Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 8
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAI 1981
05
e'f5
Blaða & Bókaútgáfan.
Hátún 2,105 Reykjavík, sími: 91-20735
Ungplöntu
markaður
Þær njóta vaxandi vinsælda
ungplönturnar, sem við höfum
boðið upp á síökastið, þó fjöldi
tegunda, hafi verið mikill, höfum
við nú bætt viö enn fleirum.
Hafsteinn Hafliöason, garð-
yrkjufræðingur verður á staðnum
og miðlar af sinni þekkingu. Notið
tækifærið og fræðist um rétt val
garðplantna, umhirðu potta-
plantna o.fl.
Heimsækið Græna torgið um
helgina.
Gróðurhúsinu viÖ Sigtún: Símar 36770-8631+0
BLÚM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
FJOLÆRAR
JURTIR
STAÐSETNING
Áður en jurtum, sem við ekki erum vel kunnug, er
valinn staður og þær gróðursettar í garðinn, er ráðlegt að
ráðfæra sig við Skrúðgarðabókina eða Garðagróður um
það hvaða kröfur þær gera til lífsins og hvers helst ber að
gæta við staðsetningu þeirra og umhirðu. Þegar gróður-
sett er í einhliða beð, þ.e. meðfram húsi eða girðingu,
verður að raða jurtunum eftir hæð, þannig að hávöxnu
jurtirnar séu aftast í beðinu, en þær lágvöxnu fremst. Þó
geta ein eða tvær hávaxnar, grannvaxnar jurtir framantil
í slíku beði notið sín vel og skapað tilbreytingu.
í sérstæðum beðum, þ.e. sem sjá má frá áðum hliðum,
skal gróðursetja hæstu jurtirnar í miðju, en lækkandi til
beggja eða allra hliða. Slík sérstæð beð sem ætluð eru
fyrir fjölærar jurtir, ættu ekki að vera mjórri en 2—3
metrar, og nokkurra metra löng, til þess að njóta sín
fyllilega.
PERLULILJA — Muscari er einn þeirra smálauka sem heppilegt
er að rækta í trjáheðum, er harðger og þrffst svo að segja hvar sem
er. Laukarnir eru settir niður á haustin, 8—10 sm djúpt.
Blómstönglar og hlöð upprétt, hlómin eru bjöllulaga. mörg saman
í þéttum klösum. vcnjulega blá á litinn. Blómstrar að vorlagi.
Jurtin er 10—15 sm á hæð.
Mjóar beðgarnir með einfaldri röð jurta, geta aldrei
heppnast vel. I breiðu beði hafa jurtirnar skjól og
stuðning hver af annarri og mynda samstæða heild. Þó
geta beð sem planta á í einni eða tveimur tegundum jurta,
verið minni, en aldrei mjög mjó. Hringlaga beð, t.d. um
einn metri í þvermál, geta oft notið sín mjög vel í
grasflötinni.
Margar fjölærar jurtir þola vel skugga, t.d. vatnsberar,
blóðsteinbrjótur, skuggasteinbrjótur, rökkursteinbrjótur,
dröfnusteinbrjótur, burknar, skildingablóm, lungnajurt,
blágresi, dalalilja o.fl. og má því gjarna staðsetja þær í
skugga trjáa og runna, en þar má einnig rækta margar
tegundir smálauka svo sem: Krókus, stjörnulilju, snæ-
stjörnu, perlulilju, vetrargosa og vorþoða sem allar
blómstra áður en trén og runnarnir fara að skyggja á þær
sem laufskrúði sínu.
Nokkrar jurtir, eins og t.d. bergnál og alpafífill, þola
afar illa að vatn liggi við rætur þeirra og rótarháls á
vetrum. Slíkar jurtir er best að gróðursetja á milli steina
í hleðslur og veggi, þar sem frárennsli er tryggt.
Næst verður sagt örlítið meira um staðsetningu jurta
og einnig umhirðu.