Tíminn - 14.07.1965, Blaðsíða 14
14
TSRfllNN
Aðalfundur bryta
Félag bryta hélt aSalfund sinn
18. júní. Var þar greint frá starf
semi félagsins á liðnu ári og gerð
igrein fyrir fjárhag þess. Sam-
þykkt var reglugerð fyrir styrkt
ar- og sjúkrasjóð. Félagið minnt-
ist þess, aðví febrúar s.l. voru
liðin 10 ár frá stofnuin félagsins.
Við stjórnarkosningu var Böðv
ar Steinþórsson kosinn formaður í
fimmta sinn, Anton Líndal var
kosinn gjaldkeri og Guðjón Guðna
son ritari, allir endurkjörnir, vara
stjórn skipa Frímann Guðjónsson
og Kári Halldórsson. í stjórn
styrktarsjóðs voru kjörnir Böðvar
Steinþórsson, Björn Óskarsson og
Frímann Guðjónsson. Einnig fór
fram á funjlinum kosning full-
trúa á Farmanna- og fiskimannna
sambandsþing o. fl.
ÞING
Framhald af 2. siðu
ingu garða o. fl.
Sýnikennsla í geymslu, fryst-
ingu og matreiðslu kjöts var hald
in i sept s. 1. á fjórum stöðum á
sambandssvæðinu. Kennari var
frú Adda Geirsdóttir húsmæðra-
kennari. Að loknu námskeiði
fengu þátttakendur fjölritaðar
mataruppskriftir.
Að kvöldi 2. júní var farið
í skemmtiferð að Skógum og
byggðasafnið skoðað. Að þvi
loknu bauð kvenfél. Fjallkonan
í A-Eyjafjallahreppi til kaffi
drykkju ásamt sýslunefnd Rang
æinga, sem þá var stödd að Skóg
um. í því hófi afhenti sýslumaður
Rangæinga Björn Fr. Björnsson
sambandinu veglega peningagjöf.
Stjórn S. S. K. skipa þessar
konur:
Frú Ragna Sigurðardóttir,
formaður,
frú Anna sigurkalssdóttir, ritari
frú Halldóra Bjarnadóttir,
gjaldkeri.
ANNIR VIÐ ÖSKJU
Framhald af 1. síðu
aka að Víti og að Öskjuvatni.
Þegar bílarnir voru stöðvaðir
söfnuðust menn við einn bílinn og
þar sagði einn bandaríski jarð
fræðingurinn geimförunum í höf
uðdráttum, hvað gera skyldi um
daginn, en það var sem hér segir:
f fyrsta lagi áttu þeir að lýsa
Öskju og því, hvernig hún yar
jarðfræðilega byggð, í öðru lagi
áttu þeir að finna hvaðan vikur
inn við Öskjuvatn væri kominn,
og hvort vikurinn væri eldri en
vatnið sjálft. Þriðja verkefni dags
ins var að finna efni í vikrinum
og skyldleika þeirra á hinum
ýmsu stöðum. Þá áttu þeir að
finna hvaðan Mývatnshraun væri
komið.
Ms. Skialdbreið
fer austur um land til Seyðis-
fjarðar 16. þ.m.
Vörumóttaka í dag til Horna
fjarðar, Djúpavogs, Breiðdals-
víkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs
fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski-
fjarðar, Norðfjarðar og Seyðis
fjarðar.
Guðmundur Sigvaldason tók þá|
við stjórninni, en hann er manna
fróðastur um Öskju, enda hefur
hann rannsakað hana mjög gaum ,
gæfilega. Hann sagði geimförun
um, hvert halda skyldj og • hvað
skyldi gert á hverjum stað. Nú
var geimfaraefnunum skipt í
flokka, og með hverjum þeirra var
bandarískur jarðfræðingur. Hóp
arnir voru látnir dreifa sér, enda
áttu þeir að vinna sjálfstætt að
athugunum sínum, og gera skýrsl
ur um þær og það sem þeir hefðu
séð, enda er það eitt aðalverkefni
þeirra, sem fyrstir fara til tungls
ins. fslenzku jarðfræðingarnir dr.
Sigurður Þórarinsson og Guð-
mundur Sigvaldason fylgdust svo
með störfum hópanna í heild.
Allt það sem hér er gert,
kvikmynda tveir menn frá banda-
rísku geimvísindastofnuninni, og
skýrðu þeir fréttamanni Tímans
frá því, að þetta ættu að verða
fræðslumyndir fyrir væntanlega
geimfara.
Geimfararnir voru útbúnir með
kort og loftmyndir af umhverfinu
auk þess sem hver þeirra hafði
lítinn hamar með sér, minnisblöð,
og segulbandstæki, sem þeir not-
uðu til að tala inn á lýsingar sin
ar af umhverfinu og því sem fyrir
augun bar. Þeir héldu sig að
mestu í kringum Víti, og við
Öskjuvatn. Þeir notuðu daginn
mjög vel, og voru ekki að eyða
sínum dýrmæta tíma í að borða
eða drekka. Aðeins tveir þeirra
reykja, en eins og kúnnugt er, er
það ekki bannað meðal þeirra.
Um fimmleytið kom svo hópur
inn aftur saman við bílana og
haldið var að tjaldstaðnum. Dag-
urinn var mjög góður, og má
s^gja að ^aðijnir, .sem geimfar
arnír Tcönhuðg fiáfi fullnaegt J»eim
kröfum sem° gerðar vorii. í
kvöld verða tjaldbúðirnar fluttar
niður að Herðubreiðarlindum. Á
miðvikudagsmorgun snúa þeir
svo aftur til Akureyrar, en seinna
í vikunni fara þeir inn á Veiði-
vatnasvæði þar sem þeir munu
litast um. Auk þess er gert ráð
fyrir að þeir kanni hraunið í
kringum Laka.
Veðrið hefur verið nokkuð gott
hér innfrá í dag, þriðjudag, að
vísu skýjað, þrátt fyrir það hefur
sólin látið sjá sig öðru hvoru.
Hafstein EA 1500 mál Loftur
Baldvinsson EA 1250 mál Ólafur
Magnússon EA 1800 mál Snæfell
EA 1600 mál Jón Finnsson GK
1100 mál Mímír ÍS 250 mál Páll
Pálsson ÍS 500 mál Sveinbj. Jakobs
son SH 1000 mál Arnkell SH 900
mál Jörundur III RE 1400 mál
Bára SU 1000 mál Pétur Jónsson
ÞH 500 tn. Svanur RE 400 mál.
SÍLDIN
• i • a) 16 síðu
Dalatangi.
Dan ÍS 650 mál, Gissur hvíti SF
650 mál, Gullver NS 1650 mál,
Þorsteinn RE 1200 mál Einar Hálf
dáns ÍS 800 mál Dagfari ÞH 1800
Freyfaxi KE 1000 mál Lómur KE
1400 Hugrún ÍS 1700 Guðbjörg
ÍS 850 mál Bjarmi EA 1300 mál
Margrét SI 1200 mál Akurey SF
400 mál Höfrungur II AK 1100
mál Húni II HU 800 mál Björn
Jónsson RE 600 mál Heimir SU
500 tn. Amar RE 1000 mál Ól.
Friðbertsson ÍS 1200 mál Guðbjörg
GK 700 mál Sigurður Bjamason
EA 1100 mál Helgi Flóvenjsson
ÞH 800 mál Sæúlfur BA 600 mál
Baldur EA 500 mál. Stígandi OF
1200 mál Æskan SI 460 mál Guðm.
Þórðarson RE 600 mál Sigurður
SI 900 mál Gnýfari SH 300 Gylfi
II RE 450 mál Þorlákur AR 510
Steinunn SH 800 mál Sæþór OF
900 mál Árni Magnússon GK 900
mál Gullberg NS 550 tn. Hánnes
Eiginmaður minn
Tryggvi Jónsson
afgrelðsiumaður,
sem andaðist 9. þ. m. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 16. þ. m. kl. 1,30.
Hallgríma Árnadóttir .
MINNING
Framliald af 9. síðu.
Hún unni hljómlist. Hún
kenndi dætrum sínum sjálf að
leíka á orgel. Hún var náskyld
Sigfúsi Einarssyni tónskáldi.
Hún minnti mikið á hann bæði
bæði í viðmótí og sjón.
Eg man eftir timburstofunni
hennar í gamla bænum. Þar
bjó hennar eiginn yndisÞokki
í fáum, skýrum dráttum. Ég
man hana sjálfa þar inni, með
síða dökkjarpa hárið, þar sem
hún sat víð orgelið. Söngur
hennar og, djúpu, kyrrlátu orgel
tón'arnir runnu saman og
streymdu út í hljóðleikann.
Stundum var það aðeins fyrir
Sigríði, Guðfinnu og mig, stund
um komu margir að orgelinu.
Eg man að degi til sólskín á
panelnum og veggmynd af lít
illi fallegri stúlku með spé-
koppa í kinnum og brosi, svo
að skein í hvítar tennur. Þetta
var brjóstmynd í hringramma.
Litirnir í myndínni voru afar
fallegir. Þá var þetta siður, að
hafa fallegar myndir til að
horfa á.
Nú er það kallað flótti frá
raunveruleikanum.
En þegar ég hugsa um hús
móðurina, sem átti þessa fal-
legu mynd, og annaðist börp
siH aí elsku og kostgnMii, þ£
held ég að það hvað 'dðru skylt.
Eg held að myndin fagra hafi
verið þáttur í lífsfegrun í raun
veruleika. \
Vinkona mín leitaði tærra
linda og fann Þær Hún var
guðhrædd og mild og göfug.
Hún var ljóðelsk og listelsk.
Hún var af þeirri kynslóð, sem
ljóð aldamótaskáldanna og
Hallgrímsljóðin dýru og Helga-
kver höfðu menntað. — Hún
kunni meira af því, sem skáld
in höfðu orðað bezt, heldur en
af malt- og salt-fræðum.
Hún var mikil húsmóðir,
bæði af myndarskap, mildi og
reisn. Hún var umhyggjusöm
móðir og húsmóðir. Hún var
skyldurækin og elskuleg. Hún
vafði glaðværum, skemmtileg
um yndisleika inn í hversdags
leik daganna.
Hún kunni líká að gera há-
tíðisdag að hátíð. Hún fór með
dapurleikann i einrúm, þegar
viðkvæm sál hennar varð
hrygg. Hún kom aftur með líf-
grös og angan inn í húsið.
Hún var vel til fallin fyrir
margra kosta sakir að prýða
samkvæmi. En hún prýddi fyrst
og fremst heimili sitt.
Hún gladdist með glöðum ,en
hafði yl og ástúð hverjum þeim
sem hryggur var.
Hún hafði þá sjálfsstjórn og
siðgæði i dagsvenjum, sem ein
kenndi beztu íslendinga á
þeim tíma. Voru hjónin i því
góða dagfari samvalin.
Ingíbjörg var eina dóttir
Holtshjóna, sem upp komst.
Hlýtur hún að hafa verið dálæt
isbarn, enda hafði allt til þess
í sjálfri sér.
Jón bóndi í Ilolti, faðir henn
ar, var göfugur og stilltur mað-
ur. Mér fannst allt auðugt og
skemmtilegt. sem hann sagði
Hann unni dóttur sinni svo
augljóst var.
A mörgum árum kynntist ég
Ingibjörgu. bæði sem barn og
einnig síðar Það var yndislegt
bæði í bemsku og æsku að
mæta henni, fylgjast með henni
á göngu millí grannbæja og
skipta við hana orðum, því
að orð hennar voru ilmgrös.
Á fyrri dögum, á góðri tíð,
þá var sætleiki ungrar jarðar
og himneskra drauma í setn
ingum hennar.
„Allt, sem er satt, allt, sem
er sómasamlegt, allt, sem er
hreint, allt, seríi er elskuvert,
hugfestið Það“. Þessi orð virð
ist mér sem hún hafi í öllu lífi
sínu tíleinkað sér.
Ef til vill kom hún í heim
inn með aðdráttarafl fyrir ljós
ið í vöggugjöf. En vöggugjöf
inni var þá ekki spillt í með
ferð barnsins. Hvað sem var
gott átti alltaf greiðan aðgang
að huga hennar. Það var svo
mikill hreinleiki í hugarfari
hennar, skilningur og ástúð.
Hún átti töfrandi andlega
auðlegð. Eg man hana fyrst,
þegar hún var ,,eins og væna
vorið“. Hún var mjög tíguleg
á íslenzkum búningi og leiddi
við hönd sér fallegan, lítinn
dreng, sem var í öllu mjög
skýr, það var yngsta barnið.
Hún var litfríð, dökkhærð,
með dökk-mókembd augu, sem
geisluðu og voru mjög hlý og
skýr, ekki stór, en hvelfdar
brúnir- og mikið enni, — All-
ur persónusvipurinn yndisleg
ur.
Hún og fósturmóðir mín köll
uðu hvor aðra systur. Þær voru
hvor annarri ástúðugar grann
konur. Þær unnu öllu fögru,
svo að fegurðin bjó í kring
um þær í fábreyttum hlutum,
sem þær gerðu eða tilsettu svo
og svo eftir sínu geði. Þetta
var fyrir innan stokk, unun í
æslúvorkr6ia
umvafði þær, meðan þær
gengu úti í fögru landslagi
saman og skiptust á hugsunum.
Þannig minnist ég látinnar vin-
konu meðal blóma í vorbirtu.
Víð fylgjumst að, tölumst
við. Það er skyggni til allra
átta og rödd hennar lífleg, mjúk
og hógvær í senn, gefur mér
eitthvað af þeim safngeislum
lífsins og göfginnar, sem hugur
hennar hefur dregið til sín og
gleður aðra með.
Þótt árin kæmu síðan hvert
af öðru og bæru okkur burtu
frá eínum tíma til annars, þá
hélt hún áfram að koma til
mín út úr blíðum blæ í minn
ingu með geislana ylríku. Hún
hélt áfram að vera inni 1 vor
kveldinu hjá mér.
Hún átti lengi húsmóðursæti
í Fjalli á Skeíðum. Líf hennar
leið í þessari kyrrðarfullu ytri
fábreytni, sem var fjölskrúðug
í dagsins önn. Kynningin við
Þessa konu varð óendanlega
auðug í annarra minníngu.
Eitthvert sinn dreymdi hana
draum, sem hún réði fyrir löng
um veikindum. Það var ferð
yfir mörg vötn og langt yfir að
líta. Nú er bæðl gleðidögum
lífsins og þeirri löngu, erfiðu
ferð lokið. Hún naut staðfastr
ar umönnunar barna sinna á
þeim erfiðu árum. Og gleði
höfðu þau hjón af barnabörn
um sínum, sem þau sáu vaxa
upp.
Næst þegar ég kem að Fjalli
veít égj að söknuði andar til
mín frá rúminu hennar auða.
Þegar hún er farin, mæti ég
aldrei oftar þeim lífgrösum,
sem sjúklingurinn rúmfasti
hélt áfram að rétta hverjum
þeim ,sem að rúminu kom.
í mínum huga er uppstign
ingardagur ein hjn dýrlegasta
kirkjuhátíð, sem vér eigum. Á
þessum degi guðsríkis kvaddi
hús hennar hana með djúpum
orgeltónum, Guðs orði. tárum
og sálmasöng.
Einmitt uppstigningardagur,,
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 1965
heiður og sólríkur varð henn
ar húskveðjudagur við þá fjalls
hlíð, þar sem hún svo oft hafði
gengið undir blæ himins blíð-
an.
Sumarsins heití blær er kom
inn. ,
Samúðarkveðju sendir fóstur
móðir mín og fóstursystir og
mitt hús til Fjallssystkina,
éldrí og yngri.
Hljótt er um bæina tvo við
rætur fjallsins.
„Geymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng".
Sé hún Þá sjálf einnig kvödd
í fagurri von.
Rósa B. Blöndals
FRAKKLAND
i' rainhaltí at 5. síðu.
tísku raun. Hún byggir ekki á
jafnvægi milli löggjafarvalds
og framkvæmdavalds, eins og
bandaríska stjórnarskráin, þar
sem hvort tveggja er jafn ó-
hagganlegt. Franski forsetinn
getur leyst þingið upp og
þetta vald hans er hans öflug-
asta vopn. En forsætisráðherra
hans verður að treysta á at-
kvæðamagn í þinginu og hann
kynni því að verða bandamaður
þingsins eða jafnvel umboðs-
maður, ef til átaka kæmi við
forsetann.
MEÐ strandi Deffere lokast
að minnsta kosti um sinn ein
möguleg leið út úr hættulegri
flækju. Þetta kann jafnvel að
auka á hættuna með því að
draga enn úr virðingu franskra
kjósenda á gömlu flokkunum,
sem eru þrátt fyrir allt örugg
asta vörnin gegn misbeitingu
valdsins. Satt er að vísu, að
meðan þjóðin nýtur hagsældar
er almenningur hófsamur í
skoðunum og engu áfjáðari í
hægri byltingu eða klíkustjórn
en hina gömlu hringekju flokk
anna. En langt er frá, að erfið
leikum franskra stjórnmála sé
lokið, nema því aðeins að
stjórnmálaleiðtogunum auðn
ist að finna færa leið út úr
flækju flokkanna, eða framhjá
þeirri kreppu, sem lejtt getur
af gildandi stjórnarskrá.
(Laul. þýtt úr The Economist).
HESTAR OG MENN
Framhalö at 8. síð>’
ræða, sem ekki má lengur
draga, að framkvæmd verði.
Og allt er þetta tiltölulega
auðvelt. Eftir að vegurinn hefði
verið færður þarf að sjálfsögðu
að gera öfluga girðingu með-
fram honum og upp í Skógar
hólagirðinguna annars vegar
að vestan) og austanvert við
Bolabás svo langt upp sem
með þarf.
Þær úrbætur, sem hér hefur
verið rætt um, eru þess eðlis
að vænta má, að þeim verði
(að vestan) og austanvert við
Bolabás svo langt upp sem
Borgarfjarðarmótið.
Um næstu helgi verður fjórð
ungsmót fyrir Vestfirðingafjórð
ung haldið að Faxaborg. —
Standa að því öll hestamanna
félögin norðan Hvalfjarðar og
vestan Holtavörðuheiðar. Undir
búningur að mótinu stendur
nú sem hæst og hafa þegar
verið skráð á annað hundrað
hross, þar af um 40 í kapp-
reíðarnar. — M. a. verður
þarna afkvæmasýning sem bú-
izt er við að vekja verulega
athygli. — Borgarfjarðarmótin
eru jafnan fjölsótt héðan að
sunnan auk margmennis sem
kemur úr þeim héruðum sem
að mótinu standa. Og sérstak
lega þykja fjórðungsmótin þess
verð að þau séu vel sótt, jafn-
vel um langan veg.
G.Þ.
)Ví'