Morgunblaðið - 08.04.1981, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
+
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
ÁSLAUG I. ASGEIRSDÓTTIR,
Langageröi 2,
lést í Landspítalanum, mánudaginn 6. apríl.
Hafdís Gíaladóttir, Gíali Þór Gíalaaon,
Ingibjörg S. Gíaladóttir, Sveinbjörn Óakaraaon
og barnabörn
+ Móöir okkar,
ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR,
Ijóamóðir,
Hringbraut 37, Raykjavík,
andaöist aö heimili sínu mánudaginn 6. apríl. Börnin.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi oa langafi,
KRISTJAN EYFJORD GUÐMUNDSSON,
Merkurgötu 13, Hafnarfiröi,
andaöist í Landspítalanum 3. apríl.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. apríl kl.
14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaö, en þeim sem vilja minnast
hins látna er bent á líknarstofnanir.
Klara Kriatjánadóttir, Páll borkelaaon,
Guömundur Skúli Kriatjánaaon, Aalaug Magnúadóttir,
Rakel Kristiánadóttir,
Steinþór Diljar Kristjánsson, Guófinna Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móöir okkar og tengdamóöir,
GUÐRUN MAGNÚSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíö,
áöur til heimilis aö Aöalstraati 54, Akureyri,
veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. apríl kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á
Dvalarheimiiiö Hlíö eða Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri.
María Hermannsdóttir, Eyjólfur Þórarinason,
Hilmar Eyberg, Ólöf Jónsdóttir,
Sverrir Hermannason, Auöur Jónsdóttir,
Brynja Hermannsdóttir, Haraldur Ólafsson,
Björn Hermannsson, Hulda Baldvinsdóttir.
+ Útför systur okkar og uppeldissystur,
GUÐRÍOAR INGVARSDÓTTUR,
Mánagötu 19,
er lézt í Landakotsspítala 30. marz sl. fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 13.30. Hallbjörg Ingvaradóttir,
\ Sigurbjörn Ingvarsaon, Margrát Þóröardóttir.
Útför mannsins míns,
HARALDARJENSSONAR,
Borgarholtsbraut 59,
veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. apríl kl. 3 e.h.
Þórunn Stefánadóttir.
Systir okkar, + BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. apríl kl.
1U.3U. Guðrún Þorsteinsdóttir, Haraldur Þorstelnsaon, Margrát Eyrich, Áata Þorstainsdóttir, Steinunn Þorstainsdóttir og tengdasystkin.
Ólafía Jónsdóttir
Svínavatni - Minning
Fædd 22. maí 1885.
Dáin 2. marz 1981.
Læltkar lifdaga hóI.
Löng er ordin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvildinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blemaðu þá,
8em (að) lógöu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Herdis Andrésdóttir.
Hér verða rituð fáein minn-
ingarorð eftir háaldraða konu,
sem nú hefur kvatt heiminn næst-
um níutíu og sex ára gömul, Ólafíu
Jónsdóttur á Svínavatni í Gríms-
nesi. Hún andaðist í sjúkrahúsinu
á Selfossi 2. marz síðastliðinn og
var til moldar borin að Mosfells-
kirkju 7. s.m.
Hún var fædd suður í Gull-
bringusýslu, að Akrakoti á Álfta-
nesi, 22. maí árið 1885. Voru
foreldrar hennar hjónin Jón
Jónsson og Sigurleif Þorleifsdótt-
ir. Jón var Rangæingur, fæddur að
Múla, (sem þá hét Látalæti), í
Landmannahreppi árið 1850, dá-
inn að Svínavatni árið 1940, fullra
90 ára gamall. Hann átti mörg
systkini, ólst upp við kröpp kjör og
nokkurn barning í æsku, en með
þrautseigju og hagsýni varð hann
síðar góður bóndi, að þeirrar
tíðarhætti, fóðraði fénað sinn
manna bezt, skuldaði aldrei nein-
um neitt og eignaðist snemma
sína ábýlisjörð, Svínavatnið.
Sigurleif Þorleifsdóttir var
fædd að Syðri-Brú í Grímsnesi
árið 1858, dáin að Svínavatni árið
1946, 88 ára gömul. Hún var
dugmikil og starfssöm og búkona
góð. Kvenna bezt kunni hún að
koma mjólk í mat og ull í fat. Það
sagði Einar Arnórsson hæstarétt-
ardómari, sem var kaupamaður á
Svínavatni tvö sumur, er hann var
skólapiltur, að hvergi hefði hann
fengið jafngott skyr að borða og
hjá Sigurleifu á Svínavatni. —
Foreldrar Sigurleifar voru hjónin
Þorleifur Bjarnason og Sigríður
Jónsdóttir. Þau bjuggu allan sinn
búskap að Syðri-Brú. Foreldrar
Sigríðar voru Jón bóndi Þorkels-
son frá Ásgarði og kona hans
Solveig, dóttir Jóns Sigurðssonar,
silfursmiðs og hreppstjóra á
Bíldsfelli (d. 1819), hann var
tvígiftur og átti tuttugu börn. Jón
Þorkelsson á Fossi (d. 1859), var
þekktur maður á sinni tíð. Hann
var sérstæður persónuleiki, hug-
maður mikill og hraðmæltur,
fyrirhyggjusamur búhöldur, sem í
öllum árum var gróinn í heyum og
mat. Skemmu sína hafði hann
jafnan læsta og gengu ekki aðrir
um hana en hann sjálfur. Hún var
ávallt full af matarbirgðum, sölt-
uðu og reyktu kjöti, smjöri, harð-
fiski og kornmat. Jón bauð gestum
vanalega til skemmunnar, en ekki
í bæinn; þar veitti hann þeim
sjálfur mat. Pott-brauð með
smjöri, sem Solveig -kona hans
hafði bakað með þeim „kunstum",
að það gat aldrei myglað. Með því
gaf hann gestinum súrsaðar
lundabaggasneiðar, en á eftir
renndi hann á tinstaup af brenni-
vínskút, en aldrei veitti hann
gestinum nema aðeins eitt staup.
Solveig kona Jóns (d. 1873), var
orðlögð merkiskona. Hún var and-
stæða við bónda sinn að því leyti,
að hún var skapstillingarkona
mikil og róleg í fasi. Hún gerði
fátækum mikið gott í kyrrþey, og
bað þá jafnan að geta ekki um það
við aðra útífrá. — Sonur Jóns á
Fossi og Solveigar og bróðir Sig-
ríðar á Syðri-Brú var Þorkell
hreppstjóri og dannebrogsmaður á
Ormsstöðum, (d. 1893). Hann var
fyrirsvarsmaður Grímsnesinga
yfir fjörutíuára skeið. Hafði hann
mannhýlli mikla í sveit sinni,
þótti tillögugóður, ráðhollur og
hjálpfús.
Hér hefur verið með örfáum
orðum minnzt nokkurra ætt-
manna Ólafíu á Svínavatni. Það er
gert vegna þess, að hinar beztu
kynfylgjur sumra þeirra komu
fram í fari hennar sjálfrar eins og
samtvinnaðir þræðir, svo öllum,
sem þekktu hana, verða þeir
minnistæðir.
Ólafía fluttist með foreldrum
sínum rúmlega ársgömul sunnan
af Álftanesi austur að Svartagili í
Þingvallasveit. Þar bjuggu for-
eldrar hennar um næstu sjö ár.
Árið 1894 losnaði Svínavatnið úr
+
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall
eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu okkar,
GUÐRUNAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Fálkagötu 12, Reykjavfk.
Guöjón Gíalason,
Jóna Guöjónadóttir, Björg Lilja Guöjónsdóttir,
Aöalsteinn Guöjónsson, Halldóra Valdimarsdóttir,
Erla Gróa Guöjónsdóttir, Kristjén Búaaon
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur
okkar, tengdamóöur og ömmu,
JÓRUNNAR ÞÓREYJAR MAGNÚSDÓTTUR.
Páll Guönason, Paula Jónsdóttir,
Svanhildur Guónadóttir, Þóróur Þorkelsson,
Gyöa Guönadóttir, Elías Arnlaugsson,
Magnús Guönason, Margrát Magnúsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúö og vfnarhug viö andlát og útför
SESSELJU VALDIMARSDÓTTUR,
Laufáavagi 10.
Valdimar Stefánaaon,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Jóhann Briam,
Haraldur P. Brlam, Páll J. Briam,
Ásta K. Briem.
+
Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát
og útför fööurbróöur míns,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
Kríuhólum 4,
áöur Brimhólabraut 37, Vastmannaayjum.
F.h. aöstandenda.
Þóröur Rafn Guójónsson.
ábúð, en það átti þá Magnús
stórbóndi Sæmundsson á Búrfelli.
Byggði hann Jóni jörðina, en
skömmu síðar fékk hann fest kaup
á henni. — Ólafía kom því tæplega
níu ára gömul að Svínavatni. Þar
átti hún síðan lögheimili til ævi-
loka, eða full 86 ár. Hún þótti
snemma tápmikil stúlka, vinnufús
og verklagin, jafnt við útistörf,
heyvinnu og skepnuhirðingu, en
hún var dýravinur mikill, ellegar
við innanhússtörf. Hún var frá-
bær tóvinnukona og lengi til þess
vitnað, hvað hún kembdi vel ull og
spann fínan þráð á rokkinn sinn.
Rúmlega tvítug fór hún suður til
Reykjavíkur og dvaldist þar um
vetrartíma, til þess að læra
karlmannafatasaum. Um mörg ár
eftir það stundaði hún síðan
fatasaum sem ígripavinnu bæði
heima á Svínavatni og út um
sveitina. Það var talað um það
stundum í gamla daga, hvað
nálsporin hjá Ólafíu væru ná-
kvæm, t.d. hvað hnappagöt voru
fallega gerð eftir hana og hvað
hún bryddaði aðdáunarvel hina
íslenzku sauðskinnsskó. Auk þess
vann hún oft við önnur störf um
lengri eða skemmri tíma á heimil-
um í sveitinni, þar sem vantaði
heimilishjálp, en ávallt var hún
heima á Svínavatni um heyanna-
tímann. Lengsta dvöl hennar utan
síns heimilis var í Skálholti hjá
Skúla lækni Árnasyni. Þar var
hún fjóra vetur, frá veturnóttum
til Jónsmessu. Fyrst var hún þar
veturinn 1910—1911. Minntist hún
ávallt húsbóndans, Skúla læknis,
með hlýjum hug og virðingu.
En aðal ævistarfið var við
heimilið á Svínavatni. Fyrst hjá
foreldrum sínum og síðan hjá
bróður sínum, Ingileifi bónda, er
tók við jörðinni árið 1926, og konu
hans Ingibjörgu, en þær voru
samvistum á Svínavatni í meira
en hálfan fimmta tug ára. Ingi-
björg andaðist á síðastliðnu
hausti, svo skammt var þeirra á
milli. Um heill og hag þess
heimilis hugsaði Ólafía ósegjan-
lega mikið og vann því sitt mikla
dagsverk, meðan kraftar entust.
ðlafía var kona skapföst og
stillt í geði. Hún var skýr í hugsun
eftirtektarsöm og minnug á það,
er hún sá og heyrði. Hún stóð
jafnan föstum fótum í raunveru-
leikanum, vinnugefin og vakandi
við sín viðfangsefni. Hún var
gjörsneydd öllum draumórum lífs-
ins. Þeir sneyddu hjá garði hennar
og hún bauð þeim ekki heim.
Umhyggja hennar hugarstyrkur
og gott hjartalag var ávallt hið
sama, meðan entist ráð og ræna.
— Hafði fótavist þar til fyrir
tveimur árum síðan, en þá fór
þrek hennar að þverra, einkum í
fótum, svo að hún hætti að geta
haft ferilsvist. í síðastliðnum
septembermánuði varð hún að
fara í sjúkrahúsið á Selfossi, þar
sem hún dvaldist síðan til enda-
dægurs. Þar naut hún hinnar
beztu aðhlynningar og hjúkrunar.
Sagði hún sjálf, að þar væru allir
sér góðir. Hún hélt sjón og heyrn
og lítt skertum sálarkröftum fram
undir síðustu áramót, en eftir það
þvarr henni allur þróttur, andlega
og líkamlega. Þá var svo komið, að
mátti heimfæra til hennar þessi
orð: Ekkert í lífinu kom henni eins
vel og að skilja við.
Að síðustu verða nú fluttar hér
þakkir og hinztu kveðjur fyrir
hennar langa og farsæla ævistarf
og órofa tryggð, er hún ávallt
auðsýndi sínum venzlamönnum og
vinum nær og fjær.
Skúli Helgason.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að bcrast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði. að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn iátna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línuhili.