Morgunblaðið - 23.12.1980, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Kona sendiherra
Reagans hjá SÞ
WaHhinKton, 22. des. — AP.
RONALD Reagan hefur valið
John R. Block. búnaðarráðunaut
í Ulinois, landbúnaðarráðherra
ok mun innan skamms skipa í
síðustu stöðurnar í ríkisstjórn
sinni. Próf. frú Jeane J. Kirkpat-
Kosygin
sýnd
hinzta
virðing
Moskvu. 22. des. — AP.
LEONID Brezhnev forseti og
tugir þúsunda venjulegra
bornara gengu fram hjá lík-
borum Alexei Kosygins for-
sætisráðherra i dag, fjórum
dögum eftir að hann andað-
ist, 76 ára að aldri.
Útför Kosygi'ns mun verða
gerð á Rauða torginu á morg-
un.
Brezhnev og aðrir æðstu
leiðtogar og herforingjar
skiptust á um að standa heið-
ursvörð við blómum skrýddar
líkbörurnar í herhöllinni í
miðborg Moskvu. Þúsundir
syrgjenda biðu þögulir fyrir
utan og biðröðin teygðist lang-
ar leiðir.
Líkbörurnar voru flóðlýstar
og umkringdar heiðursmerkj-
um, sem Kosygin fékk um
ævina. Jarðarfararmúsík var
leikin í hátölurum og einkenn-
isklæddir hermenn stóðu vörð.
Hundruð hermanna og lög-
reglumanna umkringdu bygg-
inguna og á hlið hennar hékk
geysistór mynd af Kosygin
með sorgarramma.
Drengirnir
dóu er sjón-
varpið sprakk
París, 22. desember. — AP.
TVEIR bræður fórust og systir
þeirra slapp naumlega eftir að
sjónvarpstæki á heimili þeirra
sprakk í loft upp og olli eldsvoða
á heimili systkinanna um helg-
ina.
Drengirnir, sem voru fjögurra
og níu ára, voru að horfa á
sjónvarp heima hjá sér í úthverfi
Parísar, er sprenging varð skyndi-
lega í tækinu. Ottast er að þeir
hafi farist í sprengingunni, en
systir þeirra, sem er tíu ára,
slasaðist alvarlega er hún forðaði
sér út úr brennandi íbúðinni með
því að stökkva út um glugga á
þriðju hæð hússins.
Talið er, að skammhlaup hafi
orðið eða önnur rafmagnsbilun í
tækinu sjálfu, og að við það hafi
myndast sprunga í myndlampann,
með fyrrgreindum afleiðingum.
Að jafnaði springa um eitthundr-
að sjónvarpstæki í Frakklandi á
ári hverju af þessum orsökum, en
þar í landi eru um 15 milljónir
sjónvarpstækja.
Walesa
maður ársins
London 19. des. — AP.
BRESKA vikuritið Now kaus
pólska verkalýðsleiðtogann
Lech Walesa mann ársins i
gær.
Ritið, sem er í svipuðu formi
og Time, hóf göngu sína á
þessu ári. Var birt mynd af
Walesa á forsíðu blaðsins og
grein um hann þar sem segir
m.a.: „Walesa er sá maður sem
hafði mest áhrif á gang heims-
mála á árinu 1980. Hann gerði
það sem áður hafði verið
haldið ómögulegt."
rick verður sendiherra hjá SÞ.
Reagan hefur valið Samuel R.
Pierce, lögfræðing frá New York,
húsnæðis- og byggingamálaráð-
herra. Hann verður eini blökku-
maðurinn í stjórninni.
Jafnframt stendur Reagan fast
við þá ákvörðun að skipa James G.
Watt innanríkisráðherra þrátt
fyrir hávær mótmæli umhverfis-
varnarmanna.
Auk þess hefur Reagan skipað
James B. Edwards, fyrrverandi
ríkisstjóra Suður-Karolínu, orku-
ráðherra. Þá á hann aðeins eftir
að velja menntamálaráðherrann.
Reagan sagði í gær að hann
væri að íhuga þann möguleika að
efna til leiðtogafundar um efna-
hagsmál fljótlega eftir að hann
tæki við embætti.
Hann neitaði að ræða síðustu
skilyrði Irana fyrir frelsun gisl-
anna. Hann sagðist ekkert mundu
láta hafa eftir sér um málið fyrr
en hann tæki við embætti.
Fidel Castro ávarpar annað þing kúbanska kommúnistaflokksins i Havana. Castro forseti sagði að
ekki hefði tekizt að ná þvi marki að auka hagvöxtinn um sex af hundraði eins og samþykkt var á
fyreta flokksþinginu, en þrátt fyrir ytri aðstæður hefði tekizt að ná fram 4% hagvaxtaraukningu.
Yerkföll í Póllandi
geg*n kjötskömmtun
Varsjá, 22. des. — AP.
FULLTRÚAR Samstöðu hafa hætt setuverkfalli, sem þeir efndu til i
Mið-Póllandi tii að mótmæla mikium skömmtunum á jólamat
samkvæmt heimildum innan verkalýðsfélagsins.
Heimildirnar herma, að bæjar- málaátök væru í uppsiglingu í
og sveitarstjórnir hafi gengið að
kröfum um að skammturinn verði
aukinn í héraðinu Piotrkow. íbúar
héraðsins höfðu kvartað yfir því,
að skammtur þeirra væri aðeins
40% af meðalskammti miðað við
landið allt.
Fulltrúar 135 verksmiðja í hér-
aðinu lögðu undir sig sal í stjórn-
arbyggingu á föstudag til að
mótmæla skömmtuninni. Þeir
kröfðust þess, að íbúar héraðsins
fengju að minnsta kosti 500
grömm af kjöti eftir eigin vali
fyrir jólin.
Jólaskömmtunin í Póllandi er sú
fyrsta í landinu síðan á árunum
eftir heimsstyrjöldina. Hún er
undanfari langtímaskömmtunar,
sem á að hefjast 1981 vegna
stöðugs kjötskorts í landinu.
Árás á andófsmenn
Kommúnistaleiðtoginn Stanis-
law Kania gerði enn harða hríð að
andófsmönnum um helgina og
varaði við því að „hörð stjórn-
væru 1
landinu“.
Viðvörun hans kom fram á
flokksfundi, sem var boðaður til
að skipuleggja aukaflokksþing
1981 um efnahagsvanda Póllands.
„Til er fólk í Póllandi, sem hefur
ekki getað sætt sig við sósíalisma,
en reynir að leyna gagnbyltingar-
tilraunum sínum," sagði hann.
Hann tilgreindi ekki andófsmenn.
Hann sagði, að ef flokkurinn gæti
sýnt Pólverjum að tilraunirnar til
að leysa þjóðarvandann væru lík-
legar til að bera árangur yrði
hægt að „einangra okkur frá
stéttaróvinunum".
Fyrirhuguðum verkföllum í
prentsmiðjum virðist hafa verið
frestað þar til eftir jól. Tilgangur-
inn er að neyða stjórnvöld til að
leyfa sýningar á heimildarkvik-
mynd um verkföllin í sumar.
Nýjum skilyrðum
Irana vísað á bug
Washington, 22. des. AP.
EDMUND S. Muskie, utanríkis-
ráðherra Bandarfkjanna, sagði i
gær, að Bandaríkjastjórn gæti
ekki gengið að „ósanngjörnum“
fjármálaskilyrðum íransstjórnar
fyrir þvi, að handarísku gislarnir
verði látnir lausir.
Muskie sagði, að „mjög erfitt"
mundi reynast að komast að
samkomulagi áður en Carter-
stjórnin viki frá völdum 20. jan. og
útilokaði að það gæti gerzt fyrir
jól.
Þótt Muskie væri svartsýnn
sagði hann, að „þetta væri ekki í
fyrsta skipti, sem íranar kæmu
með tillögur um hluti, sem væru
fyrir utan valdsvið forsetans".
Hann kvaðst telja, að gíslarnir
yrðu látnir lausir að lokum.
Síðustu skilyrði írana koma
Þetta gerðist
1588 — Hinrik III af Frakklandi
lætur myrða hertogann af Guise
í Blois, Frakklandi.
1601 — írsku uppreisnarmenn-
irnir Tyronne og O’Donnell ofur-
liði bornir nálægt Kinsdale.
1728 — Berlínarsáttmáli Karis
keisara VI og Friðriks Vilhjáims
Prússakonungs.
1832 — Frakkar taka Antwerp-
en og neyða Hollendinga til að
viðurkenna sjálfstæði Belgiu.
1861 — Tyrkjasoldán samþykkir
sameiningu Moldavíu og Valakíu
— Bretar afhenda Bandaríkja-
stjórn orðsendingu vegna
„Trent“-málsins.
1913 — Bandaríski seðlabank-
inn stofnaður.
1920 — Lögin um stjórnskipun
írlands samþykkt — Frakkar og
Bretar samþykkja landamæri
Sýrlands.
1933 — Dómarnir í réttarhöld-
unum vegna þýzka þinghúss-
brunans kunngerðir.
1938 — Franco hershöfðingi
hefur meginsóknina gegn Kata-
lóníu á Spáni.
1941 — Uppgjöf bandaríska
herliðsins á Wake-eyju í Kyrra-
hafi fyrir Japönum.
1948 — Hideki Tojo og sex aðrir
stríðsleiðtogar Japana teknir af
lífi í Tokyo.
1964 — Fellibyiur veldur miklu
manntjóni i Ceylon og Suður-
Indlandi.
1972 — Allt að 10.000 farast í
jarðskjálfta í Managua, Nicar-
agua.
1975 — Richard Welch, yfir-
maður CIA í Aþenu, myrtur.
1979 — írski stjórnmálaleiðtog-
inn Sean McBride ræðir við
utanríkisráðherra írans um
gíslamálið.
Afmæli. Richard Arkwright,
enskur uppfinningamaður
(1732-1792) - Giacomo Pucc-
ini, ítalskt tónskáld (1858—
1924).
Andlát. 1959 Halifax lávarður,
stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1193 d. Þorlákur biskup
helgi — 1199 Þorláksmessa (hin
síðari) lögleidd — 1621 d. Arni
Gíslson prófastur — 1795 f.
Skáld-Rósa — 1879 Útför Ingi-
bjargar Einarsdóttur — 1905 d.
Páll Ólafsson skáld — 1956 52
ungverskir flóttamenn koma til
tslands 1957 Stórbruni í Þing-
holtunum — 1958 Ríkisstjórn
Emils Jónssonar skipúð — 1966
Áhöfn „Boston" bjargað við Arn-
arnes — 1884 f. Þorsteinn sýsl.
Þorsteinsson. — 1905 f. Árni
Björnsson tónskáld.
Orð dagsins. Heimurinn er gam-
anleikur þeim sem hugsa, harm-
leikur þeim sem finna til —
Horace Walpole, brezkur stjórn-
málaleiðtogi (1678-1757).
framí orðsendingu, sem Banda-
ríkjastjórn barst á föstudag. Sam-
kvæmt orðsendingunni er hvatt til
þess, að Bandaríkjastjórn leggi 23
milljarða dollara í seðlabanka
Alsírs sem tryggingu fyrir því, að
íranar endurheimti allar inni-
stæður, sem hafa verið frystar í
vestrænum bönkum, og auðæfi
þau sem þeir segja að fyrirverandi
Iranskeisari hafi haft á brott með
sér.
Pinto tekur
við af Sa
Carneiro
LÍHsabon, 22. des. — AP.
ANTONIO Ramalho Eanes for-
seti tilnefndi í dag Francisco
Pinto Balsemao, 43 ára gamlan
blaðamann, lögfræðing og sósi-
aldemókrata, forsætisráðherra
Portúgals i stað Francisco Sa
Carneiro, sem fórst í flugslysi
fyrir hálfum mánuði. Þeir voru
nánir samstarfsmenn.
Balsamao átti þátt í stofnun
flokks sósíaldemókrata 1974
ásamt Sa Carneiro og var talinn
eðlilegur eftirmaður hins látna
leiðtoga. Flokkurinn tilnefndi
hann einróma í embættið.
Konungssinnar samþykktu til-
nefninguna þegar í stað. En Mið-
demókrataflokkur ihaldsmanna
kvaðst ekki samþykkur vali Bals-
emao, þótt virða yrði ákvörðun
sósíaldemókrata og gera gott úr
henni.