Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 15 Hildur Einarsdóttir og Birna Sigurðardóttir, útgefendur „Núna“: „Við vilj- um gefa út skemmti- legt og vandað blað“ Nýtt tímarit, „Núna“, er komið á markaðinn. Fjölmargir skrifa i blaðið um hin ólikustu málefni og viðtöl eru við ýmsa aðila, bæði kunna og ókunna. í efnisskrá blaðsins má sjá fyrirsagnir eins og „Viltu i pípu“, „Er kreppa framundan“, „Hægri menn snobba fyrir vinstri mönnum“, „Unglingamömmur“, og „Fimmtán ára tölvuséní“. Segir þetta sitthvað um efni blaðsins, en Morgunblaðið brá sér nýlega á fund útgefendanna til þess að fræðast nánar um blaðið. „Það má segja að þetta sé tilraun til þess að sameina vel unnið og ódýrt blað með upplýs- andi og skemmtilegum greinum og viðtölum," sagði Hildur Einars- dóttir, ritstjóri „Núna“, en hún er ásamt Birnu Sigurðardóttur út- gefandi og ábyrgðarmaður blaðs- ins auk þess sem Birna sér um auglýsingar blaðsins og vinnur þær. Þær Hildur og Birna hafa báðar unnið við blaðaútgáfu áður, Hildur var ritstjóri tískublaðsins „Líf“ og Birna var auglýsinga- stjóri sama blaðs. þessarar reglugerðar virðist til- viljanakennd og við getum nefnt nokkur dæmi því til staðfestingar. Tökum tímarit eins og Áfanga, sem fjallar um ferða- og útivist- armál á Íslandi. Það er hvorki gefið út af félagasamtökum né stjórnmálaflokki og er auðvitað gefið út í ágóðaskyni, en ríkis- stjórnin flokkar þetta eftir sínum geðþótta undir fræðileg rit. Við teljum að rit eins og „Núna“ sé ekki síður fræðandi þótt efnistök séu önnur og efnisflokkar fjöl- breyttari, því fengnir eru sérfróðir menn til þess að fjalla um efnin, eða þá blaðamenn kynna sér einstök mál ofan í kjölinn og skrifa greinar um þau. Annað dæmi um tvískinnung í framkvæmd laganna er útgáfa sérrita Frjáls Framtaks en öll rit þeirrar útgáfu, að „Líf“ undan- skildu, eru undanþegin söluskatti, í skjóli þess að ritin séu gefin út í samvinnu við félagasamtök, enda þótt það sé vitað mál, að ágóðinn af blöðunum renni til Frjáls Framtaks. Einnig má gera samanburð á „Helgarpóstinum" og „Núna“. Bæði blöðin eru gefin út á dag- blaðapappír og eru prentuð í svart/hvítu. í þeim eru greinar og viðtöl um margvíslega efni. Hversvegna á Helgarpósturinn að fá undanþágu en Núna ekki? Er hægt að réttlæta söluskattsund- anþágu Helgarpóstsins með því að hann sé gefinn út af stjórnmála- flokki, enda þótt að þeir Helgar- póstsmenn segi að ritstjórnin sé frjáls og óháð Alþýðuflokknum og að ágóði sé af útgáfunni, eins og þeir hafa sagt frá i fjölmiðlum. Er réttlætanlegt að skattleggja að- eins einkaframtakið? Ég vil taka það fram að við teljum Áfanga, tímarit Frjáls Framtaks og Helgarpóstinn vera mjög góð blöð, en við förum aðeins fram á að fá að starfa á sama grundvelli og þau. Ef yfirvöld gætu séð af þeim fáu krónum, sem koma af söluskatti Hildur Einarsdóttir, ritstjóri „Núna“, og Birna Sigurðardótt- ir, auglýsingastjóri. þeirra blaða sem ekki njóta hans og flokka má til svokallaðra skemmtirita, en þessi upphæð er lauslega reiknað 0.05% af ríkis- tekjunum, þá gæti blaðaútgáfa verið mun fjölbreyttari og betri," sagði Hildur. Hvenær kemur næsta tölublað? „Við höfum hugsað okkur að gefa út blað annan hvern mánuð en við viljum sjá hverjar móttökur fyrsta blaðið fær áður en framtíð- aráætlanir verða fastmótaðar. Mikið veltur á að við fáum sölu- skattsundanþágu og við vonum að yfirvöld eigi eftir að sjá sig um hönd í því efni, því eins og gefur að skilja þá erum við tæplega samkeppnisfær við ríkisstyrkt blöð og tímarit," sagði Birna. „Vegna söluskattsins þurftum við að hafa fleiri auglýsingar í blaðinu en okkur þótti æskilegt. Enda þótt við teljum að auglýs- ingar sé hverju blaði ávinningur, því þær segja okkur svo margt, sem venjulegt fréttaefni gerir ekki. Einnig hefðum við óskað að hafa verðið á blaðinu lægra, til þess að verða samkeppnisfærari. Við viljum gefa út gott og vandað blað en ef söluskattsálög- urnar gera okkur það ókleyft viljum við fremur hætta við út- gáfustarfsemina en gefa út blað sem er lélegra að gæðum,“ sagði Hildur að lokum. Hvers konar efni hafið þið safnað i blaðið og fyrir hvaða iesendahóp er blaðið ætlað? „I blaðinu er bæði viðtöl og greinar sem ætlaðar eru fyrir karla og konur og alla aldurs- flokka. Við reynum að taka fyrir efni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni, en ekki hefur verið fjallað um sérstaklega í heild og þá fáum við ýmsa aðila sem eru sérfróðir um þessi efni til þess að skrifa um þau í blaðið og gera þau aðgengileg fyrir lesend- ur. í blaðinu eru einnig viðtöl við fólk, sem hefur frá ýmsu að segja, án þess að það sé endilega sífellt í fjölmiðlunum. Tilgangurinn er að fylgjast með því sem er að gerast undir niðri og velta því upp á yfirborðið. Við leggjum áherslu á að umfjöllunin sé skemmtileg og aðgengileg og lesendur fælist ekki frá textanum vegna þess að hann sé leiðinlegur og þunglamalegur," sagði Hildur. „Við höfum reynt að hafa sér- stakan heildarsvip yfir blaðinu, sem sker sig frá öðrum blöðum. Auglýsingar eru í sérstökum stíl, sem er í samræmi við útlitið. Greinar eru án framhalds, sem gerir blaðið aðgengilegra, ljós- myndir stórar og lögð töluverð vinna í þær, en ekki bara smellt af. I blaðinu eru bæði alvarlegar greinar og léttmeti og við álítum að flestir ættu að finna eitthvað í því sem þeir hafa ánægju af að lesa,“ sagði Birna. Fjárhagshliðin? > „Við stöndum straum af öllum kostnaði við útgáfuna. Það verður að segjast eins og er að framtaks- sömu og áhugasömu fólki, sem vill gefa út tímarit af þessu tagi er gert mjög erfitt fyrir af ríkisvald- inu með söluskattsálögum. Þær reglur gilda um undanþágur frá söluskatti að dagblöð og hliðstæð blöð og tímarit, sem ekki eru gefin út í ágóðaskyni, njóti söluskatts- fríðinda. Undir þetta falla blöð sem gefin eru út af félagssamtök- um og stjórnmálaflokkum og eru þau þá væntanlega talin gefin út í hugsjónaskyni. En framkvæmd jöfin hana GLEÐILEG JÓL Austurslræti 22. 2 hæó Simi 85055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.