Morgunblaðið - 24.05.1981, Side 2
Hreyflar vélarinnar eru skoðaðir mjög gaumgæfilega.
Það er að mörgu að huga.
Allar rafleiðslur eru skoðaðar, svo og buröarbitar
vængsins.
FLUGVELA-
SKOÐUN
Fylgzt með því þegar Boeing 720 þota Arnarflugs fór í svokall-
aða C+H skoðun fyrir skömmu,
^ sambandi viö allan flugrekstur er öryggisþáttur-
inn alltaf gífurlega mikilvægur. Alltaf berast
fréttir um aö þessi eöa önnur vélin hafa fariö í
skoöun. Er þá ýmist talaö um minniháttar
skoöun eöa stóra skoöun. Þaö fer ekki hjá því,
aö fólk leiði hugann aö því, hvort eitthvert tilefni
hafi veriö til viökomandi skoðunar. Svo mun hins
vegar ekki vera í langflestum tilfellum, en til aö
fræöast nánar um þessi mál fylgdumst viö meö stórri
skoðun á Boeing 720-þotu Arnarflugs, sem fram fór
fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli. Jón Árnason, hjá
Arnarflugi sagöi í samtali viö Mbl., aö vélin heföi fariö
í svokallaöa C-skoöun, sem er meiriháttar skoöun,
reyndar ein mesta skoöun, sem vélar fara í.
Skoöunum á þotum Arnarflugs þessara véla er
yfirleitt skipt í fernt. Fyrst er þaö svokölluð A-skoöun,
sem fram fer eftir um 125 flugtíma. Þá er þaö
B-skoöun, sem fram fer eftir um 400 flugtíma og
C-skoöun, sem fram fer eftir um 1500 flugtíma.
„Flugfélög víöa um heim eru meö ákveöiö viö-
haldsprógram, sem gerir ráö fyrir C+H-skoöun á
ákveönum tíma. Viö hjá Arnarflugi erum meö staölaö
prógram frá bandaríska fyrirtækinu Western, sem viö
eigum mikil og góð samskipti viö. Þaö er gert ráö fyrir
H-skoöun eftir um þaö bil 4500 flugtíma. Hins vegar
fara minni skoöanirnar áfram fram, dragist þessi stóra
skoöun eitthvaö, svo öllum öryggisreglum er fyllilega
fullnægt.'1
A-skoöunin, sem fram fer eftir 125 flugtíma eins og
áöur sagði er minniháttar skoöun, þar sem athugun
fer fram á helztu hlutum vélarinnar, en slík skoöun
tekur yfirleitt mjög skamman tíma.
B-skoöun fer fram eftir um 400 flugtíma eins og
áöur sagði, en hún er töluvert ítarlegri heldur en
A-skoðun. Á eftir henni er þaö svo C-skoöun, sem er
mjög nákvæm. Þegar vélar eru teknar í C-skoöun, eru
bókstaflega allir hlutar vélarinnar athugaöir, skrokkur
hennar, stjórntæki og rafmagnstæki svo eitthvaö sé
nefnt. Slík skoöun getur tekiö nokkra daga og er oft
notað tækifæriö og skipt um ýmsa hluti og innrétt-
ingar lagfæröar og þeim breytt.
en það er mjög viðamikil skoðun
Skoöunin, sem Arnarflugsvélin var í, var svokölluð
C+H-skoöun, en þaö er gífurlega umfangsmikil
skoöun, þar sem allir hlutar flugvélarinnar eru
athugaðir, t.d. eru buröarfletir gegnumlýstir, stjórn-
tæki eru öll yfirfarin, svo og rafleiöslur og bremsukerfi
svo eitthvaö sé nefnt. Þá er innrétting yfirleitt aö
mestu tekin út. T.d. voru öll sæti tekin úr Arnarflugs-
vélinni og áklæöi endurnýjuö eöa þvegin. Þá voru
eldhús og salerni tekin úr vélinni og endurbætt. í
sambandi viö salernin, þá eru þau tekin úr meö
sérstöku tilliti til tæringar í botni vélarinnar, en hætta
er á aö eitthvaö leki meö þeim niöur í botn.
Lagfæringar vegna slíkrar tæringar geta veriö mjög
kostnaöarsamar.
Mjög margir hlutir í flugvél hafa ákveöinn „líftíma",
þ.e. þegar ákveöinn hlutur hefur veriö í vélinni
ákveðinn flugtíma er hann tekinn úr og nýr settur í
staöinn, þrátt fyrir aö í flestum tilfellum séu gömlu
hlutirnir fullkomlega heilir. Þetta er hins vegar taliö
nauösynlegt til aö uppfylla fyllstu öryggiskröfur. í
þessu sambandi má til dæmis nefna, aö skylt er aö
skipta um hreyfla í vélum eins og Arnarflugsvélinni
eftir um 8 þúsund flugtíma.
Arnarflugsvélarnar eru eins og áöur sagöi skoöaðar
eftir viöhaldskerfi frá bandaríska flugfélaginu West-
ern, en slíkt viöhaldskerfi getur Arnarflug t.d. ekki upp
á eindæmi tekiö upp hér á landi. Samþykki veröur aö
fást hjá flugmálastjórn í hverju tilviki. Ástæöan fyrir
því aö Arnarflug hefur kerfi frá Western er sú, aö
Arnarflug hefur átt gott samstarf viö Western í
gegnum árin, m.a. meö kaupum og leigu á flugvélum.
Þegar skoðanir fara fram á vólum Arnarflugs hér á
landi er þaö viöhaldsdeild Flugleiða, sem sér um þær,
en hjá þeirri deild starfa flestir íslenzkir flugvirkjar í
dag.
Eftir aö hafa fylgst meö þessari skoöun er hægt aö
fullyröa, aö vel er fyrir öllum öryggisatriöum séö, sem
auövitað leiöir til þeirrar staðreyndar, aö flugslys
vegna galla eöa skemmda í flugvélum eru nánast
mjög fátíö. —sb.
Jón Árnason hjá Amarflugi.