Morgunblaðið - 08.04.1981, Page 25

Morgunblaðið - 08.04.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981 25 „Síðasti geirfuglinn“ er horfinn + Síðasti geirfuglinn er horfinn — síðasti breski hershöfðinginn sem heimsfrægð hlaut í síðari heims- styrjöldinni, Claude Auchinleck marskálkur, lést fyrir skömmu í borginni Marrakesh í Marokkó. Þar hafði hann átt heima frá árinu 1967, en hann fluttist þangað frá sveita- setri í Bretlandi. Auchinleck var orðinn 98 ára gamall. Hann var Skoti og hermaður alla sína starfs- ævi. Var hann gerður yfirmaður herafla Bandamanna í N-Afríku nokkru eftir að heimsstyrjöldin skall á. Þar átti hann í höggi við Afríku- her Rommels, „Eyðimerkurrefsins". Winston Churchill var ekki allskost- ar ánægður með frammistöðu Auc- inleck, jafnvel þótt honum tækist að vinna umtalsverða sigra yfir Romm- el. Og svo fór að Churchill sparkaði honum sumarið 1942 og tók þá Montgomery marskálkur við. Þrátt fyrir árekstrana við Churchill hélt Aucenleck marskálkur sínu. Hans hernaðaráætlun var það sem byggt var á og tryggði Bandamönnum lokasigurinn yfir Rommel á vígvöll- um N-Afríku. + Fyrir nokkru var eínt til kynningarsamkomu í New York tii að kynna þar heljarmikla fatasýningu, sem verið er að undirbúa til eflingar útflutningsiðn- aði Bandaríkjamanna á tilbúnum fatnaði. Unga konan á myndinni er eldri dóttir forsetahjónanna handarísku, en hún rekur útflutningsfyrirtæki. Við hlið hennar situr fylkisstjóri New York-fylkis, sem heitir Hugh Carey. — Þessi mikla fatasýning verður í New York um miðjan maí næstkomandi. Hinckley á fundi nasista + í sambandi við mál John Hinckleys, unga mannsins sem ætlaði að ráða Bandarikjaforseta, Reagan, af dögum fyrir skömmu, hefur komið fram að Hinckley hafi tekið þátt i starfi nasistaflokksins ameríska. Þessi mynd er tekin á fundi nasista i borginni St. Louis i marsmánuði 1978. Hinckley er á þessari mynd, maðurinn lcngst til hægri. fclk f fréttum Þar hefst dagurinn með hressingarleikfimi + Hjá einu af stórfyrir- tækjum Japan, verslun- arkeðjunni Ito-Yokado, hefst vinnudagurinn með því að starfsfólkið allt fer í létta hressingarleik- fimi er það hefur allt stimplað sig inn. Þessi mynd er tekin í stór- verslun fyrirtækisins í Tókýó á mánudagsmorgni fyrir skömmu. Þar vinna alls um 2100 manns, og allar þessar ungu stúlk- ur, sem hér eru í morgun- leikfiminni, eru í þeim hópi. R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGiN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir Tónlistarhátíð ungra einleikara á Norðurlöndum veröur haldin í Stokkhólmi 25. sept. — 2. október 1982. Hátíðin er haldin á vegum Tónlistarháskólaráðs Norður- landa og styrkt af Norræna menningarsjóðnum. íslenzkum einleikurum, einsöngvurum og sam- leiksflokkum gefst kostur á aö taka þátt í hátíðinni og gætu þar boðizt tækifæri til aö fara í tónleikaferðir um Norðurlönd árið 1983 á vegum Norræna einleikarasambandsins. Samnorræn nefnd velur endanlega úr umsóknum, en forval fer áður fram í hverju landi fyrir sig. Þátttakendur mega ekki vera yfir þrítugt. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1981. Umsóknareyðublöö og allar nánari upplýsingar eru gefnar í Tónlistarskólanum í Reykjavík. TRÉKÓ baðinnréttingar TRÉKÓ fataskápar TRÉKO eldhús TRÉSMIÐJA KÓPAVOGS HF AUÐBREKKU 32 KÓRAVOGI SÍMI 40299 I *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.