Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
Peninga-
markadurinn
—
GENGISSKRÁNING
Nr. 242 — 22. desember 1980
Eining Ki. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 595,50 597,10
1 Starlingspund 1397,00 1400,80
1 Kanadadollar 499,90 501,20
100 Danskar krónur 9802,50 9828,80
100 Norakar krónur 11534,55 11585,55
100 Saanakar krónur 13516,45 13552,75
100 Finnak mörk 15363,80 15405,10
100 Franakir frankar 13037,80 13072,80
100 Bolg. frankar 1877,10 1882,10
100 Sviaan. frankar 32138,60 33227,60
100 Gyllini 27749,30 27823,90
100 V.-þýzk mörk 30213,10 30294,30
100 Lírur 63,66 63,83
100 Auaturr. Sch. 4256,60 4268,10
100 Eacudoa 1118,30 1121,30
100 Paaotar 747,90 749,90
100 Yan 286,57 287,34
1 írakt pund 1122,20 1125,20
SDR (aératök
dréttarr.) 19/12 751,06 753,08
v_________________________—_________/
GENGISSKRÁNING
FEROAMANNAGJALDEYRIS
22. desember 1980.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadotlar 655,05 656,81
1 Sterlingapund 1536,70 1548,88
1 Kanadadollar 549,89 551,32
100 Danskar krónur 10782,75 10811,68
100 Norakar krónur 12688,01 12722,11
100 Saanakar krónur 14868,10 14908,03
100 Finnsk mörk 16900,18 16945,61
100 Franskir frankar 14341,58 14380,08
100 Balg. frankar 2064,81 2070,31
100 Svissn. frankar 36452,46 36550,36
100 Gyllini 30524,23 30606,29
100 V.-þýzk mörk 33234,41 33323,73
100 Lírur 70,03 70,21
100 Autturr. Sch. 4682,26 4694,91
100 Etcudo* 1230,13 1233,43
100 PaMtar 822,69 824,89
100 Yen 315,23 316,07
1 írskt pund V 1234,42 1237,72 /
Vextir:
INNLÁNSVEXTIR:.
(ársvextir)
1. Almennar sparisjóðsbækur.......35,0%
2.6 mán. sparisjóðsbækur ...........36,0%
3.12 mán. og 10 ára sparisjóðsb...37,5%
4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán.....40,5%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán....46,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningur.....19,0%
7. Vfeitölubundnir sparitjárreikn. 1,0%
ÚTLÁNSVEXTIR:
(ársvextir)
1. Víxlar, forvextir ..............34,0%
2. Hlaupareikningar.................36,0%
3. Lán vegna útflutningsafuröa.... 8,5%
4. Önnur endurseljanleg afurðalán ... 29,0%
5. Lán meö ríkisábyrgö.............37,0%
6. Almenn skuldabréf...............38,0%
7. Vaxtaaukalán....................45,0%
8. Vfeitölubundin skuldabréf...... 2,5%
9. Vanskilavextir á mán............4,75%
Þess ber að geta, að lán vegna
útflutningsafuröa eru verðtryggð
miðað við gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjódslán:
Líteyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins: Lánsupphæð er nú 6,5 milljónir
króna og er lánið vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eu 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur
verið skemmri, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veð er í er
lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt
lánsti'mann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild
að lífeyrissjóðnum 4.320.000 krónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast við lánið 360 þúsund
krónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5
ára aöild að sjóönum. Á tímabilinu
frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö
höfuöstól leyfilegrar lánsupphæöar
180 þúsund krónur á hverjum árs-
fjórðungi, en eftir 10 ára sjóösaöild
er lánsupphæðin oröin 10.800.000
krónur. Eftir 10 ára aðild bætast við
90 þúsund krónur fyrir hvern árs-
fjórðung sem líður. Því er í raun
ekkert hámarkslán í sjóðnum.
Höfuðstóll lánsins er tryggöur með
byggingavísitölu, en lánsupphæðin
ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til
25 ár aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala var hinn 1. des.
ember síóastliðinn 197 stig og er þá
miðað við 100 1. júní '79.
Byggingavísitala var hinn 1.
október síöastlióinn 539 stig og er þá
miðaö við 100 í október 1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
„Man ég það sem löngu leið“ kl. 11.15
Yfír öllu var
hátíðarblær
Á dagskrá hljóðvarps kl.
11.15 er þátturinn „Man ég
það sem löngu leið“ í umsjá
Ragnheiðar Viggósdóttur,
sem les ásamt Birnu Sigur-
jónsdóttur jólaminningar
Stefán frá Hvitadal
eftir Stefán frá Hvítadal í
bundnu máli og óbundnu.
— Ég byrja þáttinn á
nokkrum formálsorðum,
sagði Ragnheiður — þar sem
ég segi frá endurminningu
sem á um Stefán. Ég sá hann
þegar ég var 8 eða 9 ára
gömul. Þá kom hann sem
oftar á bernskuheimili mitt,
að Broddanesi í Stranda-
sýslu, hafði komið ríðandi úr
Bessatungu yfir Steinadals-
heiði, með tvo eða þrjá til
reiðar. Hann hafði stutta
viðdvöl, var á leið að heim-
sækja vini og ættingja, en
hann var fæddur á Hólmavík
1887. Hann var í brúnum
leðurstígvélum og hafði
stungið silfurbúinni svipu
niður í annað þeirra. Svipur-
inn var góðlegur en augun
undarlega stingandi. Þetta
var um hásumar og brakandi
þurrkur, en amboðin voru
lögð til hliðar og sest inn í
stofu og spjallað. Ég man nú
ekki mikið af því sem talað
var en ekki mun það hafa
verið hversdagslegt. M.a.
mun grein þá sem lesið
verður upp úr í þættinum
hafa borið á góma, en hún
hafði birst í Iðunni 1927, og
þótti fólki sem hún væri
töluð úr sínu hjarta. Greinin
segir frá fyrstu kirkjuferð-
inni sem Stefán man eftir úr
æsku sinni, að Fellskirkju í
Kollafirði. Hann lýsir þar
þeim hátíðarblæ sem yfir
öllu var um jólin bæði í
kirkjunni og heima. Þá verð-
ur einnig lesið kvæði eftir
Stefán sem fjallar um jólin.
ERP" rqI ( HEVRR!
Litli barnatiminn kl. 9.05
Af hverju höld-
um við jól?
Á dagskrá hljóðvarps kl. 9.05
er Litli barnatíminn í umsjá
Sigrúnar Bjargar Ingþórsdóttur.
— í þessum þætti les Olga
Guðmundsdóttir tvær sögur eft-
ir Herdísi Egilsdóttur, sagði
Sigrún Björg — önnur heitir
Stjarnan skæra og fjallar um
jólastjörnuna yfir Betlehem, en
hinir heitir Einstæðingur og
fjallar um gamla konu sem er
algjör einstæðingur og býr í
skúr. Hún verður fyrir því að
krakkar gera henni heimsókn
rétt fyrir jólin í því skyni að
stríða henni og hrekkja. Henni
verður það á að snúast við þessu
með því að skamma þau, en þá
æsist leikurinn um helming.
Gamla konan fær við ekkert
ráðið og leggst upp í rúmið ritt
og grætur. En eftir að móðir eins
hrekkjalómanna hefur tekið
hann með sér í heimsókn til
gömlu konunnar verður breyting
á. Að loknum lestrinum verður
viðtal við 6 ára gamla stúlku,
Margréti Helgu Björnsdóttur, og
Sigrún Björg Ingþórsdttir sér
um Litla barnatimann i hljóð-
varpi kl. 9.05.
verður hún m.a. spurð að því af
hverju við höldum jól. Tvö lög
verða leikin í þessum þætti,
Stúlknakór Hlíðaskóla syngur
Bjart er yfir Betlehem og Þú og
ég syngja lagið Aðfangadags-
kvöld.
Útvarp Reykjavík
ÞPIÐJUDKGUR
um þáttinn og les ásamt
Birnu Sigurbjörnsdóttur
jóiaminningar eftir Stefán
frá Ilvitadal i bundnu máli
og óhundnu.
11.45 Jólalög frá ýmsum lönd-
um.
23. desember
Þorláksmessa
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Bæn.
7.15 Leikfimi.
7.25 Morgunpósturinn
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónieikar.
8.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Guðna Kol-
beinssonar frá kvöldinu áð-
ur.
9.00 Fréttir.
9.05 Litli barnatíminn:
Stjórnandi: Sigrún Björg
Ingþórsdóttir. Stúlknakór
Illiðarskóla syngur og Olga
Guðmundsdóttir les tvær
smásögur eftir Herdísi Egils-
dóttur.
9.25 Leikfimi. 9.35 Tilkynn-
ingar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
11.00 Sjávarútvegur og sigling-
ar:
Guðmundur Ilallvarðsson
talar um nýstofnað velferð-
arráð sjómanna.
11.15 „Man ég það sem löngu
leið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér
SKJÁNUM
MIÐVIKUDAGUR
24. desember
aðfangadagur jóla
13.45 Fréttaágrip á táknmáli.
14.00 Fréttir, veður og
dagskrárkynning.
14.15 Herramenn
Ilerra Sœil
Þýðandi Þrándur Thordd-
sen.
Þulur Guðni Kolbeinsson.
14.20 Fyrstu jól Kaspers
Bandarisk teiknimynd.
gerð af Hanna og Barbera.
Kasper er ungur draugur,
sem fær óvænta jólagesti.
björninn Jóka og félaga
hans.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
14.50 Meranó-fjöileikahúsið
Fyrri hluti sýningar í fjöl-
leikahúsi í Noregi.
Síðari hluti verður sýndur
á annan jóladag.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
(Nordvision — Norska
sjónvarpið.)
15.30 öskubuska
Bresk leikbrúðumynd,
byggð á ævintýrinu al-
þekkta.
16.10 Hlé.
22.00 Aftansöngur jóla í sjón-
varpssai
Biskup ísiands, herra Sig-
urbjörn Einarsson, prédik-
ar og þjónar fyrir altari.
Kór Menntaskólans við
Hamrahlið syngur undir
stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur.
Orgelleikari Haukur Tóm-
asson.
Stjórn upptöku Valdimar
Leifsson.
Aftansöngnum er sjó-
nvarpað og útvarpað sam-
tímis.
1.00 Ó, Jesúbarn blítt
Jólalög frá fimmtándu, sex-
tándu og sautjándu öld.
Ágústa Ágústsdóttir syng-
ur, Camilla Söderberg leik-
ur á blokkflautu og Snorri
örn Snorrason á lútu.
Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
t.20 Dagskrárlok.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Tónlcikar.
SÍPDEGID
15.00 Jólakveðjur.
Almennar kveðjur, óstaðsett-
ar kveðjur og kveðjur til
fólks, sem ekki býr í sama
umdæmi.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Jólakveðjur — framhald.
Tónieikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
KVÖLDID
19.50 Tónleikar.
„Helg eru ,jól“, jólalög í
útsetningu Árna Björnsson-
ar. Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur; Páll P. Pálsson
stj.
20.00 Jólakveðjur.
Kveðjur til fólks í sýslum og
kaupstöðum landsins. (Þó
byrjað á óstaðsettum kveðj-
um, ef ólokið verður). —
Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins á jólaföstu.
Jólakveðjur — framhald. —
Tónleikar. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.