Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 1
32 SÍÐUR 82. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981 Prentsmiója Morgunblaðsins. WALESA vill hætta París. 7. apríl. AP. „ÉG VILDI einiæglega geta dregið mig í hlé, en um sinn verð ég að helga Samstöðu líf mitt vegna hættunnar á klofn- ingi.“ sagði Lech Walesa. leið- togi Samstöðu. hinna óháða verkalýðsfélaga í Póllandi, í viðtali við franska blaðið France-Soir en viðtalið var tek- ið í Gdansk fyrir skömmu. „Ég hef staðið við orð mín. Ég hét því, að stuðla að myndun óháðra verkalýðsfélaga. Draum- ur minn hefur orðið að veru- leika. Nú er komið að öðrum að standa í broddi fylkingar. Sam- staða þarfnast nýrra krafta. I 13 ár barðist ég fyrir stofnun óháðra verkalýðsfélaga. Mér var varpað í fangelsi. Vegna baráttu minnar hef ég misst heilsuna. Fjölskylda mín saknar mín og ég sakna fjölskyldu minnar,“ sagði Walesa og bætti við, að börn hans væru stöðugt svöng vegna lítils framboðs matvöru. Walesa sagði, að hann vonað- ist til að geta hætt fljótlega en vegna þrjóskju og stífni sumra í Samstöðu, gæti hann ekki dregið sig í hlé. Hann sagði, að margir áttuðu sig alls ekki á stöðu mála og hvernig fylgja bæri sigrum á sviði verkalýðsbaráttunnar eftir með samningum og málamiðlun- um. Brezhnev útilokaði ekki innrás í Pólland PraR. Varsjá. 7. apríl. AP. LEONID Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, hélt í dag ræðu á flokksþingi tékkneska kommúnistaflokksins. Ilann útilokaði ekki innrás i Pólland, en tók mildari afstöðu til ástands mála þar en Gustav Husak, leiðtogi tékkneskra kommúnista, gerði í ræðu í gær. Hins vegar lét Brezhnev í ljós velþóknun á ræðu Husaks, sem lýsti því yfir, að Varsjárbandalagsríkin væru reiðubúin að „verja sósíalisma í Póllandi“. Brezhnev lýsti yfir trausti á leiðtoga pólska kommúnista- flokksins. Vestrænir frétta- skýrendur benda á, að þrátt fyrir mildari tón, skipti í raun og veru máli hvað sagt sé á einkafundum og þeir benda á, að Brezhnev hafi lýst velþókn- un á ræðu Husaks, sem bein- línis lýsti því yfir, að innrás væri vel hugsanleg. Þó eitthvað virðist hafa slaknað á spennu, hafa vest- rænir fréttaskýrendur bent á, að ríki Varsjárbandalagsins hafi hafið heræfingar í Tékkó- slóvakíu árið 1968 og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli tékkn- eskra stjórnvalda, hafi sovésk- ir ráðamenn neitað að kalla herlið sitt út úr landinu. Fjöl- mennt sovéskt herlið sé nú staðsett í Póllandi og verði svo um ófyrirsjáanlega framtíð. Varsjárbandalagsríkin til- kynntu, að heræfingunum, sem staðið hafa yfir í Póllandi síðan 17. marz, hefði lokið í dag og að „hermenn væru nú á leið til stöðva sinna“. Stefan Olzowski, fulltrúi pólska kommúnistaflokksins á flokksþinginu í Prag, sagði í ræðu, að Pólverjar hefðu „vilja og vald“ til þess að binda endi á hættuástand í landinu. Hann sagði, að ástand mála í Póllandi væri bein ógnun við ríki A-Evrópu. Fundað í skugga Póllands Bonn. V Uy/kalandi. 7. apríl. AP. Varnarmálaráðherrar ríkja Atl- antshafsbandalagsins komu saman til fundar i Bonn i dag. Skuggi I’óllands grúfói yfir fundinum og voru málefni landsins helsta um- ræðuefniö. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna skýrði kollegum sinum frá ástandi mála i Póllandi og sagði hann það „alvarlegt og erfitt“, að sögn handarískra embættismanna. Weinberger sýndi kollegum sínum gervihnattamyndir, sem sýna breyt- ingar á stöðu herja Varsjárbanda- lagsins síðustu vikurnar og að sögn heimilda má glöggt sjá hvernig Sovétmenn hafa myndað línu um- hverfis Pólland og eru þeir þess albúnir að fara inn í landið með mikinn her. John Nott, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði við fréttamenn, að hann teldi óliklegt, að Sovétmenn mundu gera beina innrás í Pólland, en lét í ljós ugg um, að Sovétmenn mundu koma hinum óháðu verka- lýðsfélögum í Póllandi á kné. „Inn- rás í Pólland er ólíkleg. Sovétmenn eru ekki svo vitlausir," sagði Nott. Danmörk: Konur halda ættarnöfnum Kaupmannahofn. 7. april. AP. DANSKA þingið samþykkti í dag lög, sem heimila konum sjálfkrafa að halda ættarnöfnum sinum þegar þær ganga í hjónaband. beim verð- ur áfram heimilt að taka sér ættarnafn eiginmanns en þá verða þær sérstaklega að sækja um það. Jafnaðarmannaflokkurinn lagði fram frumvarpið og það öðlast gildi þann 1. apríl 1982. Tveir af hverjum þremur þing- mönnum lýstu fylgi sínu við frum- varpið, en ekki voru allir jafnánægð- ir. Poul H. Möller, þingmaður kristi- lega þjóðarflokksins, gagnrýndi hin nýju lög harðlega og sagði þau ganga gegn einingu hjónabandsins. Afganistan: Hundruð falla í hefndarárásum Nýju Delhí. 7. apríl. AP. SOVÉSKAR herþotur og stórskotalið gerðu harðvítugar árásir á hina íornu borg, Khulm, sem er tæpa 300 kilómetra norðvestur af Kabúl, og féllu margir óbreyttir borgarar, að því er heimildir sem hingað til hafa reynst áreiðanlegar herma. Árásir sovésku vítisvélanna áttu sér stað þann 17. mars síðastliðinn. Tíu dögum síðar gerðu sovéskar orustuþot- ur og stórskotalið harðar árásir á sjö þorp, um 80 kílómetra norðvestur af Kabúl. Þorpsbúar sem komust lífs af segja, að í einu þorpinu hefðu 80 óbreyttir borgarar fallið fyrir sovésku vígvélun- um. Ekki er ljóst hve margir féllu í þessum árásum en tala þeirra skiptir hundruðum. Árásir þessar voru gerðar í hefndarskyni fyrir stuðning við frelsisheri Afgana. Að sögn sjónarvotta, komu afg- anskir og sovéskir hermenn til Khulm og skoruðu á stuðn- ingsmenn stjórnvalda að safn- ast saman á aðaltorgi staðar- ins. Fáir urðu við þessari áskorun. Klukkustund síðar réðust sovéskar orustuþotur á bæinn og stórskotahríð hófst. Á miðum sem dreift var í Kabúl sagði, að helmingur húsa í Khulm hefðu verið jöfnuð við jörðu. Ibúar í Khulm voru 15 þúsund. Að sögn heimilda, voru árásirnar á þorpin sjö gerðar í hefnd- arskyni fyrir árás frelsissveita á skólabyggingu en þá féllu 40 stuðningsmenn Babrak Karm- als. Þá herma fréttir, að Sov- étmenn hafi ítrekað gert árás- ir á þorp á þjóðleiðinni frá Kabúl til sovésku landamær- anna, en frelsissveitir Afgana hafa ítrekað ráðist á sovéskar flutningalestir á þjóðbraut- inni. Að sögn heimilda hafa allt að 40 þúsund íbúar á svæði þessu beðið bana í árásum Sovétmanna. Haigí Saudi-Arabíu Kiyadh. Saudi-Arahiu. 7. apríl. AP. ALÉXANDER IIAIG. utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. kom í da>r til ltiyadh. höfuðborKar Saudi-Arabíu. Ilanh mun eina viðra’ður við Khaled. konung ok Fahd. utanrikisráðherra. Búist er við. að IlaÍK muni skýra ráðamönnum í Saudi-Arabíu frá afstöðu Ronald Reayrans til beiðni Saudi-Araba um kaup á fimm AW’ACS-ratsjárvélum. Haig kom til Riyadh frá Amman, höfuðborg Jórdaníu. Þar átti Haig viðræður við Huss- ein konung og að söjjn banda- rískra embættismanna var Haig ánægður með viðræðurnar í Amman, þó Jórdanir hefðu lýst því yfir, að friði í Mið-Austur- löndum staíaði heist hætta af Israelsmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.