Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981 Þór Sveinsson leirkerasmiAur við vinnu sina i verksmiðju Glits hf. Ljtam.: Krlstján Elnarwton. „Sælkeralínunni“ raðað i hillur. HAGSTÆÐ varahluta- KAUP í fólks- og vörubíla: STARTARAR og ALTERNATORAR ásamt tilheyrandi varahl. SPENNUSTILLAR og CUT-OUT í flestar gerðir bíla og véla. HÁSPENNUKEFLI BENSÍNDÆLUR RELAIS 6-12-24V FLAUTUR 6-12-24V MIÐSTÖÐVARMÓTORAR ÞURRKUMÓTORAR VIFTUR AFTURRÚÐUBLÁSARAR SPÍSSADÍSUR GLÓÐARKERTI OLÍUSÍUR-LOFTSÍUR ELDSNEYTISSÍUR DRIFSKIPTIMÓTORAR Fyrir búkkahífingu: BÚKKADÆLUR og MÓTORAR SEGULROFAR SKIPTILOKAR LOFTBREMSUKERFI AUK ÞESS sérbúnaö sem eykur bensínnýtinguna: LUMENITION MARK-II ÞRÝSTIJAFNARA M-M KERTAÞRÆÐI BOSCH „SUPER“ KERTI BREYTINGARSETT í handstýrt innsog. HABERG hf Skeifunni 3E. Sími: 84788. Glit kynnir nýja framleiðslu: Villt íslensk grös og blóm notuð til skreytinga á vasa og veggskraut FYRIRTÆKIÐ Glit hf. er um þessar mundir að senda á markað- inn nýja framleiðsluvöru, annars vetcar svonefnd „steinhlóm" og hins vegar „sælkeralína“. Stein- blóm er þannig unnið að villtar fslenskar jurtir eru felldar inni og brenndar við steinleir, en sælkera- linan er á hinn bóginn ýmsar krúsir, svo sem fyrir kaffi, te og sykur, einnig vínkútar og ýmis- legt fleira. Blaðamönnum var ný- lega boðið að skoða starfsemi fyrirtækisins. Orri Vigfússon framkvæmda- stjóri tjáði blaðamanni Morgun- blaðsins, að Ragnar Kjartansson myndhöggvari hefði stofnað fyrir- tækið fyrir allmörgum árum, eða árið 1958 nánar til tekið. Hann hefur fyrir löngu selt sinn hluta, og eru núverandi eigendur nokkrir tugir einstaklinga og fyrirtækja er reka Glit sem hlutafélag. Fyrir- tækið er til húsa í stóru og rúmgóðu leiguhúsnæði við Höfða- bakka í Reykjavík. Orri sagði, að skipta mætti sölu framleiðslunnar í þrjá nokkurn veginn jafna hluta: Einn þriðji selst til íslendinga, einn þriðji er fluttur út, og einn þriðja kaupa erlendir ferðamenn á íslandi. Út- lendingar kaupa einkum hraun- keramik, en Islendingar kaupa einkum steinleir, og eru matar- og kaffistell frá Glit til dæmis vinsæl til brúðargjafa. Hin nýja framleiðsla, steinblóm- in, virðist ætla að gera mikla lukku að sögn Orra, og hafa þegar borist pantanir, þótt varan sé ekki komin á markað enn sem komið er. Fyrstu tilraunir með steinblómið voru gerðar 1978 af Birni Viggóssyni tæknifræðingi, en undanfarna mánuði hafa þau Þór Sveinsson leirkerasmiður og Eydís Lúðvíks- dóttir myndlistakona unnið að verkefninu og endanlega hannað nýju línuna sem nú er um það bil að koma á markaðinn. Að sögn Orra Vigfússonar hefur verið lögð mikil áhersla á að vanda til hinnar nýju framleiðslu. Steinblóm er þannig unnið að villt íslensk grös og blóm eru tínd víðsvegar um land. Þau eru pressuð í steinefnaglerunga og oxíðiliti. Síðan eru jurtirnar felldar inn í blautan eða nýrenndan steinleir. Munirnir eru síðan brenndir í steinleirsofni við 1240—1300 gráðu hita á Celsíus. Við brennsluna eyðast jurtirnar og öll venjuleg efni, en glerungarnir, grópa út frá sér ímynd og útlínur grasa og blóma, sem listamaðurinn lagði í steinleirinn. Ekki er kunnugt um að þessi aðferð hafi áður verið notuð við gerð listmuna í heiminum, en þessi aðferð hefur verið notuð áður við gerð veggflísa. Sýnishorn af hinni nýju fram- leiðslu, steinblóminu. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi i birgöastöö VÉLASTÁL Fjölbreyttar stæröir og þykktir #••• ■ ■ ■ ~ — « • • sívalt ferkantaö flatt sexkantaö Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.