Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 1

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 1
48 SÍÐIJR 287. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 Prentstniðja Morgunblaðsins. Samstaða: Krefst frelsis 7 andófsmanna Varsjá. 22. desember. — AP. HIÐ óháða verkalýðsfélag, Samstaða, ítrekaði í dag kröfur sínar um, að sjö andófsmenn verði látnir lausir úr haldi. Krafa þessi kemur skömmu Teheran, Washinxton. 22. descmber. — AP. IIASHEMI Rafsanjani, leið- togi íslamska þjóðarflokksins, hótaði í dag að bandarísku gíslarnir í Iran yrðu leiddir fyrir rétt, ef Bandaríkin féll- ust ekki á að greiða 24 millj- arða dollara i skiptum fyrir gislana. Rafsanjani sagði, að Iranir myndu ekki gefa eftir í kröfum sinum. „Ég hef ekki séð opinbert svar bandarísku stjórnarinnar en ef Banda- ríkin eru ekki reiðubúin að fallast á kröfur okkar, þá leiðum við gíslana fyrir rétt,“ sagði Rafsanjani. Edmund Muskie, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hafn- aði í gær kröfu írana um greiðslu 24 milljarða dala i skiptum fyrir gíslana. Banda- ríska utanrikisráðuneytið lét í dag í ljósi „þungar áhyggjur" af líðan gíslanna í íran. John Trattner, talsmaður ráðu- neytisins sagði, að óttast væri að einhverjir gíslanna væru hafðir í haldi í fangelsi. „Við myndum fagna þvi, ef írönsk stjórnvöld bættu aðbúnað gísl- anna,“ sagði talsmaðurinn. áður en sérstakt þing pólska kommúnistaflokksins kemur saman í Varsjá. Fyrr í mánuðin- um tilkynnti Samstaða að sér- stök nefnd yrði sett á laggirnar til stuðnings andófsmönnunum. Hann sagði að gíslarnir fengju ekki nægilega góða læknismeð- ferð og að ekki hefði heyrst af mörgum gíslanna um nokkurt skeið. Sjá frétt „Nýjum skil- yrðum írana hafnað“ bls. 46. vegna þess að stjórnvöld hefðu gengið á bak orða sinna og fangelsað menn fyrir pólitískar skoðanir sínar. Meðal þeirra sem eru í fang- elsi er Leszek Moczulski, kunnur baráttumaður gegn hinu komm- úníska kerfi í landinu. Pólsk stjórnvöld tilkynntu i dag, að Adam Glazur, fyrrum húsnæð- ismálaráðherra landsins, hefði verið rekinn úr kommúnista- flokknum. Glazur var sekur fundinn um fjárdrátt. Hann átti m.a. að hafa byggt sér fjögurra hæða hús. Til verksins notaði hann byggingarefni,sem hann hafði stungið undan, auk þess að hann lét verkamenn, sem voru launaðir af ríkinu vinna við byggingu hússins. Þá átti hann að hafa dregið undan stórfé til kaupa á gjöfum. Fyrr á árinu var yfirmaður ríkisútvarpsins rek- inn úr starfi fyrir fjárdrátt. Sjá frétt. „Verkföll gegn kjötskömmtunum“ bls. 46. Tehiyaflokkurinn hefur boðað vantrauststillögu á ríkisstjórn- ina vegna afstöðu hennar. í síðastliðnum mánuði varðist stjórn Begins naumlega falli þegar vantrausttillaga var borin á hana. Verkamannaflokkurinn styður ákvörðun stjórnarinnar og mun að líkindum verja hana falli vegna þessa máls. Samkomulag náðist í kvöld í stjórninni um samdrátt til varn- armála. Stjórn Menachims Beg- ins féllst á tillögur sérstakrar efnahagsnefndar um verulegan samdrátt í útgjöldum til varn- armála. Fyrr um daginn höfðu fulltrúar varnarmálaráðu- neytisins hafnað mála- miðlunartillögum, sem settar voru fram og kom sú synjun mjög á óvart. Eftir ströng fund- ahöld náðist samkomulag um samdrátt en fjármálaráðherr- ann, Yigal Hurvitz, lofaði að endurskoða útgjöld til hermála á miðju fjárlagaárinu með tilliti til verðbólgunnar. Óðaverðbólga ríkir nú í ísrael og nemur hún yfir 150% á ári. Yigal Hurwitz hafði lýst því yfir, að ef ekki næðist samkomulag um sam- drátt á útgjöldum til varnar- mála, myndi hann segja af sér, og um leið myndi stjórn Begins missa meirihluta á þingi. Um '/3 hluti af fjárlögum rennur til varnarmála. Þá hefur það valdið miklum ugg í ísrael, að á milli 300 og 500 þúsund gyðingar hafa flust bú- ferlum til Bandaríkjanna og alls er talið að 637 þúsund gyðingar hafi flust úr landi. Þessar tölur koma fram í skýrslu embætt- ismanna, sem hafa kannað fólks- flótta frá landinu. Þessi skýrsla hefur ekki verið birt opinberlega og ekki liggur fyrir á hve löngum tíma fólkið hefur flust úr landi. Gyðingum fækkar nú innan landamæra Ísraelsríkis. pP Betlehem — þúsundir pílagríma streyma nú til borgarinnar helgu og hefur ísraelski herinn mikinn viðbúnað í borginni. Simamynd AP. Stjórn Begins andvíg innlimun Gólanhæða Jerúsalem. 22. desember. — AP. STJÓRN Menaehims Begins í ísrael greiddi í dag atkvæði gegn innlimun Gólanhæða í Ísraelsríki. Að sögn ísraelska útvarpsins greiddu 11 ráðherrar stjórnarinn- ar atkvæði gegn innlimum Gólanhæða en tveir voru íylgjandi. ísraelsmenn hertóku Gólanhæðir af Sýrlend- ingum í sex daga stríðinu árið 1967. Lítill flokkur á þinginu. Tehiya, hefur lagt fram frumvarp um innlimun Gólanhæða. Með atkvæðagreiðslunni í ríkisstjórninni er sýnt, að meirihluti fyrir innlimun Gólanhæða í ísraels- ríki er ekki fyrir hendi. F alsað skey ti um áætlanir Bandaríkjamanna í Noregi Osló. 22. desember. — AP. TALSMAÐUR norska utanríkisráðuneytisins sagði við fréttamenn í Osló í gærkvöldi, að ráðuneytið teldi fullvíst, að telexskeyti þar sem skýrt var frá áætlunum Bandaríkjamanna um varnir Noregs, sé falsað. Það var Kjell Colding, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins sem skýrði frá þessu. Hann sagði að þingmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hefði fundið afrit af skeyti þessu í póstkassa sínum þann 16. desember og afhent það ráðuneytinu. „Bandaríska utanríkisráð- uneytið hefur staðfest, að ekkert skeyti í þessa átt hafi verið skrifað og því sé þetta skeyti falsað,“ sagði Colding. Hann sagði að svo virtist sem skeytið ætti uppruna sinn í A-Evrópu og að banda- ríska utanríkisráðuneytið teldi helst, að það hefði verið þýtt úr rússnesku yfir á ensku. Því væri hugsanlegt, að Rússar hefðu dreift skeyt- inu til þess að hafa áhrif á varnarmálaumræður í Nor- egi. Telexskeytið var stílað til sendiráða Bandaríkjanna á Norðurlöndum, auk nokk: urra annarra aðila í Noregi. í skeytinu var staðhæft, að Bandaríkin hygðust beita sér fyrir stefnubreytingu norskra stjórnvalda í varn- armálum. Meðal annars, að Norðmenn létu af þeirri stefnu sinni, að hafa ekki erlendan her í landinu. Kjarnorkuvopn yrðu staðsett í landinu, og á Norðurlönd- um. Að birgðastöðvar banda- ríska hersins væru einungis fyrsta skrefið í átt að stað- setningu fullkominna vopna í landinu. Þá var staðhæft, að Norðmenn ættu að bera stærstan hluta kostnaðar við birgðastöðvar í landinu. íranir hóta réttarhöldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.