Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981 Minning: Magnús Magnús- son járnsmiður Föstudaginn 27. mars sl. varð Magnús Magnússon járnsmiður bráðkvaddur að heimili sínu, Þórufelli 4. Þessi gamli vinur minn, semég kynntist á unglings- árum okkar, hafði ekki gengið heill til skógar mörg undanfarin ár. Þurfti hann oft á sjúkrahúsvist að halda vegna veikinda sinna, en komst þó jafnan á fætur aftur og hóf störf á nýjan leik. En nú var komið að leiðarlokum og í dag er útför hans gerð frá Dómkirkjunni. Magnús Magnússon fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1919, sonur hjónanna Guðrúnar Þorsteins- dóttur og Magnúsar Árnasonar stýrimanns, en hann lést ungur úr spönsku veikinni 1918. Magnús Magnússon er kominn af Húsa- fellsættinni í móðurætt og Eng- eyjarættinni í föðurætt. Þar eð faðir Magnúsar lést áður en einka- sonurinn fæddist, fluttist Guðrún með son sinn til foreldra sinna, Þorsteins Gíslasonar og Kristínar Þorláksdóttur. Ólst Magnús upp hjá afa sínum og ömmu til 8 ára aldurs, en þá giftist Guðrún Þor- steini Guðmundssyni stýrimanni og gekk hann Magnúsi í föðurstað. Þau hjónin eignuðust 4 börn og eru þrjú hálfsystkini Magnúsar á lífi, tvær systur og einn bróðir, en eitt barnið, drengur, lést í frum- bernsku af slysförum. Magnús naut mikillar umhyggju á heimili móður sinnar og stjúpa. Móðir hans er látin fyrir mörgum árum, en Þorsteinn stjúpi hans lifir í hárri elli hér í borg. Nokkru eftir fullnaðarpróf hóf Magnús járnsmíðanám hjá móð- urbróður sínum, Ingimar Þor- Haraldur Bachmann Helgason - Minning Haraldur Bachmann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík, aðfaranótt 30. mars eftir tæpa sólarhrings veru þar. Það er oft erfitt að skilja að svo stutt skuli vera á milli lífs og dauða og jafnvel enn styttri tími geti skilið þar á milli, en mannshöndin, þó fær sé, ræður ekki alltaf við vandamálin eins og við rekum okkur oft á. Halli Bach eins og hann var í daglegu tali kallaður af vinum sínum var tápmikill maður, alltaf ferskur og gustaði af honum hvar sem hann fór, hann var kátur, snar í snún- ingum og setti hressandi svip á umhverfið, maður hugsaði ósjálf- rátt, „þarna fer hraustur maður" en því var ekki að heilsa, hann hafði gengið með þennan sjúkdóm nokkur ár, sem nú leiddi hann til dauða. Árið 1953 þegar ég flutti til Selfoss, þá var bærinn snöggtum minni en hann er í dag, þá þekktu allir alla eða minnsta kosti könn- uðust við andlitin — ég veitti fljótt eftirtekt þessum kvika manni, þá sem reyndar alltaf síðar var Haraldi veitt eftirtekt og það er svo með sumt fólk, að þegar það hverfur, þá er eins og eitthvað vanti, það er autt rúm á götum bæjarins. Haraldur fæddist á Seyðisfirði 9. febrúar 1911 og var því liðlega 70 ára þegar hann lést. Hann var einn af átta systkinum er þau hjónin Jóna Guðrún Jónsdóttir og Helgi Bachmann Ingimundarson áttu, með þeim flutti hann til Vestmannaeyja þá ungur að árum, þaðan liggur svo leiðin til Reykja- víkur til náms í bifvélavirkjun og 1938 kemur hann til Selfoss, þá útlærður og ræðst strax til Kaup- félags Árnesinga sem verkstjóri á bifreiðaverkstæði þess. „1. maí 1940 gengur hann að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína Margréti Jónsdóttur frá íragerði Stokkseyri og eignuðust þau þrjú börn, Iris, Ólaf og Elínu, sem öll eru á lífi og mesta dugnaðarfólk. Nokkur ár eru síðan Haraldur byrjaði á að blýleggja gler, þar sem annars staðar sýndi hann hve samvisku- samur hann var í starfi, það er mál manna að því verki hafi hann ætíð skilað af mikilli vandvirkni og smekkvísi. Með þessum fáu orðum langar mig að votta Mar- gréti, börnum hennar og öðrum vandamönnum mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Hin Ijúfa minning angar elna og reyr. Um andann lelkur heitur aunnanþeyr, en himnar blána. helmur birtiat nýr. aem hugann fyllir von — aem aldrei deyr. DA. Svava Sigurðar Félag sálfræðinema: Lýsa stuðningi við stundakennarana MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá félagi sál- fræðinema, þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stundakenn- ara við Háskóla ísiands. Fer fréttatilkynningin hér á eftir: „Félag sálfræðinema við Há- skóla íslands lýsir yfir eindregn- um stuðningi við kröfur stunda- kennara. Félagið bendir á afdrifaríkar afleiðingar verkfalls stundakenn- ara fyrir nemendur en undirstrik- ar jafnframt að ábyrgðin liggur engan veginn hjá stundakennur- um heldur hjá furðulega skiln- ingssljóum yfirvöldum Háskólans pg ríkinu varðandi hag Háskóla Islands. Stjórnun Háskólans hefur leitt til þess að 52% kennslu er í höndum stundakennara. Kjör þeirra eru óviðunandi sakir stefnu Háskólayfirvalda og ríkisvalds, og bitnar það á gæðum kennslunnar, þ.a.l. nemendum og „standard" Háskólans, ekki síður en stunda- kennurum sjálfum. Því skorar félagið á yfirvöld að verða þegar í stað við afar sann- gjörnum kröfum stundakennara." steinssyni járnsmíðameistara, sem rak verkstæði hér í borg og lauk hann sveinsprófi frá Iðnskól- anum í eldsmíði og vélvirkjun. Fyrstu árin starfaði hann mest við eldsmíði hjá frænda sínum og hefur mér verið tjáð, að Magnús sé einn síðasti eldsmiðurinn á þessu landi. Mörg ár starfaði Magnús hjá Gísla Halldórssyni verkfræð- ingi við að setja niður frystihús víða um land og hafði hann þar verkstjórn á hendi. Síðar starfaði hann nokkur ár hjá Hamri, en síðasta árið, sem hann lifði, vann hann hjá Stálveri. Naut hann álits sem dugandi starfsmaður, enda ósérhlífinn og atorkusamur. Magnús vinur minn steig sitt stærsta gæfuspor, er hann þann 3. apríl 1943 kvæntist Guðmundu Þ. Eyjólfsdóttur, ættaðri úr Árnes- sýslu. Bjó hún manni sínum fag- urt heimili og var ánægjulegt að heimsækja þessi sómahjón og ræða við þau um heima og geima, enda höfðu þau ferðast víða um lönd, þar sem eitt höfuðáhugamál Magnúsar var ferðalög. Magnús heitinn var einarður í skoðunum og maður hreinskilinn. Allir, sem kynntust Magnúsi lærðu að meta hann að verðleik- um. Eiginkona Magnúsar, frú Guð- munda, var honum sannkölluð stoð og stytta á lífsleiðinni. Hún hefur nú misst góðan lífsförunaut og vil ég með þessum línum senda henni og systkinum Magnúsar, stjúpa hans, svo og öðrum að- 23 standendum, einlægar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Magnús Guðbjörnsson Það er erfitt að trúa því að Maggi frændi sé látinn. Hann var alveg eins og maður vill að frændur séu, sannkallaður óska- frændi. Þegar við vorum yngri þá fórum við krakkarnir oft í bíltúr með Magga og Mundu og þá naut hann þess að veita rausnarlega. En allslaus er konulaus maður og það var Maggi svo sannarlega^ ekki, því hann átti góða konu. Þau voru mjög samrýnd, voru sem eitt, enda var aldrei talað um að fara til Magga, heldur til Magga og Mundu. Já, það er erfitt að sjá af góðum og kærum frænda, en minningarnar lifa. Við viljum þakka Magga fyrir allt og biðjum Guð að blessa hann. Einnig sendum við Mundu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja hana í sorg sinni. Frændsystkini. Æ GSifoi FRA Pantió nýja FREEMANS vörulistann strax og veljið vandaðan sumarfatnað frá stærstu póstverslun í London fyrir ykkur og fjöískylduna í rólegheitum heima. Skrifið eða hringið strax í dag eftir nýja pöntunarlistanum. Verð kr. 49.00. Póstburðargjald kr. 16.60. Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS pbntunarlistann i póstkröfu Nafn heimili staður Sendist til FREEMANS OF LONDON c/o BALCO h/f. Reykjavikurvegi 66, 220 Hafnarfirði. simi 53900 of London Þar sem tískan byrjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.