Morgunblaðið - 08.04.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
13
Páll Gislason, borgarfulltrúi:
Á borgin að styrkja
Sinfóníuhljómsveitina?
Á síðasta borgarstjórnarfundi
var samþykkt að mæla með tillögu
að frumvarpi um Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Ég taldi þetta frum-
varp svo gallað bæði frá sjónar-
miði hljómsveitarinnar svo og
borgarstjórnar, að ég bar fram
tillögu um að vísa málinu frá að
sinni. Var sú tillaga felld.
Undanfarin ár hefur sá siður
haldist, að borgarstjórn Reykja-
víkur greiði 21% af rekstrarhalla
hljómsveitarinnar ár hvert, án
þess að hafa nein veruleg áhrif á
hvernig rekstri hennar er háttað.
Á síðustu árum hafa nokkrum
sinnum verið samin frumvörp að
lögum um Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, sem hafa ekki náð fram að
ganga m.a. vegna þess, að í þeim
hefur verið sett fram sú kvöð á
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu, að þau greiddu verulegan
hluta af rekstrarhalla. Þau hafa
nú öll neitað þessu alfarið nema
Seltjarnarnes, sem vill greiða 1%
og svo nú Reykavíkurborg, sem er
krafin um greiðslu 19% af hallan-
um. Ríkisútvarpið, sem hefur sér-
stakan fjárhag greiðir 25%, en
ríkissjóður 55%.
Margt er til bóta í þessum nýju
drögum frá því sem áður var, en
þó er þar enn að finna þá
megingalla, sem áður hafa verið á
fyrri frumvörpum um Sinfóníu-
hljómsveit Islands.
Þá tel ég helsta:
1. Menntamálaráðuneytið er al-
farið yfirstjórnandi reksturs
hljómsveitarinnar. Kjör
hljómsveitarmanna fara eftir
kjarasamningum ríkisins og
ríkisendurskoðun endurskoðar
reikningshald hljómsveitarinn-
ar.
2. Þó að núverandi fyrirkomulag
sé gallað, þá er þó til „óritað"
samkomulag, þar sem fjár-
framlag borgarinnar er háð
samþykki borgarráðs og borg-
arstjórnar ár hvert. Samkvæmt
lagafrumvarpinu er hækkun
framlags ekki háð samþykki
greiðsluaðila og yrði þá lögboð-
ið framlag, sém kjörnir borgar-
fulltrúar hafa engin áhrif á.
3. Hingað til hefur borgin orðið að
áætla fjárframlag eftir út-
reikningi fjárlaga ríkisins, en
ekkert haft um það að segja,
hve það yrði mikið. Ekki hafa
komið neinar upplýsingar eða
skýrslur til borgarstjórnar hér-
aðlútandi frá stjórn hljómsveit-
arinnar. Lögin myndu senni-
lega laga þetta eitthvað.
Hver á að reka
Sinfóníuhljómsveit
íslands?
Nú getur það verið túlkað þann-
ig, að ég sé á móti því, að
Páll Gislason, borgarfulltrúi.
Sinfóníuhljómsveit íslands starfi,
af því, að ég gagnrýni frumvarp að
lögum um þá merku stofnun. Svo
er ekki.
Ég held, að þetta fyrirkomulag
að láta ríkisútvarpið og sveitarfé-
lög greiða tæpan helming gjalda
SVFÍ í Reykjavik:
hljómsveitarinnar, verði ekki til
lengdar til að efla hljómsveitina.
Það verður aðeins til að gera
málið erfiðara og einn liður í því
sífellda stríði, sem háð er í
myrkviði þeirra alltof mörgu
málaflokka, þar sem flókin verk-
efna og fjárhagsskipting ríkis og
sveitarfélaga og eilíft bitbein við-
komandi aðila.
Engum datt í hug, að borgarsj-
óður tæki þátt í rekstri Þjóðleik-
hússins, sama mætti segja um
Landsbókasafnið, Þjóðminjasafn-
ið eða Hagstofuna og fleiri slíkar
stofnanir, sem þjóna öllu landinu,
en eru staðsettar í Reykjavík.
Mér finnst, að það myndi verða
affarasælast fyrir hljómsveitina,
að ríkissjóður fjármagnaði rekst-
ur hennar alfarið, eins og svo
margar aðrar stofnanir, sem eru
einstsæðar í sinni grein, hvar sem
þær eru staðsettar á landinu.
Á borgarsjóður að
styrkja listir?
Á því er enginn vafi. Nú er í
fjárhagsáætlun borgarinnar áætl-
aðar rúmar 7 milljónir nýkr. (700
millj. gkr.) til lista, þar af ganga
3,5 millj. til Leikfélags Reykjavík-
ur, 1,7 millj. til Kjarvalsstaða og
1,2 millj. til Sinfóníuhljómsveitar-
innar. Þá eru eftir 600 þús. kr. til
styrkja til annarrar listastarf-
semi.
Við Leikfélagið hefur gilt það
samkomulag, að borgin greiðir
kaup 38 fastra starfsmanna Leik-
félagsins. Hefur þetta samstarf
gengið mjög vel.
Hallarekstur Kjarvalsstaða
greiðir borgarsjóður að sjálfsögðu
Guðrún S. Guð-
mundsdóttir
formaður
kvennadeildar
Aðalfundur kvennadeildar Slysa-
varnafélags íslands í Reykjavík;
var haldinn 12. mars sl. í húsi SVFI
á Grandagarði.
Þær breytingar urðu á stjórn að
frú Hulda Victorsdóttir sem verið
hefur formaður sl. átta ár, baðst
undan endurkosningu, og Erna
Antonsdóttir sem verið hefur með-
stjórnandi gaf ekki kost á, sér
áfram í stjórn. Frú Guðrún S.
Guðmundsdóttir, sem verið hefur
ritari deildarinnar var kosinn
formaður. I stjórn komu tvær
nýjar konur, María R. Gunnars-
dóttir, og Jóna Helgadóttir, sem
áður var endurskoðandi.
Á síðasta ári varð deildin 50 ára
og var þá ýmislegt gert til að
minnast afmælisins en sérstakur
afmælisfundur verður fimmtudag-
inn 9. apríl nk. í húsi SVFÍ, á
Grandagarði. í stjórn Kvenna-
deildar Slysvarnafélagsins í
Reykjavík eru þessar konur: Guð-
rún S. Guðmundsdóttir formaður,
Salome H. Magnúsdóttir gjaldkeri,
María R. Gunnarsdóttir ritari,
meðstjórnendur, Þórdís Karels-
dóttir, Jóna Helgadóttir, Jóhanna
Árnadóttir, Ingibjörg Auðbergs-
dóttir, Dýrfinna Vítalín, Lilja Sig-
urðardóttir.
Völundar huróir
Timburverzlunin Völundur framleiðir spónlagðar %
hurðir með bezta fáanlega spæni.
Spjaldahurðir eða sléttar hurðir, eftir vali kaupandans.
Afhenti
trúnaðarbréf
Einar Ágústsson sendiherra af-
henti general Kenan Evren, for-
seta Tyrklands, trúnaðarbréf sitt
á föstudaginn, sem sendiherra
með aðsetur í Kaupmannahöfn,
segir í frétt frá utanríkisráðu-
neytinu, sem Morgunblaðinu barst
1 gaer-
Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð.
Gjörið svo vel og lítið inn í sýningarsali okkar á
Klapparstíg 1 og Skeifunni 19.
Yfir 75 ára reynsla tryggir.gæðin.
Timburverzlunin Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
alfarið. Þegar svo er komið, að
styrkjum til ýmiskonar lista-
starfsemi, sem rekin er af frjáls-
um félagasamtökum, er um miklu
lægri upphæðir að ræða.
Polyfónkórinn fær 25 þús kr.
Kammersveit Reykjavíkur 4 þús.
kr. Hljómsveitin Reykjavík En-
samble 2 þús. kr., en Kammermus-
ikklúbburinn 4 þús. kr. Lúðra-
sveitir í Reykjavík fá 56 þús. kr.
svo nokkuð sé nefnt. Væri ekki til
athugunar fvrir borgarstjórn að
ætlast til þess, að ríkið sæi um þá
þætti lista, sem eru sameiginlegir
fyrir allt landið, en Reykjavíkur-
borg sæi um þá sérhæfðu starf-
semi lista, sem fer fyrst og fremst
fram fyrir borgarbúa sjálfa.
Stofnun Sinfóníuhljómsveitar-
innar var mikill viðburður á
listabraut íslensku þjóðarinnar.
Dugnaður frumherjanna var ótrú-
legur, er þeir lyftu þessu Grettis-
taki. Nú er kornið að því að styrkja
grundvöll þessa framtaks. Ég
held, að það verði betur gert með
því að losa stjórn og fjárhag
hljómsveitarinnar við hið flókna
kerfi samstarfs margra ólíkra
aðila. Þetta kerfi á eftir að valda
sífelldum deilum og draga úr
viðgangi hljómsveitarinnar.
Eg tel, að þetta verði aðeins
hindrað með því, að ríkið taki
málefnið alveg að sér með nýrri
lagasetningu um þetta merka
fyrirtæki, sem Sinfóníuhljómsveit
íslands er.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands á
næstunni sem hér segir:
ROTTERDAM
Arnarfell ..........29/4
Arnarfell ....;... 13/5
Arnarfell ......... 27/5
ANTWERPEN
Arnarfell ......... 10/4
Arnarfell ......... 30/4
Arnarfell ......... 14/5
Arnarfell ......... 28/5
GOOLE
Arnarfell ......... 27/4
11/5
25/5
Arnarfell ....
Arnarfell ..
LARVÍK
Hvassafell ........ 20/4
Hvassafell ......... 4/5
Hvassafell ........ 18/5
GAUTABORG
Hvassafell ........ 21/4
Hvassafell ......... 5/5
Hvassafell ........ 19/5
KAUPMANNAHÖFN
Hvassafell ........ 22/4
Hvassafell ......... 6/5
SVENDBORG
-Skip- 13/4
Hvassafell 23/4
Hvassafell 7/5
Hvassafell 21/5
HELSINGFORS:
Dísarfell 16/4
Dísarfell 17/5
HAMBORG
Dísarfell 10/4
GLOUCESTER, MASS
Skaftafell 14/4
Jökulfell 10/5
Skaftafell 17/5
HALIFAX, KANADA
Skaftafell 16/4
„Skip“ ca 21/4
Jökulfell 12/5
Skaftafell 19/5
SKIPADEIUD
SAMBANDSINS
Sambandshusinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101