Morgunblaðið - 08.04.1981, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981 3 Lárus Jónsson alþingismaður: Stjórnarliðar felldu til- lögur okkar um lækkanir Síðan kemur formaður Framsóknarflokksins með þær sem aðaltillögu í efnahagsmálum á flokksþingi Léttklædd á skíðum i Skarðinu „ÉG HEF sjaldan orðið eins hissa á málflutningi manna í pólitískri baráttu, en þetta sýnir þó að þeir hafa gert sér grein fyrir því að bráðabirgðalögin frá áramótum náðu allt of skammt," sagði Lárus Jónsson alþingismaður i viðtali við Mbl. í tilefni af yfirlýsingum framsóknarmanna um væntan- legar efnahagsaðgerðir, en sjálf- stæðismcnn báru fram breyt- ingartillögur við meðferð alþing- is á frumvarpi til staðfestingar á bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar frá áramótum. í breytingartillögum sjálfstæð- ismanna, sem stjórnarliðar og þar á meðal framsóknarmenn felldu, var lagt til að almennt vörugjald, söluskattur og sælgætisgjald yrði lækkað. Með samþykkt þeirra til- lagna hefði framfærsluvístalan lækkað um 2% 1. maí, en það er í samræmi við það sem framsókn- armenn boða nú að stefnt skuli að. „Stjórnarliðar felldu þessar til- lögur okkar og mér finnast það heldur undarlegir hlutir, að þing- menn Framsóknarflokksins skuli fella slíka tillögu á atþingi fyrir nokkrum vikum og síðan kemur formaður þeirra með þetta sem sína aðaltillögu í efnahagsmálum á flokksþingi" sagði Lárus. Bílar stór- skemmdir SKEMMDARV ARG AR voru á ferð i geymsluporti Eimskipafé- lags íslands við Sigtún á laugar- dagskvöldið og unnu þar miklar skemmdir. Komust þeir inn í bifreiðir og óku þeim fram og aftur í portinu. Skemmdust fjórar bifreiðir meira og minna en þær voru allar nýlegar. Auk þess voru sæti skorin og eyðilögð í fjölda nýrra bíla. Lárus sagði einnig, að við um- ræður á alþingi hefði fulltrúi Alþýðubandalagsins sagt að tillög- ur þeirra sjálfstæðismanna væru eingöngu yfirboð og sýndar- mennska, en það væri ánægjulegt að sjá að stjórnarliðar virtust vera að vitkast í efnahagsmálunum, þó seint væri. Þá sagði hann: „Þeir hafa nú gert sér grein fyrir að bráðabirgðalögin náðu allt of skammt og í rauninni höfðu þau engin önnur áhrif en að draga úr þessum verðhækkunum, sem þeir sjálfir höfðu efnt til síðari hluta árs í fyrra, og þeir hafa einnig séð að við verðum með nákvæmlega sömu verðbólgu nú í ár og í fyrra, ef þessu verður ekki fylgt eftir. Hins vegar var það hugmynd okkar með tillöguflutningnum að ná meiri árangri í lækkun verð- bólgunnar og eins, sem er náttúru- lega kjarni málsins, að draga úr kjaraskerðingu almennings í land- Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Rekstraráætlun f lugstöðvar gerð með óvenjulegum hætti „í TÍMANUM í morgun er því slegið upp, að það verði rekstrar- afgangur af flugstöðinni,— að rekstraráætlun sýni verulegan hagnað. Sú rekstraráætlun er nú gerð með þeim óvenjulega hætti að það er ekki reiknað með neinum vaxtagreiðslum vegna lána, sem tekin væru til fram- kvæmda. Ég er anzi hræddur um, að rekstraráætlunin snérist nú heldur betur á hvolf þegar búið er að taka tillit til fjármagns- kostnaðarins“, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann álits á yfirlýs- ingum aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins um bygg- ingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli, en framsóknar- menn hafa hug á þvi að hafist verði handa við bygginguna strax á næsta ári. „Það liggur fyrir að fjármagn til þessarar flugstöðvar verður ekki tekið inn á lánsfjáráætlun á þessu ári“ sagði Ragnar og er hann var spurður, hvort alþýðubandalags- menn myndu standa gegn bygg- ingunni svaraði hann: „Við viljum fyrst láta ákveða með hvaða hætti hún verði reist, hvernig hún verði fjármögnuð, einnig hversu stór hún á að vera og hvar hún á að koma inn í framkvæmdaröð. Það eru margir sem sjá ekki að til þessa verkefnis fer hærri upphæð heldur en varið er ateinu ári til allrar vegagerðar, hafnarmála og flugvallabygginga og menn hafa nú ekki enn fengið fyllstu rök fyrir því að þessi ráðstöfun fjár- muna sé sú brýnasta og að ekki sé hægt að byggja þessa flugstöð án þess að vefja það inn í hernaðar- framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli, sem er okkur alþýðubanda- lagsmönnum mjög á móti skapi." Ragnar sagði í lokin: „Þá liggur ekkert fyrir um hver þróun flug- mála verður á Keflavíkurflugvelli. Við vitum ekkert um það hvort Atlantshafsflugið heldur áfram. Mörgum mun nú þykja ákaflega hæpið að ákveða stærð flugstöðv- arinnar áður en vitað er hvort Atlantshafsflug Flugleiða verður verulega skert.“ André Isoir við orgelið í Landakotskirkju. Ljósm.: Kmilía Orgeltónleikar André Isoir í Landakotskirkju FRANSKI ORGELLEIKARINN André Isoir heldur orgeltón- leika í Landakotskirkju í kvöld og á morgun. Hann heldur fyrirlestur um tónsnillinginn César Franck í Fíladelfíukirkj- unni kl. 17. Þetta er í fyrsta skipti sem Isoir heimsækir lsland og hefur hann haldið tvenna tónleika, í Filadelííukirkju og Skálholtskirkju, en hann fer af landi brott hinn 11. apríl. André Isoir er fæddur 1935. Hann stundaði nám við Tón- listarháskólann í París og hlaut fyrstu verðlaun í orgel- leik og impróvísasjón við brottfararpróf 1960. Isoir á glæsilegan tónlistarferil að baki. Hann hefur haldið tón- leika víða um heim og hvar- vetna vakið athygli fyrir stór- brotna túlkun. I þrjú ár sam- fleytt fór hann með sigur af hólmi í alþjóðlegri keppni í impróvísasjón, en slík keppni er haldin árlega í Haarlem í Hollandi. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu inn á æf- ingu hjá Isoir í Landakots- kirkju á þriðjudag. Reyndar var ekki um æfingu að ræða, því Isoir var önnum kafinn við að stilla kirkjuorgelið og hreinsa — gekk um með skipti- lykil í hendi, en settist þess á milli við hljóðfærið og spilaði tónraðir sem skrúfuðu sig um kirkjuna. „Ef þetta hljóðfæri fæst til að hljóma, verður það okkur einum að þakka — við verðum að láta hendur standa fram úr ermum ef það á að takast,“ sagði meistarinn og veifaði skiptilyklinum. Það fór því þannig, að Isoir hafði heldur lítinn tíma til að spjalla við blaðamenn. Um dvöl sína hér sagði hann, að ísland hefði komið honum dálítið á óvart — enda hefði hann ekki mikil kynni af norð- lægum löndum. „En ísland er fallegt land og ég mun vissu- lega eiga héðan góðar minn- ingar,“ sagði André Isoir. Takmark- anir á öxul- þunga víða um landið VEGIR eru nú færir um mest- allt landið þar sem á annað borð er fært á þessum árstima að sögn vegaeftirlitsmanna. Vorið hefur þó gert áþreif- anlcga vart við sig og þrátt fyrir að nóg hafi verið að gera við að bægja vatni frá vegum hafa ckki orðið stórfelld tjón vegna vatnsflóða. Takmark- anir á öxulþunga hafa verið settar víða vegna aurbleytu. Öxulþungatakmarkanir hóf- ust á Snæfellsnesi, þá hafa takmarkanir verið settar norð- an til á Vestfjörðum og einnig er búið að auglýsa takmarkan- ir á Suðurlandi, mikið í Ár- nessýslu og í Mýrdalnum og einnig töluvert á Austfjörðum. ran FYRIRALLA FJÖISKYLDUNA -O" M/MW Líkamar okkar þarfnast vel yfirvegaðrar, vitamin-ríkrar og undirstððugóðrar mál- tíðar á degi hverjum til að haldast hraustir og heilbrigðir. A þetta vill skorta hjá börnum og fullorðnum. Það sem við þörfnumst er fæða til að halda jafnvægi í neyslu - og þar koma KELLOGG’S ALL BRAN, BRAN BUDS OG 30% BRAN FLAKES að góðum notum. Spyrjið þá sem gleggst vita. Allar eru þessar BRAN tegundir tilvaldar til að taka þátt í að viðhalda hreysti og heilbrigði. Byrji5 daginn með H. BENEDIKTSSON HF. Suðurlandsbraut 4 Sími: 38300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.