Morgunblaðið - 08.04.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1981
15
Rauðu herdeildirnar:
Handtöku Morettis
hefnt með morði
Róm. 7. apríl. AP.
ÞRÍR menn skutu í daj? til
bana 28 ára gamlan fangavörð
í Róm og hafa Rauðu herdeild-
irnar lýst morðinu á hendur
sér og segjast hafa verið að
hefna handtöku eins helsta
leiðtoga þeirra sl. laugardag.
Drápsmennirnir skutu Raffa-
elle Cinotti þegar hann yfirgaf
heimili sitt og ætlaði að halda
til vinnu sinnar í Rebibbia-
fangelsinu í Róm. Nokkru
seinna hringdi maður til dag-
blaðs í borginni og sagði að með
morðinu vildu Rauðu herdeild-
irnar hefna handtöku Mario
Morettis, þess hryðjuverka-
manns, sem ítalska lögreglan
hefur leitað hvað ákafast.
Moretti er sakaður um fjölda
glæpaverka og talið er að hann
hafi lagt á ráðin um ránið og
morðið á Aldo Moro, fyrrver-
andi forsætisráðherra, árið
1978^Cinotti er fimmta fórnar-
lambið, sem fellur í valinn fyrir
pólitískum öfgamönnum á It-
alíu á þessu ári.
Soraya Khashoggi
Winston Churchill
Líðan Reagans:
Soraya segir frá ástum
sínum og Churchills
Engin sýking en
vægur hiti enn
Washington. 7. apríl. AP.
RONALD Reagan, Bandarikja-
forseti, er nú á ströngum lyfja-
kúr til að komið verði í veg fyrir
hugsanlega sýkingu en hann er
enn með vægan hita. Ákveðið
hefur verið að Nancy, eiginkona
Reagans og George Bush, vara-
forseti, komi fram fyrir hans
hönd í hófi sem repúblikanar
efna til á Hilton-hótelinu þar sem
reynt var að ráða Reagan af
dögum.
Búist er við að Reagan verði á
sjúkrahúsinu út þessa viku og er
ekki gert ráð fyrir að hann geti
flutt fyrirhugað sjónvarpsávarp
til þjóðarinnar þar sem hann
ætlaði að kynna skattalækkunar-
tillögur stjórnarinnar.
Læknar, sem fylgjast með líðan
Reagans, segjast engin merki hafa
fundið um sýkingu í vinstra lunga
hans en lyfjategundum hefur þó
verið fjölgað til frekara öryggis.
Miklar varúðarráðstafanir eru
viðhafðar vegna málsverðarins á
Hilton-hótelinu þar sem 3000
manns munu koma saman. Að-
gangurinn kostar 1000 dollara og
er féð til styrktar frambjóðendum
repúblikana. Bush og Nancy eiga
að koma inn í húsið bakdyramegin
um bílskúrinn en ekki um anddyr-
ið, þar sem tilræðismaður sat
fyrir Reagan á dögunum.
London, 7. apríl. AP.
SORAYA Khashoggi, fyrrver-
andi eiginkona eins mesta auð-
jöfurs þessarar aldar, sagði i
dag i viðtali við vikuritið
„Woman“ frá ástasambandi
sínu og Winston Churchills,
sonarsonar Churchills, forsætis-
ráðherra Breta á striðsárunum.
í viðtalinu sagði Soraya, að
hún hefði að lokum, eftir að þau
hefðu verið elskendur í fimm ár,
sent Churchill aftur til eigin-
konu sinnar, enda hefði hún ekki
haft neinn áhuga á því að
eyðileggja hjónaband mannsins,
„sem ég unni. Þess vegna sárnaði
mér, þegar ég var kölluð „hjóna-
djöfull" í blöðunum, en Churchill
hins vegar hampað sem sakleys-
ingja, sem ég hefði veitt í snöru
mína“.
Uppvíst varð um ástasamband
þeirra Soraya og Churchills árið
1979 og þrátt fyrir hneykslið,
sem það olli, tók kona hans hann
í sátt og hann hélt sæti sínu í
neðri deild breska þingsins.
Soraya, sem áður hét Sandra
Daly, er sex barna móðir, sem nú
býr í Kaliforníu, en hún var áður
gift Adnan Khashoggi, saudi-
arabískum auðjöfri og vopna-
sala.
Ástæðan fyrir því, að upp um
þau Soraya og Churchill komst,
var sú, að þrír leynilögreglu-
menn, sem vissu hvað um var að
vera, reyndu að kúga út úr henni
fé gegn því að þegja. Soraya
höfðaði mál á hendur þeim og
við réttarhöldin varð hún að
segja allt af létta.
„Það er ekki tekið út með
sitjandi sældinni að vera i tygj-
um við giftan mann,“ sagði
Soraya, „en ég var þó engin
varaskeifa, hann kallaði mig
ávallt „konuna sína“. Eg tók það
nærri mér þegar leiðir okkar
skildu og ég varð að vísa honum
á bug, þótt hann vildi hitta mig
áfram."
Það er heldur fátt um fina drætti í pólskum kjötbúðum þessa dagana eins og sjá má á þessari mynd.
sem tekin var í Varsjá íyrir nokkrum dögum. Kjöt er helsta fæðutegund Pólverja en nú hefur verið
tekin upp skömmtun á því og ýmsum öðrum matvörum. AP-símamynd
Sýrlendingar haf na
vopnahlésviðræðum
Brirut, 7. april. AP.
SÝRLENDINGAR neituðu í dag
að semja við hægri sinnaða
kristna menn i Libanon um
vopnahlé þrátt fyrir þá yfirlýs-
ingu Alexander Haigs, utanrikis-
ráðherra Iiandaríkjanna, að af-
ieiðingar áframhaldandi átaka
gætu orðið „mjög alvarlegar“.
Þessar fréttir voru hafðar eftir
heimildum innan libönsku stjórn-
arinnar.
Sýrlendingar eru sagðir krefjast
yfirráða yfir þjóðveginum fyrir
austan borgina Zahle, sem ka-
þólskir menn byggja, en hann
liggur að sýrlensku landamærun-
um, og auk þess yfir þjóðbrautinni
milli Beirut og Damaskus. Á
þessar kröfur hafa kristnir menn
ekki viljað fallast. Haft er eftir
heimildum, að Sýrlendingar ætli
ekki að hvika frá kröfum sínum
þrátt fyrir vaxandi líkur á íhlutun
Israela.
Abdul Halim Khaddam, utan-
ríkisráðherra Sýrlands, kom til
Beirut í dag og hóf strax viðræður
við líbanska ráðamenn í forseta-
höllinni. Á sama tíma geisuðu
bardagar milli líbanska hersins og
Sýrlendinga aðeins steinsnar frá
fundarstaðnum. Páll páfi og Kurt
Waldheim, aðalritari SÞ, hafa
beðið Sýrlendinga að hætta um-
sátrinu um Zahle en þar hafast
200.000 manns við í kjöllurum og
sprengjuskýlum vegna sprengju-
regnsins frá Sýrlendingum.
I gær fordæmdi Alexander
Haig, sem nú er á ferð um
Austurlönd nær, aðfarir Sýrlend-
inga og kallaði þær „grimmilegar"
og varaði þá við afleiðingum
frekari átaka. í ísraelskum dagbl-
öðum var því haldið fram í dag, að
ísraelar hygðu ekki á íhlutun í
Líbanon.
Veður
víða um heim
Akureyri 10 skýjað
Amsterdam 10 heiöskirt
Aþena 20 heiðskírt
Berlín 16 heiðskírt
BrUssel 10 heiðskírt
Chicago 14 heiðskírt
Feneyjar 19 alskýjað
Frankfurt 15 skýjað
Færeyjar 8 alskýjað
Genf 15 skýjað
Helsinki 10 heiöskírt
Jerúsalem 16 skýjað
Jóhannesarborg 25 heiöskírt
Kaupm.höfn 13 heiöskírt
Lissabon 18 heiöskírt
London 13 heiðskírt
Los Angeles 28 heiðskírt
Madrid 20 skýjað
Miami 24 skýjað
Moskva 5 skýjað
New York 10 heiðskírt
Osló 13 heiðskírt
París 15 skýjað
Reykjavík 1 slydda
Ríó de Janeiro 30 heiðskírt
Rómaborg 20 heiöskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Tel Aviv 19 skýjað
Tókýó 19 heiðskírt
Vancouver 10 skýjað
Vínarborg 14 heiöskírt
Lóðbyssur
Lóðboltar
Tangir
í úrvali
Ódýr topp-
lyklasett
í úrvali
Vald Paulsen
Suðurlandsbraut 10,
sími 86499.