Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
29
Helgi J. Halldórsson:
Stutt orðsending til
Friðjóns Þórðarson-
ar dómsmálaráðherra
Ósköp þótti mér leiðinlegt að
sjá minn gamla skólafélaga og
hugljúfa söngvara koma fram
sem hinn vélræna embætt-
ismann eins og þú gerðir í
sjónvarpinu 2. des. sl.
Þú ert nú yfirmaður dómsmála
hér á landi og á fjörur þínar
hefur borið útlendan mann sem,
að mér skilst, hefur gert það eitt
af sér að neita að láta þjálfa sig
til að brjóta. fimmta boðorð guðs.
Ég vona að ég þurfi ekki að
minna þig né aðra íslendinga á
hvernig það hljóðar. Nokkrir
íslendingar hafa beðið mig að
veita þessum manni ásjá, veita
honum landvistarleyfi, en þú
neitar. Þú segir að Danir muni
ekki vísa honum frá sér. Slíkt
traust til þeirra er að vísu
nokkur vegsauki fyrir þá, en ekki
þykir mér þú vaxa af þeirri
afstöðu að ætlast til að þeir sýni
þá mannúð sem þú treystir þér
ekki til.
Að vísu veit ég að þú ert ekki
einn um þessa afstöðu. í þessu
máli, sem í rauninni er ekki
stórvægilegt, hefur magnast upp
svo furðulegt ofstæki að heyrt
hef ég mann láta þau orð falla,
þegar um þetta mál var rætt, að
Islendinga vantaði einhvern
Hitler til að kenna þeim hvernig
þeir ættu að hegða sér. í því
sambandi rifjast upp fyrir mér
saga sem mér var sögð fyrir 35
árum af kunnugum manni um
það hvernig starfsmenn Hitlers
brugðust við í svipuðu máli:
Ungur maður var kvaddur til
herþjálfunar í Þýskalandi. Faðir
hans taldi sig ekki geta misst
hann frá búi sínu að svo stöddu
og fór með honum á skrán-
ingarskrifstofuna og óskaði eftir
því að fá að taka piltinn aftur
heim með sér. Eftir nokkrar
umræður og þóf sagði skrán-
ingarstjórinn að faðirinn gæti
tekið son sinn heim með sér. Þá
voru þessir kerfisþrælar Hitlers
búnir að skjóta piltinn. Þetta
gerðist skömmu áður en Þjóð-
verjar hófu að kenna þjóðum
Helgi J. Hal'dórsson
Evrópu þá lexíu hvernig þær
ættu að hegða sér eins og þeir
gerðu á árunum 1939—’45.
íslendingar eru ein af þeim fáu
þjóðum í heimi sem hefur lagt af
þá villimennsku að láta vopn
skera úr deilumálum. Þeir gætu
því verið öðrum þjóðum til fyrir-
myndar í því efni, enda hef ég
heyrt útlendinga, t.d. Banda-
ríkjamenn, öfunda íslendinga af
því að þurfa ekki að hafa neinn
vopnaðan vörð um forseta sinn.
Þeir sem komnir eru yfir
miðjan aldur eins og við, Friðjón,
munum þau ósköp sem hinir
stríðsóðu Þjóðverjar og fleiri
komu af stað hér á landi á
árunum 1939—’45, aðrir ættu að
vita það af afspurn. Þó var
heimsstyrjöldin 1939—’45 líklega
barnaleikur hjá því sem yrði ef
stríðsæsingamönnum fyrir vest-
an okkur og austan tekst að
koma af stað annarri slíkri með
þeirri vopnatækni sem nú er
fyrir hendi. Ef svo fer fram sem
nú horfir er veruleg hætta á því
að þessi spendýrategund, sem
hefur verið kölluð homo sapiens,
hinn skynsemi gæddi maður,
útrými sjálfri sér. Hvað þá tekur
við sem ráðandi dýrategund á
jörðinni, hvort það verða skor-
dýrin eins og sumir halda eða
einhver enn ný tegund, skiptir
okkur þá víst ekki miklu. En ég
verð að játa að ég sé svolítið eftir
manninum. Þrátt fyrir allt getur
þetta verið góð dýrategund, eða
svo finnst mér stundum að
minsta kosti, t.d. þegar ég heyri
Leikbræður syngja.
En snúum okkur að Gervasoni.
Þú segir að hann hafi komið
ólöglega inn í landið og brotið
íslensk lög. Þetta kalla ég vél-
ræna formfestu. Ef hann hefði
öll skilríki í lagi væri hann varla
flóttamaður heldur venjulegur
ferðamaður. Ekki trúi ég því að
þeir sem flýðu undan þýska
hermennskubrjálæðinu á sínum
tíma hafi allir haft skilríki sín í
lagi. Margir slíkir fengu hér
landvist og varð íslendingum
raunar að þeim mikill fengur
mörgum hverjum, einkum tón-
listarmönnum. En íslendingar
hafa síðar tekið við ýmsum
flóttamönnum og ég hef ekki
heyrt að af þeim hafi stafað
veruleg vandræði, heldur hið
gagnstæða. Ég man t.d. eftir
Ungverja einum sem var í Stýri-
mannaskólanum fyrir nokkrum
árum. Hann var orðinn ágætur
íslenskur sjómaður og gerði sum-
um bekkjarfélögum sínum þá
skömm að vera slyngari en þeir í
íslenskri stafsetningu. Ég þekki
hvorki haus né sporð á þessum
Gervasoni, en einhvers staðar
hef ég heyrt eða lesið að hann sé
laginn við að gera við glugga sem
þeir sem trúa á ofbeldi eru vísir
til að brjóta. Ég legg því til að
þú, Friðjón, endurskoðir afstöðu
þína, takir manneskjulega af-
stöðu en látir ekki vélræna form-
festu eina ráða, metir það við
Gervasoni að hann vill ekki láta
þjálfa sig til að brjóta fimmta
boðorð guðs og veitir honum
landvistarleyfi. Harka og einsýni
í dómsmálum hefur ekki alltaf
reynst best. Ofbeldi fæðir ævin-
lega af sér ofbeldi.
Fullkomið hjónaband
Nýja Philips myndsegulbandiö, með átta
klukkustunda kassettunni, og Philips 26”
litsjónvarpiö, eru aödáunarvert parl Tærir litir
og skýr mynd gera sjónvarpsþættina þægi-
lega og ánægjulega fyrir áhorfandann.
Philips 2000 er eina kassettan á markaönum,
sem býður upp á 8 klst. af skýrum og áferðar-
fallegum myndum, sem eru einkenni nýja
Philips kerfisins.
Philips kann tökin á tækninni!
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
PHIUPSJ
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
O
Þl AIGLVSIR l'M ALLT
LAND ÞKGAR Þl AIG-
LYSIR I MORGINBLADIM
íslenzk hljómplata er gód jólagjöf
ORIGINAL HANAU
HÁFJALLASéL
Smith & Norland hf.
Nóatúni 4, sími 28300.
veitir
aukinn þrótt
og vellíöan
í skammdeginu
<
Q
GROHE
VATNSNUDDTÆKI
TIL JÓLAGJAFA
Gefiö gjöf sem gerir öllum gott og sérstaklega
þeim sem þjást af gigt og vöðvabólgu.
Undratækið sem mýkir vöðva og veitir vellíðan.
Hægt er að tengja vatnsnuddtækið við hvaða
blöndunartæki sem er, gömul sem ný.
Heimilisgjöfin i ár.
BYGGINGAVORUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HUSIÐ)