Morgunblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
Jakob V. Hafstein, lögfr.: — Fiskiræktarmál i:
Laxveiðin á úthafinu
Landssamtök klak- og fiskeldisstöðvanna
Skilningur vaJdhafa og lax-
og silungsveiðilöggjöfin
Mikill og vaxandi áhuKÍ
er nú fyrir fiskiræktar- og
fiskeldismálunum í iandi
voru. Stórar og afkasta-
miklar fiskeldisstöðvar
hafa verið byKjjðar eða eru
í byggingu og má þar
tiincfna Norðurlax hf. að
Laxamýri í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Iiólalax hf. að
Ilólum í Skajíafirði, Pólar-
lax hf. í Straumsvík á
Reykjanesi ok Fiskeldi hf.
í Haukamýrarjíili við
Húsavík. Frétzt hefur af
fyrirhuRuðum fleiri fyrir-
tækjum í byggingu á sviði
fiskeldis- ok fiskiræktar-
málanna, auk þess sem
risið hafa upp sjóeldis-
stöðvar við Húsatóftir og
Ósabotna á Reykjanesi.
Öll þessi þróun er mjög
ánægjuleg, ekki sízt íyrir
þá áhugamenn um fiski-
ræktar- og fiskeldismál,
sem barizt hafa fyrir fram-
gangi og þróun þessara
mála um áraraðir.
En hvert stefnir raun-
verulega í málum þessum í
dag? Um það er fyrirhug-
að að fjalla nánar í grein
þessari um fiskiræktar- og
fiskeldismál.
1. Úthafsveiðarnar
Fyrir rétt rúmlega 15 árum eða
nánara til tekið í júlímánuði 1965,
ritaði ég fyrstu grein mína í
Morgunblaðið um fiskiræktar- og
fiskeldismái okkar Islendinga og
leitaðist þar með að hefja umræð-
ur um mjög þýðingarmikil og
þjóðhagsleg málefni að mínu mati,
sem þá höfðu ekki fundið nægjan-
legan skilning og hljómgrunn hjá
þjóðinni.
I umræddri grein var lögð
höfuðáherzla á þá miklu hættu, er
íslenzka laxastofninum væri búin
á úthafinu vegna neta- og línu-
veiði á laxi af hálfu Dana og
Grænlendinga, einkum við vestur-
strönd Grænlands.
Einnig var lítillega í síðari
greinum vikið að línu- og neta-
veiðum á norðanverðu Atlants-
hafi, norð-austur og umhverfis
Færeyjar svo og einnig í nánd við
Jan Mayen. ,
Eins og að líkum lætur lagði ég
mikinn þunga og áherzlu á þá
staðreynd, sem engu síður og enn
er í fullu gildi í dag, að allur sá
lax, sem þannig væri veiddur af
nefndum þjóðum á úthafinu væri í
raun eign annarra þjóða en þeirra,
er veiðina stunduðu og aflann
fengju. Laxinn, sem þeir veiddu,
ætti uppruna sinn — honum væri
klakið út, fæddist og eldist upp —
í ám annarra þjóða og vatnsföll-
um, en leitaði þaðan á beitilönd og
afrétt Atlantshafsins til vaxtar og
þroska. í Grænlandi eða Færeyj-
um væru engar þær bergvatnsúr.
er fóstrað gætu lax, sem leitaði
þaðan út á hafið. Þvi væri hér um
að ræða hroðalegan fiskiræktar-
legan ránsfeng, sem stöðva þyrfti
hið bráðasta, ef ekki ætti af að
hljótast alvarlegt og geysimikið
þjóðhagslegt tjón.
Því miður var þessum ábending-
um mínum ekki alltof vel tekið, að
minnsta kosti af þeim, sem valdið
og þekkinguna þóttust hafa. Nú er
hins vegar löngu komið á daginn,
að ég hafði á réttu að standa og
því verður ekki í móti mælt, að
íslenzk fiskirækt og fiskeldi er í
mjög alvarlegri hættu vegna út-
hafsveiðanna og kannski enn
meiri hættu af því, ef íslenzkir
aðilar reyna að leiða útlendinga,
Norðmenn og Bandaríkjamenn
inná athafnasvið okkar og þá
miklu möguleika og verðmæta-
sköpun, sem bíður okkar sjálfra á
þessu sviði. Á þeim vettvangi
verðum við engu síður að vera vel
á verði.
2. Hvaðan er laxinn
kominn sem veiðist
við Grænland, Fær-
eyjar og Jan Mayen?
Mönnum er mjög tamt að tala
um það, að lítt sé vitað um ferðir
laxins um úthafið. Rétt er þetta að
vissu marki. Á það meðal annars
rót sína að rekja til þess, hvað
merkingar á laxi hafa verið mjög
af skornum skammti hingað til.
Engin laxveiðiþjóð er eins illa í
stakk búin í þessum efnum sem
við íslendingar. Tel ég það ekki
aðeins ámælisvert, heldur engu
síður vítavert, hve slælega hefur
verið að þessu þýðingarmikla at-
riði fiskiræktarmálanna staðið.
Þetta gerir stöðu okkar í þessu
veigamikla máli miklu veikari í
dag, heldur en hún hefði getað
verið, ef vel hefði verið á málum
haldið. Úr þessu bágborna ástandi
fæst aldrei bætt fyrr en farið
verður inná þá braut, að greina í
sundur með nýrri og fullkominni
löggjöf veiðimálin annarsvegar og
hinsvegar fiskiræktar- og fiskeld-
ismálin. Er auðvelt að sækja
góðar fyrirmyndir í þeim efnum
til þeirra þjóða sem lengst virðast
vera komnar í meðferð, rannsókn
og framkvæmd þessara mála á
breiðum grundvelli og má í þeim
efnum vísa til Bandaríkjanna,
Sovétríkjanna og Svíþjóðar.
En vikjum þá aftur að ferðum
laxins um úthafið og reynum að
svara spurningunni, hvaðan sá lax
sé kominn, sem Danir, Færey-
ingar, Norðmenn, Grænlendingar,
Svíar, Þjóðverjar og eflaust fleiri
þjóðir veiða í net og á línu í
norðanverðu Atlantshafi, norður
og austur af Fuglafirði í Færeyj-
um, umhverfis Jan Mayen og við
Grænlandsstrendur, einkum við
Vestur-Grænland, en einnig við
austurströndina.
Þær fáu laxamerkingar, sem
rekið hafa. á fjöruna, hafa leyst
töluverðan vanda í þeim efnum, að
ráða gátuna um ferðir laxins um
úthafið. Og merkileg er sagan,
sem skipverjar á kjarnorkubátn-
um bandaríska Nautiliusi sögðu,
eftir hina sögumerku för bátsins
undir ís Norðurpólsins. Þá sáu
þeir mikinn lax undir ísnum, sem
stóð lóðréttur í sjónum og gæddi
sér á krabbaflóm og rækju, sem
hékk á ísnum. Varðandi íslenzka
laxastofninn má heldur ekki
gleyma þeim tilvikum, þegar
veiðiskip hafa fengið laxa, stóra
og smáa, úti á miðum landgrunns-
ins.
3. Leiðir laxanna
Af því, sem hér að framan hefur
verið sagt og vikið verður að síðar
í grein þessari, virðist mér vera
býsna ljóst, hvernig íslenzki lax-
inn ferðast um norðanvert Atl-
antshafið. Hitt er svo fullkomlega
á huldu í hve miklu magni hann
fer hinar ýmsu leiðir. Slíkt verður
ekki sannað né upplýst nema með
geysimiklum merkingum og
margra ára rannsóknum hinna
færustu vísindamanna. En víst
virðist vera:
1. Að íslenzki laxinn fer alla leið
til vesturstrandar Grænlands
svo og einnig að austurströnd-
inni, svo sem merki hafa sann-
að.
2. Að íslenzki laxinn fer á miðin
við Færeyjar, sem að framan
greinir, enda merki borist það-
an.
3. Að íslenzki laxinn ferðast á Jan
Mayen-miðin, enda þar um
mjög mikla fæðu að ræða, sem
er loðnan, hinn minnsti laxfisk-
anna, en hún er mikil eftirlætis
fæða laxanna, ásamt rækjunni,
rækjukóðum, krabbadýrum og
svifi.
4. Að íslenzki laxinn heldur sig
líka á landgrunninu eins og
mörg dæmi sanna um veiði
íslenzkra skipa í nætur, bæði
suð-austan við landið og út af
Snæfellsnesi og ef til vill víðar.
Þessi vitneskja virðist tvímæla-
laust á rökum reist getur því orðið
að miklu gagni fyrir íslenzk fiski-
ræktar- og fiskeldismál.
4. Úr skýrslum
Alþjóða haf-
rannsóknaráðsins >
í framhaldi af því, er ég hef hér
sagt um úthafsveiðarnar á laxi og
tilgátur mínar um leiðir laxanna
um Atlantshafið norðanvert, er
rétt og nærtækast að vísa til
skýrslna og upplýsinga, sem lagð-
ar voru fram á ársfundi Alþjóða
hafrannsóknaráðsins í Kaup-
mannahöfn á nýliðnu hausti.
Skýrslur þessar bera það með
sér, sýna og sanná, að um 50% af
laxinum, sem veiðist við vestur-
strönd Grænlands, er af amerisk-
um og kanadiskum uppruna,
fæddur og alinn upp í sjógöngu-
seiðabúning í eldisstöðvum og ám
í Bandaríkjunum og Kanada.
Kanadamenn áætla að fyrir
hvert tonn af laxi, sem veiddur er
við vesturströnd Grænlands af
amerískum og kanadískum stofni,
tapist um 1,7 til 2,4 tonn úr
heimastofni þeirra og að veiðin í
amerískum og kanadískum ám
minnki af þessum sökum um 1,6
til 2,1 tonn í hverri á á ársgrund-
velli. Um leið telja þeir að ljóst sé,
að ef hætt yrði að veiða laxinn á
úthafinu og við vesturströnd
Grænlands, mundi nýtingin á
fiskirækt, fiskeldi og náttúru-
legu klaki á laxi á heimaslóðum
þeirra aukast um hvorki meira
né minna en allt frá 58% og upp i
111% að meðaltali. Dæmi þetta
sýnir ljóslega, svo ekki verður um
villst, hvílíkt gífurlegt alvöru- og
hagsmunamál er hér um að ræða.
Annað mjög svo alvarlegt og
eftirtektarvert dæmi úr skýrslu
Alþjóða hafrannsóknaráðsins
sn^rtir írska laxinn, það er lax,
sem klakinn er út í írskum
fiskiræktar- og eldisstöðvum og
svo að sjálfsögðu á náttúrulegan
hátt í írskum laxveiðiám. Og við
skulum hafa það í huga, að þetta
dæmi er kannski nærtækara fyrir
okkur og okkar aðstæður, bæði
hvað klak- og eldisstöðvarnar
snertir og náttúrulega klakið í
laxveiðiánum okkar.
Upplýsingar þessar og dæmi
skýrir frá því, að komið hefur í
ljós við rannsóknir á veiddum laxi
í úthafinu við Grænland, að 18%
af heildarveiðinni er lax af ír-
landsstofni. Skýrslan og rann-
sóknirnar segja síðan að fyrir
hvern fisk frá Irlandi, sem veiddur
er við Grænland, muni tapast um
það bil tveir fiskar úr göngunni til
baka í írlandsár. Alls nemur
þetta tap á ársgrundvelli um 43%
af írlandslaxi af veiðinni við
Grænland, eða til frekari skýr-
ingar og upplýsinga: Ef veiðin við
Grænland næmi 1000 tonnum á
ári — en er vitanlega miklu meiri
— þýddi það tap á endurheimtum
á laxi í ár á Írlandi á ársgrund-
velli, sem næmi hvorki meira né
minna en 430 tonnum. Ljót blóð-
taka það.
í ljósi þessara staðreynda úr
ársskýrslu Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins liggur því alveg ljóst fyrir,
að 68% af laxinum, sem árlega
veiðist i hafinu við Grænland er af
amerískum, kanadískum og írsk-
um stofni. Hlýtur þá sú spurning
að vakna: Hvaðan koma þá hin
32% af laxi, sem veiðist i úthafinu
við Grænland. sem umræddar
skýrslur Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins hafa enn ekki staðsett?
Er líklegt að verulegt magn af
þessum 32% sé komin frá Svíþjóð,
úr sænskum eldisstöðvum og nátt-
úrulegu klaki í sænskum ám, sem
er í mestri fjarlægð frá miðunum
við Grænland? Ég tel litlar líkur á
því að svo sé, þó að merktur lax
þaðan hafi veiðzt við Grænland,
en Svíar hafa verið manna dugleg-
astir að merkja sinn lax, og því
um mestan fjölda merktra laxa
þaðan að ræða.
Benda líkur til þess að drjúgur
hluti af umræddum 32% af veidd-
um laxi í hafinu við Grænland sé
af norskum laxastofni? Ekki er ég
þeirrar skoðunar og gildir hið
sama að mínu áliti um laxastofna
Englands og Skotlands.
Og þá er komið að Islandi.
Gæti mki hugsazt að þarna væri
um að ræða verulegan hluta af
íslenzkum laxastofni?
Vegna legu lands okkar, sem
liggur nær hinum fengsælu lax-
veiðimiðum við Grænland en önn-
ur tiltölulega nálæg laxaræktar-
lönd, tel ég mjög miklar líkur á
því, að allverulegur hluti hinna
umræddu 32% af laxveiðinni við
Grænland, sem enn hafa ekki
verið rannsökuð eða staðsett til
hlítar, séu af íslenzkum laxa-
stofni. Einnig má á það benda,
þessari skoðun til stuðnings, að
nokkur íslenzk laxamerki hafa
komið fram úr veiðinni við vestur-
strönd Grænlands, þrátt fyrir að
merkingar á laxi hafi hingað til
verið mjög af skornum skammti
hér á landi, svo sem ég hefi áður
bent á. Og það skal enn og nú tekið
fram, að þessi vanræksla gerir
stöðu okkar í máli þessu verri nú,
en hún hefði getað verið. Þessu til
sönnunar skulu eftirtaldar upp-
lýsingar tilgreindar úr ársskýrslu
Alþjóða Hafrannsóknarráðsins
um merkingar á laxi á íslandi:
Eldis- Villt seiði
stöðva- Náttúrul.
Ár Hoplax seiði klak
1963 114 63
1964 167 63
1965 154 8
1966 357 8.367 83
1967 745 10.061 154
1968 441 9.985 59
1969 369 7.586 15
1970 314 10.014 16
1971 785 11.087 Enxar
1972 til
1979 Enxar uppl. Enifar uppl. Enicar
í framhaldi af upplýsingum
þessum er svo bæði rétt og
fróðlegt að birta eftirfarandi yfir-
lit um laxveiðarnar við vestur-
strönd Grænlands á árunum 1960
til 1978, eins og þær eru fram
settar í ársskýrslu Alþjóða Haf-
rannsóknarráðsins á fundi þess
í Kaupmannahöfn á síðastliðnu
hausti. Tölurnar yfir Norðurlönd-
in miðast við reknetaveiði en
Grænlandstölurnar við veiði í
reknet og lagnet.
Myndin sýnir svæðin við Færeyjar og Jan Mayen þar sem Danir,
Færeyingar og fleiri þjóðir stunduðu laxveiðar i net og á linu í
úthafinu árin 1977,1978 og 1979.