Tíminn - 14.07.1965, Qupperneq 8
8
Tímmn
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 1965
••.•::■: ...• •'.•:.. .•.•..:•:•:>• .v:.v.-.':v:.••.■•' •.•..:.:::•:.• ..•'••••.•• •..••.•.;. '•::•. .. ,..■ .:.•:.:::
Sundlaugarbyggíng í Skálatúni
Að Skálatúni í Mosfellssveit,
er eins og mörgum er kunnugt,
heimili fyrir vangefin börn. Heim-
ilið er sjálfseignarstofnun, en að
því standa Umdæmisstúkan nr. 1
í Reykjavík og Styrktarfélag van-
gefinna. Á heimilinu eru nú 27
börn og unglingar. Verið er að
reisa nýbyggingu á staðnum og
þegar hún er fullgerð, geta dval-
izt þar um 40 vistmenn. Bygging-
in sjálf er reist fyrir fé úr Styrkt
arsjóði vangefinna, sem er í vörzlu
félagsmálaráðuneytisins, en fjár
til kaupa á innbúi og öðnim nauð
synlegum tækjum verður að afla
annars staðar frá. Hafa heimilinu
þegar borizt myndarlegar gjafir í
því skyni.
Foreldrar þeirra barna, sem nú
dvelja í Skálatúni, hafa nú bund-
izt samtökum að sýna í verki nokk
urn þakklætisvott fyrir þá góðu
umönnun, sem böm þeirra fá þar.
Það mál, sem foreldrarnir vilja
sérstaklega hrinda í framkvæmd,
er bygging útisundlaugar á staðn-
um. Stjórn heimilisins hefur lýst
síg samþykkta slíkri byggingu þótt
hún hafi ekki bolmagn til að veita
henni fjárhagslegan stuðning. Nú
í vor var stofnaður sundlaugasjóð
ur Skálatúnsheimilisins. Fimm
manna framkvæmdanefnd var kos
in á foreldrafundi í apríl s.l.
Það er álit þeirra, sem bezt hafa
vit á, að slík laug mundi verða
vistfólki Skálatúns til ómetanlegs
gagns og ánægju. Erfitt er að fá
nægilega og heppilega þjálfun fyr
ir vangefið fólk, sem er og jafn-
framt líkamlega fatlað og þarf á
hollri hreyfingu að halda. Sundið
mun verða ein bezta alhliða þjálf
un líkamans, sem til er. Ánægj-
unni af slíkum sundstað þarf varia
að lýsa.
Búið er að gera teikningu af
lauginni og búningsklefum við
hana. Undirbúningsframkvæmdir
eru þegar hafnar. Áformað er að
koma uppísjálfri lauginni' í' fyrsta
áfanga. Hún er hringlaga (sjá
mynd) 10. m. í þvermál, mesta
dýpi l,20m. Arkitektarnir Helgi
og Vilhjálmur Hjálmarssynir
gerðu teikninguna af lauginní og
felldu hana inn í heildarmynd nýja
hælisins í Skálatúni, en teikning-
in af því var einnig gerð af þeim.
Vífill Oddsson gerði járnateikn-
ingarnar.
Þar sem þetta verður einkalaug
hælisins fæst ekki til hennar styrk
ur frá opinberum aðilum, en áætl-
að er að laugin ein kosti um 500
þús. kr. Þegar hafa borizt rausn-
arlegar gjafir, hátt á 2. hundrað
þúsund krónur til laugarinnar.
Styrktarfélag vangefinna gaf 100.
þús. kr., samtök kvenna innan
Góðtemplarareglunnar 25 þús. kr.,
svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboða-
liðar hafa að undanförnu lagt
fram mörg dagsverk við laugina.
En betur má, ef duga skal, og
mikið fé vantar enn til. Fram-
kvæmdanefnd Sundlaugasjóðsins
hefur nú látið útbúa gjafabréf,
sem eru kvittun fyrir gjöfum til
laugarinnar í Skálatúni, og þó
miklu fremur viðurkenningu fyrir
stuðning við gott málefni, eins
og stendur letrað á bréfin.
Foreldrar Skálatúnsbarnanna
heita nú á velunnara heimilisins
og aðra þá, sem vilja leggja góðu
málefni lið, að kaupa þes.Ú. bréf.
Hver skérfur,'>smár'Jéða''stor, er
vel þeginn. Endurgjaldið verður
ánægjan af þeirri vissu að hafa
stuðlað að aukinni vellíðan þeirra
barna, sem vegna fötlunar sinnar
eru svipt ýmsu því, sem almennt
er talið til sjálfsagðra hluta. Gjafa
bréfin eru til sölu á Skálatúns-
heimilinu, Bókabúð Æskunnar við
Kirkjutorg í Reykjavík, á skrif-
stofu Styrktarfélags vangefinna að
Skólavörðustíg 18 og hjá meðlim-
um framkvæmdanefndar Sundlaug
arsjóðsins, en þeir eru:
Magnús Kristinsson, Ægissíðu
96, Brynhildur Guðmundsdóttir,
Ljósheimum 6, Sigríður Ingimars
; dóttir, Njörvasundi 2, Stefán Sig-
jurðsson, Hringbraut 61, Hafnar-
ifirði, Sverrir Eggertsson, Gnoðar-
1 vogi 86.
Margir hafa undanfarið séð
undarlega, harða blaðvöndla á
álmtrjám og ribsi og spurt,
hverju sætti. Þessu óeðli eða
vanskapnaði blaðanna valda
blaðlúsategundir, einkum teg
und, sem ýmist er nefnd álm-
lús eða ribsrótalús. Lýsnar
sjúga laufið og valda skemmd-
unum. Vefjast blöðin saman
frá annarri hliðinni á sér-
kenniegan hátt.
Myndirnar sýna heilbrigð álm
blöð og ribsblöð og skemmdir
á ýmsu stigi af völdum lúsanna.
Innan í hrukkóttum blaðvöndl
unum er oft allt morandi í grá
leitum blaðlúsum. Ná eyðingar
lyf varla eða ekki til lúsanna
eftir að þær hafa gert sér
svona laufhús til að búa í.
Þarf því að úða trén og runn
ana með varnarlyfjum strax og
lúsanna verður vart á vorin,
áður en blöðin vefja sig utan
um lýsnar. Þegar um smáhrísl
ur eða fáa ribsrunna er að
ræða, er vel gerlegt að klípa
lúsavöndlana af og brenna þá
eða eyða á einhvern hátt.
Seinni hluta sumars færa
lýsnar sig úr blöðunum og setj
ast að á rótum ribs-, sólberja-
og stikilsberjarunna.
Lýsnar flytja sig þannig á
milli, aðallega milli álmtrjáa
og ribs, sem að þessu leyti er
varhugavert að hafa saman í
garði. Vökva má síðsumars
kringum ribsrunnana með blað
lúsaeyðandi lyfjum til dæmis
Sladan eða Lindan. Jafnan verð
ur eitthvað af lúsunum eftir
á berki og innan í hörðum blað-
vöndlum. Lýsnar skemma álm
stundum mjög mikið, og er
þá ástæða til að úða álmtrén
eftir nýárið i þurru frostlausu
veðri með vetrarúðunarlyíjum.
Ribsið e.t.v. einnig eftir mik
il blaðlúsasumur.
HESTAR OG MENN
Hestamennskan er nú aftur
okkar og fer stöðugt vaxandi.
orðinn snar þáttur í þjóðlífi
Þróun hennar er orðin að
virkri staðreynd, sem vert er
að gefa fullan gaum og veita
það brautargengi, sem duga
mætti henni til framdráttar.
Má gera það með ýmsu móti,
og hefur ýmislegt þegar áunn-
izt.
Með nýju búfjárræktarlögun
um hefur hlutur hestamanna
verið stórbættur og ber að
þakka öllum þeim, sem þar
áttu aðild að.
/
Með umráðaréttinum yfir
Skógarhólum hefur samtökum
hestamanna verið tryggður á-
kjósanlegur samastaður fyrir
ýmsa .starfrækslu sína.
Við Skógarhóla hafa nú ver
ið haldin tvö landsmót og tvenn
ar miklar kappreiðar, sem dreg
ið hafa að sér mikinn mann-
fjölda.
Þátttaka og aðsókn að þess-
um mótum sýnir það glögglega
að hér er up á það boðið, sem
fólkið .sækist eftir — og að
þarna er verið á réttum stað.
Ýmislegt hefur verið gert til
umbóta og fegrunar á þessum
framtíðar þingstað hestamanna
en margt er þar þó enn ógert
af því, sem gera þarf. — Og
verður gert, þegar efni og á-
stæður leyfa.
Reynslan hefur sýnt við
framkvæmd hinna stóru móta,
að ýmislegt mættii betur fara
og sumu af því hefur þegar ver
ið kippt í lag jafnóðum og það
hefur komið í ljós. Hefur þann
ig verið bætt úr sumum ágöll
unum, sem voru á fyrstu mót
unum. Og enn má e. t. v. um
sumt betur gera. ,
Stærstu vandkvæðin nú við
samkomuhald í Skógarhólum
eru þó enn þau sömu og voru
við fyrsta landsmótið: nálægð
þjóðvegarins við mótsstaðinn.
Eins og kunnugt er, liggur
vegurinn þama á löngum kafla
meðfram girðingunni, sem af-
markar athafnasvæði hesta-
mannafélaganna.
Þetta er bæði til mikilla ó-
þæginda og stórtjóns fyrir þá
sem að mótum þessum standa
og sjálfir leggja fram fé og
fyrirhöfn endurgjaldslaust.
Inngangseyrir er hverju sinni
miðaður við áætlaðan kostnað
og tekjur. Mestöll vinna við
undirbúning mótanna og fram
kvæmd þeirra er unnin af
þegnskap og kauplaust.
Ýmislegt er þó, sem verður
að borga fullu verði, og þeir
útgjaldaliðir vilja oft verða
hærri en maður hyggur.
Eins og þarna hagar til verða
áhorfendurnir að vera í hall-
anum ofan við hlaupabrautina
en neðan við er sléttlendið
langt fram.
Þar raða aðkomubílarnir sér
hlið við hlið, og fólkið, sem í
þeim er, nýtur alls þess, sem
fram fer á mótsstaðnum —
engu síður en það, sem er inn
an girðingarinnar, og greitt hef
ur fullan aðgangseyri. Á síð-
asta hestamannamóti taldist t.
d. svo til, að yfir 1000 manns
hefði fengið þar ókeypis að-
gang“. — Og hestamannafélög-
in munar um minna
Er augljóst, að við slíkt er
ekki hægt að una um alla
framtíð.
En úr þessu verður ekki
bætt nema með einu móti, en
það er að færa veginn svo langt
frá mótsstaðnum, að hann sé
ekki í sjónfæri.
Vegurinn á þessu svæði er
aðeins ruddur, svo að miklu
verðmæti er ekki fyrir að fara
þótt hann yrði lagður niður
En aftur á móti myndi til
lærsla vegarins kosia nokkurt
fé, — og e.t.v. stendur hnífur-
inn einmitt þar í kúnni?
Hve langt vegurinn yrði færð
ur getur verið álitamál, því
að fleira en eitt kemur þar til
greina. Við tilfærsluna gæti
hann orðið miklu beinni og því
styttri, og minni hætta þar á
aflögun vegna árennslis og yf
irleitt betur settur fyrir hina
daglegu umferð. Þessi leið er
alltaf mikið farin öll sumur,
og allar vegabætur á þessari
leið því vel þegnar af öllum
þeim, sem þar um fara.
Þótt samtökum hestamanna
sé þessi vegarfærsla nauðsynja
mál, má einnig benda á það
veigamikla atriði, að með til
færslu vegarins yrði Bola-
bás ekki eins opinn fyrir allri
umferð og hann er nú. En eins
og kunnugt er, hefur sá staður
goldið mikið afhroð á síðustu
árum vegna ágangs og um
gengni og því öll þörf á að
friða hann og vernda fyrir frek
ari spjöllum.
Þar er um náttúruvernd að
Framhald á bls. 14