Morgunblaðið - 23.12.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980
37
um mætti Verkamannaflokkurinn
með ásökunum um að íhaldsflokk-
urinn vildi leggja velferðarsamfé-
lagið í rúst. Kjósendur brugðust
hins vegar öðru vísi við.
Skattarnir og
unga fólkið
Skattheimta plagar umtalsverð-
an hluta kjósenda, ef marka má
skoðanakönnun sem gerð var á
kjördag í Bretlandi í fyrra. í ljós
kemur, að 21 prósent kjósenda
telur, að of mikil skattheimta hafi
valdið því að þeir kusu íhalds-
flokkinn. Einungis verðlag og at-
vinnuleysi vógu þyngra meðal
kjósenda, þegar þeir gerðu upp
hug sinn. Á meðal þeirra sem kusu
íhaldsflokkinn nú en ekki við
kosningarnar á undan, sögðust 28
prósent hafa gert það vegna þess
að þeim ofbyði skattheimtan.
Margir hafa bent á, að ungt fólk
kaus Ihaldsflokkinn í meiri mæli
nú en áður. Það er athyglisvert að
43 prósent þeirra, sem spurðir
voru og höfðu ekki kosningarétt
árið 1974, sögðust kjósa íhalds-
flokkinn til að láta í ljós andstöðu
sína við skattheimtuna. Einungis
verðbólgan vó þyngra meðal þess-
ara ungu kjósenda.
Þetta er auðvitað sérstaklega
athyglisvert vegna þess að
íhaldsmenn lofuðu skattalækkun,
kæmust þeir til valda. Verka-
mannaflokksmenn töldu skatta-
lækkun ekki koma til greina og
þeir töluðu fremur um skatta-
hækkun.
Kosið um
efnahagsmál
Kosningar í Bretlandi nú í
seinni tíð hafa ævinlega snúist um
efnahagsmál fyrst og fremst. Að-
almálin hafa óumdeilanlega verið
verðbólgan og atvinnuleysið. í
kosningunum síðast var verðbólg-
an aðalkosningamálið. Næst mik-
ilvægast var atvinnuleysið. Sam-
kvæmt þeim skoðanakönnunum,
sem nú hafa verið gerðar, telja
kjósendur brýnast að stjórnvöld
ráði niðurlögum atvinnuleysis.
Það má því segja, að í ljósi hins
mikla atvinnuleysis sem nú ríkir,
þá megi verkamannaflokksmenn
vænta þess að kjósendur snúi sér
að þeim.
Skoðanakannanir sýna, svo ekki
verður um villst, að Thatcher-
stjórnin er nú óvinsæl. Þær sýna
líka óumdeilanlega, að Verka-
mannaflokkurinn nýtur sem
stendur meiri vinsælda. Mín skoð-
un er þó sú, að sú gæfa Verka-
mannaflokksins sé ærið fallvölt.
Atvinnuleysiö
og Verkamanna-
flokkurinn
Enginn vafi er á því, að vaxandi
atvinnuleysi hefur valdið því að
Verkamannaflokknum eykst nú
fylgi. En þegar þessi fylgisaukn-
ing er skoðuð ber að hafa eftirfar-
andi í huga: Fylgi stjórnmála-
flokka gengur í bylgjum. Fyrst
eftir að ríkisstjórnir eru myndað-
ar njóta þær mikilla vinsælda.
Þetta þekkjum við frá íslandi.
Ríkisstjórn dr. Gunnars Thor-
oddsen naut fyrst vinsælda, sem
nú dvína óðum. Sömu sögu var að
segja um ríkisstjórn Thatchers.
Um mitt kjörtímabil eru stjórn-
irnar óvinsælli. Þetta kemur heim
og saman með Thatcher-stjórnina.
Þegar líða tekur að kosningum
aukast vinsældir ríkisstjórnanna
alla jafna.
Þó þetta atriði sé auðvitað
mikilvægt, er annað sem vegur
þyngra að mínum dómi og gerir
það að verkum, að staða Verka-
mannaflokksins verður fallvaltari.
Á næstu mánuðum munu íhalds-
menn án efa í ríkari mæli fara að
rifja upp atvinnuleysistölur frá
tímum Verkamannaflokksins,
þegar Michael Foot núverandi
leiðtogi var atvinnumálaráðherra.
Þá jókst atvinnuleysið um helm-
ing og baráttan við verðbólguna
Nú eru alvarlegir tímar fyrir
höndum hjá Verkamannaflokkn-
um. Klofningurinn, sem er svo
bersýnilegur, veldur auðvitað mik-
illi hættu. Miklu meiri hætta
stafar þó af því að mínum dómi,
að flokkurinn einangrist frá kjós-
endum.
Ég hef þegar vikið að því
hvernig flokkurinn virðist vera
gjörsamlega úr takt við samtíð
sína. Þetta kom svo vel fram í
síðustu kosningum. Menn skulu gá
að því, að Ihaldsflokkurinn vann
ekki kosningarnar fyrst og fremst
út á eigið ágæti. íhaldsflokkurinn
varð fyrst og fremst sigurvegari
vegna þess hve atkvæðahlutfall
Verkamannaflokksins varð nú
lágt. Árið 1970 vann íhalds-
flokkurinn kosningasigur og þá
lækkaði atkvæðahlutfall Verka-
mannaflokksins. Árið 1974 vann
hins vegar Verkamannaflokk-
urinn, en atkvæðahlutfall hans
lækkaði enn, í þetta skipti vegna
þess að smáflokkarnir unnu á. Og
loks unnu íhaldsmenn árið 1979 og
atkvæðahlutfall Verkamanna-
flokksins lækkaði í þriðja skiptið í
röð. Það hefur aldrei verið lægra
en það er nú, frá því árið 1931.
Vinsældir
marxistanna
Það sýnir svo bara ógæfu
Verkamannaflokksins að ríkjandi
söguskoðun í flokknum er sú, að
sósíalismi sé eftirlæti breskra
kjósenda. Ivor Crewe, stjórnmála-
fræðilektor við Essex-háskóla,
segir í nýútkominni bók um
bresku kosningarnar, að þessir
kommúnistaflokkar hafi hlotið
óvenjulega lítið fylgi, jafnvel af
jaðarflokkum að vera. Kommún-
istaflokkur Bretlands, sem starfað
hefur um áratugaskeið og hefur
átt fylgi meðal menntamanna og
lítils hóps verkamanna, fékk bara
um 0,9 prósent fylgis.
Ef Verkamannaflokkurinn
hneigist enn frekar til vinstri, er
viðbúið að hann hirði upp þetta
vinstra fylgi. En á sama tíma
myndi hann tapa niður miðjufólk-
inu sem honum hefur fylgt.
Foot er
fylgislaus
Lýsing mín á ástandinu í Verka-
mannaflokknum er ekki sérlega
glæsileg eða uppörvandi fyrir þá
sem kunna að óska flokknum góðs
gengis. Sú spurning, sem enn
hefur ekki verið sett fram, er
þessi: Tekst hinum nýkjörna leið-
. toga, Michael Foot, að rífa flokk
sinn úr niðurlægingunni?'Svarið
er enn: Nei.
Michael Foot hefur lengi verið
fánaberi vinstri andstöðunnar í
Verkamannaflokknum. Það er því
ótrúlegt að hann geri annað en að
sveigja flokkinn enn til vinstri.
Með slíku fjarlægist flokkurinn
enn fylgi sitt.
Áður en pressan byrjaði að lýsa
Michael Foot sem elskulegum
gömlum karli, var hann ímynd
vinstrimennskunnar í flokki sín-
um meðal almennings. Óvinsældir
þessarar vinstrimennsku birtust
rækilega í skoðanakönnunum.
Á kjördegi í fyrra var gerð
skoðanakönnun meðal kjósenda.
Spurt var: Ef Callaghan hættir
sem leiðtogi, hvern vildir þú sjá
sem eftirmann hans? Úrslitin
urðu á þessa lund:
Denis Healey 25%
Shirley Williams 17%
David Owen 15%
Tony Benn 9%
Michael Foot 9%
Peter Shore 8%
Aðrir 17%
Af þessu má sjá, að í þremur
efstu sætunum eru fulltrúar hinna
hægfara afla. Róttæklingarnir
reka lestina. Ógæfu Verkamanna-
flokksins verður allt að vopni.
Michael Foot, sem á formælendur
fáa meðal alþýðu manna, var
kjörinn leiðtogi.
Óbjörgulegt
Ekki síður er athyglisvert að
athuga úrslitin úr þessari skoð-
anakönnun, ef einungis eru skoðuð
svör þeirra sem yfirgáfu Verka-
mannaflokkinn í síðustu kosning-
um. 27% þeirra vildu að Shirley
Williams yrði arftaki Callaghans,
20 prósent að Healey tæki sæti
hans, 14 prósent kusu Owen, 13
prósent Shore, 8 prósent Benn.
Lestina rak hinn nýkjörni formað-
ur Verkamannaflokksins, Michael
Foot, með 5%. Ekki virðist þetta
björguleg byrjun á að endur-
heimta atkvæðin frá síðustu kosn-
ingum.
Ég ætla mér ekki að spá um
úrslit næstu þingkosninga í Bret-
landi. Vel má svo sem vera, að
Verkamannaflokkurinn sigri í
þeim. Margt á eftir að gerast í
bresku þjóðlífi áður en dregur að
kosningum. Árangur Thatcher-
stjórnarinnar á eftir að koma í
ljós o.s.frv. Hitt tel ég einsýnt.
Haldi Verkamannaflokkurinn
áfram á því ólukkustigi sem hann
nú fetar, þá getur hann því aðeins
búist við að sigra, að stefna
Thatcher-stjórnarinnar mistakist
gjörsamlega. Hann mun því ekki
sigra á eigin ágæti.
Skopteiknari tekur Thatcher óbliðum tökum:
Með Verkamannaflokkinn að óvin, þarfnast hún ekki vina!
Einangrun
flokks frá
kjósendum
gekk illa. Ég er þeirrar skoðunar,
að upprifjun á þessum staðreynd-
um muni koma Verkamanna-
flokknum illa og koma í veg fyrir
að Ihaldsflokkurinn fái á sig
ímynd atvinnuleysisins.
Vaxandi
glæpastarfsemi
Þá er ekki síður ástæða til að
vekja athygli á því, að þó efna-
hagsmál vegi að sjálfsögðu þyngst
í kosningunum, þá skipta önnur
mál líka miklu, svo sem þegar
hefur verið rakið.
Glæpir ýmiss konar fara vax-
andi í Bretlandi. Þar er afstaða
Ihaldsflokksins augljós. íhalds-
menn hafa alltaf verið talsmenn
laga og reglu. Verkamannaflokks-
menn síður. Þetta á þó mikinn
hljómgrunn meðal kjósenda
beggja flokkanna (sjá töflu).
hann hafi tapað vegna þess að
hann hafi ekki verið nógu trúr
sínum sósíalisma.
Höfðar heiðskír sósíalisminn
vel til breskra kjósenda? Svarið er
stutt og laggott. Nei. Og það vill
svo vel til, að þetta er hægt að
sýna fram á, svart á hvítu.
Á vinstra væng Verkamanna-
flokksins starfa flokksbrot sem
boða sósíalismann ómengaðan.
Árangur þeirra ætti að verða þeim
víti til varnaðar, sem trúa því að
Ný
heitir nýja hijómplatan
hnns Björgvins með 2 nýjum,
íslenskum jólalögum eftir
fíjörgvin og Jóhann G.
\ i hverju að kaupa jóia- 'fl
plötu fyrir 12.900 kr. þegar
Dreifing
i