Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 19 í grein á 3. síðu Morgunblaðs- ins sl. sunnudag er reynt að gera mig tortryggilegan vegna af- greiðslu fjárlaga, með því að tína útúr og tvinna saman orð og orðhengilshátt alþingismann- anna Matthíasar Bjarnasonar og Friðriks Sófussonar í hita um- ræðna á næturfundi í Alþingi sl. föstudag. Því tel ég mér nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim tveimur málum, sem saman eru notuð til að reyna að koma höggi á mig. Byggðasjóður Matthíasi Bjarnasyni var vel kunnugt um þá stöðu Byggða- sjóðs, að horfur voru á algjöru vandræðaástandi hjá honum á næsta ári. Það hefur lengi legið fyrir, að það þyrfti að óbreyttu að reiða fram um 3100 m.kr. lán bæta ríkissjóði tekjumissi af niðurfellingu 3% aðlögunar- gjalds, þá lýsti ég því strax, að ég ætti erfitt með að samþykkja þessa skattheimtu, hún gengi þvert á skoðanir mínar um eflingu á iðnaði, og ósanngjarnt væri að taka svona fyrir tvær greinar. Sérstaklega fannst mér koma illa út að leggja byrðar á sælgætisiðnaðinn, sem var rétt að reisa sig úr þeirri lægð, sem varð, þegar innflutningur á er- lendu sælgæti var gefinn frjáls í fyrravor. Hins vegar er það rangt hjá „yfirþingskrifara" Morgunblaðs- ins, Birgi Isleifi Gunnarssyni, alþm., í grein sem hann ritaði undir fyrirsögninni „Pólitík — eða heimska" í sunnudagsblað- inu, að vörugjaldið breytti sam- keppnisaðstöðu í sölu á nefndum vörum, því að vörugjaldið leggst Eggert Haukdal, alþm.: Orð og orð- hemrilsháttur vegna innlendrar skipasmíði af um 5000 m.kr. ráðstöfunarfé sjóðsins, auk 3100 m.kr. láns- heimildar, sem sjóðurinn hefur. Sem stjórnarformaður í Framkvæmdastofnun ríkisins hlaut ég því að vinna að því, að dæmið yrði lagað og sjóðnum yrði gert kleyft að gegna hlut- verki sínu gagnvart öðrum at- vinnuvegum og verkefnum. Vikum saman var ég búinn að hamra á því, að farið yrði að landslögum um Byggðasjóð og framlag af fjárlögum yrði hækk- að, þannig að ráðstöfunarfé sjóðsins yrði 2% af gjaldalið fjárlaga þ.e.a.s. hækkun um 2600 m.kr., ef lánsheimild gæti nýzt. En við nánari athugun á stöðu sjóðsins og til að koma til móts við aðhaldsstefnu ríkisstjórnar- innar í fjárfestingarmálum, stillti ég upp kröfum um 1800— 2000 m.kr. aukið ríkisframlag. Satt bezt að segja varð ég mjög undrandi á slælegum und- irtektum m.a. ýmissa þing- manna og ráðherra, sem ég taldi víst, að þekktu mikilvægi sjóðs- ins fyrir uppbyggingu um hinar breiðu byggðir landsins, a.m.k. hef ég ekki orðið var við annað en þeir hinir sömu fylgdu fast eftir beiðnum um lánveitingar fyrir skjólstæðinga sína. Þegar allt stefndi í það, að leiðrétting fengist ekki með góðu og eðlilegu móti, tjáði ég forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra, að ég mundi flytja og/eða fylgja breytingartillögu við fjárlög vegna Byggðasjóðs. Að sjálfsögðu var ég ósáttur við ýmis önnur atriði í fjárlögum (og lánsfjáráætlun), en mörg þeirra höfðu lagast í meðförum fjárveitingarnefndar og ríkis- stjórnar, önnur síður, en þó ekki þannig ,að ástæða væri til að skera sig úr, auk þess sem álíta má eitthvað svigrúm til leiðrétt- inga fyrir endanlega samþykkt lánsfjáráætlunar. Frumvarp til laga um vörugjald Þegar svo hinu margumrædda frumvarpi um vörugjald á sæl- gæti og gosdrykki var skellt fram á síðustu stundu til að líka á innflutning. Ég veit ekki hvers konar pólitík — eða heimska það er að fara að skrifa um hluti, sem maður hefur ekki kynnt sér. Grein þessi virðist af hálfu Mbl. helguð mér að hluta með inn- felldri rammaklausu. Engu að síður íþyngir þetta vörugjald fyrirtækjunum, gerir greiðslustöðu þeirra erfiðari en ella og orsakar samdrátt í sölu fyrst um sinn a.m.k., en almenn- ingur borgar brúsann. Tvö óskyld mál Það var því ekki aðeins Byggðasjóðsmálið sem ég gat ekki sætt mig við, heldur einnig þetta vörugjald — sem sagt tvö óskyld mál. Þegar fallizt var á, að ríkis- sjóður létti af Byggðasjóði 1500 m.kr. lánum til togaranna, þá féll ég frá því að leggja fram breytingartillögu, og þegar fall- izt var á það að lækka vörugjald- ið af sælgæti úr 10% í 7%, þá féllst ég á að samþykkja frum- varpið um vörugjald, en þó engan veginn með glöðu geði. Starfsmannafélag Rikisútvarpsins: „Allur aðbúnað- ur óviðunandi“ STARFSMANNAFÉLAG Ríkisút- varpsins efndi til blaöamannafund- ar nýlega til þess að gefa blaöa- mönnum kost á að kynna sér aðstöðu starfsfólks rikisútvarpsins, en eins og kunnugt er hafa i mörg ár verið uppi háværar raddir um að nauðsynlegt sé að ráðast i byggingu nýs útvarpshúss, enda sé tækja- búnaður rikisútvarpsins að mestu leyti úr sér genginn og aðbúnaður við alla dagskrárgerð hinn versti. Klemens Jónsson, formaður Starfsmannafélagsins, sagði að í byggingarsjóði útvarpsins hefði verið nægjanlegt fjármagn til að koma byggingu nýs útvarpshúss vel á veg, en stjórnvöld hefðu staðið í vegi fyrir því að hafist yrði handa um byggingu hússins og fjármagnið í sjóðunum væri því mun rýrara að verðgildi nú heldur en verið hefði. Hann sagði einnig að afnotagjöld útvarpsins hefðu alla tíð verið of lág og samfara auknu álagi og þrengsl- um hlyti þetta að koma niður á gæðum útvarpsefnis. Hann tók einn- ig fram að þessar kröfur um bætta aðstöðu væru ekki gerðar í andstöðu við vilja yfirmanna útvarpsins held- ur fremur til þess að styðja við bakið á þeim. I kynnisferð blaðamanna um húsa- kynni útvarpsins kom fram að úrbóta er þörf á nær öllum sviðum í starfsemi útvarpsins. Nefnd á vegum starfsmannafélagsins hefur tekið saman yfirlit um aðstöðuna í hinum ýmsu deildum. Á fréttastofu út- varpsins starfa 15 manns og tveir fréttamanna hafa ekki eigin skrif- borð og verða því að sitja við annarra manna borð þegar þeir eru að störfum. Engin skilrúm eru á milli borðanna og fyrir kemur að 10 kúluritvélar eru í notkun í senn. Hver sem er gengur beint inn í miðja fréttastofuna hvaða erinda sem hann gengur og mikil umferð fólks er um fréttastofuna. Ekkert afdrep er til að eiga einkaviðræður við mann og fréttamenn verða að semja hvaða efni sem er í þeim hávaða og erli sem á fréttastofunni er. Leiklistardeild hefur tvö herbergi til umráða. Annað herbergið er jafnframt notað til samlestrar á leikritum og oft kemur fyrir að 6—8 leikarar séu þar við æfingar samtím- is. Kössum með leikritahandritum er staflað upp meðfram veggjum því allar hillur eru löngu yfirfullar. Upptökusalur leikrita er mjög ófull- kominn og vantar þar margskonar útbúnað til þess að skapa þann andblæ sem leikritið á að gerast í. Stjórnklefi er mjög lítill en þar eru að jafnaði 3—4 menn þegar upptaka fer fram og hitastigið þar getur orðið 25—30 stig þegar heitast er. í tæknideild útvarpsins eru sex upptökuherbergi, öll mjög lítil, en það er talið sérlega bagalegt vegna þess hve gerð samsettra þátta hefur aukist mikið en ekki var gert ráð fyrir því í gerð stjórnklefanna. Tækjabúnaður útvarpsins er að mestu leyti 21 árs gamall, en end- ingartími slikra tækja er talinn vera 10 ár. Hægt er að ímynda sér hvað margir hlustendur nota nú tuttugu ára gamalt útvarpstæki. Þess má geta að núverandi tækjabúnaður veldur því að þrátt fyrir útsendingar í stereo verður mikill hluti dagskrár- efnis áfram í mono, svo sem flestir tónlistarþættir, leikrit og annað efni, sem ekki er útvarpað beint. Eitt helsta vandamálið, sem út- varpsmenn eiga við að stríða er skortur á aðstöðu til hlustunar. En til hennar er engin aðstaða og þarf að leggja undir hlustun upptökuher- bergi og tæknimann, en mikill skort- ur er á hvorutveggja. „Varla þarf að lýsa því hve óhentugt það er að geta ekki hlustað á og yfirvegað þætti, sem að er unnið," segir í samantekt- inni að lokum. Blóðbanki íslands sendir blóðgjöfum og velunnurum sínum um land allt beztu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum alla veitta hjálp á gamla árinu. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir veröi fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: IReyniö aö dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfangadag og gamlársdag. Foröizt, ef unnt er, aö nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagnsofna, hraösuöukatla, þvottavélar og uppþvottavélar — einkanlega meöan á eldun stendur. 2Fariö varlega meö öll raftæki til aö foröast bruna- og snertihættu. Illa meöfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæöur eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa aö vera vatnsþéttar og af gerö, sem viöurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. 3Eigiö ávallt til nægar birgöir af vartöppum („öryggjum"). Helztu stæröir eru: 10 amper Ijós 20—25 amper eldavél 35 amper aöalvör fyrir íbúö Ef straumlaust veröur, skuluö þér gera eftirtaldar ráöstafanir: Takiö straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysiö tekur aöeins til hluta úr íbúö, (t.d. eldavél eöa Ijós) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúöin er straumlaus, getiö þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúöina í aöaltöflu hússins. 6EI um víötækara straumleysi er aö ræöa skuluö þér hringja til gæzlumanna Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhring- inn. Á aöfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig í símum 86230 og 86222. Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir sam- starfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA [ai reykjavíkur 1 Geymiö auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.