Morgunblaðið - 08.04.1981, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
Greinargerð Flugleiða
varðandi flugmannagiálefni
og verkfallsboðun FIA
Verkfallsboðun
Með bréfi, dags. 2. apríl, hefur
stjórn og trúnaðarmannaráð Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna
(F.Í.A.) tilkynnt Flugleiðum, að
verkfall flugmanna á B-727, F-27
og Twin-Otter flugvélum félagsins
hefjist frá og með nk. föstudegi 10.
þ.m.
Ekkert sérstakt tilefni er til-
greint fyrir verkfallsboðuninni, en
augljóst er, að þrátt fyrir að
kjarasamningar hafi verið lausir
síðan 1. feb. 1980, er megintilefnið
það á hvern hátt Flugleiðir hafa
nú ákveðið að ráðstafa nýjum
stöðum á flugvélar sínar, og hugs-
anleg áhrif þeirrar ákvörðunar á
svonefnt starfsaldurslistamál
flugmanna.
Ný flugverkefni
Vegna samdráttar í hefðbundnu
áætlunarflugi Flugleiða milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna hefur í
vetur verið unnið kappsamlega af
hálfu félagsins að öflun ýmissa
viðbótarverkefna erlendis, sem
m.a. gætu tryggt sérþjálfuðu
starfsliði þess, þ.á m. flug-
mönnum, áframhaldandi störf, og
jafnvel aukið þau. Þau verkefni,
sem þegar hefur verið samið um,
eru m.a. eftirfarandi:
a) Fraktflug með tveim DC-8
flugvélum fyrir Air India, en
það verkefni skapar nú störf
fyrir 21 flugmann og 11 flug-
vélstjóra.
b) Leiga á tveim F-27 flugvélum
til áætlunarflugs Libyan Arab
Airlines. Við það starfa nú 6
íslenskir flugmenn og 3 flug-
virkjar. '
6) Leiga á B-727 flugvél til nýs
flugfélags í Nígeríu, Kabo-Air,
en félag þetta hefur einnig
fengið kauprétt á flugvélinni.
Þar eiga kost á starfi 6 flug-
menn, 3 flugvélstjórar, 2—3
flugvirkjar og stöðvarstjóri, en
starfsemi þessa nýja félags
mun væntanlega hefjat 15. apr-
Í1 nk.
Flugmenn og
áhafnaþörf
Á vegum Flugleiða og Air Ba-
hama eru nú starfandi samtals
110 flugmenn. Þar af eru 54
félagar í FÍA (19 á B-727 og 35 á
F-27), 53 eru í Félagi Loftleiða-
flugmanna (FLF), og starfa nú
allir á DC-8, og 3 flugmenn eru
ríkisborgarar Bahama, og starfa
við áætlunarflug Air Bahama
ásamt íslenskum starfsbræðrum.
Áætluð flugmannaþörf nk.
sumar til hefðbundinna og nýrra
verkefna er sem hér segir:
Flugfélag DC-8 B-727
Flugleiðir 20 23
Air Bahama 6 _
Air India 21 -
Libyan Arab _ _
Kabo-Air _ 6
Samtais: Fyrir hendi 47 29
eru: 56 19
Breytingar: +9 +10
Sérstök athygli er vakin á því,
að við hefðbundin íslensk flug-
verkefni eru nú aðeins áætluð
störf fyrir 74 flugmenn, en erlend
verkefni bjóðast hins vegar fyrir
39 flugmenn. Þessi árangur í
útvegun nýrra flugverkefna er-
lendis þýðir m.a., að Flugleiðir
gætu haldið öllum núverandi flug-
mönnum í starfi, og ráðið til
viðbótar þá þrjá F-27 flugmenn,
sem ekki hafa haft starf hjá
félaginu að undanförnu.
Auglýstar stöður
Með hliðsjón af framangreindu
voru fulltrúar stjórna FÍA og FLF
boðaðir á fund Flugleiða 17. mars
sl., og þeim kynnt umrædd verk-
efni og áhafnaþörf. Þá var þeim
jafnframt tjáð að auglýstar yrðu
lausar til umsóknar viðbótarstöð-
ur á B-727 og F-27.
Sú auglýsing vart birt daginn
eftir, og stíluð á alla flugmenn
Flugleiða. Umsóknarfrestur var
til kl. 10.00 mánudaginn 23. mars.
Eftirfarandi skriflegar umsókn-
ir bárust: il ií u. 2 1 1
StaAa B-727 flugstjóra: 18 20 38
Staða F-27 flugstjóra: 14 20 34
Staða B-727 flugmannn: 15 13 28
Með bréfi, sem afhent var full-
trúum stjórna FÍA og FLF seinni
hiuta sama dags, var tilkynnt sú
ákvörðun Flugleiða, að umrædd-
um stöðum yrði ráðstafað með
hliðsjón af skráðum starfsaldri
flugmanna félagsins. Samkvæmt
því kæmu 5 stöður B-727 flug-
stjóra og 5 stöður B-727 flug-
manna í hlut flugmanna í FÍA, en
8 stöður flugstjóra á F-27 hlytu
flugmenn í FLF, sem til þessa
hafa starfað á DC-8 flugvélum,
ýmist sem flugstjórar eða flug-
menn.
Mótmæli FÍA og kröfur
Þessari ákvörðun mótmælti
stjórn og trúnaðarmannaráð FÍA
bréflega til Flugleiða 25. mars. Er
þess jafnframt krafist, að allar
flugstjórastöður á F-27 komi einn-
ig í hlut flugmanna í FÍA. At-
vinnulausum DC-8 flugmönnum
verði gefinn kostur að hefja störf
sem aðstoðarflugmenn á F-27, á
eftir yngstu mönnum á fyrri
starfsaldurslista FÍA og Flugfé-
lags íslands. Þeir FÍA-félagar,
sem hér um ræðir, starfa nú sem
flugmenn á B-727, og hafa að baki
11—15 ára starfsaldur hjá Flugfé-
lagi íslands og Flugleiðum. Um-
ræddir DC-8 flugmenn, sem að
lokinni þjálfun yrði úthlutað F-27
flugstjórastöðunum hafa starfað í
18—19 ár hjá Loftleiðum og Flug-
leiðum.
Ef farið yrði að kröfu stjórnar
og trúnaðarmannaráðs FÍA yrði
framkvæmdin jafnframt sú, að af
þeim 19 flugmönnum, sem nú
starfa á B-727 flugvélunum,
þyrftu 8 að sækja F-27 námskeið-
ið, og af 35 flugmönnum, sem nú
starfa á F-27, myndu 18 eða
rúmlega helmingur setjast á B-727
námskeiðið.
Það eru þó ekki þessi síöast-
töldu vandkvæði í framkvæmd
krafna FÍA, sem réði ákvörðun
Flugleiða um stöðutilfærslur og
nauðsynlega þjálfun, heldur þær
F-27 Samtais %
31 74 65,5
_ 6 5,3
- 21 18,6
6 6 5,3
- 6 5,3
37 113 100.0
35 110 97,3
+2 +3 2,7
forsendur, sem hér á eftir verða
nánar raktar.
Starfsaldurslistar
Þegar Flugfélag íslands og
Loftleiðir voru sameinuð undir
yfirstjórn Flugleiða árið 1973 var
fyrirhugað að eldri flugfélögin
störfuðu áfram, a.m.k. fyrst um
sinn, en Flugleiðir önnuðust allan
rekstur þeirra annan en beinan
rekstur flugvélanna. Viður-
kenndir voru áfram tveir starfs-
aldurslistar flugmanna, þ.e. hjá
Flugfélagi íslands og Loftleiðum.
Þegar Flugleiðir yfirtóku öll
flugrekstrarleyfi Flugfélags ís-
lands og Loftleiða frá og með 1.
okt. 1979, lauk allri flugstarfsemi
á vegum hinna eldri félaga, og á
sama degi urðu allir flugmenn
þeirra starfsmenn Flugleiða.
Með bréfum Flugleiða til FÍ A og
FLF, dags. 3. okt. 1979, var
kjarasamningum sagt upp frá og
með 1. febrúar 1980. Jafnframt
var tekið fram, að forsenda nýs
kjarasamnings væri að samið yrði
við einn aðila, sem kæmi fram
manna. Úrslit atkvæðagreiðslu
meðal flugmanna urðu þau, að
FLF-flugmenn samþykktu, en
FÍA-flugmenn höfnuðu tillögunni.
Sem viðbótartilraun til að ná
samkomulagi um lausn þessara
mála, lögðu Flugleiðir fram nýja
tillögu 28. nóv. 1980, sem m.a.
gerði ráð fyrir atvinnutryggingu
allra flugmanna félagsins eigi
skemur en til 1. okt. 1981, og
sérstökum ákvæðum um úrskurð-
araðila, sem tilnefndur verði af
Ákvörðun FÍA-flugmanna að
mæta ekki til þeirrar þjálfunar,
sem þeir höfðu sjálfir skriflega
sótt um, kann að byggjast að hluta
á þeirri hugmynd, að með þvi hafi
þeir aðstöðu til að þvinga fram
hvaða lausn mála, sem þeim yrði
að skapi, og að unnt sé að fresta
slíkri þjálfun lengra fram á vorið
eða jafnvel sumarið.
Þetta er á miklum misskilningi
byggt. Næsta B-727 námskeið, ef
haldið yrði á vegum Flugleiða,
yrði ekki fyrr en í október/nóv-
ember 1981. Val flugmanna á það
námskeið verður með hliðsjón af
þeirri þróun, sem yrði í verkefnum
og starfsmannahaldi félagsins
fram að þeim tíma.
öllum hlutaðeigandi FÍA-
flugmönnum hefur verið bréflega
skýrt frá þessu, og jafnframt að
endanlegur frestur til að endur-
skoða afstöðu sína til þátttöku í
námskeiðinu renni út 8. apríl nk.
Er þá gert ráð fyrir, að bæði
nemendur og kennarar fallist á að
sitja hið 17 daga bóklega nám-
skeið alla daga tímabilið 8.-24.
apríl, þ.e. fram að þeim tíma sem
fara þarf til Seattle í verklega
þjálfun.
Lokaorð
Ákvörðun Flugleiða um þjálfun
og stöðutilfærslur er tekin í ljósi
þeirrar staðreyndar, að samkomu-
lag um lausn starfsaldurslista-
mála flugmanna hefur ekki tekist
milli allra aðilja, þrátt fyrir marg
ítrekaðar tilraunir á undanförn-
um árum. Þessi ákvörðun er í fullu
samræmi við miðlunartillögu
sáttasemjara, sem hann lagði
fram 19. nóv. sl.
Tilkoma nýrra erlendra verk-
efna er meginástæða þess að í
þjálfun flugmanna er ráðist. Hjá
Flugleiðum starfa nú 54 flugmenn
á B-727 og F-27, og hefðbundið
áætlunarflug félagsins með þess-
um flugvélagerðum krefst ekki
fleiri flugmanna. Hins vegar bjóða
verkefnin í Libyu og Nígeríu hvort
um sig upp á störf fyrir 6 íslenska
flugmenn, og þar er einnig að
finna töluverða möguleika fyrir
aukinni starfsemi, sem nýtti ís-
lenska flug- og tækniþekkingu.
Að óbreyttri afstöðu FIA til
nauðsynlegrar þjálfunar íslenskra
flugmanna til viðbótarstarfa er
augljóst að Flugleiðir verða annað
hvort að afsala slíkum nýjum
verkefnum til annarra flugfélaga,
innlendra eða erlendra, eða að
öðrum kosti ráða erlenda flug-
menn til starfa við þau.
Það hefur verið stefna Flugleiða
að leitast við að renna fleiri
stoðum undir íslenska flugmála-
starfsemi, og þannig efla íslenskt
atvinnulíf. Til þess að svo megi
verða þarf einnig að fyrirfinnast
nauðsynlegur lágmarks skilningur
og samstarfsvilji allra starfs-
manna félagsins.
WIKA
Þrýstimælar
Allar staeröir og geröir
Jfc-J
SöyiftlgEflgjMir
Vesturgötu 16, sími 13280
fyrir hönd allra flugmanna Flug-
leiða. Þá var einnig ítrekað, að um
einn sameiginlegan starfsaldurs-
lista yrði að ræða við gerð næsta
kjarasamnings. Þessi atriði voru
enn áréttuð í samhljóða bréfum
Flugleiða til stjórna FÍA og FLF,
dags. 5. nóv. 1979.
í bréfi Flugleiða til stjórna FÍA
og FLF, dags. 6. des. 1979, er bent
á, að náist ekki samkomulag um
sameiginlegan starfsaldurslista
flugmanna Flugleiða, verði stjórn
félagsins nauðbeygð til að velja
aðra eftirfarandi leiða:
a) Viðurkenna engan starfsald-
urslista eða starfsaldursreglur
eftir 1. feb. 1980; eða
b) Flugleiðir úrskurði einhliða
röðun á sameiginlegan starfs-
aldurslista.
Meginröksemd FÍA gegn
ákvörðun Flugleiða um þjálfun og
fyrirhugaðar stöðutilfærslur virð-
ist sú, að hefð sé fyrir því að unnið
sé áfram samkvæmt fyrri kjara-
samningi, þótt honum hafi verið
sagt upp af öðrum hvorum eða
báðum samningsaðiljum. Starfs-
aldurslisti og viðeigandi reglur
teljist hluti slíks samnings.
Slík túlkun kann að gilda ef
unnt yrði að loka augunum fyrir
því að hjá Flugleiðum er starfandi
annar jafn stór flugmannahópur,
þ.e. félagar í FLF, en óhjákvæmi-
legt er að taka tillit til réttar
þeirra til starfa hjá félaginu.
Flugleiðir hafa í máli þessu
leitað álits nokkurra mætra lög-
fræðinga, og er það samdóma álit
þeirra, að við núverandi aðstæður,
svo og forsögu málsins, sé óhjá-
kvæmilegt að miða stöðutilfærsl-
ur flugmanna við skráðan starfs-
aldur allra flugmanna félagsins.
Sáttatilraunir
Á árinu 1980 var dr. Gunnar G.
Schram skipaður sérstakur sátta-
semjari í „flugmannadeilunni", og
hélt hann 70 fundi með aðiljum
áður en hann lagði fram miðlun-
artillögu 19. nóv. 1980 til lausnar
málinu. Var miðlunartillagan
samþykkt af stjórn Flugleiða,
þrátt fyrir að í henni fælust
verulegar fjárhagslegar kvaðir á
félagið varðandi starfsöryggi flug-
forseta Hæstaréttar. Þessum úr-
skurðaraðila yrði ætlað að ljúka
störfum fyrir 1. mars 1981. Tillaga
þessi náði heldur ekki samþykki
allra aðilja.
Tillögur sam-
gönguráðherra
Ríkisstjórn íslands hefur sam-
þykkt að fela samgönguráðherra
forgöngu um lausn flugmanna-
málsins. Ráðherra ræddi við full-
trúa Flugleiða, FÍA og FLF 26.
mars sl. og lagði fram eftirfarandi
hugmyndir sínar til lausnar:
a) Skipuð verði þegar í stað
þriggja-manna sáttanefnd, er
fengi afmarkaðan tíma til að
vinna að lausn málsins, t.d. 4
vikur.
b) Ef störf sáttanefndar leiði ekki
til samkomulags, taki gerðar-
dómur við, og sé niðurstaða
hans bindandi fyrir alla aðilja.
c) Þjálfun flugmanna fari fram
samkvæmt ákvörðun Flugleiða.
Verði niðurstaða sáttanefndar
eða gerðardóms önnur en sú,
sem felst í þeirri ákvörðun,
verði sú niðurstaða afturvirk,
og Flugleiðir geri viðeigandi
breytingar á þjálfun og stöðu-
tilfærslum flugmanna nk.
haust.
Þrátt fyrir að í þessari lausn
kynni að felast viðbótarkostnaður
fyrir Flugleiðir, samþykkti félagið
þegar í stað þessar tillögur. Hins
vegar var þeim hafnað af stjórn og
trúnaðarmannaráði FÍA.
Námskeið
Tvö bókleg námskeið hófust hjá
Flugleiðum miðvikudaginn 1. þ.m.
annað fyrir B-727, en hitt fyrir
F-27. Á því fyrrnefnda hafa aðeins
mætt boðaðir flugvélstjórar, en
FÍ A-flugmenn hafnað setu á nám-
skeiðinu. Hins vegar hefur F-27
námskeiðið gengið með eðlilegum
hætti, en það sitja FLF-flugmenn,
sem til þessa hafa flogið DC-8
flugvélum.
Verklegt nám fyrir B-727 hefst
hjá Boeing í Seattle 29. apríl nk.,
og yrði lokið 22. maí. Verklegt
nám fyrir F-27 verður hins vegar
hjá USAir í Pittsburgh tímabilið
27. apríl til 15. maí.