Tíminn - 14.07.1965, Síða 11
MIÐVIRCDAGUR 14. júlí 1965
TÍMINN
11
SEND TIL ÍSLANDS
19
Til þess að halda okkur í góöri þjálfun fórum við í leik-
fimiæfingar á morgnana, og nokkra stund beygðu allir sig,
veltu og másuðu af trúmennsku. Eftir nokkurn tíma hætt-
um við alveg við æfingarnar, þar sem vinna okkar reyndist
nægileg þjálfun, og við þurftum ekki á þessari óþarfa
áreynslu að halda. Þegar þar var komið sögu höfðu allir
nema Doris Thain, Cam og ég farið að minnsta kosti einu
sinni í sjúkrahúsið. Það virtist engin lækning önnur duga
við kvefinu. Þegar sjúklingurinn hafði síðan verið útskrifað-
ur heill heilsu var enn eftir innantómt hóstakjöltur sem her-
mennirnir sögðu okkur að væri „Reykjavíkursargið." Það
hljómaði verr en það var í raun og veru, og skálinn okkar
endurómaði af hóstakviðum, mestu hörmung, sem við losn-
uðum ekki við allt árið.
Til að byrja með nutum við þess að ganga til Reykja-
víkur, sem var í um fimm kílómetra fjarlægð frá sjúkra
húsinu. Þegar við ráfuðum um höfuðborgina fundum við
okkur þægilega villtar innan um þessar ruglingslegu hlykkj-
óttu götur, stíga og torg. Borgin var einum of nýtízkuleg til
þess að hægt væri að segja að hún væri „sveitaleg“ en við
vorum stórhrifnar af fyrstu rannsóknarleiðöngrum okkar.
Þarna voru smávörubúðir, lyfjabúðir, þar sem ekkert var
selt nema lyf, skartgripaverzlanir, prjónabúðir og meira að
segja lítil vöruhús eins og þau sem var að finna í hvaða
bandarískri borg, sem var. Þarna voru líka allmargar ágæt-
ar bókaverzlanir með góðu úrvali bóka frá öllum hlutum
heims, og ótölulegar prentsmiðjur. Þegar við heyrðum, að
út væru gefin í landinu tuttugu dagblöð og tímarit varð
okkur ljóst, að íslendingar hljóta að vera mjög vel lesin
þjóð. , -,i«i9l(a£aA 08.ís go OS.d
Auðvitað urðum við að læra á íslenzka gjaldmiðilinn,.;áð
en við lögðum af stað í verzlunarferðirnar, því ókkdr v!
ekki leyft að nota dollara. Krónan var jafnvirði fimmtán
centa á þessum tíma. Hundrað aurar voru í einni krónu.
Þá voru til einseyringar, tveggeyringar, fimmeyringar, tí-
eyringar og tuttugu og fimm eyringar. Þetta var auðskilið.
Krónurnar voru 1 einnar krónu, fimm krónu, tíu krónu
seðlum og svo framvegis, og þar að auki í einnar og tveggja
krónu peningum. Hermennirnir höfðu í byrjun sent krónu-
peninga heim sem minjagripi, og hafði það ógnað banka-
starfsemi landsins. Eftir að bandaríski herinn bannaði þetta
JANE GOODELL
fóru íslenzku bankarnir að gefa út minna af peningum og
meira af seðlum. Okkur fannst seðlarnir líkjast mikið vindla
miðum, og fórum eiginlega með þá á sama hátt. Við eydd-
um peningunum eins og ekkert væri, þegar við fórum í
bæinn. Mest fór til skrautgripasalanna, því silfursmiðir voru
í fararbroddi hvað innlendan handiðnað snerti. Leggja varð
inn pantanir á skrautgripum með margra vika fyrirvara,
því silfursmiðirnir gátu ekki framleitt eins mikið og þurfti
til þess að fullnægja eftirspurninni eftir armböndum, næl-
um og hringum.
Ef til vill voru fallegustu minjagripirnir brúður klæddar
íslenzkum þjóðbúningum. Þessar brúður voru með ljóst eða
rautt hár hangandi í síðum fléttum niður á bakið. Á höfð-
inu voru þær með litla svarta flaueliskollhúfu, sem í var
mjög langur dúskur með silfurhólki. Yfir hvíta blússu með
víðum ermum kom svart reimað, ermalaust vesti. Til þess
að fullkomna þennan undarlega búning var sítt svart pils
með litríkri svuntu, sem var næstum jafn síð. Þessar brúður
voru seldar á frá fimm til átta dollara og seldist mjög
mikið af þeim.
Þrátt fyrir þetta klæðast ungar konur mjög sjaldan þess-
um þjóðbúningi. Þær eru eins til fara og bandarískar eða
enskar stúlkur, og mér var sagt, að margar þeirra treystu
á kvikmyndirnar til þess að kynnast af þeim tízkunni. Þær
eru mjög laglegar, hressilegar og dugandi, og færar á öll-
um sviðum, eins og þær hafa orðið að vera vegna þess að
menn þeirra hafa stúndað sjórinn svo öldum skiptir. Sagt
er, að konur séu átta sinnum fleiri en karlar, og stafi það
af því, hvé margir hafa farið í sjóinn. íslénzk börn eru líka
lagleg, með stór, blá augu, Ijóst hár og rauðar kinnar. Ungu
mennirnir, sem margir klæðast ljósbrúnum samfestingum
fínleg og tilfinninganæm.
Bílar. enskir og amerískir, vörubílar og reiðhjól þutu um
þröngar göturnar í þessari litlu borg. Fólkið flýtti sér áfram
eftir gangstéttunum í stórum hópum, og við gátum ekki
annað en hlegið, þegar við minntumst þess, að fólkið okkar
heima hafði haldið, að við myndum eiga eftir að búa meðal
Eskimóa.
Þar eru margir furðufuglar.
í upphafi var tómstundastarf okkar svo samtvinnað skipa-
2
Það fór hrollur um Ray, er hún
hugsaði til liðinna ára. Hún hefði
aldrei sætt sig við þetta, ef hún
hefði ekki þurft að sýna móður
sinni nærgætni.
En nú átti Druce að bjarga
henni frá þessu öllu. Hún var mjög
þakklát fyrir, en var ekki viss um,
hvort hann mundi sætta sig við
þakklæti og alúð, ef hann fengi
ekkert meira . . .
Lestin rann upp að stéttinni og
farþegarnir fóru að tínast út. Ray
stóð kyrr þó hún vissi, að hún
ætti að ganga fram stéttina og
svipast um eftir Druce.
Allt í einu kom hún auga á
hann. Hann var svo hár og þrek-
inn, að það var óhjákvæmilegt að
taka eftir honum. Teinréttur mað-
ur á fertugsaldri, herðarbreið-
ur með svipmikið andlit og dökkt
hár. Augun grá, loðnar augnabrún
ir, nokkuð stórt nef, munnurinn
unggæðislegur en ákveðinn um
leið, hakan stór.
Ray starði á hann. Það er hann,
hugsaði hún með sér. Þetta er
Druce. En hún hreyfði sig ekki úr
sporunum. Og honum á ég að gift-
ast á morgun. Það er . . . það er
lygilegt. Máttleysi fór um hana
alla og hún fékk krampakennda
löngun til að hlæja.
í þeim svifum kom hann auga
á hana. Hann kom skálmandi til
hennar. — Ray, stúlkan mín!
Hann tók utan um hana og lyfti
henni upp. Þegar hann kyssti
hana, tók hún báðum höndum ut-
an um hann, eins og hún þyrfti
að styðja sig.
— Þú þekkir mig líklega varla
aftur? spurði hann og hló fram-
an í hana og lyfti annarri augna-
brúninni.
Hún vætti varirnar og reyndi að
hlæja líka. — Nei, það gerir ekki
betur, sagði hún. Og svo horfði
hún á hann, eins og hún hefði
aldrei séð hann áður.
Hann tók höndunum um kinn-
arnar á henni og horfði á hana.
— Leitt, að ég skyldi ekki geta
komið fyrr. Svo að við hefðum get
að kynnzt betur áður en við gift-
umst. Ég vonaði þangað til í síð-
ustu lög, að ég gæti komizt með
fyrri ferðinni.
Hún kinkaði kolli og reyndi að
hugsa sér eitthvað til að segja, sv°
að samtalið lognaðist ekki út af.
En hún fann, að hún hafði ekkert
til að segja við hann. Og þó átti
hún að vera hjá honum, það sem
eftir var ævinnar!
Henni þótti vænt um, að þarna
var svo margt annað að hugsa.
Druce varð að annast um farangu
inn sinn og ná í burðarmann til
að koma öllu hafurtaskinu heim
til frænku Ray, frú Chepstowe.
Koffortin rúmuðust ekki í litla
bílnum.
Ray settist við stýrið. — Við
skulum flýta okkur, þýí að hún
frænka bíður okkar með teið,
sagði hún.
Honum líkaði þetta auðsjáan-
lega miður. — Getur frænka ekki
beðið? Ég vil hafa þig fyrir sjálf-
an mig. Við þurfum að bæta okk-
ur upp tveggja ára aðskilnað!
Ray vissi vel, að frænka beið alls
ekki eftir þeim, en samt vildi hún,
að þau færu beint heim til henn-
ar. — Það er kannske ekki vert,
að þú kallir hana frænku, sagði
hún og brosti.
—Hvers vegna ekki? spurði
hann. — Hún verður frænka mín
á morgun, er það ekki? Hvað
finnst þér að ég eigi að kalla hana?
— Kallaður hana frú Chepstowe
fyrst í stað, sagði Ray. En hún gat
ekki varizt brosi, er hún hugsaði
til þess að þessi risi ætti að fara
að kalla frú Chepstow „frænku,“
jafnungleg og hún var.
Bíllinn rann af stað.
— Hefurðu gaman af að aka í
bíl? spurði hann.
—Já, það er yndislegt.
— Gott . . . Hann neri saman
höndunum og glettnin skein úr
gráum augunum. Hann var eins og
bráðþroska skólaskrákur. — Ég
keypti dálítið handa þér. Virki-
lega fallegan sportbíl, skal ég
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Eigum dún og fiðurheld ver,
æðardúns. og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3 — Sími 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
segja þér. Fallegasta bílinn, sem
ég hef séð.
— Það var dásamlegt! sagði
Ray fyrir siðasakir. Hún skyldi
ekki sjálf hvers vegna þetta gladdi
hana ekki meir. Hún hafði alltaf
þráð að eignast bíl. Eiginlega
skammaðist hún sín. — Þú ert
skelfing vænn, muldraði hún.
Hann studdi hendinni á hnéð á
henni. Þetta var sterk, falleg og
næm hönd. — Sá hlutur erekki
til í veröldinni, sem mig langar
ekki til að gefa stúlkunni minni,
þú veizt það? w „ »•
Hreinskilnin í röddinni var svo
mikil, að henni lá við að fara að
gráta. Hann vildi gefa henni allt,
en hún hafði ekkert til að gefa í
staðinn. Hún leit undan, svo að-
hann sæi ekki tárin, sem gljáðu í
augum hennar. en hann hafði þeg
ar séð þau.
— Ray, ertu ekki hamingju-
söm? spurði hann órólegur. — Þú
iðrast vonandi ekki . ?
Hún deplaði augunum og þeg-
ar tárin voru horfin, reyndi hún
að hlæja. — Víst er ég hamingju-
söm, sagði hún létt. — Vel á
minnzt — frænka ætlar að hafa
fjölmennan dansleik í kvöld,
' okkur til heiðurs. Þú vissir líklega
ekki um það?
Hún gat séð á honum, að hann
hafði hvorki vitað um það né féll
það vel. — Og ég sem hélt, að ég
mundi fá að vera með þér í ein-
rúmi, muldraði hann vonsvikinn.
— En það gerir ekkert til. Það
létti yfir honum. — Annað kvöld
fáum við að vera útaf fyrir okk-
ur . . . brúðkaupskvöldið okkar,
elskan mín.
Ray horfði ekki á hann. Hún
gat það ekki. En hún fann, að hún
varð kafrjóð í framan, Hana hitaði
alla leið út í eyrnasneplana. Hún
beit á jaxlinn og hugsaði með
sér: — Hagaðu þér ekki eins og
skólastelpa, Ray! Þú vissi hvað
þú varst að gera, þegar þú lofaðir
að giftast honum . . .
Já, hún vissi það, en hún hafði
ekki viljað hugsa um það. Hún
hafði aðeins hugsað um það, að
hjónabandið leysti hana frá henn
ar fyrri fölsku tilveru. Að hún
losnaði við að þurfa að tvísnúa
hverjum eyri, losnaði við að sauma
upp gamla kjóla, og hjónabandið
þýddi, að hún gat stutt móður
sína fjárhagslega. Og kannske
þýddi það líka að hún gæti
gleymt . . .
Druce virtist ekki setja fyrir sig
hve þögul hún var. Hann var svo
sæll sjálfur. að það nægði handa
þeim báðum.
— Varstu hissa, þegar þú fékkst
*bréfið mitt? spurði hann.