Tíminn - 14.07.1965, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 1965
TIMINN
ingibjörg
Jónsdóftir
Fjalli, Skeiðum
„Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng."
Hverjum einuni ,,£ylgir svo
margt í moldu“ Ástrík vinkona
mín hefur nú kvatt heimiii sitt
í hinzta sinn, frú Ingibjörg Jóns
dóttir að Fjalli á Skeiðum.
Skammt va^ð bil mihi þeirra
hjóna.
Heimili þeirra stóð langa
tíð í Fjalli með miklum blóma.
Nú sitja fimm börn þeirra þann
l@SI.S8
sæmdar garð. Ein dóttir þeirra
býr í Reykjavík.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Holti
í Flóa var fædd 14. júlí 1883.
Tvítug að aldri giftist hún
Guðmúndi Lýðssyni í Fjalli og
tók við bústjóm á margmennu
stórheimili.
Þegar Ingibjörg var nýlega
látin hitti ég konu, sem ein-
mitt hafði verið unglingsstúlka
á heimili þeirra hjóna á þeirra
fyrstu búskaparárum; Hún
minntist á, að nú væru þau
bæði farin. Svo sagði hún um
ungu húsmóðurina: „Hún var
lífgrösin í því öllu saman“.
Það var vel orðað. Eg minnist
akki að hafa heyrt húsmóður
betur lýst. Og andlit gömlu
konunnar ljómaði við minning
ona.
Það hefur oft verið vandi
fyrjr unga konu að hafa yfir
aiörgum þeim að segja, sem
;ldri voru. En ilmur fífgrasa
;r öllum þekkur. Þannig var
lálægð hennar.
Eg kom oft að Fjalli, ekki
síður að vetri en sumri, er
við vorum í næsta nágrenni.
En ég sé alltaf vor í kring
um hennar mynd, eða sumartíð.
Hún var kona af háleitu hugar
fari. Hún var hin granna, fín-
gerða jurt. Hún var „í einu
hinn veiki og sterki“. Um
hana hefði mátt segja: „Mjúk
á fæti og fögur öU“.
Hendur hennar voru hvítar,
smáar, fíngerðar, og fóru vel
á orgelnótum. Þær hvoluðust
ekki við hin markvíslegu störf,
urðu aldrei grófar.
Framhald á bls. 14.
★
Einu sinni létu menn sér
nægja að senda bréf á milli
heimsálfanna, og síðan komu
símskeytin, en vegna þess,
hve hraðinn er orðinn mikill
á öllum málum, þykir það nú
orðið nauðsynlegt að hringja.
Þetta hefur orðið til þess, að
lagðar hafa verið þúsundir
kílómetra af símastrengjum í
sjóinn til að tengja heims-
álfur, eða úthafseyjur eins og
t.d. ísland og Japan. Einnig
er unnið að því að framleiða
gervihnetti, sem geta sent sím
töl heimsendanna á milli.
Bandaríkjamenn hafa nýlega
tekið í notkun nýtt símaskip, sem
heitir ,,Long Lines", og getur það
tengt hina ýmsu heímshluta með
Þetta er nýjasta símasklplð „Long Lines" þar sem þaS sigllr úr höfninni í New York. ,,Long Llnes" á aS leggja
samtals 25.000 kílómetra af símastreng á næstu þremur árum í Atlantshafinu, Kyrrahafinu, og í Karabjska-
haflnu.
Tengir heimsálfurnar
saman
neðansjávar símalínum. Síðan skip
ið hóf starfsemi sína, hefur það
lagt símastreng á milli Ameríku
og Englands. Sá strengur, er sá
fyrsti í heiminum, sem getur flutt
símtöl báðar leiðir í einu. Þessí
strengur, sem er sá lengsti í
heimi, hefur gert það mögulegt
fyrir fólk í Þýzkal., Frakklandi,
Spáni, Englandi og í Ameríku að
hringja beínt í símaþjónustur þess
ara landa, og án þess að nota lands
símann í eigin landi.
• í byrjun árs átti „Long Lines“
að ljúka við að leggja sams konar
streng frá Hawaii og til Japan,
með miðstöðvum á eyjunum Mid-
way, Wake, og Guam. Næsta verk
efni símaskipsins er að leggja síma
streng í Karabískahafinu.
Eins og fyrr greinir er þörfin
orðin mikil fyrir slíka símastrengi,
eins og við Íslendíngar vitum vel,
enda er ísland nú tengt með
streng beint til Bretlands annars
vegar óg N-Ameríku hins vegar.
Árið 1962 voru símtöl milli heims
álfa fimm milljónir, og símasér-
fræðingar segja að árið 1980 megi
Gagnfræðadeild
í Stykkishólmi
Þrátt fyrir þröngan húsakost
Miðskólans í Stykkishólmí, hefur
nú verið ákveðið að bæta við
IV. bekk gagnfræðastigs við skól
ann ,og mun gagnfræðadeildin
taka til starfa í haust. Velflestir
framhaldsskólar landsins hafa nú
gagnfræðapróf eða landspróf sem
inntökuskílyrði. Þykir forráða-
mönnum skólans því brýn nauð
syn á að skólinn geti útskrifað
gagnfræðinga og gefið þar með1
öllum nemendum sínum kost á
beinu framhaldsnámi Fer vel á!
því að deildin taki til starfa í í
haust, en þá eru 50 ár liðin frá
því að unglingafræðsla hófst í .
Stykkishólmi. I
reikna með að slík símtöl skipti
tugum milljóna.
Símaskipið ,JLong Lines“ er
17.000 tonn, og er útbúið til að
sigla í öllum veðrum, hvar sem er
í heiminum. Skípið getur flutt
hvorki meira né minna en 3,700
kílómetra langan símastreng. Þeg
ar skipið leggur strenginn er svo-
kölluðum „endurtökurum" bætt
við hann með 32 km millibilí. Þess
ir „endurtakarar“ eru til Þess að
magna símtölin á leiðinni, svo að
þau heyrist greinilega ..Long Lin-
es“ er eina símaskipið, sem getur
lagt símastreng án þess að stanza
með vissu millibiii, og þegar unnið
er við lagningu eru lagðir 14,40
km af streng á klst., og það getur
siglt 16,000 km án þess að taka
eldsneyti.
í skipinu eru þrjár stórar hring
laga lestir, þar sem símastrengn
um er svo komið fyrir. Strengurinn
gengur svo eftir dekkinu og aftur
af skipínu. Búið er að tengja „end-
urtakana" áður en skipið leggur
úr höfn, svo að ekki þarf að tefja
við það, þegar sjálft verkið er haf
ið. Þá hefur skipið tvær skrúfur
í stefninu, svo auðveldara sé að
stjórna því. Um borð í „Long Lin-
es“ er Þyrla, sem notuð er til
aðstoðar við lagninguna.
Áður en menn fundu upp fyrr
nefnda „endurtakara", var síma-
strengslagningin mjög erfitt og
tafsamt verk. Hingað til hefur það
verið nauðsynlegt að nota tvo
strengi, sem flytja símtölin í sitt
hvora áttina í einu, og fullkomn
ustu strengirnír gátu aðeins flutt
84 raddir í einu. Hinn nýi streng
ur, sem „Long Lines“ leggur á
milli landa, getur flutt 128 raddir
aðra leiðina og samtals 236 raddir
báðar leiðir í einu með sama
strengnum.
Með tilkomu þessa skips er stig
ið nýtt skref í alþjóðlegri síma-
þjónustu sem flestir fagna. enda
er svo komið að enginn getur án
síma verið.
Hér eru hásetarnir á „Long Lines" að byrja að fylla eina lestina með
simastreng. en skipið tekur hvorki meira né minna en 3,700 km langan
símastreng um borð. Þegar verkið er hafið þá getur skipið lagt 240
l metra á mínútu.