Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 36

Morgunblaðið - 23.12.1980, Page 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1980 HÖGNI HREKKVISI | * /*•*»© 1980 McNanght Synd.. Inc HVAv TÓLA1& AAFA 5VFI r'öER H/ðtfcAO FI?Á IVÍ '/ FYR.12A /" Ásí er... hann sé við hliðina á sér. Hvort á það heldur að vera? Jafn stórt tré og í fyrra eða jafn dýrt? COSPER Má ég ekki fá þennan stól? JB W$BS®L Rjúpnastofninn hef- ur farið minnkandi Sigurjón Ilallsteinsson, Skor- holti, skrifar: „Þriðjudaginn 25. nóvember sl. skrifar í Velvakanda sportveiði- maður. Áður hafði ég skrifað litla grein í sama dálk Morgunblaðsins þann 19. nóvember og telur sportveiðimaðurinn sig vera að svara skrifum mínum. Orð mín virðast hafa orðið honum hjart- næm, þar eð hann kveðst hafa viknað við lestur þeirra. Hann mun þó fljótlega hafa náð sér af þeirri viðkvæmni þar sem hann lætur óheflaða skapgerð sína ráða hugsun sinni og skrifum þa næst á eftir. Eru slíkar greinar veiði- manna ekki til þess fallnar að auka hróður þeirra og tiltrú al- mennings. Finnst mér ólíklegt að sportveiðimaðurinn eigi marga aðdáendur, er hrífist af málflutn- ingi hans. Viö þessi skilyrði sem stofninn hélt jafnvægi Hann spyr hver segi, að rjúpan sé horfin? Ég sagði það í grein minni, en auk þess getur hann fengið um slíkt nægar umsagnir og staðfestingar eldri manna hér í Borgarfirði, en það er það svæði, sem ég vitnaði til í minni grein og tel mig þekkja allvel. Ekki ætti sportveiðimaðurinn að ómaka sig á því að reyna að sannfæra mig um það að fækkun rjúpunnar sé óháð veiðinni. Hér á árum áður stundaði ég sjálfur rjúpnaveiðar og hefi ég síðan í áratugi fylgst með vexti stofnsins og viðgangi í mínu byggðarlagi og næsta ná- grenni. Tel ég ótvírætt, að veiðin hafi þar veruleg áhrif, einkum þó hin síðari ár. Rétt er að fyrr á árum voru rjúpnaveiðar mikið stundaðar, en við mjög frumstæð skilyrði. Þá voru notaðar fram- hlaðnar byssur fyrst og síðan afturhlaðnar einhleypur. Þá höfðu veiðimenn mjög takmörkuð far- artæki og urðu í flestum tilvikum að láta sér nægja fætur sína eina. Þá voru heldur ekki samgöngur eins greiðar og nú. Það var einmitt við þessi skilyrði sem stofninn hélt jafnvægi. Fullyrði að sigið hafi á ógæfuhliðina Nú eru breyttir tíma á því svæði sem svo mörgum öðrum. Nú er víða hægt að komast á bifreiðum til fjalla á rjúpnaslóðir. Einnig eru notaðir snjósleðar í þessum tilgangi. Langdrægar hraðskota- haglabyssur notast veiðimenn mjög gjarnan við í dag og hafa auk þeirra oft meðferðis riffla. Við þessi skilyrði má segja að hægt sé að tína niður þá fugla sem augað eygir. Við þessi breyttu skilyrði fullyrði ég að hafi sigið á ógæfu- hliðina með rjúpnastofninn, hvað sem sportveiðimaðurinn segir og hvað sem líður fullyrðingum vís- indamanna um fækkun af „nátt- úrulegum" ástæðum. Hér á árum áður var mismikil rjúpa milli ára, það er rétt, en hins vegar gerðist það aldrei að rjúpa sæist ekki á stórum svæðum í áraraðir, eins og nú á sér stað, svæðum sem viðurkennd voru um langt skeið sem rjúpnalönd. „Fljúgandi rotta“ Þá fer það í taugarnar á sport- veiðimanninum, að ég skuli tala um afréttarlönd bænda. Leggur hann út frá þeim orðum á furðu- legasta hátt. Um þann þátt, eigna- rétt á afréttarlöndum, ætla ég ekki að fjalla hér enda að hálfu veiðimannsins vafalaust að því vikið til að leiða hugann og lesandann frá slæmum málstað sinum og rökleysum. Sportveiðimaðurinn talar um, að ég vilji strádrepa hrafn og veiðibjöllu. Hér staðfestir hann enn einu sinni rangfærslur sínar. I grein minni tala ég um að fækka hrafni og veiðibjöllu. Allir sem til þekkja vita um skaðsemi þessara Merki það bara „Freyja“ Jólasveinninn Hurðaskeliir skrifar: „Velvakandi góður. Ég held það hefi verið öðrum hvorum megin við árið 1930 að ég sá í Morgunblaðinu vísu, en hvort þær voru í dálkum þínum eða einhvers staðar annars staðar man ég ekki. Ég var hrifinn af vísunum svo ég klippti þær úr blaðinu, og nú um daginn fann ég þær í bók þó þær væru nú orðnar æði gular, greyin, en vísurnar eru svona: Ef einhver vildi ekkja mér, ibúð með sér leÍKja, fertugur éK ekkill er, ei vil meira um segja. Nafn ok mynd hún sendi af sér, ég sver ég skal um þegja, til Morgunblaðsins með það fer, og merki það hara „Freyja.“ Þetta gæti hæglega hafa verið augi- ýsing eða eitthvað þess háttar. Mér datt svona í hug að senda þér það til gamans. Með bestu kveðju og óskum um gleðileg jól. Jólasveinninn, Hurðaskellir.“ Þessir hringdu . . . Þakkir til Sigrúnar Davíðsdóttur Ágústa Agústsdóttir hringdi og bað fyrir kærar þakkir til Sigrún- ar Davíðsdóttur fyrir bækur og greinar um matseld og bakstur. — Hún er búin að gera hvort tveggja að skemmtilegu tómstundagamni. Húsmæður voru farnar að líta niður á eldhússtörfin, en ég held að Sigrún hafi haft mikil áhrif í þá átt að breyta því og gera þessi hversdagsiegu störf spennandi. Hún hefur áreiðanlega smitað fleiri en mig með þessum áhuga sínum. Þú heldur e.t.v að ég sé að gera að gamni mínu, Velvakandi, en það er staðreynd, að ef mig langar að komast í gott skap, þá tek ég mér grein eða bók eftir Sigrúnu í hönd og fer að stússa í eldhúsinu. Skrif hennar eru ekki bara fróðleg og fagmannleg, held- ur upplífgandi og bráðskemmtileg að auki. Ég veit ekki, hvort ég verð svo heppin að fá nýju bókina hennar í jólagjöf, en bíð og vona. Óskiljanleg- ur saltaustur Vegfarandi hringdi og sagðist mega til með að býsnast yfir saltaustrinum á götur borgarinn- ar. — Það hefur að vísu oft verið kvartað yfir þessu í dálkum þín- um, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Farið er yfir flestar götur, hvort sem þörf er fyrir saltdreif- ingu þar eða ekki og ausið og ausið, svo að pækillinn rennur í stríðum straumum í þíðunni. Það væri ekki tiltökumál, þótt dreift væri salti í erfiðar brekkur, en að gera það á rennisiéttum strætum er algjör óþarfi og í rauninni óskiijanleg sóun. Svo er það eitt enn, sem er til bölvunar en ekki til bóta. Það er þegar saltdreif- ingarmenn dreifa salti ofan á þykkan snjó. Það hefur í för með með sér að ísingin sem undir snjólaginu er og nær ekki að bráðna verður enn hálli. Ég held að þeir sem þessu stjórna verði að taka málin til gagngerrar endur- skoðunar. Meira vinnur vit en strit. Svo held ég að hyggilegra sé að leggja meiri áherslu á að kenna mönnum betur að aka við hálku- skilyrði. fyrir 50 drum Safnast hefir hjá Morgun- blaðinu rúmar 10800 krónur. í dag verður þeirra minnst i kirkjum bæjarins er drukknuðu á togaranum Apr- il. Að sjálfsogðu verður mikið fjölmenni við þær guðsþjón- ustur. í kirkjunum mun að- standendum þeirra manna. sem fórust verða ætlað sjer- stakt rúm. í dag munu margir bæjar- búar vilja sýna þeim hlut- tekningu sina, er nú eiga um sárt að binda, og rjetta þeim hjálparhönd, sem bágstadd- astir cru. með því að leggja sinn skerf i samskotasjóðinn. Afgreiðsla Morgunblaðsins verður opin í dag til kl. 7, svo menn geti þar afhent minn- ingargjafir sinar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.