Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
1
Fólk og fréttir í máli og myndum
• Stjómarformaður enska 2. deildarliðsins Watford er enginn annar en Elton John. Liði hans
gengur sæmilega vel um þessar mundir, og það gleður Elton jafnan því að hann elskar
knattspyrnu og gerir allt til þess að liði sinu gangi sem best. Elton er þó ekki alltaf að horfa á
knattspyrnu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hann hefur fengið sér snúning með ljósku einni
i einu af mörgum diskótekum New York-borgar.
Úr ýmsum áttum
VESTUR-þýsku bikarmeistar-
arnir í knattspyrnu. Fortuna
Dusseidorf. eiga i miklum erfið-
leikum um þessar mundir. Liðið
er i bullandi fallhættu i deild-
arkeppninni og á auk þess litla
sem enga peninga. Liðið hefur
keppt reglulega i Evrópukeppn-
inni siðustu keppnistimabilin
og er Uðið komið i 8-liða úrslit
Evrópukeppni bikarhafa. Verði
liðið slegið út i næstu umferð.
er nokkuð öruggt að félagið
verði að selja stjörnuleikmann
sinn, landsliðsmanninn Klaus
Allofs, til þess að bæta upp
tekjumissinn sem slíkt hefði i
för með sér.
- O -
ENN einn Austur-Evrópubúinn
er genginn til liðs við Lokeren í
Beigiu. Er það hinn 33 ára
gamli Júgóslavi Karel Dobias,
margreyndur landsliðsmaður.
Ilann skrifaði undir samning
til þriggja ára, en hefur litið
fengið að spreyta sig. Fyrir
voru hjá Lokeren tveir Pólverj-
ar, þeir Lubanski og Lato, sem
verið hafa fastamenn i liðinu.
Þó hefur eitthvað hallað undan
fæti hjá Lubanski að undan-
förnu.
- O -
VESTUR-þýska stórliðið Ba-
yern Munchen er á höttunum
eftir nokkrum sterkum knatt-
spyrnumönnum. Hefur félagið
leitað út fyrir landsteinana og
eru þeir Frank Arnesen Ajax,
Allesandro Altobelli Inter Mil-
ano og Jean Franeois Larios St.
Etienne efstir á óskalistanum.
- O -
19 ÁRA unglingur hefur komið
geysilega á óvart i skosku
deildarkeppninni f knattspyrnu
á þessu keppnistfmabili. Það er
Charlie Nicolas hjá Celtic, en
hann vann m.a. það afrek fyrr i
vetur, að skora i átta leikjum i
röð. Hefur engum tekist það
fyrr i hinni ungu úrvalsdeild i
Skotlandi. Þykir Nicolas að
mörgu leyti svipa til Ken Dalg-
lish.
- O -
LANDSLIÐ Paraguay i
knattspyrnu fór sannkallaða
fýluför til Brasiliu eigi ails
fyrir löngu. Má með sanni
segja. að liðið hafi ekki riðið
feitum hesti heim á ný. Það var
ekki nóg með að iandslið Bras-
ilfu burstaði Paraguay 6—0,
heldur kom i ljós, að þjófar
höfðu laumast i búningsklefa
Paraguay-manna meðan á
leiknum stóð og stolið öllu
fémætu ...
- O -
BRANCO Zebec, hinn drykk-
felldi þjálfari þýska liðsins
Hamburger SV hefur verið lát-
inn fara. Var heilsu hans mjög
farið að hraka og mun ætlunin
að senda kappann i læknisskoð-
un. hvíld og afvötnun.
- O -
JIMMY Greenhoff, einn fræg-
asti knattspyrnumaður Eng-
lands i dag, hefur loks yfirgefið
síðasta félag sitt, Manchester
Utd. þar sem hann lék við
frábæran orðstír siðustu árin.
Hann fór til 3. deildar liðsins
Crewe og tók United enga
greiðslu fyrir hann. Skammt er
siðan Greenhoff hafði allt að
þvi gengið frá félagaskiptum til
Blackpool, en það hrökk upp
fyrir á siðustu stundu.
- O -
ANNAR kunnur enskur
knattspyrnumaður, John Tre-
wick hjá WBA, hefur skipt um
félag. Trewick hefur um nokk-
urt skeið verið fremur óánægð-
ur með vistina hjá WBA. í
fyrradag var hann siðan seldur
til Newcastle fyrir 450.000
sterlingspund.
- o —
IVAN Buljan, júgóslavneski
knattspyrnumaðurinn sterki.
sem Isiendingum er góðkunnur
eftir Evrópuleiki Vals og IISV
árið 1979, hefir ekki í hyggju að
framlengja samning sinn við
þýska félagið. Samningurinn
rennur út i lok keppnistímabils
og hefur Buljan nú hug á að
græða svolitið í Bandaríkjun-
um.
m
Justin Fashanu,
miðherjinn sterki
hjá Norwich
er ein skærasta stjarna ensku
knattspyrnunnar i dag. Hann er
aðeins 19 ára gamall, en engu að
siður markhæstur i 1. deild með
15 mörk. Auk þess þykir hann
bráðvel gefinn og skýr piltur.
Það er ekki langt siðan að hann
snéri sér að knattspyrnunni,
hann hefði getað farið i hnefa-
leika. Hann æfði þá um skeið og
var mál manna að hann væri
efnilegur, enda jötunefldur og
hávaxinn.
En hann snéri sér að knatt-
spyrnunni með þeim afleiðing-
um, að í dag er hann metinn á 2
milljónir sterlingspunda. Félag
hans, Norwich, er ekki stórveldi
og forráðamenn félagsins hafa
látið þess getið, að þeir reikni
ekki með þvi að geta haldið i
Fashanu endalaust. Tilboð hafa
borist frá Leeds og Nottingham
Forest, en ekki nógu há að mati
forráöamanna Norwich, Fashanu
hefur sjálfur lýst þvi yfir, að
hann gæti þess vegna hæglega
hugsaö sér að leika með itölsku,
spænsku eða vestur-þýsku félagi.
_Ég ætla að verða Mohammad Ali
knattspyrnunnar14 hefur Fash-
anu látið hafa eftir sér. Vissulega
hafa þau áform hans byrjað vel.
• Menn gera allt sem þeim
dettur í hug ef þeir sjá
einhvern möguleika á þvi að
setja heimsmet. 25 ára gam-
all ítali Gianni Marcolla
setti um daginn nýtt met á
hjólaskautum. Ilann hékk
aftan i kappakstursbil á
Monza kappakstursbraut-
inni á ítaliu, nánar tiltekið
Lamborghini og billinn ók á
145 km metra hraða með
kappan aftan i. Með örlitið
meiri æfingu get ég staðist
200 km metra hraða sagði
Gianni eftir metið. Ilér til
hliðar má sjá myndir frá
mettilrauninni og hvar
kappinn fagnar.
• Eins og kunnugt er endaði fyrrum stórstjarna i ensku knattspyrn-
unni Jimmy Greaves sem alkóhólisti. Með viljafestu tókst þó Jimmy að
ná sér á strik og starfar hann nú mikið að góðgerðarmálum i
Englandi. Á myndinni má sjá þennan fyrrum knattspyrnumann vera
að heimsækja heimili fyrir útigangsmenn og drykkjusjúklinga.
• Marvin Camels á myndinni
hlaut vægast sagt slæma útreið i
hnefaleikakeppni fyrir skömmu.
Hann varð að liggja á sjúkrahúsi
i heilan mánuð til að ná sér.
Myndin sýnir Camels i siðustu
lotunni, og eins og sjá má er hann
illa farinn. Er svo nokkur hissa á
að hnefaleikar skuli vera bannað-
ir hér á landi.
• Alan Simonsen og félagar
hans hjá FC Barcelona fá alltaf
aukabónus ef þeir vinna erki-
fjendur sína í knattspyrnunni
Real Madrid. Síðast vann Barce-
lona 2—1. Og þá fengu leikmenn
liðsins eina milljón ísl. króna i
aukabónus.