Morgunblaðið - 24.05.1981, Side 5

Morgunblaðið - 24.05.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ1981 45 ef það á ekki að fara sér að voða, eru miklar. Á þessum stundum hverfa allar mótsagnir jafnt úr tilfinningalífinu sem hvatalífinu. Skyndilega er það vanda- Iaust fyrir barnið að taka ákvörðun, það snýst á móti af ráðnum hug og vitandi vits. Þessi fyrsta meðvitaða ákvörðun er að sjálfsögðu meira en að hálfu leyti undir stjórn viljans. Þar eð fyrstu ákvarðanir barnsins eru ávallt og óhjákvæmilega neikvæðar, er það ekki út í bláinn, að all oft sé talað um, að barnið sé á þrjóskuskeiðinu eða nei-aldrinum í daglegu tali. Þó er þessi nafngift nokkuð villandi, því að neikvæðnin eða þrjóskan byggir á getuleysi og hæfileikaleysi til að taka jákvæða afstöðu en ekki viljaleysi. Barn á þrjóskuskeiðinu er sér ekki meðvitandi um eigin sjálfstæðan vilja nema hann endurspeglist í andstöðu við vilja einhvers annars og því fer sem fer. Og jafnvel eftir að ákvörðunarhæfni barnsins fer að batna, notar það oft þrjóskuna og neikvæðnina til að verða sér úti um umhugsunarfrest, því að lengi vel er barnið svifaseint að taka vilja- bundna ákvörðun, hversu leiftursnöggt sem það getur látið stjórnast af hvatalíf- inu. Og það er ekki til að gera uppaland- anum auðveldara fyrir, að fyrst í stað er málkennd barnsins mjög óörugg, það skilur til dæmis ekki örugglega merk- ingarmuninn á orðunum já og nei og notar þau oft hvort í annars stað af algjöru handahófi. Því er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti hægt að styðjast við mælt mál til þess að leiðbeina barninu að neinu gagni. Sé það að fara sér að voða, er oft ekki í önnur hús að venda en að þrífa það til sín, áður en í óefni er komið. Ella er hægt að notfæra sér hviklyndi barnsins og leiða athygli þess að einhverju hættuminna eða æski- legra. Uppalandinn getur alla vega stutt viðleitni barnsins til að læra að taka jákvæðar ákvarðanir með því að gefa því tækifæri til að velja á milli tveggja eða í hæsta lagi þriggja möguleika, en verði þeir fleiri er hætt við, að barn á þrjóskualdrinum ruglist í ríminu og geti ekki ákveðið sig.“ Hvernig hafa agaðar venjur eins og hreinlætisvenjur áhrif á barnið? „Barnið kemst fyrst í kast við siðaregl- ur mannfélagsins, þegar farið er að setja það á kopp. Á vissan hátt eru það fyrstu kynni barnsins af því að verða að láta af frelsi sínu af tillitssemi við aðra. Þetta er ekki vandalaust fyrir barnið. Jafnvel eftir að því er farið að skiljast, að það eigi að gera öll sín stykki í kopp, getur hæglega vafist fyrir barninu að skilja, hvers vegna megi ekki jafn vel gera þau annars staðar. Því beygir barnið vilja sinn ekki af neinum raunverulegum skilningi, heldur vegna þess að það vill gera móður sinni eða staðgengli herinar til geðs, af því að barninu þykir vænt um móðurina eða staðgengil hennar og ber til þeirra trúnaðartraust. Það er því mikil fórn á altari kærleikans, þegar barnið fer að sætta sig við að fara á kopp og þess vegna þarf barnið á tilhiýðilegri viðurkenningu og uppörvun að halda, ef vel á að fara. Finnist barni of hart að sér gengið, er ekki furða þó það geri stundum uppreisn gegn koppnum og það getur reyndar gerst, þó farið sé að öllu með ró, því að barn lærir ekki hreinlæt- isvenjur frá einum degi til þess næsta, heldur getur það tekið marga mánuði og jafnvel upp undir ár.“ Hvernig þróast hugmyndalíf barna? „Á forskólaaldrinum vaknar hug- myndalíf barnsins og kemst í algleyming á milli þriggja til fimm ára aldurs. Það er fjarskalega erfitt fyrir barn að greina á milli hugmynda og raunveruleika á þessu aldursstigi, því að heimur hug- myndanna er oft miklu raunverulegri barninu en heimur raunveruleikans sjálfs. Það getur verið skemmtilegt að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, en hugmyndaflugið getur líka verið ógnvekjandi engu síður en skemmtilegt. Finnist ungu barni sér misboðið, getur það oftast lítið gert til að bæta stöðu sína raunhæft, en það getur fundið fróun í þvi að refsa í huganum og þá oft geigvænlega. Það getur til dæmis leikið sér að hugmyndinni um að tortíma þeim, sem er þrándur í götu. En fullnægingin, sem fylgir þannig refsihugmyndum, er dýru verði keypt, því að barnið trúir því, að afleiðingar refsihugmynda séu jafn örlaga- og afdrifaríkar og afleiðingar raunverulegra refsiaðgerða. Ungt barn, sem reiðist til dæmis móður sinni, getur því orðið hrætt við, að það geti raunveru- íega tortímt henni með reiði sinni og hugmyndaflugi. Jafnframt óttast barnið réttmætar hefndarráðstafanir. En ekk- ert barn óskar í rauninni eftir því að tortíma neinum nema þá í augnabliks reiði og allra síst móður sinni, sem það getur ekki verið án. Það getur í rauninni ekki hugsað sér neitt hræðilegra en viðvarandi aðskilnað frá henni. Séu að þessu mikil brögð, getur aðskilnaðar- hræðslan orðið þroska barnsins veru- legur þrándur í götu, því þá þorir það ekki að fikra sig áfram sjálft í tilverunni, en án þess getur það ekki haldið áfram að þroskast. Barnið getur ekki skýrt tilfinningar sínar fyrir neinum og skilur þær reyndar illa sjálft. Vegna þess hve raunveruleika- tengslin eru laus, getur barnið stundum bjargað sér með því að tengja hræðslu sína einhverju tiltölulega óraunhæfu í huganum og getur þá orðið hrætt nokkurn veginn við hvað sem vera skal, eins og til dæmis ryksugu, hrærivél, sjúkrabíl og alls konar dýr, svo eitthvað sé nefnt. Það er allalgengt, að foreldrar noti sér hræðslugirni barns til að fá það til að hlýða, enda er til dæmis auðveldara að fá ungt barn til að trúa því, að Grýla komi og taki það, ef það hagar sér ekki í alla staði óaðfinnanlega en að vekja hjá því skilning á því, að það geti orðið fyrir bíl eða dottið út um gluggann, svo að dæmi séu tekin. Þetta er miður heppilegt, þar eð það elur á óraunhæfni barnsins og grefur undan möguleikum þess til að kynnast takmörkunum raunveruleikans og skilja hann. Það er heppilegra, að uppalandinn gerist forsvarsmaður raun- veruleikans og túlki sjónarmið hans fyrir barninu. Þetta getur uppalandinn gert með því að sýna barninu í framkvæmd, að honum finnist það mannlegt og afsakanlegt að reiðast, finna til afbrýðisemi og öfundar og hyggja á hefndir — en hins vegar gildi það ekki einu, hvernig þessar tilfinn- ingar og hugmyndir eru látnar í ljós í athöfnum. Á seinni hluta forskólaaldurs fer barnið að dreyma dagdrauma og á oft erfitt með að greina þá frá raunveruleik- anum. Það segir oft alls konar furðusög- ur, sem standast ekki kröfur raunveru- leikans. Margir foreldrar eru hræddir við þessa tegund ósannsögli, en hún er eðlileg í flestum tilvikum, þangað til barnið kemst á skólaaldur og fer að ná betri tökum á raunveruleikanum." Hvenær fer að bera á félagslyndi barna og í hvaða mynd birtist það? „Það fer að bera á félagslyndi hjá börnum um þriggja ára aldur og þennan félagsáhuga er hægt að nýta til að kenna barninu undirstöðuatriði umgengnis- menningarinnar. Fyrst í stað hættir barninu til að gleyma allri sjálfsstjórn í leik við önnur börn og því þarf einhver fullorðinn að vera í bakhöndinni til að skakka leikinn, halda aftur af barninu, ef það gerist of uppi- vöðslusamt eða telja í það kjarkinn, þegar það gerist of hlédrægt. Vernda það ef það verður um of fyrir aðkasti hinna barnanna. Tilgangur- inn er að kenna barninu að njóta sín innan um aðra, kenna því að halda ein- staklingsrétti sínum án þess að ganga á einstaklingsrétt annarra. Til að þetta megi takast, verður barnið að neita sér um þann munað að breyta tilfinningum sínum og hugmyndum umsvifalaust í athöfn. Það verður að læra SJÁ NÆSTU SÍÐU að biða og sýna þolinmæði. Það verður einnig að læra að fara ekki alveg eftir eigin höfði, ef það er óheppilegt eða skaðlegt heildinni og gera sér það næstbesta að góðu, þegar þörf krefur. Allt er þetta heldur andsnúið eðli ungs barns, sem þráir að fá að njóta sín án þess að þurfa að taka tillit til eins eða neins. En svo sterk er þrá barnsins eftir félagsskap og svo sterk er óvissan um árangur viðleitninnar til að verða ágengt á þessu sviði, að barnið verður fúst til að fórna ýmsu til þess eins að vel megi fara. Sennilega á barnið aldrei eftir að verða jafnmóttækilegt fyrir að læra að taka tillit til annarra en einmitt á forskóla- aldrinum. Það er því sorglegt, hve margir foreldrar láta sér tækifæri þessara ára úr greipum renna, því að jafngóð tæki- færi gefast sennilega aldrei aftur. Skorti handleiðslu einhvers fullorðins, þegar börn eru að byrja að læra að leika sér saman, er ávallt hætta á því, að sá frekasti, sterkasti og yfirgangssamasti taki að sér stjórnina og beiti valdaað- stöðu sinni af miskunnarleysi óvitans. Hann verður fyrirmynd allra hinna og hnefarétturinn verður í algleymingi. Fátt getur verið óheppilegra en að barn læri að bera lotningu fyrir hnefa- réttinum strax í frumbernsku, reyni að tileinka sér hann og knýja fram vilja sinn miskunnarlaust í krafti hans. Til- hneiging til að velja þessa leið virðist vera fyrir hendi hjá börnum almennt, ef uppalandinn grípur ekki í taumana. Læri barn ekki umgengnisvenjur í öllum undirstöðuatriðum á forskólaaldr- inum, verður það að eyða bæði tíma og orku frá bóknámi til að ná fótfestu á þessu sviði, eftir að komið er í skóla." Hvenær verða börn meðvituð um kynferði sitt og hvernig bregðast þau við? „Á þriðja ári er barninu yfirleitt ljóst, hvort það er strákur eða stelpa. Upp úr þriggja ára aldri fer kynferðið að skipta barnið nokkru máli. Spurningar um kynferðismál eru algengar. í ljósi nú- tímaþekkingar þykir rétt að svara þeim eftir því, sem þær koma upp, en í svo einföldum orðbúningi, að barnið geti skilið. Bezt er að takmarka svörin nákvæmlega við það sem barnið spyr um, þar eð flóknar og langar skýringar eru líklegar til að fara fyrir ofan garð og neðan hjá barninu. Fram að þessum aldri eru flest börn nánar tengd móður sinni en föður, en á milli þriggja og fimm ára verður venju- lega breyting á þessu. Telpur fara venjulega að fá meiri áhuga á föður sínum en drengir halda áfram að hallast meira að móður sinni. Þessi áhugi á foreldri af gagnstæðu kyni er þó annars eðlis en áður og er venjulega með sterkum, rómantískum blæ. Telpuna dreymir gjarnan framtíðardrauma um sjálfa sig og föður sinn, sem útiloka móðurina og drengurinn útilokar föður sinn á sama hátt í framtíðardraumum um sig og móður sína. Hvernig á þessu stendur er ekki fyllilega skilið, en það virðist eðlislægt og kynbundið. Það má segja, að barnið sé ómeðvitað að reyna að komast upp á milli foreldra sinna og stundum sýnir það samkynja foreldri sínu fulla afbrýðisemi og jafnvel fullan fjandskap í þessu sambandi. Alla vega ber oft nokkuð á neikvæðum tilfinning- um í garð samkynja foreldris, þó að barnið geti orðið að sitja á sér, vegna þess hvað það er háð umönnun foreldra sinna. Verði neikvæðar tilfinningar sterkar, án þess að barnið þori að veita þeim útrás, breytast þær alloft í hræðslu utan við vitund og vilja barnsins. Alla vega er barnið í klemmu. Því þykir vænt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.