Morgunblaðið - 11.12.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
21
Þótt efnis- og vinnukostnaður
hækkaði, mátti Jón ekki hækka
brauðin að sama skapi, heldur
varð hann að láta þá sem keyptu
kökurnar borga hluta af brauðun-
um.
En spekingarnir vissu ekki að
vísitölufjöiskyldan keypti ekki
minna af kökum en ríka fólkið, og
ríka fólkið keypti líka brauð.
Allir (nema spekingarnir) geta
séð að þessi millifærsla á verði er
eintóm vitleysa.
Vinur okkar, Jón, er af gamla
skólanum og þótt stóra kringlan
og krókurinn séu rykfallin niðri í
kjallara, er hann það vandur að
virðingu sinni, að hann bakar
aldrei annað en beztu franskbrauð
og rúgbrauð, þess vegna selur
hann tiltölulega meira af brauðum
og minna af kökum.
Allt í einu fóru að koma á
markaðinn danskar kökur, sem
voru ódýrari en þær íslenzku, og
þær voru seldar í matvörubúðun-
um.
„Þetta er ekki sanngjarnt,"
sögðu bakararnir, „við gætum haft
okkar kökur ódýrari, ef við þyrft-
um ekki að selja brauðin langt
undir kostnaðarverði."
Spekingarnir vildu allt gera
fyrir íslenzkan iðnað og lögðu því
40% aukaskatt á dönsku kökurn-
ar, sem vísitölufjölskyldan var
farin að kaupa líka og þá varð hún
að borga 1400 kr. fyrir köku sem
kostaði 1000 kr. áður og allt var
þetta gert til að halda dýrtíðinni í
skefjum.
Þegar Jón gamli fékk skattseðil-
inn sinn í haust sá hann að honum
var ætlað að greiða hærri skatt en
allar tekjur hans voru á síðasta
ári.
Hann talaði við manninn á
skattstofunni, sem tók honum vel,
en sagði að þetta væri enginn
misskilningur, honum komi ekkert
við hvaða tekjur hann hefði haft;
sem launþegi eftir svona langan
starfsaldur hefði hann kannski
getað fengið það kaup sem þeir
ætluðu honum.
„En ég má ekki selja brauðin
mín á því verði sem kostar að baka
þau. Eg verð að borga full laun til
þeirra sem vinna hjá mér og allir
verða að fá sitt, fyrir hráefni,
rafmagn o.fl.“
„Það er þitt vandamál góði
minn. Ég bara vinn hérna, en ég
skal ráðleggja þér eitt, borgaðu
skattana sem allra fyrst, því
annars fer illa fyrir þér. Vertu
blessaður."
Gamli maðurinn var þungur á
svip þegar hann kom út og ákvað
að nota ferðina og heimsækja
verðlagsyfirvöldin.
„Því miður, ég bara vinn hérna
og við eigum að passa upp á
dýrtíðina að hún aukist ekki og við
getum ekki leyft neitt, sem búið er
að banna. Þetta með skattana
þína er þitt vandamál, og ég vil
ráðleggja þér að borga þá sem
allra fyrst, því annars lendir þú í
slæmri klípu. Vertu blessaður."
Þegar hann Jón stóð á götunni
fyrir utan verðlagsskrifstofuna og
horfði á Esjuna og sundin, var
sem hann vaknaði af dvala.
Þessi sömu fjöll og sund voru
eins, þegar hann fyrir meira en
hálfri öld, var svo heppinn að
komast að sem bakaralærlingur,
og þyrfti ekki framar að eltast við
stopula vinnu úti í kulda og regni
og verða seinna sjálfs sín herra og
eignast kannski bakarí.
Draumar hans höfðu rætzt.
Hann giftist góðri konu og þau
eignuðust myndarleg börn, sem
hlutu gott uppeldi og höfðu nú
stofnað sín eigin heimili og voru
fyrirmyndar þjóðfélagsþegnar.
A þessari stundu rann það upp
fyrir honum að hann sem taldi sig
hafa unnið gagn með framlagi
sínu til þjóðfélagsins var einskis
metinn af yfirvöldum og verra en
það. Hann hafði engan stað til að
standa á.
Það er sama hvað hann gerir.
Hann brýtur lög með því að vera
til.
Menn úti í bæ ákveða að hann
eigi að borga skatta af tekjum,
sem þeim dettur i hug, en aðrir
menn úti í bæ banna honum að fá
laun fyrir vinnu sína og fólksins
sem hjá honum vinnur.
Jón gamli sá að um tvennt var
að velja. Loka bakaríinu og hætta,
eða að hætta að fara eftir lögum
sem brjóta í bága við heilbrigða
skynsemi.
Tæki hann fyrri kostinn yrði
hann að greiða starfsfólkinu laun
Morgun
haninn
Það er-ljúft að vakna á morgnana í
skólann og vinnuna, við tónlist eða
hringingu í morgunhananum frá
Philips.
Hann getur líka séð um að svæfa
ykkur á kvöldin með útvarpinu og
slekkur síðan á sér þegar þið eruð
sofnuð.
Morgunhaninn er fallegt tæki, sem er
til prýðis á náttborðinu, þar að auki
gengur hann alveg hljóðlaust.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655
óskar Jóhannsson
a.m.k. í 3 mánuði, hann gæti ekki
greitt hráefnið og rafmagnið, sem
hann skuldaði og svo missti hann
líklega íbúðina í skattana, auk
þess eins og fyrr getur nýtur hann
engra lífeyrisréttinda, þótt hann
hafi greitt alla tíð þriðjungi meira
í lífeyrissjóði starfsmanna sinna,
en þeir sjálfir.
Þessi prúði og dagfarsgóði mað-
ur tók þá ákvörðun að drepast
frekar standandi með kreppta
hnefa en leggjast niður og láta
sýndarmennsku- og hræsnispost-
ula troða sig í hel.
Hann hlaut að brjóta lög er
hann ákvað að selja brauðin á því
verði sem þau kostuðu: og lét þau
boð út ganga að hann ætlaði að
byrja að brjóta lögin snemma
næsta mánudagsmorgun.
Þvílík ósvífni hafði ekki heyrzt
lengi á íslandi.
I blöðunum kom fréttin með
eldgosaletri, og útvarp og sjón-
varp létu ekki sitt eftir liggja.
Þegar hinn örlagaríki dagur
rann upp var fólk sent af stað til
að kæra Jón bakara.
Málið var sent með forgangs-
hraði til Rannsóknarlögreglu rík-
isins því hér var ekki um að ræða
neitt smá glæpamál eins og lík-
amsárás, innbrot eða rán.
Rannsóknarlögreglan hrópaði á
liðsauka og í ljós kom að smá-
glæpamennirnir þurftu ekki að
óttast rannsóknarlögregluna
næstu vikurnar á meðan rann-
sóknin á franskbrauðunum færi
r "> - ■’>
fram, og á meðan fær Jón bakari
gálgafrest.
Nú hefur það stundum komið í
ljós að íslenzka þjóðin elur í
brjósti mikla samúð með þeim,
sem misstíga sig á hinum þrönga
vegi dyggðarinnar.
Þótt hér sé um alvarlegt mál að
ræða finnst mér ekki útilokað, að
á landinu finnist nokkrar sálir
sem kynnu að hafa meðaumkun
með Jóni.
Þeir ættu nú að taka sig til og
hjálpa honum á meðan hann enn
gengur laus.
Þar sem orsök glæpsins (fyrir
utan vísitölufjölskylduna, sem
enginn veit hvar býr) er fransk-
brauð, og í föðurlandi þess, Frakk-
landi, hanga ennþá kringlur yfir
bakarísdyrum, væri bezt að út-
vega Jóni fölsuð skilríki og smygla
honum til Frakklands.
Þegar þarlendir frétta á hvaða
forsendum hann er hundeltur á
íslandi má reikna með að í
miðborg Parísar verði efnt til
mikils fjöldafundar honum til
stuðnings.
Öruggt má teljast að svo mikill-
ar samúðar nyti hann meðal
franskra þingmanna að stjórnin
verði felld ef hann fær ekki hæli
sem pólitískur flóttamaður.
Ef allt gengur að óskum, er ekki
að vita nema að vinur okkar Jón
eigi eftir að endurheimta virðingu
sína sem einka-kringlubakari
franska dómsmálaráðherrans.
u *
3.V
53
police er foX^X^OoOo