Tíminn - 14.07.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 14.07.1965, Qupperneq 5
MEÐVIKUDAGUR 14. júlí 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frarakvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Greiðsluhallinn Það setti marga hljóða, þegar fjármálaráðherrann upplýsti það, að greiðsluhalli hefði orðið á ríkisbúskapn- um á síðastliðnu ári. Menn bjuggust sannarlega ekki við því, að halli yrði á ríkissjóði í öðru eins árferði og uppgripum og voru á árinu 1964. Að vísu höfðu ráðherr- ar íað að þessu einstaka sinnum, en enginn hafði lagt á það trúnað. Það var yfirlýst stefna núverandi ríkisstjórnar frá byrjun að hafa greiðsluafgang hjá ríkissjóði og 1962 og 1963 námu greiðsluafgangarnir hundruðum milljóna, sem safnað var að nokkru í sjóði til frystingar. En nú hefur þetta stefnuatriði ríkisstjórnarinnar farið sömu leiðina og hin öll, — síðustu slitrurnar af stefnuyfir' lýsingunni farnar veg allrar veraldar. Eyðslan og sukkið í ríkisbákninu hefur gengið enn lengra en allar álögurn- ar, sem voru þó ferlegri á árinu 1964 en nokkru sinni fyrr — og þarf víst ekki að minna menn á skattskrána frá í júlí í fyrra. Ekki eru það verklegar framkvæmdir, sem gleypa fúlgurnar, því að minni og minni hluti af heildarútgjöldum ríkissjóðs hefur farið til þeirra. Það er von, að menn séu hættir að skilja aha hagsýsluna hjá núverandi ríkisstjórn. - Það er Ijöst, að fjárlög þessa árs eru miðuð við að ná verulegum greiðsluafgangi og 20% niðurskurður verklegra framkvæmda og bráðabirgðalögin um stöðvun skólabygginga áttu að vera pottþéttar aukatryggingar til að ná því markmiði. Eftir þessa niðurstöðu ársins 1964 í mestu uppgripum og góðæri og við ferlegustu álögur, sem um getur, skal ekkert fullyrt um það, hvernig ríkis- stjórninni mun takast þetta, því að eyðslan, sukkið og óhófið fer vaxandi með hverjum degi sem líður. Ekki bólar samt á því, að ríkisstjórnin fari að innheimta þá milljónatugi, sem óinnheimtir eru enn af stóreignaskatt- inum og engar viðhlítandi ráðstafanir eru enn gerðar til þess að tryggja betri skil á söluskattinum. „Vinnufriður“ Mbl. Eftir samningana við verkalýðsfélögin hælir Morgun- blaðið stjórn sinni af því að vinufriður hafi nú haldizt árum saman, og séu menn þessu harla fegnir, enda þreyttir á sífelldum verkföllum „'fyrr á árum“. Ýmsum sýnist, að litlu verði Vöggur feginn, fyrst ríkisstjórnin gerir sig harðánægða með „vinnufriðinn“, sem ríkt hefur síðustu 2-3 árin. Líklega er stjórnin bú- in að gleyma „vinnufriðnum", sem ríkti nóvemberdag- ana 1963, þegar hún varð að kaupa sér líf með því að taka aftur kúgunarfrumvarpið sitt margfræga, en varla búin að gleyma vinnufriðnum, er lýsti sér í því, þegar síldarflotinn lagðist í höfn í mótmælaskyni við síldar- sfkattinn á dögunum. Og ríkisstjórnin kallar síðasta mán- uðinn vafalaust einstakan vinnufriðarmánuð, þegar sífellt var beitt skæruhernaði, skyndiverkföllum og yfirvinnu- banni. Sannleikurinn er sá, að síðustu árin hefur ríkt full- komin og áður óþekkt upplausn á vinnumarkaðnum og stjórnin aukið þá upplausn eftir mætti Oft og einatt má segja að engir taxtar hafi verið í gildi. Og er ekki heldur snemmt fyrir ríkisstjórnina að hafa mjög sterk orð um sæluríki sitt og vinnufrið, meðan ósamið er við svo sem 30 launþegafélög. TÍMINN Er leið hægri stjórna í Frakk- iandi nú vörðuð fram á veg? Defferre HVERS er nú næst að vænta í frönskum stjómmálum, úr því að Defferre mistókst ger- samlega að koma fram uppá- stungu sinni um bandalag sós- íalista, radikala og kristilegra demókrata? Þessi umleitun hans var fyrsta tilraunin til að svara ögrun de Gaulles á hend ur gömlu flokkunum. Defferre reyndi að sameina þá flokka, sem telja sig umbótaflokka, og mynda fjöldahreyfingu, sem gæti vakið nýjar vonir hjá nútímakjósendum í Frakklandi. En tilraunin strandaði á veru leika-skeri gömlu flokkaskipun arinnar, áður en úr henni tæk ist að gera nokkuð annað en ný, hreystileg orð. Sjálfur komst Defferre með sóma frá baráttu sinni. En misheppnun tilraunarinnar sýnir, að hversu miklar breytingar, sem kunna að hafa orðið í Frakklandi á ýmsan hátt, þá þarf meira en góða og einlæga trú til þess að flytja fjöll pólitískrar hefð ar með þjóðinni. Fyrsta afleiðingin af því, að Defferre molaði sín leirker mélinu smærra, verður væntan lega öruggara vald de Gaulle hershöfðingja í borgaraeldhús inu en nokkru sinni áður. Fyrsta viðbragð vinstri sinn- aðra umbótamanna verður sennilega að svipast um eftir nýjum frambjóðanda, sem get- ur áunnið sér fylgi kommúnista í forsetakosningunum í des- 1 ember, án þess að gefa þeim allt of mikið í aðra hönd. Með því móti kynni stjórnarandstað an að öðlast það mikið fylgi, að flokkur Gaulista, sem er miklum mun veikari fyrir en foringinn sjálfur, missti þing meirihluta sinn í þingkosning unum árið 1966. En siík vinstri samvinna er þess eðlis, að hún gæti aldrei hrokkið til annars eða meira en kosningasigurs. Hún yki ekki horfumar á öðru stað- betra og meira, sem við gæti tekið þegar skeið de Gaulle er á enda runnið, en þangað fram á veginn mæna nú augu allra stjórnmálamanna í Frakklandi, eins og að líkum lætur. DEFFERRE strandaði á stærsta og grýttasta grunni franskra stjórnmála, ágrein- ingnum milli hægri og vinstri, milli lýðræðissina og einræðis sinna, milli andstæðinga kirkju valdsins og stuðningsmanna kirkjuskólanna. Þetta voru meg inástæðurnar fyrir margvíslegu magnleysi fjórða lýðveldisins og orsök kyndugra vonbrigða franskra kjósenda með stjórn málakerfi, sem endurspeglaði margvíslegan skoðanamun þeirra ef til vill allt of vel. Sömu ásteitingsefni hafa nú grandað vonafleytu Defferre sjö árum síðar. Mesta afrek de Gaulles hers höfðingja heima fyrir er ein- mitt upphaf hans að rofi þess arar gömlu staurastíflu flokk anna. Með því að gera forseta embættið að miðdepli valda, sem byggist á stuðningi al- mennings, hefir honum tekizt að hvetja flokkana til þess að mynda starfhæfar fylkingar, sem gætu haft veruleg áhrif 1 forsetakósningumim. Persónu- legt aðdráttárafl hans á at- kvæði íhaldssamra kjósenda hef ir sameinað hægri öflin að minnsta kosti um sinn. Haldi hægri öflin einingu sinni með an de Gaulle situr að völdum, hvað þá síðar, sem yrði enn afdrifaríkara, hlýtur það að hvetja vinstri öflin til jafn góðra samtaka, annað hvort með nýrri samfylkingu hóf- samra vinstri manna, eða sam vinnu undir hinni gömlu vinstri forustu, sem hefði i för með sér beina samvinnu við kommúnista. EN MIKLAR torfærur þarf að yfirstíga áður en orðið get ur úr sameiningu vinstri afl- anna í eina alþýðufylkingu. Kommúnistaflokkurinn getur naumast stutt ríkisstjórn, hvað þá tekið þátt í myndun henn ar, nema krefjast ærins endur- gjalds, jafnvel þó að hann reyn ist risi á brauðfótum, þegar til kastanna kemur, eins og sumir halda. Hin gamalgrónu hægri öfl hlytu að sjá í þessu aftur göngu gamalla byltinga og boðun nýrra. Þar með væri fengin afsökun fyrir hægri bylt ingu. Alsírharmleikurinn hef- ir gert herinn viðkvæmari fyr ir stjómmálaáhrifum en hann hefir nokkru sinni verið. Á- form de Gaulles hershöfðingja er að gera herinn að hálfgerð um atvinnuher í framtíðinni, en flestir hermenn eru nú í herþjónustu ákveðinn tíma samkvæmt útboði. Þessi fyrir hugaða breyting hlyti að auka hættuna á því, að herinn gripi i taumana, ef hann sæi fram á myndun ríkisstjórnar með þátt töku kommúnista. Sameining vinstri aflanna er því ólíkleg, nema annað af tvennu gerist. Annað er megin breyting á gömlum kosninga venjum Frakka, sem leiddu til þess. að vinstri öflin hættu að líta út í augum hægri manna eins og ægilegt, pólitískt dýr, sem hræðir þá til ofbeld is. Hitt er, að hægri öflin gangi of langt og verði á þann hátt til að sameina þjóðina til varna hefðbundnu frelsi. Ef hvorugt þetta gerist er varla annars að vænta en að hver hægri stjóm in taki við af annarri um langt skeið. Þegar til lengdar léti hefði þessi framvinda það sér til ágætis að auka verulega á viðleitni til breytinga til vinstri. HÆGRI fylkingin deilist milli gamaldags íhaldsmanna eins og Pinay og Giscard d‘ Estaing og gaullista eins og Pompidou og Debré. Vel má því svo fara, að hún rofni þegar de Gaulle hershöfðingi lætur af völdum. Færi svo yrði for- setinn að vinna með fjöl-flokka þingum, eins og tíðkaðist í fjórða lýðveldinu. En meðal þjóðar, sem greinist í marga flokka, hlyti minni hluti kjós enda að styðja forsetann til valda, eins og tíðkast í Suður- Ameríku, en ekki eins og ger ist i Bandaríkjunum. Ef hann ætlaði sér að stjórna í raun og veru en láta sér ekki nægja að sitja að völdum, hlyti að verða freistandi fyrir hann að fará að dæmi de Gaulles, ráðast á flokkana sem úrelt fyrirbæri og áfrýja til kjósenda sjálfra, ut- an og ofan við flokkana sem slíka. Hinn áberandi staða hans og minningin um de Gaulle ætti að veita honum nokkra möguleika til sigurs í þeirri viðureign. Yrðu allir for setar jafn hófsamir og de Gaulle hershöfðingi hefir reynzt við þessar aðstæður, eða hefðu þeir til brunns að bera þá persónulega yfirburði; sem hafa gert honum létt að vera tiltölulega samvizkusamur? Stjórnarskrá de Gaulle er líkleg til að þyngja hina póli- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.