæruvaldsins gegn höfundinum. Ýmsar leiðbeiningabækur á erlend- um tungumálum hefur verið hægt að kaupa í íslenzkum bókabúðum um ræktun kannabisjurta, t.d. hefur til skamms tíma fengist „de luxe“ útgáfa af bókinni „Marijuana Grow- ers Guide“, þ.e. handbók marijuana- ræktandans, en bók þessa hefur Mál og menning flutt inn. Fyrrnefnd bók hins íslenzka höf- undar hefur verið auglýst á kynn- ingartöflum í skólum borgarinnar og hafa borizt kvartanir þar að lútandi frá skólayfirvöldum. Nokkru minni rækju- veiði en í fyrravetur R/EKJUVEIÐAR voru stundaðar á þrem veiðisvæðum við Vestfirði i nóvember. Rækjuveiðar i Arnar- firði hófust þó ekki fyrr en 21. nóvember. 56 bátar tóku þátt í veiðunum, og varð aflafengur þeirra 936 lestir í mánuðinum. Er rækjuaflinn á haustvertíðinni þá orðinn 1.352 lestir, en var 1.707 lestir á sama tíma í fyrra. Aflinn i nóvrmbrr skiptisl þannix rftir veiftisvæóum: ArnaríjorAur 34 lestir á fi báta ( 117 lestir á 9 báta) fsafjarAardjúp BT>2 - - 37 - ( 571 — - 37 -) llúnaflói 250 - - 13 - ( 242 — - 11 -> 936 lestlr 930 lestir oktúber 41fi - 777 - 1.352 lestir 1.707 lestir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.