Morgunblaðið - 23.12.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
35
Hannes Þ. Hafstein:
Bilafælan er þarfaþing fyrir reiðhjólamanninn.
segja, að óvitarnir stinga upp í
sig öllu því, er hönd á festir. Því
eru aldrei um of áréttuð þau
sígildu varnaðarorð til foreldra,
að þessi hættulegu efni séu
ávallt látin þar, sem börn ná
ekki til þeirra. þótt vissulega
hafi orðið á breyting til hins
betra hvað snertir umbúnað á
iokum lyfjaglasa og á töppum
umbúða ýmissa vökva, verður þó
aldrei nógsamlega ítrekað, að
gæta fyllstu varúðar, því ávallt
er allur varinn góður.
Heimilisstörf
Öll umsvif hinna eldri vekja
forvitni og athafnaþrá barnanna
og á það jafnt við um annir
mömmu í eldhúsinu og sýslan
pabba í geymslunni eða bíl-
skúrnum. Hin algengustu heim-
ilistæki, sem daglega eru í notk-
un og með öllu ómissandi, geta
sem best verið hinar hættu-
legustu slysagildrur.
Við matseldina verður að gæta
þess að sköft og höldur ílátanna,
sem á eldavélinni eru, snúi til
veggjar, þannig að stuttir hand-
leggir geti ekki teygt sig í þau og
steypt yfir sig sjóðandi og
brennheitu innihaldinu. Og við
baksturinn verður að taka
hrærivélina eða hakkavélina úr
sambandi þurfi að bregða sér
frá. Auðveldlega geta „hin litlu“
klifrað upp á eldhúskollinn og
fest litlar hendur í þessum
heimilistækjum, sem geta veitt
þá áverka, sem ekki verða bætt-
ir.
„Hnífur og skæri eru ekki
barna meðfæri“ segir gamall
húsgangur, sem vissulega eru
orð að sönnu. Alltof oft kemur
það fyrir, að börn stinga sig og
hljóta djúp sár á eggjárnum
þessum, sem gleymst hefur verið
að ganga frá að aflokinni notk-
un. Slíkt hið sama hefur oft
hent, þegar pabbarnir hafa
gleymt tiltekt og hirðusemi með
verkfærin, sögina, hamarinn og
sporjárnið, eftir smá lagfær-
ingar og dundur.
Þótt slysum af völdum raf-
magns hafi fækkað að miklum
mun hin síðari ár, sem áreiðan-
lega má þakka bættum frágangi
og öryggisbúnaði í heimahúsum,
verður aldrei um of áréttað, að
gæta vel að öllu því, er að
rafmagni lýtur.
Víða leynast hættur og raf-
magnsslys eru í flestum tilvikum
hin alvarlegustu. Því ættu þeir,
sem ekki hafa vit á, að forðast að
sýsla við rafmagnstæki, en leita
þess í stað til fagmanna. Við-
gerð, sem framkvæmd er í góðri
trú, jafnvel aðeins tenging á
rafmagnssnúrum, svo auðvelt
sem það virðist vera, getur
hæglega misfarist á þann veg, að
ekki verði um bætt. Ög húsbónd-
inn má sem best venja sig af
þeim ósið að fara í bað og hafa
rafmagnsrakvélina meðferðis.
A heimilunum leynast víða
hættur, sem fjölskyldan verður
að vera sér meðvitandi um og
forðast af fremsta megni. Aldrei
er nógsamlega brýnt fyrir for-
eldrum að hafa öruggan umbún-
að á opnanlegum gluggum og
svalahurðum. I því sambandi er
skylt að minna á svalahandriðin,
þar sem öryggisstuðlinum hefur
alltof oft verið varpað fyrir róða
vegna tískufyrirbrigðis og
augnayndis.
Umferðin
I næsta nágrenni heimilanna
leynist þó skaðvaldurinn mesti,
hin hraða, freka og sívaxandi
umferð stórra og smárra öku-
tækja, sem allof oft hefur rofið
heimilisfriðinn með djúpum sár-
um og sorglegum atvikum. Á
þessum tíma árs eru dagarnir
stuttir, myrkrið sest snemma að
og skyggni takmarkað. Að
heiman er haldið í skólann á
morgnana í myrkri og snúið
aftur heim síðdegis, þegar birtu
er tékið að bregða. Réttilega
hefur verið bent á, að endur-
skinsmerkin skapi hinum gang-
andi vegfaranda ómælt öryggi,
og jafnvel látið að liggja, að þau
séu honum ódýrasta líftrygging-
in í myrkurumferðinni. Heils-
hugar skal tekið undir þessi
sjónarmið, en því aðeins að
notkun þeirra sé viðhöfð RÉTT.
Því neðar sem merkin eru fest á
ilíkurnar, eða hengd í snúru eða
band, sem nælt er í yfirhafnirn-
ar, eru meiri líkur á, að þau
endurkasti geislum bílljósanna.
Nú virðist sá misskilningur alls
ráðandi og jafnvel orðinn að
leiðu tískufyrirbrigði að hengja
endurskinsmerkin á bak sér og
venjulega svo hátt, að þau sitja
fyrir ofan mitt bak. Það er falskt
öryggi fyrir þá, sem endurskins-
merkin bera á þann hátt. Þegar
farið er yfir akbraut t.d. skapar
endurskinsmerkið, sem borið er
á bakinu, ekki hið minnsta
öryggi hinum gangandi vegfar-
anda. Sameinumst öll í notkun
endurskinsmerkja og NOTUM
ÞAU RÉTT.
Notkun reiðhjóla hefur farið
mjög vaxandi og er það vel á
tímum olíukreppu og síhækk-
andi verði á eldsneyti. Þá eru
hjólreiðar ungum og öldnum holl
íþrótt og góð. En segja verður
hverja sögu eins og er, og er þá
fyrst til að nefna, að hjólreiða-
mönnum hefur alls ekki verið
sköpuð sú aðstaða, sem nauð-
synleg er. Þeir hafa svo sannar-
lega gleymst við teikniborð verk-
fræðinga skipulagsmála bæði í
borg og bæ. Enda hefur slysum á
hjólreiðamönnum farið fjölg-
andi, sem von er, og heldur svo
áfram sem horfir, verði ekkert
að gert.
Þessum vandamálum má sem
best ráða bót á, sé þeim mætt í
tíma og tafarlaust. Hiklaust og
nú þegar á að heimila hjólreiðar
aðgát. Því er það gott ráð, að
fjölskyldan gefi sér tíma til að
fara í sameiningu yfir það, sem
helst beri að varast og jafnframt
hugleiða á hvern hátt megi sem
best bregðast við hinu óvænta. Á
þessum vettvangi þarf fjölskyld-
an að sameinast, foreldrarnir
eiga að leiðbeina börnunum og
hin eldri að vera litla bróður og
systur til halds og trausts.
Algengasti slysavaldur í
heimahúsum er sá, að börn
gleypa lyf eða önnur hættuleg
efni, sem skilin hafa verið eftir á
glámbekk, eða geymd þar sem
auðveldlega náðist til þeirra.
Það er kunnara en frá þurfi að
V
<3
á gangstéttum, þar sem því
verður við komið og setja upp
skilti þar að lútandi. Það eitt er
þó ekki nægjanlegt, og verða
hjólreiðamenn sjálfir að koma
til móts við aðra vegfarendur til
að skapa sjálfum sér og öðrum
sem mest öryggi. Því er ástæða
til að átelja mjög harðlega,
þegar reiðhjólin eru vanbúin
nauðsynlegum öryggisbúnaði,
ljosum og glitmerkjum. Og auð-
vitað á hjólreiðamaðurinn skil-
yrðislaust að klæðast yfirhöfn í
skærum lit með endurskinsborð-
um. Þá er skylt að benda hjól-
reiðamönnum á, að hvetja þá til
að taka strax í notkun öryggis-
búnað þann, sem hlotið hefur hið
stórgóða nafn „BÍLAFÆLAN“,
sem þegar ætti að lögbjóða og
setja á hvert einasta reiðhjól.
Þessi öryggisbúnaður gagnar
ekki síður að deginum til en í
myrkurumferðinni. „Bílafælan"
er plastarmur nálægt 40 cm á
lengd með stórum glitmerkjum,
hvítu („kattarauga") sem fram
snýr, en rauðu er aftur veit. Hún
er fest á bögglaberann og lögð
fram með honum, þegar hjólið er1
Skyldur ökumanna
Við þær aðstæður, sem oftast
eru á þessum árstíma, eru mikl-
ar skyldur lagðar á herðar öku-
mannsins. Bifreiðin verður að
vera í fullkomnu lagi hvað varð-
ar stýris-, hemla- og ljósabúnað.
Þá verður að minna ökumennina
á að halda bílrúðum og ljósker-
um ávallt hreinum. „Skjótt skip-
ast veður í lofti" er kunnara en
frá þurfi að segja og því sjálf-
sagt að búa bifreiðina sem best
fyrir vetrarakstur.
Slysavarnarmál varða alla,
unga jafnt sem aldna. Samtaka-
máttur fjöldans á þessum vett-
vangi er forsenda þess, að vel til
takist og samborgurunum vel
farnist. Sýnum í orðum eða
athöfnum aga og hlýðni. Höldum
vöku okkar gagnvart hættunum
hvort heldur er innan veggja
heimilanna, á vinnUstöðum eða í
umferðinni. Hugleiðum þessi
mál ávallt og ævinlega, hvar sem
er og hvenær sem er.
Öll lítum við á heimilin, sem
hinn fullkomna og örugga sama-
stað fjölskyldunnar, þar sem
slys eða óhöpp eru víðsfjarri. Að
minnsta kosti er það okkar
dýrasta ósk að svo sé, og er það
ofur eðlilegt, þegar þess er gætt,
að þar eyðum við lengstum
tímanum í nánum tengslum við
þá, sem okkur eru kærastir og
þykir vænst um.
Fréttir af slysum varðar
okkur öll, en oft á tíðum þykja
okkur slíkir atburðir framandi,
ef þeir snerta ekki beinlínis
okkur sjálf eða nánustu ættingja
Uætturnar eru margar á heimilinu fyrir þá yngstu.
ekki í notkun. Þegar haldið er af
stað út í umferðina er armurinn
réttur út til hliðar frá hjólinu,
blasir við ökumönnunum og vek-
ur eftirtekt þeirra og athygli.
„Bílafælan" er á sama hátt
líftrygging hjólreiðamannsins
eins og endurskinsmerkið er
hinum gangandi vegfaranda.
Það hefur áreiðanlega ekki farið
fram hjá neinum, sem er árla
morguns á ferð, hvað stórlega er
ábótavant þessum búnaði, sem
nefndur hefur verið hér að
framan og best getur gagnað
hjólreiðamanninum í umferð
skammdegisins á dimmum og
drungalegum dögum.
og vini. En því miður er alltof
mörgum tamt að hugsa sem svo:
„Slíkir atburðir henda ekki mig
og mína.“ Skylt er hverjum að
halda vel vöku sinni, því enginn
veit, hvenær eða hvar vágestur
slysa og óhappa knýr næst dyra.
Á heimilum er að mörgu að
hyggja og slysatíðini þar miklu
meiri heldur en í fljótu bragði
virtist. Þar tala staðreyndirnar
sínu máli. Þar eru slys á börnum
á aldrinum 2—6 ára lang algeng-
ust. Þótt mörg þessara slysa hafi
verið minni háttar, og næsta
erfitt að afstýra, voru þó hin
miklu fleiri, sem hægt var að
varna með meiri fyrirhyggju og
Fjölsky lduspjall