Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 Um þessar mundir er til með- ferðar á Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum um tekju- skatt og eignarskatt frá 18. maí 1978, sem flutt er af Steinþóri Gestssyni, Matthíasi Bjarnasyni, Friðrik Sophussyni og Halldóri Blöndal. Efnisatriði frumvarpsins er afmarkað, fjallar aðeins um það að fella úr gildi 59. gr. laganna, sem felur það í sér að: „Ef maður, er starfar við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eða hjá aðila honum tengdum, telur sér til tekna af starfi þéssu lægri fjár- hæð en ætla má að launatekjur hans hefðu orðið ef hann hefði unnið starfið sem launþegi hjá óskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr., skal ákvarða honum tekjur af starfinu," eins og segir í upphafi 59. gr., sem nú er lagt til að nema úr gildi ásamt samverk- andi ákvæðum 7. og 31. gr. Þetta mál er ekki nýtt af nálinni, og hefur verið, rætt á öllum stigum þeirrar lagasetn- ingar sem hér er lagt til að breyta. Þegar lögin um tekju- og eignar- skatt komu fyrst til umræðu á Alþingi 1977 og 1978, þá voru menn strax mjög tortryggnir á ákvæði 59. gr. þeirra laga, og varð um það allmikil umræða á fundum í Alþingi sjálfu og án efa í þingflokkunum flestum. Mér er það vel í minni að ég tók þátt í þeirri umræðu strax í undirbún- ingi, og lýsti þá eins og ýmsir aðrir áhyggjum út af því ef þetta ákvæði yrði að lögum. Ekki varð um það samstaða að fella ákvæðið niður á því stigi málsins, en gerð var tilraun til að beita sérstökum viðmiðunarregl- um í sambandi við ákvörðun á tekjum og þess vænst að það mundi nægja til þess að ekki hlytíst skaði af, og það látið gott heita að sinni. Það kom í ljós við nánari skoðun þessara mála að þetta ákvæði væri líklegt til þess að valda verulegri mismunun í skattaálögum, og þegar lögin komu til endurskoðunar í ársbyrj- un 1980, þá var þetta mál tekið upp á Alþingi. Þá fluttu einmitt þeir sömu þingmenn sem þetta frumvarp flytja, breytingartillögu sem hneig í þá sömu átt og þetta frumvarp gerir. Að því sinni var þeirri breytingartillögu hafnað á Alþingi með nokkrum atkvæða- mun, en þess er vert að geta, og það er til umhugsunar, að all- margir sátu hjá við þá atkvæða- greiðslu svo að það er ekki fjarri lagi að áætla það að nú geti annar hlutur orðið ofan á í meðförum Alþingis að þessu sinni, enda liggja nú fyrir niðurstöður um það hver reynsla af þessu er fengin, þó að ég hafi ekki enn náð til mín nægum upplýsingum frá skattayf- irvöldum. Ég mun leitast við að útvega þær upplýsingar, við hversu marga menn þetta hefur komið og á hvern hátt, en það liggur ekki fyrir enn. Undirskriftir 200 bænda Það lýsir því nokkuð greinilega hversu þetta hefur komið við álagninguna að þessu sinni, að upp hafa risið allmiklar mótmælaað- gerðir vegna þessara ákvæða í lögunum. Og ég vil minna á að 7. október í haust þá voru hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur landbúnaðarráðherra afhentar undirskriftir um tvö þúsund bænda, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að 59. gr. og samverkandi gr. núgildandi skattalaga yrði afnum- in. Þessir tvö þúsund bændur eða því sem næst, sem hér um ræðir, þeir voru af takmörkuðu svæði á landinu, ekki vegna þess að það væri ekki vissa fyrir að víðar væru menn sömu skoðunar, heldur því að tími vannst ekki til á þeim árstíma, að leita víðar um landið. Þessar undirskriftir munu fyrst og fremst vera komnar úr tveimur kjördæmum, Norðurlandskjör- dæmi vestra og Vesturlandskjör- dæmi, hluta af Vestfjörðum og hluta af Suðurlandi. Það mætti ætla af því sem ég hef nú sagt að það væri fyrst og fremst um það að ræða að hér væri um óeðlilegar álögur á bænd- um að ræða. Það er að vísu rétt að það kemur mjög illa við bændur, slík lagaákvæði sem þessi, fyrst og fremst fyrir þá sök að sá atvinnu- rekstur, sem landbúnaður er, hann er í langflestum tilfellum vettvangur einnar fjölskyldu og fellur því beint undir þetta ákvæði skattalaganna. En það er fullvíst að það snertir miklu fleiri aðila. Og þó að þeir hafi ekki risið upp til andmæla í þessu efni, þá er ekki síður vert að leitast við að taka tillit til þeirra og þeirra skoðana, sem þetta á annað borð verkar á og má í því efni nefna þá menn sem eru með smærri versl- unarrekstur á sínum vegum, trillubátamenn, sem gera út í nokkra mánuði, atvinnubílstjóra o.fl. Óedlileg rólegheit Það kom fram í umræðum á Alþingi um þetta frumvarp, að fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða áhrif þess atriðis sem frumvarpið fjall- ar um. Fjármálaráðherra gat þess að það væri gífurlegt verk að kanna þau áhrif sem þessi álagn- ing hefði haft. Og hann lauk máli sínu á þá leið að telja það eðlilegt og sjálfsagt að við hlytum að bíða eftir niðurstöðu þessarar nefndar áður en nokkuð væri aðhafst í málinu annað. Hann gat þess að það tæki tíma að kanna áhrif hinna nýju skatta- laga og gera á þeim heildarbreyt- ingar og ég get vel fallist á að það sé rétt. En ég vil segja það, að það eru óeðlileg rólegheit í því nefnd- arstarfi, sem sett hefur verið í gang til þess að kanna þetta sérstaka ákvæði laganna, vegna þess hvað það grípur hastarlega inn í hjá mörgum þeim manninum sem ekki er þess umkominn að bera af sér þær álögur sem á hann eru lagðar. Athyglisvert dæmi Ég vil geta um eitt dæmi sem ég hef um bónda, sem er nú 75 ára gamall. Konan hans er sextug, þau stunda smábúskap á sinni jörð. Hann fær ellilífeyri en hann hefur ekki enn tekið lífeyri úr Lífeyr- issjóði bænda. Hjónin vinna ein við búið, hafa þar af leiðandi lítinn rekstrarkostnað og þau eru skuldlaus. Bústofninn var á búi þeirra 1979 5 kýr, en þau ákváðu að fella þessar kýr haustið 1979 og hætta mjólkurframleiðslu. Þau hafa 100 ær. Umfram það sem þetta bú gefur í tekjum höfðu þau ekki. Þegar þessi bóndi fór að gera sína skattskýrslu, þá stóð hagur þeirra svo, að þegar reksturinn var settur í jafnvægi og rekstrar- afgangurinn settur inn á persónu- skýrsluna og þær tekjur, sem hann hafði af ellilífeyri þá voru tekjurnar 2 millj. 358 þús. 908 kr. Skattstjórinn var hins vegar skyldugur til þess skv. lögunum að breyta þessu framtali til hækkun- ar og hann bætti við tekjur þeirra rúmlega 1 millj. kr. sem að viðbættri tekjufærslu vegna endurmats eigna, orsakaði rekstr- artap um 1 millj. 844 þús. 889 kr. sem var yfirfært til næsta árs. Þessi hjón sem sannanlega höfðu ekki nema 2,4 millj. tæpar í tekjur, mega nú greiða í tekju- skatt 1 millj. 382 þús. 789 kr. og til sveitarfélagsins 786 þús. 660 kr. eða samtals 2 millj. 169 þús. 449 kr. Mér sýnist að í ljósi þessa tilviks megi álykta að Alþingi hafi fatast alvarlega lagasetningin. Það eru mistök Alþingis að fá embættismönnum í hendur þann- ig reglur að fara eftir, að þær leiði til jafnaugljóss misréttis og átti sér stað í því tilviki sem hér er greint frá. Og ég verð að segja það, að mér finnst það vera of mikil værð að bíða eftir niðurstöðum nefndar, sem sýnilega ætlar sér að vinna verkið hægt, áður en leiðrétt eru mistök eins og þessi sem hér er greint frá og ég veit að eru til mýmörg áþekk. Margir þessara bænda, sem þetta kemur verst við, eru vanir því frá sínum fyrstu afskiptum af fjármálum að hafa fjárhagslega ábyrgð og standa skil á þeim gjöldum, sem þeim eru lögð á herðar og ég veit, að þá langar ekki til þess að sofna þannig úr þessari veröld að þeir hafi neitað að greiða sín gjöld. Það leggur alþingismönnum enn þá þyngri skyldur á herðar að leiðrétta þessa hluti fyrir þá sök, heldur en _annars hefði verið. Brýtur í bága vid skattavenjur Menn telja sjálfsagt að hér sé um einangrað dæmi að ræða. En ég staðhæfi, að svo er ekki. Enn hefur ekki fengist á því könnun hversu margar breytingar og hversu stórar þær eru, sem skatt- stjórar hafa gert á framtölum manna, en áhugi manna fyrir því að koma fram breytingum á þess- um ákvæðum skattalaganna talar sínu máli. Ég hef greint frá því, að um 2000 bændur hafi sent ríkis- stjórninni áskorun um að breyta þessu ákvæði skattalaganna. Ég veit að margir þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum rang- láta skatti hafa kært þær álögur, sem þannig eru ákvarðaðar, þar sem um er að ræða óverjandi óréttlæti og mismunun sem af því leiðir þegar þessum skattaákvæð- um er beitt. Én ekki er nægilegt að kæra. Akvæðin verður að nema úr gildi. Skattgreiðendur hafa sýnt það með undirskriftum sínum, að þeir telja hér um mikilvægt málefni að ræða. Akvæði þetta brýtur í bága við þá sjálfsögðu reglu, að tekju- skattur skuli ekki lagður á ímynd- aðar tekjur, heldur sannanlegar og raunverulegar tekjur. Og það brýtur í bága við alla venju í skattamálum að skylda skatt- stjóra til að setja mönnum tekjur án þess að rök hnigi að því að þær séu vantaldar. Það er því eðlilegt, að almennur vilji komi fram um það að fullkomin leiðrétting fáist á þessu máli, sem næst ekki fram með öðru móti en því að lögunum verði breytt og þau verði afturvirk þannig að skattar sem lagðir hafa verið á nú í ár, á grundvelli þessa umrædda ákvæðis, verði felldir niður án kæru, eins og ákvæðið til bráðabirgða með þessu frumvarpi okkar fjögurra þingmanna gerir ráð fyrir. Sigurgeir Ólafsson, Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins: Hverju reidd- ust Kaupmannasamtökin? Jón I. Bjarnason, blaðafulltrúi Kaupmannasamtakanna, skrifar grein í Morgunblaðið þann 4. desember um kartöflur, en meiri hluti greinarinnar, er gagnrýni á mig Vegna greinar, er ég ritaði í september síðastliðnum og birtist í 19. hefti af Frey, en útdrátt úr þeirri grein sendi ég til birtingar í Morgunblaðinu þann 11. septem- ber. Jón sakar mig um að skrifa „rætna" grein, en ég sé, að Jón hefur ákveðið að tryggja það, að hann yrði örugglega ekki eftirbát- ur minn í „rætnum" skrifum, annars læt ég lesendur um að dæma hver hlýtur þann vafasama heiður að hafa vinninginn. Tilgangur fyrrnefndra greina minna var að benda mönnum á, að sköddun á kartöflum takmarkast ekki við upptökuskemmdir ein- göngu, heldur aukast þessar skemmdir í þeirri meðhöndlun, sem á eftir fer; við flokkun, burstun, flutning og pökkun. Með því að einblína á upptökuskemmd- irnar gleyma menn að hugleiða aðra þætti. Vissulega skaddast kartöflur við vélarupptöku og meira en við nokkra aðra meðhöndlun á leið kartöflunnar til neytandans. Hins vegar er vélarupptaka óhjákvæmi- leg og það eru takmörk fyrir því, hversu mikið er hægt að draga úr sköddun af hennar völdum. Mynd sú, er Jón birtir, og sem ég tel vera fengna að láni hjá yfirmatsmanni garðávaxta, er dæmigerð fyrir þær ýkjur, sem hér ríkja. í sama bakka eru sýndar annars vegar vélaruppteknar kartöflur og hins vegar handuppteknar og að sjálf- sögðu er hver einasta vélupptekin kartafla skemmd, en engin hinna handuppteknu. Ekki veit ég hvert hlutverk blaðafulltrúa Kaupmannasamtak- anna er, en það virðist frekar vera að skrifa í blöð en að lesa blöð, því hann hefur það eftir mér, að ég vilji að allar kartöflur séu settar á markað eins og þær koma úr upptökuvélinni, án flokkunar, burstunar og pökkunar. Hann gerir greinilega engan mun á orðunum „markað" og „sumar- markað", en orðrétt sagði ég í minni grein: „Bændur hafa nefnt þann möguleika að setja kartöflur á sumarmarkað eins og þær koma úr upptökuvélinni, án flokkunar burstunar og pökkunar, þar sem fólk getur valið sjálft. Ég tel þetta áhugaverða hugmynd, sem vert er að reyna, og kæmi þá sjálfsagt í ljós, að um betri vöru er að ræða en þá, er kemur úr pökkunum." Þetta túlkar Jón þannig, að ég vilji alfarið láta hætta pökkun, sem að sjálfsögðu er rangt. Þeir, sem sjálfir rækta kartöfl- ur, vita hvílíkt lostæti nýjar kartöflur eru, sem hægt er að borða með hýðinu. Það eru hins vegar margir, sem ekki rækta sjálfir, en rjúka til þegar auglýst er, að nyjar íslenskar kartöflur 3éu komnar. Þessir neytendur verða oft fyrir vonbrigðum, eins og þær kvartanir, sem birtust í blöðum síðastliðið haust bera vitni um. Þær kartöflur, sem koma á sumarmarkað hafa sérstaklega veikbyggt hýði og fyrir útlit þess- Steinþór Gestsson, alþm.: Skatt á ekki að leggja á ímyndaðar tekjur Ákvæði þar um þarf að nema úr gildi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.