Alþýðublaðið - 29.05.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1931, Blaðsíða 3
A&Þ3ÐUBLAÐ1& 8 Ódýr fatnaður. Kailra.sumarföt frá 45*—, ungl.föt frá 29.—, biá cheviot- föt, alullar frá 75*—, sportföt nrargar teg. frá 52.—, reiðbuxur, pokabuxur, vinnubuxur prælsterkar frá 6,75, regn- og ryk-frakkar frá 39.—, taubuxur frá 7,50, sumarnærföt, settið frá 4,50, axlabönd ágæt frá 1,50, sportskyrtur frá 4,50, milliskyrtur frá 4,25, álls konar starfsfatnaður, svo sem: Málarasloppar 7.—, hvítir sloppar 10.75, brúnir sl. 10.50, maiarajakkar 6.—, biúnir jakkar 7.—, hvítir jakkar 7.S5, brúnar buxur 6.50, bakara- og kokka-buxur 8.75, málarahúfur 75 aura, bakara- og kokka-húfur 1,50, alsk. verkamanna- fatnaður, ávalt ódýrast í irauns - verzlnn. ^8a8S8B8S8S8S8S8S8S8S8E385858S8S8S8S8SSS8S»8S8f3 Bezta Cigarettan i 20 stk. pðlknm, sem ksta 1 krdnu, er: Commander H lestmiuster, I ¥irginia, Fást í ðllum verzíunum. I hverjm pakka er gnllfalleg islenask mynd, og fær hver sá, er safnað hefir 50 œ jndm, eina stækkaða mynd. Tilboð óskast í vélbát f>ann, er flugfélagið hefir notað síðastliðið ár, í því ástandi, sem hann nú er í. Báturinn iiggur fyrir framan Sænskafrystihúsið við Ingólfsstræti. Tilboðið sendist til Landssmiðju íslands. 50% Flutnings útsalan. 50% Siðasti dagur á morgun. Góðar plötur, fónar, harm- onikur munnhörpur, grammó- fónverk, nálar, album, fiðlur, fiðlukassar, pokar, guitar og mandolinpokar, fiðlustativ, plötutöskur, burstar, og fl. af músikvörum.Leðurvörur 10—- 20% á öllu sem á útsöiunn er. Hijjóðfærahúsið. Báfiig til visindaiegra rann- Augsburg, 28. maí. U. P. FB. Auguste Piccard prófessor og að- stoðarmaður hans, Kipfer að nafni, lögðu af stað í loftferð í loftbelgsfari kl. 3 og 57 mín. að- faranótt i miðvikudagsins. Voru þieir útbúnir ýmsum tækjum og áböldum í athugana skyni og gerðu sér vonir um að komast upp í „strato'-hvolfið og gera þar mikilvægar at- huganir. Þei r lentu aftur kl. 10 um kvöldið á GUrlechnerjökli í Ölpunum. Komust þeir í 16 þús- und metra hæð. Loftfarið og á- höldin voru óskemd. Piccard lét í ljós mikla hrifni yfir loftför- inni og kvaðst hafa gert mikii- vægar vísindalegar athuganir. Piccard og Kipfer komu til Gu- argl(?) seinni h'luta dags í dag. Atvfnnnlansir stúdentar. Washington í maí. U. P. FB. Miiljón stúdenta bætist við tölu atvinnulieysingjanna þegar há- skólaárið endar í næsta mánuði. Fjöldi stúdenta fær að vísu bráðabirgðaatvinnu um sumar- tímann við heyskap, kornskurð o. s. frv., en alt að því milljón nemenda á það á (hættu að fá enga atvinnu, frekar en þeir, sem komnir eru í atvinnuleysingja- hópinn, 5 millj. að tölu. Einnig eru 120 000 próftakar, menn, sem nú hafa lokið fullnaðarprófi við háskóla, er leita sér fastrar at- vinnu. Loks er fjöldi háskóla- stúdenta, sem verða að leita sér fastrar atvinnu af því þeir sjá engin tök á því að halda áfram námi. Á meðal stúdentanna eru 9 þúsund, sem fæddir eru í öðr- um löndum og þurfa atvinnu með unz næsta háskólaár byrjar. Hins vegar fer þeim stúdientum nú mjög fækkandi, sem koma til náms við ameríska háskóla frá öðrum löndum. Eru þeir að með- al'tali að eins 40—50 á mánuði nú undanfarið, og bendir það til þess, að langtum færri komi í ár en í fyrra. Sérstök nefnd í Washington h-efir tekið til með- ferðar atvinnuiieysi meðal verk- fræðinga, kennara, hjúkrunar- kvenna og annara, sem nám stunda við ameríska háskóia. Útvarpið í dag: Búnaðarmála- erindi kl. 18,30 (Þorv. Árnason ullarmatsm.) og kl. 19 (Metúsal- em Stefánsson ráðunautur). Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Upplestur (Sig. Skúlason meist- ari). Kl. 19,55: Hljómleikar (söng- vél). Kl. 20: Enskukenslá (A. Bj.). Ki. 20,20: Hljómleikar (Þ. G., Þ. A., E. Th.). Kl. 20,30: Erindi: Um tóhlistarhætti II. (Emil Thorodd- sen). Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,20: Hljómtókar (söngvél). Til Verhlýðsblaðsins. 1 Aiþýðublaðinu 15. maí sl. er birt viðtal við mig um nokkra kosningafundi, er tíðindamaður blaðsins hafði spurt mig frétta af, og er þar komist svo að orði m. a.: „Enn fremur talaði, Gísli nokkur Indriðason tollheimtu- anáður fyrir bolsivíka á 'tveim fundum og reifaði hann aðallega heimspólitik stórveldanna. — Enginn talaði við hann:“ Er síð- ast:a setningin ónákvæmlega höfð eftir mér, því ^að ég sagði: „. . . enginn talaði við hann í Borgarnesi, en á Akranesi átti ég í nokkru orðakasti við hann, en aðrir ekki.“ Frá þesisu skýröi ég Gísla, en hafi hann haft eftir mér að ég hafi átt viðtalið við ólaf Frið- riksson, þá er það rangt, því að tíðindamaður blaðsins var Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson. Annars virðist ekki mikið efni fyrirliggjandi fyrir Verklýðsblað- ið er aðrir eins smámunir eru gerðir að blaðamáli. Héðinn Valdimarsson. Ussfi íÉa§fÍM» ®® weiilsaœ® Verkahvennafélagið ,Framsókn‘ heldur almennan alþýðu- kvennafund annað kvöld kl. 8i/2 í alþýðuhúsinu Iðnó niðri. Luðrasveit Reykjavíknr fer skemitiferð að Akranesi á sunnudaginn kemur með „Suður- landi“. Þykja skemtiferðir Lúðra- sveitarinnar jafnan hinar ánægju- legustu, og Akranes, sean nú er í mdklum uppgangi, er valinn stað- ur til skemtiferðar nú i sumar- blíðunni. Má því búast við að færri fái far en vilja. Á kjósendafundunum sem augiýstir eru í blaðinu í dag, eiga allir flokkar að hafa jafnan ræðutíma og verður dreg- ið um hvaða flokkur eigi að byrja. Fær fyrsti ræðnmaður St. Æskan nr. 1. SKEMTIFÖR að Reykjanesi er ákveðin næstkomandi snnnudag, ef veður leyfir. Farið verður i bil- um að Stað í Grindavík og gengið að Reykjanesvita. Ekki er ætlast lil að yngri en 12 ára félagar taki þátt í för þessari. Farseðlar á 3 krónur fyrir uag- linga og 4 kr. fyrir fullorðna, verða seldir í G.-T.-húsinu kl. 6— 8 í kvöld og kl. 4—5 á morgun ef eitthvað verður óselt. ÖBVAL AV SÚT- DBDM fiÆRDM, hvitnm og mSslit- UW) fást i GEFJÐN, Sími 538. Langavegi 33. VeitSð atbygli! 50 Vor- og sumar-káptiF verða næstu daga seidar með sérstöku tækifæris- verði. Verzhm Ámtmda Árnasonar Nýr hænsnakofi með 25 ágætis varphænum er til sölu. Enn fremur er til sölu á sama stað skápgrammófónn með 25 plöíum og ljósakróna alt með tækifærisverði. Upplýs- ingar eftir kl. 7 í kvöid og næstu kvöld á Freyjugötu 26, efstu hæð. Togararnir. „Tryggvi gamti“ kom af veiðum i gær, vel fisk- aður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.