Morgunblaðið - 20.12.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1980
Ólympíuskákmótið - 4. umferð:
Afhroð gegn Búlgörum
I>AÐ ER allt annað en Kaman að
þurfa að setjast niður ok rifja
upp aðra eins ohappadaKa ok
þetfar skáksveit íslendinna tapar
Vi—3V2 fyrir Búlgörum á ólymp-
íuskákmóti. Miklu ánægjulegra
hefði verið að fara aftur tii
Ólympíumótsins í Buenos Aires
1978 og skrifa um 3—1 sigur
íslands yfir Búlgörum þá. I>aó
var okkar bezti sigur á því móti.
en nú biðum við okkar stærsta
afhroð einmitt gegn þessari sömu
þjóð.
Ingi R.. liðsstjóri. stillti nú í
fyrsta sinn upp aðalliði sinu með
Friðrik ólafsson stórmeistara í
broddi fylkingar. Friðrik hafði
ekki getað teflt fyrr en nú vegna
anna sinna við stjórn FIDE og
móttöku kvartana vegna að-
stæðnanna á mótinu. en mörgum
þóttu þær í allra lakasta lagi. ef
undan er skilinn keppnissalurinn
sem var bjartur og rúmgóður.
' Ermenkov — Friðrik 1—0
Tri ngov — Helgi Vá — Vi
Popov — Jón 1—0
Spassov — Margeir 1—0
Snemma voru óveðursteikn á
lofti í þessari viðureign. Friðrik
tefldi fremur vafasamt afbrigði af
Sikileyjarvörn og lenti snemma í
krappri vörn, auk þess sem mjög
gekk á tíma hans. Ermenkov tókst
að vinna drottningu hans, en það
var e.t.v. röng ákvörðun því eftir
það hefði Friðrik hugsanlega get-
að snúið taflinu sér í vil. Þá átti
hann aftur á móti engan tíma á
klukkunni þannig að allt fór í
handaskol.
Svart: Friðrik
Ilelgi Ólafsson
í tímahraki hafði Friðrik siglt
milli skers og báru á undraverðan
hátt og hér átti hann örugga
björgun með því að leika 2fi. —
Bb7!, því að fráskákir riddarans á
g6 eru svörtum ekki skeinuhættar.
T.d. 27. Re7++ — Kf8, og nú á
hvítur ekkert betra en 28. Rg6+
sem svartur gæti hugsanlega
svarað með Ke8 og teflt til vinn-
ings. Klukkan tekur hins vegar
sinn toll og Friðrik, sem átti innan
við eina mínútu eftir, lék hinum
nærtæka leik 26. — Kh7?. Ermen-
kov, sem var löngu farinn að tefla
upp á klukkuna, svaraði með 27.
Re5 sem hótar 28. De4+ auk þess
sem hrókurinn á f7 er í uppnámi.
Eftir 27. — Rf4, 28. Hxc8 vann
hvítur síðan skákina.
Helgi fékk yfirburðastöðu eftir
byrjunina í skák sinni við Tringov,
en var of fljótur á sér og sá sér
síðan þann kost vænstan að bjóða
jafntefli sem andstæðingur hans
þáði.
Jón fékk heldur losaralega stöðu
með svörtu í skák sinni við
alþjóðameistarann Popov. Hann
átti þó ýmis færi sem nýttust ekki
sem skyldi og í tímahraki fauk
staðan síðan veg allrar veraldar.
Mér undirrituðum varð á sú
hörmulega skyssa að víxla leikjum
í byrjuninni og tapaði peði. Jafn-
tefli var þó aldrei mjög fjarlægt,
en undir lok fyrstu setunnar urðu
mér á mistök. Biðstaðan gaf nokk-
ur fyrirheit um að það tækist að
laga stöðuna eitthvað, en Búlgar-
inn mætti til leiks með rakta
vinningsleið þannig að stórtap
Islands varð að staðreynd.
Þar með datt sveitin niður í
21,—28. sæti, en Ungverjar trón-
uðu á toppnum með 13 vinninga.
Eftir óskabyr sinn gegn okkur
voru Búlgarar nú komnir í annað
sætið ásamt Bandaríkjamönnum
með 12V4 v., en Rússar deildu
fjórða sætinu með Englendingum
með 12 v.
I þessari umferð töpuðu Ung-
verjar sinni fyrstu skák á mótinu.
Sökudólgurinn var þriðjaborðs
maður þeirra, Sax, sem fékk
heldur óblíða meðferð hjá alþjóða-
méistaranum Birnboim frá Israel:
Svart: Sax
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sandgerði
Umboðsmaöur óskast til aö annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðiö í Sandgeröi.
Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 7609
og hjá afgreiöslunni í Reykjavík, sími 83033.
Háseta vantar
á 200 tonna netabát frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar í síma 99-2261.
Bókasafns-
fræðingur
óskast í hálft starf viö Bókasafn Grindavíkur
frá 1. febrúar 1980. Skriflegar umsóknir meö
upplýsingum um menntun og fyrri störf
óskast sendar undirrituðum í síöasta lagi 5.
janúar 1981.
Beitingamenn
óskast
Beitingamenn óskast um áramótin á Mb.
Sigurjón Arnlaugsson HF 210 sem verður á
línu á næstu vetrarvertíð.
Uppl. í símum 92-7101 og 92-7266.
Bæjarstjórinn í Grindavík.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
<s>
Þl Al'GLVSIR l M AI.LT
LAND ÞEGAR Þl AIG-
LÝSIR I MORGl NBLAÐINL
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
tHkynningar
Fiskverkendur
Óska eftir viðskiptum fyrir bát sem geröur er
út til netaveiöa sunnanlands á komandi
vertíð.
Tilboö leggist á augld. Mbl. merkt: „Vertíð
'81 — 3058.“
húsnæöi óskast
Skrifstofuhúsnæði
Óskum eftir 30—50 ferm. skrifstofuhúsnæði
til leigu í Reykjavík strax. Vinsamlegast hafiö
samband í síma 37410 í dag kl. 10—16 og á
morgun, sunnudag kl. 14—16.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
í til sölu | I JM...AM, aJ* .f. . ] r ryv w—iryv : húsnæói ; f i boöi 1
Vinsælar hljómplötur Hin Ijúfa sönglist Jóhanns Kon- ráössonar og fjölskyldu. örvar Kristjánsson í Hátiöarskapi, Katla María. Lff og fjör meö harmonikkuunnendum. Silfur- kórinn. Vilhjálmur Vilhjálmsson. Einnig aörar íslenskar og eriend- ar hljómplötur og kasettur. Mik- iö á gömlu veröi. F. Björnsson radíóverzlun. Bergþórugötu 2, sími 23889. Njarðvík Til sölu gott einbýllshús, 2 stofur og 4 svefnherb , þar af tvö f risi, ásamt tvöföldum bflskúr. Stór lóö. Einnig 2ja og 3ja herb. íb. í smíöum f fjölbýlishúsi viö Fffu- móa. Fasteignasala Vllhjálms Þóroddssonar, Vatnsnesvegi 20, Keflavfk. Símar 1263 og 2890. Sölumaöur heimasíml 2411.
í þjónusta ,
1—IfcaUi—A—A....Á. > ..
Innflytjendur
Get teklö aö mér aö leysa út
yörur. Tllboð merkt: .J — 3046“,
sendlst Mbl.
□ Glmll 598012227 — jólaf.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19S33.
Dagsferðir:
1. 21. des. kl. 10.30: Esja —
Kerhólakambur, vetrarsólstöö-
ur. Fararstjóri: Tómas Einars-
son. Verö kr. 4000-
2. 28. des. kl. 13: Álfsnes —
Leiruvogur. Verö kr. 4.000 -
Farlö fré Umferöamiöstööinni aö
austanveröu. Farm. viö bíl.
Höfum til sölu öskjur utan um
Árbækur F.I., ennfremur minn-
um viö á Árbækurnar til gjafa.
Feröafélag íslands.
Sunnud. 21.12. kl. 13
Sólhvarfaganga sunnan Hafnar-
fjaröar. Verö 3000 kr„ frltt f.
börn m. fullorönum. Fariö fré
B.S.I. vestanveröu (í Hafnarf. v.
kirkjugaröinn).
Aramótaferö, 5 dagar, I Herdfs-
arvík. Upplýsingar og farseölar á
skrifst. Lækjarg. 6a.
Áramótagleói f Skíöaskálanum
30. 12. Þétttaka tllkynnist é
skrifstofunni.
Feröahappdrættiö. Söluaöilar
þurfa aö gera skil é ménudag
Úttvlst.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 20.30.
Ræöumaöur Or. theol. Zebrandt
Neslund útvarpsstjórl frá Gauta-
borg.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
20.30 aö Auöbrekku 34 Kópa-
vogi. Allir hjartanlega velkomnir.
4S AlKil.YSINGASIMINN F.R:
ÆÍárjMj. »<»o
jji IHaronnWabib