Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 24
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Birgir H. Sigurðsson skipulagsfræðingur:
Húsvemd - Umhverfisvemd
Inngangur
Æði oft hendir það skipulagsað-
ila hérlenda, að ígrunda ekki
nægilega verk sín frá byrjun. Þeir
rjúka af stað, gera alls konar
tillögur eftir viljayfirlýsingum
stjórnmálamanna, jafnvel þó þeir
viti, að þær slái ekki í takt við
raunveruleikann. Þannig vinnu-
brögð bjargast stundum á einn
eða annan hátt, en stundum ekki
og því verða sum verka þeirra,
sem miklum tíma og almannafé
hefur verið eytt í, aldrei neitt
annað og meira en draummyndir á
blaði.
Þessa dagana stendur yfir á
Kjarvalsstöðum sýning á nýrri
skipuiagstillögu að Grjótaþorpi,
draummyndum sem reistar eru á
viljayfirlýsingu skipulagsnefndar
Reykjavíkurborgar. Hún kom
fram 9. apríl, 1979 og var sam-
þykkt í borgarráði ellefu dögum
síðar. Til fróðleiks er þessi viljayf-
irlýsing eða bókun, eins og þær
kallast, birt hér að neðan:
„Á fundi skipulagsnefndar 2.
þ.m. var lögð fram tillaga að
bókun varðandi endurskoðun á
skipulagi Grjótaþorps. Tillagan
var tekin til umræðu á fundi
nefndarinnar í dag, og þá sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum,
en hún er svohljóðandi:
1. Unnið verði að því að staðfest
aðalskipulag, að því er tekur til
Grjótaþorps, verði breytt og svæð-
ið auðkennt til bráðabirgða sem
svæði fyrir íbúðir og takmarkaðan
atvinnurekstur.
2. Við gerð deiliskipulagsins
verði í meginatriðum miðað við
núverandi gatnakerfi og núver-
andi lóðaskiptingu.
3. Á grundvelli könnunar Ár-
bæjarsafns á sögulegu gildi húsa í
Grjótaþorpi og ástandi þeirra,
verði gerð tillaga um þau hús, sem
leggja ber höfuðáherslu á að verði
varðveitt.
4. Bifreiðaumferð um hverfið
verði takmörkuð svo sem frekast
er unnt og bifreiðastæði takmörk-
uð við þarfir svæðisins.
5. Við uppbyggingu hverfisins
verði að því stefnt, þar sem við
getur átt, að flytja á óbyggðar
lóðir hús, sem vegna aldurs og
gerðar geta fallið að svipmóti
hverfisins. Þar sem ástæða þykir
til að nýbyggingar komi, hvort
sem er um sjálfstæð hús að ræða
eða nauðsynlegar viðbyggingar,
skal þess gætt að þær falli að
svipmóti hverfisins.
6. Jafnframt því sem unnið
verður á grundvelli framanritaðra
þátta, verði gerð sérstök áætlun
um hvernig framkvæma megi
skipulagið, bæði lagalega og fjár-
hagslega."
Ileimild: Skipulag Reykjavíkur.
Skjal 4980, dagsett í Reykjavík, 9.
apríl, 1979.
Sérstaka athygli vil ég vekja á
sjötta og síðasta lið bókunarinnar
og þá einkum orðanna: „... hvern-
ig framkvæma megi skipulagið,
bæði lagalega og fjárhagslega."
Það er vægilega sagt, að Grjóta-
þorp 1980, skipulagstillaga, fari
fáum orðum um það, hvernig eigi
að fullnægja þessum sjötta lið
bókunar skipulagsnefndar. Ekki
skal farið nánar í það hér. Hinu
haldið fram, að ef ekki er mögu-
leiki á því að framkvæma skipu-
lagstillögu sem Grjótaþorp 1980,
bæði lagalega og fjárhagslega, þá
er um ótímabæra tillögugerð að
ræða — grunninn vantar. Skiptir
þá ekki máli hversu „góð“ tillagan
annars kann að vera.
Þessum orðum mínum til stuðn-
ings vil ég benda á innskot í
niðurlagsorð formála Grjótaþorps
1980, sem forstöðumaður Borg-
arskipulagsins skrifar: „Framtíðin
ein getur úr því skorið, hvort þessi
tillaga leiði til meiri árangurs en
eldri tillögur hafa gert.“
Með þessu innskoti er sleginn
heljarmikill varnagli. Ekki skal
líkum að því leitt, hverjum þessi
orð eru ætluð, heldur það eitt sagt,
að ef þessi tillaga leiðir ekki til
meiri árangurs en áður gerðar
tillögur hafa gert, þá er augljós-
lega eitthvað að, — „eitthvað" sem
ekki verður rakið til lélegra
teiknihæfileika höfunda, enda eru
þeir góðir.
Það sem á tillögugerðina vantar
að minni hyggju, hefir þegar
komið fram hér að ofan, sú skoðun
mín, að ellt of snemma hafi verið
ráðist í sjálfa tillögugerðina. I
hugum margra er Grjótaþorpið
mjög viðkvæmur blettur í borg-
inni, því hefði þurft að undirbúa
tillögugerð þessa af meiri kost-
gæfni, ef verndun þorpsins er hið
raunverulega takmark.
„Conservation
in Iceland“
Þegar ég ákvað að nota „skipu-
lagssögu" Grjótaþorps sem inn-
legg í lokaritgerð mína „Conserva-
tion in Iceland" (lögð inn til
mastersprófs í skipulagsfræðum
við Háskólann í Liverpool í maí,
1980) varð mér fljótlega ljóst, að
mikla forvinnu þyrfti að inna af
hendi áður en tillögur um friðun
Grjótaþorps gætu orðið að raun-
veruleika. Eins og ég sagði, þá er
Grjótaþorp þar aðeins hluti í
stærra verki, sem fjallar um
skipulag, húsvernd og umhverfis-
vernd; hvernig að þessum málum
hefur verið staðið, sérstaklega í
Reykjavík, og hvar úrbóta er þörf.
Ég hafði áðurnefnda bókun skipu-
lagsnefndar um Grjótaþorp til
grundvallar. Samt hugsaði ég mér,
að hún gæti í reynd átt við hvaða
hluta gamla bæjarins sem er, ef
liður 3 er undanskilinn, enda
skoðun mín sú, að það séu miklu
fleiri svæði eða hverfi, en Grjóta-
þorp, innan borgarmarkanna,
áhugaverð, já ekki síður áhuga-
verð. Samt sem áður valdi ég
Þorpið sem eins konar samnefn-
ara þessara svæða, enda vinsælt í
allri umræðu um húsvernd, burt
séð frá byggingar-, sögu- og um-
hverfislegu gildi þess. Ég lít á það
sem hlekk í langri keðju, einskon-
ar prófstein á skipulagsvinnu í
gamla bænum (og þá sérstaklega
með umhverfisvernd í huga), —
umhverfi liðins tíma.
Ef einhver dregur í efa þá
skoðun mína, að umhverfi gamla
bæjarins sé ekki þess virði að hlúð
sé að því, vegna þess að þar sé um
uppbyggingar að ræða, sem áttu
sér stað á volæðistímum þjóðar-
innar (borið saman við líðandi
stund), þá vil ég hvetja hina sömu
til að taka sér ferð á hendur um
nýjustu hverfi borgarinnar og
bera þetta tvennt hreinlega sam-
an. Hvað varðar umhverfislegt
gildi, þá þori ég að fullyrða, að sá
samanburður verður gömlu borg-
arhverfunum mjög svo hagstæður.
Ef þessi skoðun er ekki aðeins mín
heldur reynist þorri almennings
sama sinnis, þá vaknar sú spurn-
ing, hvernig hægt er að viðhalda
umhverfi gömlu borgarhverfanna
— hverfa eins og Grjótaþorps —
svo íbúar þeirra, og þeir sem um
þau eiga leið geti notið þeirra í
framtíðinni.
I ritgerðinni „Conservation in
Iceland" set ég fram ákveðnar
hugmyndir í þessu sambandi, hug-
myndir sem of langt mál er að
ræða ítarlega hér, aðeins gerð
tilraun til að gera þeim lauslega
skil. I mjög grófum dráttum má
skipta þeim í tvennt. Annars
vegar eru settar fram hugmyndir
um þær aðgerðir sem ríkisvaldið
þarf að grípa til, ef húsvernd og
umhverfisvernd eiga að verða
veruleiki, hins vegar lýst nauðsyn-
legum aðgerðum, sem sveita-
stjórnir verða að standa fyrir
innan sinna umdæma.
Hugmyndir
er varða
ríkisvaldið
Greinar um húsvernd og um-
hverfisvernd komi inn í skipu-
lagslög ásamt greinum um fram-
kvæmd laganna hvað varðar rétt
og skyldur einstaklinga svo og
sveitarfélaga. fjármál (lán, styrk-
ir), kvaðir, eignarnám, bætur og
hver skuli vera þáttur almenn-
ings i þannig skipulagsvinnu.
Skýring: í íslenskum skipu-
lagslögum er ekki minnst einu
orði á húsvernd og umhverfis-
vernd. Aftur á móti er kafli um
húsvernd í Þjóðminjalögum frá
1969. Sá ljóður er á, að skipu-
lagsmál tilheyra Félagsmálaráðu-
neyti en þjóðminjar, þ.ám. hús-
vernd, menntamálaráðuneyti.
Þetta fyrirkomulag gerir bæði
skipulagsvinnu og húsvernd erfið-
ari viðfangs, og satt best að segja,
stuðlar þessi skipting að fálm-
kenndum aðgerðum í báðum til-
fellum. Á þetta sérstaklega við um
gömlu borgarhverfin. Hvorugt
getur án hins verið, ef vel er.
Skipulag og húsvernd ætti því að
setja undir einn hatt, þannig að
inn í skipulagslögin komi greinar,
bæði hvað varðar verndun ein-
stakra húsa og svæða. Þetta er að
mínu mati mjög nauðsynlegt,
einkum til þess að verndunarmál
einangrist ekki frá skipulagsvinn-
unni.
Skipulag
ríkisins og
húsafriðunar-
nefnd verði eitt
Skýring: Nú er það vitað mál,
að ríkisvaldið lítur á byggða- og
borgarskipulag sem nánast einka-
mál sveitarstjórna, enda eru bein
afskipti þess lítil sem engin þó um
mikilvægan málaflokk sé að ræða.
Fámennari byggðalög landsins
njóta þó aðstoðar frá Skipulagi
rikisins og Framkvæmdastofnun,
fá þar tæknilega aðstoð ýmiss
konar, einkum hvað varðar fram-
tíðar uppbyggingu byggðarlag-
anna. Líku er háttað um hús-
verndunarmálin, nema hvað þau
tilheyra Húsafriðunarnefnd
menntamálaráðuneytisins.
Samfara breytingum á skipu-
lagslögum er fælu í sér húsvernd
og nauðsynlegar greinar um fram-
kvæmd hennar, þá væri eðlilegast
að húsafriðunarnefndin tengdist
Skipulagi rikisins. En varla getur
löggjafinn hrist fram nýjar laga-
greinar á einni nóttu, því yrði hér
væntanlega um eitthvert millibils-
ástand að ræða. Á meðan yrði
Húsafriðunarnefnd breytt í vinnu-
hóp sérfróðra manna, sem væru
lausir allra kvaða, hvort heldur
frá mennta- eða féiagsmála-
ráðuneyti. Hins vegar markaði
ríkisvaldið þeim ákveðið starfs-
svið og kostnaður greiddist úr
ríkissjóði. Um val manna í þennan
starfshóp er það að segja, að hann
má ekki einvörðungu vera skipað-
ur mönnum af sögu- og listasvið-
um — slíkt er alltof einhæft.
Nú mun eflaust einhver spyrja,
hvort ekki sé nóg um nefndir og
starfshópa ýmiss konar á vegum
ríkisin8? Nær að fækka þeim en
auka við. Þessu er til að svara, að
vandamál gömlu bæjarhverfanna
eru það tröllaukin og margslung-
in, að það er ekki á valdi neins
sveitarfélags að ráða fram úr
þeim óstudd, ekki einu sinni
Reykjavíkurborgar, þó fjölmenn
sé. Því tel ég nauðsynlegt, að
ríkisvaldið hlaupi undir bagga
með þeim, og þá ekki aðeins með
löggjöf og sérfræðiaðstoð, heldur
einnig fjárhagsaðstoð.
Aukið fjármagn
til húsvernd-
unarmála svo og
umhverfisfágunar
Skýring: Húsafriðunarnefnd
var sett á laggirnar 1969. Frá
upphafi hefur hún verið í miklu
fjársvelti, svo miklu, að hún getur
tæplega staðið undir nafni. Þó
„vænkaðist" hagur hennar þegar
sérstakur Húsafriðunarsjóður var
stofnaður 1975. Tekjustofn hans
var þá ákveðinn 20 krónur (gkr) á
hvern íbúa landsins. Þó hér hafi
verið um að ræða „verðbólgu-
tryggðar" krónur, þá hafði sjóður-
inn ekki úr meiru að moða á
síðasta ári, en upphæð sem varla
dygði til kaupa lélegrar 2ja her-
bergja kjallaraíbúðar. Þetta dæmi
sýnir hversu máttvana húsafrið-
unarsjóðurinn er, ennfremur það,
hve húsverndunarmálin eru létt-
væg að mati ríkisvaldsins. Til
úrbóta kemur einkum tvennt:
a) Beinir styrkir
Fyrst þarf aukið fjármagn í
húsafriðunarsjóð. Það yrði ein-
göngu notað til að mæta kostnaði
til endurbóta, svo og til viðhalds
bygginga á húsafriðunarskrá. Hér
yrði um styrk að ræða. Slíkt styð
ég þeim rökum, að ef bygging er
virkilega þess virði, að hún sé sett
á „skrá“, þá hlýtur sú krafa að
vera réttmæt að fyrir hana sé að
einhverju leyti greitt úr vasa
almennings, enda byggingin
vernduð í hans þágu. Eða er ekki
svo? Hve hátt hlutfall af endur-
byggi ngarkostnaði skuli vera
styrktur verður ekki farið út í hér.
<9
<
/-■ /. ■ / / '///. / /.'/ /. . . . .
1975
f
yumij títím
B BBggBB
1980