Alþýðublaðið - 29.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1931, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBLÁÐÍÐ A-llstinn er listl alþýðaheimilsinna. Framsóknar stefnan og alþýðan. Ég hefi verið á nokkrum kosn- ingafundum úti um land og heyrt margar kosningaræður Fram- sióknarmianna þar. Segist þeim flestum á þesisa leið: Bændurnir í landinu (sem eru um 6000 og með skylduliði tæpur fjórðungur landsmanna) hafa ávalt ráðið öllu í landinu og eiga einir öllu að ráða í framtíðinni. Framsókn- arflokkurinn befir meiri hluta at- kvæða meðal bænda og með nú- verandi kjördæmaskipun, sem getur gefið bændum meiri hluta á þingi, pótt þeir séu minni hluti þjóðarinnar, getur Framsóknar- flókkurinn haldið völdum og rík- isstjórn, enda verður hann þá að nota ríkisvaldið og löggjöfina einhliða í þarfir jarðeigenda. Þes's vegna er Framsékn andvíg hlutfallskosningum og breyttri kjördæmaskipun. Valdi sinu á þingi eftir gömlu kjördæmaskip- uninni á Framsókn að beita til þess að nota alt fjármagn lands- ins og láns-traust til eflingar bændum. Atvinnuleysið í bæjun- um, sem mestmegnis stafar af skorti á fjárhags.legum stuðningi á krepputímum, §-vo sem loikun veðdeildar, stórfeldri minkurn op inberrar vinnu, vöntun á ríkisá- byrgð á Rússavíxlum, neituninni um virkjun Sogsinsi, engum ríikis- stuðningi við ísfisksölu, alt þetta kemur bændunum og Framsóikn ekkert við. Ekkert atvinnuleysi er í sveitunum, „það er hebrezka fyrir bændur“. Þeir, sem atvinnu- lausir eru í bæjunum, geta gert svo vel að koma í vinnumensku til bænda. En þeir mega ekki heimta hátt kaup. Ríkisstjórnin verður að gangasit fyrir kaup- iækkun, eins og gert er úti um iand í opinberri vinnu, og Jónas og Einar Árnason lofuðu á síð- asta þingi, er þeir töluðu um nauðsyn afmennrar kauplækkun- ar. Sumir Framsóknai’mennirnir ganga svo langt að þeir segja, að ekki ætti að vera leyfilegt að kjósa nema Framsóknarmenn, er slíka stefnu styðja, á þing, og filestallir hafa vérið sammála um að halda langar ræður um. há- skríl og lágskril Reykjavíkur (þ. e. a. s. yfir.stéttina og alþýðuna), siem ómóttækilegur væri fyrir Framsóknarmenninguna og ætti því að haída niðri. Eins og allir rólega hugs-andi mienn sjá, er ekkert vit í slíkri stiefnu, þótt hægt sé að segja að meö henni séu dregnar „hreinar línur“. Þetta er hrein Lapp-o- mannastefna og stórko'stlega hættulegt fyrir framtíð þjóðarinn- ar nái hún fylgi. Ofbeldi og kúg- un slíks flokks verður aldrei þol- að. Næði slík stefna framgangi yrði brátt auðn, ekki einungis við sjóinn, heldur einnig í sveit- um landsins. Alþýðan við sjóinn og í sveitunum á sameiginlega hagsmuni að öllu leyti óg sveit og sjávarsíða eiga hvort annað að styðja eins og hefir verið frá landnámstíð, þó að bæirnir væru þá ekki til og atvinnulífið við sjóinn væri fáskrúðugra. En þó kastar tólfunum er Framsóknarmenn leita eftir at- kvæðum fólksins við sjávarsíð- una til þess að koma þ-essum stefnumálum sínum í fram- kvæmd, sem myndu skapa hung- ur og neyð fyrst og fremst hjá tugum þúsunda fólks við sjóinn og svo eftir á í sveitunum. Því fer betur að það er ekki nema nokkur hluti Framsókna'r- flokksins, sem svo vill, þótt verri hlutinn ráði öllu innan flokksins. En nú er tím-inn kominn fyrir vinstri arm Framsóknar ti,l að skilja við þann flokk, sem er orðinn ringlaður af völdunum, iog ganga með Alþýðuflokknum, siem nú berst einn fyrir umbótamál- um alþýðunnar til sjós og sveita, verkalýðs og láglaunamanna, leiguliða og fátækra sjálfseign- arbænd-a. Það er margfalt meira virði fyrir þá, sem talið hafa sig til vinstri arms Framsóknar, að á alþingi verði sterkur flokkur jafnaðarmanna, sem berst mót hvers konar íhaldi, beldur en veikari Alþýðuflokkur og sterkari Framsóknarflokkur afturbalcls- sömustu bænda bg þeirra, sem á þeim vilja lifa og völdum halda. Hédinn Valclimarsson. Vefaradellan franska. París, 28. maí. U. P. FB. Sátta- fundur aðilja í vefnaðardeilunni fór út um þúfur í gær. Ríkis- stjórnin gerir frekari tilraunir til málatniðlunar. Sfiórnarmyndnn í Póllandi. Varsijá, 28. maí. U. P. FB. Pry- sitor herdeildarforingi hefir myndað stjóm, sem er skipuð flestum sömu mönnum og frá- farandi stjórn. Jan Pilsudi&ki, bróðir Pilsudski hershöfðingja, er fjármálaráðherra og Sarsycki hershöfðingi verzlunarmálaráð- hexra. Fundurinn á Seifossl. Þeir frambjóðendur Framsókn- ar í Árnessýslu höfðu boðað til landsmálafundar að Ölfusárbrú á annan i hvítasunnu. Þangað fóru af hálfu jafnaðarmanna fram- bjóðendurnir Felix Guðm.undsson og Einar Magnússon og auk þess Héðinn Valdimarsson og Sigurð- ur Einarsson. Einnig kom á fund- inn Tryggvi Þórhalls-son og fleira manna með honum, án þess að þeir tæki til máls. Á- veitubíllinn var hafður í smala- mensku um Flóann, auk þess sem sýslumaður mun hafa séð um að þárna væru vissir menn, sem með prúðmannlegu hátterni sýndu yfirburði sveitamienningarinnar. Einar Magnússon höf umræður og fékk prýðilegt hljóð. Rakti . hann þróunina í þjóðmálum alt fram til þingrofs, sýndi fram á hverjar væru hinar raunverulegu undirstöður hvers flokks og hvar hann ætti sín eðlilegu takmörk. Var það auðheyrt, að jafnvél andstæðingum virtist maðurinn skörulegur og líklegur til að verða skeinuhættur. Felix talaði um einstök stórmál, t. d. kjör- dæmaskipun, Sogsvirkjun og landbúnaðarmál, og sýn-di hlífð- arlaust fram á v-eilur og fálm stjórnarflokksins í þeim málum, auk þess sem hann deildi fast á stjórnina fyrir aðgerðir hennar í garð verkalýðsins yfir höfuð. Kom það ágætlega í ljós, hve margfróður Felix er í þessum efnum og ótrauður til sóknar. Magnús Torfason var klúr og illkvittinn, edns og hans er vandi,’ forðaðist að koma nálægt mál- um, en lagði mjög kapp á að vekja hiátur hjá liði því, -er elt hafði hann til fundar, með hnýfil- yrðum og „bröndurum“. Jörundur og Tryggvi gengu hreinlegar til verks og höfðu mjög við orð valdaránið, sem nú ætti að fara áð gera á sveitamönnum. Kvað Tryggvi stefnt til gerbreytingar á reglum þeim, er stjórnarfar landsins hvíldi á. Ekki fann hann þeim orðum nein rök, en man- aði búaliða fast til andstöðu við Reykjavíkurbúa. Annars var ail- mikiill borðræðubragur á ræðu ráðherrans eins og venjuLegt er hjá honúm. SigurÖur tók ræðu ráðherrans og hrakti hana lið f.yrir lið. G-erð- ist Jörundur þá svo æfur, að það- an af gætti hann lítt mannasiða á fundinum. Steytti hann hneíann framan í fundarmenn og jós fúk- yrðum yfir þá Sigurð og Héðin. Var það auðfundið, að Framsókn- armenn stefna nú mjög rógi sín- um á Héðin, bæði þar eystra og um land alt. Hélt Héðinn á fundinum afburða-góða ræðu og gekk svo hart að þeim Fram- sóknarmönnum, að varla var heil brú eftir í blekkingum 'þeirra, Gerðu þeir aldrei tilraun til þess að hrekja orð hans. Fundarbragur allur var heldur ömurlegur og mátti kalla að bæri.: vott um siðleysi á köflum. Klúr- yrði Magnúsar og fávíslegar heiftareggjanir Tryggva og Jör- undar í gaxð alþýðu í Reykjavík virtust af sumiun fá hinn bezta byr. En engum fundarmanni blandaðist hugur um, að sköru- legust og virðulegust hefði fram- koma jafnaðarmanna verið og; fundurinn ekki orðið annað en lýðæsingasamkunda, ef þeirra hefði -ekki notið við. Fundarmacur.. Rafmagns lárnhrautir í Bretlandi. Mikil atvinna við breytinguna Fyrir þremur misserum var sett ríkisnefnd í Bretlandi, og liefir nefn-d sú g-ert áætlun . um, að allar járnbrautir í Bretlandi verdi gerdar ad rafmagnsbrautum, og hefir hún lagt áætlunina fyrir ríkisstjórnina. Járnbrautir í Bret- íandi eru 51 þús. mílur að- lengd, en nú eru að eins 13 þús- und mílur rafmagnsbrauta. Járn- brautafélögin eiga um 23 þús:, járnbrautar-vélvagna, en að eins 15 þúsund þeirra eru rafmagns- knúðir. Hitt eru eimredðir. — gáð- gert er, að breytingin kosti adls 400 millj. stpd. og taki 15 ár að framkvæma h-ana, þar með talin simíði nýrra raforkureiða, í stað eimreiðanna, en vid pessar fram- kvœmdir mgndist sWðug atvinna fgrir 60 pús. menn pessi 15 úr. Þá er gert ráð fyrir, að rafmagns- stjórnin fái umboð til þess að Játa rafmagnið í té milliliðalaust, — án milligöngu raforkufélag- anna —, fyrir lítiö eitt mieira en. framlieiðslukositnaðinum nemur, svo sem nú er þar í landi um raforku til iðnaðar og heimila- notkunar. Á þann hátt er gert ráð fyrir, að ratmagnsveröið verði lægra en nokkurs staðar í heiminum á sér stað nú (kíló- wattstundin 1/5 úr penny). Búisf er við, að þetta muni enn hafa þau áhrif, að önnur raíniagns- notkun aukist mjög (tiJ heimilis- þarfa og iðnaðar) og raforku- kostnaðtir yfirJieitt lækki. — Eftir- tektarvert er einnig það atriði í skýrslu nefndarinnar, að við- lialdsliosítnaður raforkureiða er talinn miklu minni en eimreiðá. Talið er, að eimneiðir endist yfrr- leitt ekki lengur en í 20 ár í lengsta lagi, en nefndin telur, að raforkureiðir muni endast í 30 ár. (Samkvæmt blaðatilkynning- ura jafnaðarmannastjórnarinnar brezku, er FB. liefir fengið.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.