Morgunblaðið - 23.12.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.12.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 Sjómannatrú- boði í 30 ár Sigfús á tali við nokkra af áhtffn Hofsjtfkuls. Flestir sjómenn sem legið hafa í htffn á ísafirði kannast við Sigfús B. Valdimarsson. í 30 ár hefur hann rekið sjómannatrúboð á ísa- firði i frístundum sínum. Ilann hefur heimsótt skip sem leggjast við bryggju og gefið sjómönnum kristileg rit og haldið með þeim hugvekjur. „Ég frelsaðist sjálfur gegnum sjómannatrúboð, á norska sjó- mannaheimilinu," sagði Sigfús í samtali við Mbl. „Eftir það komst ég fljótlega í samband við séra Sigurbjörn Gíslason í Reykjavík sem var mikill áhugamaður um kristilegt sjómannastarf. Hann kom mér á sporið og útvegaði mér rit á ýmsum tungumálum til dreifingar meðal sjómanna. Seinna fékk ég mín eigin sambönd og hef síðan sjálfur séð um að útvega mér þau rit sem ég dreifi. Fyrr á tíðum var mikið um útlend fiskiskip á miðunum við ísland og komu þau oft á tíðum inn til hafnar hér á ísafirði. En undanfarin ár hafa þau verið fá þar til nú í sumar og haust að mörg útlend skip voru við rækjuveiðar fyrir utan Vestfirði. En ég hef ekki síður hugsað um íslensku sjómennina og fer jafnan um borð í þau íslensku skip sem leggjast að höfninni." Sendi 300 jólapakka Sigfús hefur alla tíð staðið einn í sjómannatrúboðinu en velunnarar starfsins styrkja það með fjár- framlögum. Hluti þess fjár fer í að útbúa jólapakka sem Sigfús sendir um borð í skip sem eru á sjó yfir hátíðirnar. Ýmsar verslanir láta Rætt við Sigfús B. Valdimarsson á ísafirði Sigfús B. Valdimarsson á leið um borð i Hofsjökul i Isafjarðarhtffn i byrjun desember. Myndir íniar. líka vörur af hendi rakna í jóla- pakkana og konur senda prjónles. Um sl. jól sendi Sigfús 300 pakka til sjómanna á hafi úti. Þótt Sigfús starfi einn við sjó- mannatrúboðið tilheyrir hann Hvítasunnuhreyfingunni og sækir samfélag trúaðra í Salemsöfnuðinn á ísafirði. Þangað fer hann einnig stundum með sjómönnum. „Við höfum haft þar margar blessaðar stundir," segir hann. „Ég hef líka haft samstarf við marga kirkjunnar menn gegnum árin og einnig hef ég haft samband við þá Sigurð Guðmundsson og Þórð Jó- hannsson sem reka sjómannastarf- ið á Vesturgötunni í Reykjavík. Ég er ákaflega þakklátur þeim sem hafa stutt mig á allan hátt.“ Ávextina sér maður á sínum tíma — Hefur þú séð árangur af starfi þínu? „Ég veit þess nokkur dæmi að menn hafa frelsast gegnum starf mitt en að öðru leyti veit maður ekki um ávextina fyrr en á sínum tíma.“ Sigfús sagði að sér væri ætíð vel tekið er hann kæmi um borð í skipin og kvaðst ekki sjá það að viðhorf íslenskra sjómanna til kristinnar trúar hefði nokkuð breyst með árunum. Það felst líka í starfi sjómanna- trúboðsins að vitja sjómanna sem lagðir eru inn á sjúkrahús. Þetta eru oft útlendingar sem ekkert skilja í íslensku og enginn skilur þá. Ég heimsæki þá með rit, plötur eða snældur á þeirra eigin máli. Þeir eru mjög þakklátir fyrir slíkt.“ Starfið metið erlendis Þegar við minnumst á sérstakar minningar frá sjómannastarfinu segir Sigfús að af nógu sé að taka. Hann hugsar sig um smá tíma og hefur svo frásögnina: „Ég minnist eins Breta sem kom hingað. Hann fór aðeins eina sjó- ferð og örlögin höguðu því þannig til að skipið varð að koma inn til Isafjarðar. Ég fór sem venja var og dreifði ritum á ensku meðal skip- verjanna. Nokkuð löngu seinna fékk ég bréf frá þessum manni. Hann sagðist hafa frelsast fyrir það sem hann las. Þegar hann skrifaði mér var hann á námskeiði til að búa sig undir að fara á stóra trúboðsskipið Logos." Sigfús segist líka oft hafa fengið að finna það að starf hans er metið erlendis en honum finnst íslend- ingar vera langt á eftir öðrum þjóðum í því sambandi, þeir geri sér ekki nægjanlega vel grein fyrir gildi slíks starfs. „Fyrir 14 árum buðu dönsku skipafélögin mér með „Krónprins Ólafi" til Kaupmannahafnar og fyrir þremur árum bauð færeyska landsstjórnin okkur hjónunum til Færeyja og Bergen með Smyrli. Það er ákaflega uppörvandi að finna slíkt vinarþel og vita að starf manns er metið. Sömuleiðs sýndu Bretar alltaf þakklætisvott þegar mikið var um bresk skip hér við land áður en landhelgin var færð út. Bresku togarafélögin sendu mér alltaf nokkur pund fyrir jólin. Mér hafa líka borist kveðjur frá sjómönnum og ég fæ alltaf margar kveðjur um hver jól. Það sýnir manni að þótt sjómennirnir beri það kannski ekki utan á sér eru þeir þakklátir fyrir það sem ég geri. Og ég trúi að margir líti í ritin þegar skipið er lagt úr höfn.“ Það sem guð vill að ég geri Eins og fram kemur í upphafi vinnur Sigfús að sjómannatrúboð- inu í frístundum. „Ég hleyp í þetta í matar- og kaffitímunum. Én meðan Guð gef- ur mér heilsu ætla ég að halda trúboðinu áfram. Ég er viss um að þetta er það sem Guð vill að ég geri.“ — Leggst sjómannatrúboðið niður er þú hættir eða tekur einhver við? „Það vona ég. Ég veit ekkert um það núna, en maður verður bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Sigfús að lokum. rmn. „Ég tek sjálfan mig ekki alvarlega sem rithöfund“ NÚ í HAUST kom út sakamálasagan Einn á móti milljón eftir Jón Birgi Pétursson, en fyrir síðustu jól kom einnig út sakamálasaga eftir Jón Birgi, Vitnið sem hvarf. Stfgurnar eru ólikar. en sama stfguhetjan kemur þar við sögu. Itfgreglumaðurinn Elías Hall- bjtfrnsson. einnig nefndur Rauða Ijónið. Morgunblaðið spjallaði stuttlega við Jón Birgi á dtfgunum, en hann hefur starfað við blaðamennsku í fjölda ára. Var hann fyrst spurður hvað kom til að hann hóf ritun sakamálasögu: — Eftir að ég hætti störfum á Dagblaðinu á síðasta ári hafði ég ekki með höndum fast starf um tíma, en ég hafði átt inni nokk- urt frí þannig að ég hélt launum í nokkra mánuði. Þennan tíma notaði ég til að skrifa, ég fór aldrei langt frá ritvélinni. Er einhver sérstök ástæða til að þú sækir efnivið í lögreglu- mál? — Það var kannski hálfgerð tilviljun, því upphaflega var ég með allt annað efni á prjónun- um. Kunningi minn sló þeirri spurningu fram, meira í gamni en alvöru held ég, af hverju enginn íslendingur skrifaði glæpasögu og má eiginlega segja að ég hafi tekið hann á orðinu. Tók verkið langan tíma? — Ég var um fimm vikur að skrifa frumdrög verksins, og vann ég langan vinnudag meðan á því stóð. Eftir það vann ég að nánari útfærslu og breytingum og í sambandi við seinni bókina má nefna að ég var að lagfæra hana alveg fram á síðustu stundu. Var t.d. einu sinni verið að undirbúa myndatöku á prentplötu í prentsmiðjunni þeg- ar ég kom og lagfærði eitt atriði og mátti því ekki tæpara standa í það skiptið. Kynntirðu þér lögreglusögur sérstaklega áður en þú tókst að skrifa? — Ekki gerði ég nú nein ósköp af því. Raunar las ég ekki annað en dagblöð og tímarit meðan ég var önnum kafinn fréttastjóri. Núorðið er ég mikill lestrarhest- ur og fíkinn í alls konar bók- menntir. Þó verð ég að viður- kenna, að reyfarar eru ekki margir í þessum hópi. Raunar finnst mér erlendu sakamála- sögurnar ekki sériega góðar, þessar íslenzku standa þeim síð- ur en svo að baki. Nú hefur þú sent frá þér aðra bókina um svipað efni, var hún erfiðari í smíðum en sú fyrri? — Nei, ekki fannst mér það. Sagt hefur verið að erfiðast sé að skrifa aðra bókina, þar reyni á hvort menn ráði við efnið eða ekki. En mér fannst það í raun auðveldara, búið er að móta aðalsögupersónuna og vinnu- brögðin verða smám saman kunn. Má eiginlega segja að hér sé um nokkurs konar „rútínu- vinnu" að ræða. Spjallað við Jón Birgi Pétursson Er að vænta nýrrar lögreglu- sögu að ári? — Ekki lofa ég því, en hins vegar hef ég efnivið í eina sögu til viðbótar. Það er mér þó ekkert kappsmál að hefja fjölda- framleiðslu á lögreglusögum eða seríuframleiða sögur af ein- hverjum lögreglumanni. Hins vegar finn ég hjá mörgum, að þeir ætlast til að framhald verði á þessu. Við sjáum hvað setur. Þessar tvær lögreglusögur Jóns Birgis eru ekki frumraun hans sem rithöfundar, því áður hafði hann skráð tvær ævisögur. Hann er spurður hvort hann hyggist leggja fyrir sig ritstörf sem aðalstarf: — Ég geri ekki ráð fyrir því og ég tek sjálfan mig ekki alvarlega Jón Birgir Pétursson, höfundur bókanna um lögreglumanninn Elias Hallbjörnsson. LjÓHin. KrÍHtinn. sem rithöfund. Þetta er miklu fremur tómstundagaman mitt og það er eiginlega ekki nokkur atvinnuvegur að skrifa bækur. Blaðamennskan er öruggari at- vinna. Sem fyrr segir hefur Jón Birgir starfað við blaðamennsku í fjölda ára. Hóf hann störf sem blaðamaður á Vísi árið 1962 og var þar síðan fréttastjóri og síðar fréttastjóri á Dagblaðinu. Núna starfar hann sem „free lance“ blaðamaður í félagi við Ólaf Geirsson og taka þeir að sér hvers kyns verkefni í blaða- mennsku og kynningarstörfum. En er mikill munur á starfi blaðamanns og rithöfundar? — Já, hann er allmikill. Rit- höfundurinn situr einn og má segja að það sé hálfeinmanalegt að sitja við að skrifa bók. Hann hverfur að mestu leyti inn í hugarheim bókarinnar og sinn eigin hugarheim og þar ræður ímyndunarafl eða sköpunargleð- in ferðinni. Blaðamaðurinn er hins vegar sífellt að ræða við fólk og í kringum hann er sífelldur erill. Þessi munur er þó kannski að minnka og mér finnst bókin Valdatafl í Valhöll dæmi um það. Þar er komin dæmigerð bók, sem byggir á aðferðum blaða- mennskunnar, að kynna eitt- hvert mál til hlítar og draga fram öll sjónarmið. Valdataflið ber þess þó kannski merki að hafa verið unnin við tímaskort, en ég hygg að fleiri slíkar bækur eigi eftir að koma fram á sjónarsviðið hér, það er af nógu að taka. A seinustu árum hafa ný nöfn bætzt í hóp þeirra sem senda frá sér bækur, er auðveldara að koma bók á framfæri nú en áður? — Sennilega er það auðveld- ara nú og í hópi yngri rithöfunda eru að mínu viti margir efni- legir. Hins vegar hefur mér verið sagt af útgefendum að fjölda- mörgpim handritum sé hafnað þannig að kannski eru enn fleiri að skrifa, en komnir eru fram á sjónarsviðið og hefur sjálfsagt alltaf verið svo. Mér hefur líka fundizt bækur þróast meira í þá átt að vera beinar sögur og frásagnir fremur en að menn séu að leika sér með form, torveldar bækur, sem fólk varla skilur. Það er önnur ánægjuleg breyting hjá okkur. jt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.