Morgunblaðið - 24.05.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981
51
Forspjall að ^;
ferðasögu M§\
háklettinum og síðan hefur á 11. öld
verið tyllt utan um rómverskum
byggingarhlutum og á 13. öld bætt
við gotneskum byggingum. Allt
byggt utan um klettinn. 67 metrar
eru frá kirkjugólfi upp í koparstytt-
una á toppinum. Allt þurfti auðvit-
að að vera sem léttast við þessar
aðstæður og því eru gotnesku súl-
urnar úr graníti en ekki marmara.
En eftir að Mikael erkiengill hafði
birst munkunum, létu þeir sig ekki
muna um að vinna slíkt stórvirki.
Klaustrið sjálft vekur kannski
ekki mesta furðu, heldur umhverf-
ið.Tvisvar sinnum í mánuði umlyk-
ur flóðið alveg staðinn, þótt 28—30
km séu til hafs á fjörunni. En
kviksyndi er svo mikið í sandinum,
að ekki er óhætt nema fyrir kunn-
uga að fara þar á göngu, fyrir utan
það að maður hleypur ekki undan
flóðinu, þegar það kemur. Nokkuð
hár vegur hefur verið gerður út í St.
Michel og bílastæði þar í kring.
Þennan dag varð að tæma bílastæð-
ið fyrir kl. 7.45, áður en það færi
undir sjó, enda getur sjávarhæð
orðið allt upp í 15 metrar. Þeir sem
vilja, geta þó fengið gistingu í St.
Michel og mun vera ægifagurt aö
vera þar á flóðinu í tunglskini.
Þarna er flóðið einna mest, enda er
það eini staðurinn þar sem sjávar-
föll eru virkjuð til rafmagnsfram-
leiöslu, svo sem frægt er.
Við ætlum samt ekki aö gista og
snúum til vesturs, ökum um kvöldið
til gamla bæjarins Dinan, sem er
inni í landinu, en þangað inn sigla
lenda inni á hrífandi litlu torgi við
Frelsarakirkjuna og fáum þar her-
bergi í gömlu hóteli, þar sem við um
morguninn vöknum við að markað-
urinn er í fullum gangi undir
gluggunum með kjúklingum á fæti,
öndum og kanínum. Það er notalegt
að fá sér við komuna kalt hvítvíns-
glas úti fyrir og síðan ekta franska
máltíð inni í veitingastofunni, sem
ekki kostar þó meira en breska
jukkið. Og á eftir fylgir kvöldganga
út á „Promenaði Önnu hertoga-
ynju." En Anna þessi hertogaynja
af Bretagne, sem orðin var drottn-
ing Frakklands, og dóttir hennar
Claude, kona Frans I, sameinuðu
Bretagne franska konungdæminu
árið 1532. Við áttum mikið eftir að
rekast á sögu hinnar merku Önnu
hertogafrúar á ferð okkar, svo og
hins merka kappa Du Guerlin, frá
14. öld sem hvílir þarna skammt
frá. Núna heyrðum við inn um
hótelgluggann okkar á hverjum
klukkutima þung slög og á hverjum
stundarfjórðungi létt hvell slög frá
gamla klukkuturninum, sem Anna
hafði gefið í dýrindis klukkur. En á
Promenaði Önnu hertogaynju á
virkisveggnum og milli hans og
miðaldadómkirkjunnar á torginu
okkar er dýrindisgarður með trjám
og gróðri, sem í rauninni ætti ekki
að vaxa svo norðarlega.
Fólk í skeljaleit
Það er komin glampandi sól,
þegar við komum til bæjarins
Dinard, um 20 km lengra út með
Menn fylgja eftir fjöruboröinu, og grafa, róta, raka og
stinga eftir skeljunum.
Gaman er aö ganga um virkisvegginn gamla í St. Maio
og horfa inn yfir göturnar í gamla bænum eda út yfir
höfnina.
bátar á flóði fram hjá St. Malo
annars vegar og Dinard hins vegar.
Þetta er yndislegur bær með húsum
frá miðöldum við þröngar götur.
Við eina slíka götu, sem liðast niður
snarbratta hæðina að höfninni eru
listiðnaðarmenn víða að vinna í
búðum sínum, glerblásari að forma
fíngerðan prjónandi hest, leðuriðn-
aðarmaður við sína iðju, vefarinn
við stólinn sinn o.s.frv. En í glugga-
kössum í íbúðunum uppi yfir teygja
sig pelagoniur. Við komuna um
kvöldið erum við svo heppnar að
ströndinni. Þótt ströndin og kletta-
eyjarnar séu þarna þær sömu og við
St. Malo, sem blasir við handan
fjarðarins, þá er þessi borg annarr-
ar gerðar, því sl. 100 ár hefur hún
verið mikil baðstrandaborg og göm-
ul fín hótel með ströndinni en villur
í bænum. Það er byrjað að falla út
og við sitjum á klettunum og
maulum brauð og ost, sem skolað er
niður með eplamiði, og horfum á
strandgestina streyma niður í
móbrúnan fjörusandinn um leið og
hann birtist og leigubátana fylgja
flóðinu út. Það fellur svo hratt út að
eyjar og rif birtast hvert um annað
og grænir skuggar á vatninu verða
að klettum. Fjaran breikkar ótrú-
lega hratt. Nú tekur að streyma
fólk úr bænum með fötur og
vopnað skóflum, hrífum eða stung-
um til að ná skelfiskinum. Þeir
fylgja eftir sjónum og
ná skeljunum flestum. Með
klórum má ná litlum skeljum, sem
sýnilega eru efst í sandinum, en
þeir sem stinga djúpt með spöðum
eru á eftir löngum mjóum skeljum,
sem eru eldfljótar að fara niður.
Sem við göngum þarna bregður
öðru hverju fyrir augu mjórri
vatnsbunu úr sandinum, svo snöggt
að í fyrstu hélt ég að það væri
sjónhverfing. En skýringin er sú, að
aflanga skelin spýtir sjónum allt
upp í augnhæð um leið og hún
stingur sér niður í sandinn og skilur
eftir lítið gat. Einn strákurinn er
búinn löngum sting, sem hann
stingur snarlega niður í götin á
eftir henni. I klettafjörunni er
mikið af litríku þangi og þar var
hópur að tína kuðunga af steinum,
sem þeir kváðust sjóða og borða
með smjöri. Ekki kann ég skil á
þeim skelfiski, sem þarna er að
finna. Fjaran er ótrúlega lífleg. I
grunnum pollum hreyfa sig kuð-
ungar og skeljar og klettar úti á
höfðanum eru þaktir hrúðukörlum,
kræklingi og oddmjóum kuðungum.
En í pollum á milli þeirra er mikið
af kúlulaga, linum sníglum og
marglitum gróðri. Og alls staðar
fólk á veiðum. Við unum okkur þar
lengi dags, en allt í einu er farið að
falla að aftur og fjaran hraðmjókk-
ar, svo ekki er um annað ræða en
forða sér hið fyrsta.
Dinard virðist ekki mikill kvöld-
bær. Hljómsveitin, sem við áttum
von á að léki á Prominaðinum, lét á
sér standa, en veitingastaðir og
spilasalir hótelanna að gera sig
klára fyrir kvöldið. Kl. hálf níu
ákveðum við því að aka áfram í
kvöldbirtunni út með ströndinni.
Það á vel við að lenda í tunglskini í
litla bænum St. Lunaire á höfða við
sjóinn. Hann er jafn rómantískur
og nafnið gefur til kynna. Nú er
aðfall, svo að við sjáum ekki
ströndina, sem er á kafi með
barnaleikvelli jafnt með öðru, en
bátarnir vagga við bryggur eða toga
í festar úti á legunni. Þegar fjara
er, má sjá þá í hrönnum á þurru.
Stór baðstrandahótel eru við
ströndina. Þessi litli bær er eins og
fleiri bæir, sem við förum í gegn
um. Sýnilega aðseturstaður sigl-
ingafólks á Ermasundi á þessum
árstíma. Á leið út úr bænum
rekumst við á gamalt hótel, þar sem
við fáum rúmgott tveggja manna
herbergi með baði fyrir 66 franka
(rúmar 90 krónur). En sýnilega er
skynsamlegt að setjast að fyrr að
kvöldinu, því allt er komið í ró
þegar við berum töskurnar okkar
upp gamla brakandi stigana. Á
norðurströnd Bretagne hafa sumar-
dvalargestir vanið komur sínar í
heila öld, fyrr á tímum mest
yfirstéttarfólk, það er breytt, en
enn eru Frakkar sjálfir í meiri-
hluta. Hótelin eru því mörg í
gömlum virðulegum stíl.
Þannig liggur hver bærinn af
öðrum vestur með ströndinni. Held-
ur lengra lendum við í St. Briac,
sem sker sig úr hinum að því leyti
að hann er tiltölulega nýr. Fyrir 30
árum kom þar Bandarikjamaður og
tók til hendi við uppbyggingu. Nú er
þar góð aðstaða fyrir seglbáta, sem
liggja í hrönnum úti fyrir og
siglingafólkið að búa sig af stað.
Þarna er glæsilegur golfvöllur og
minigolf í miðjum bænum. Húsin í
gömlum stíl, þótt tiltölulega ný séu
og vel hirtir lystigarðar bera vott
um snyrtimennsku. Sjálfsagt er St.
Briac dýrara en önnur þorp í kring.
En allt er til. Nokkru vestar
rekumst við t.d. á „Sable d’Or“ eða
gullströndina, þar sem tjaldbúafólk
hefur komið sér fyrir í ljósum
sandhólum með tjöld og vagna og
ekki þröng um þá, eins og gjarnan
vill vera á slíkum stöðum. Við
þræðum ströndina, erum á leið til
Paimpol og þorpanna í kring, þaðan
sem Islandssjómennirnir komu
mest. En það er önnur saga, sem
sagt hefur verið frá í blaðinu.
Ferðasögunni um Bretagne verður
þó fram haldið í næstu grein.
Læriö ensku
í London
LáJi
"S;-
Angloschool er á einum besta staö í Suöur London og er
viöurkenndur meö betri skólum sinnar tegundar í Englandi.
Skólatíminn á viku er 30 tímar og er lögö mikil áherzla á talaö
mál. Skólinn er búinn öllum fullkomnustu kennslutækjum.
Kynnisferöir eru farnar um London, Oxford, Cambridge og
fleiri þekkta staöi. Við skólann er t.d. • Crystal Palace,
íþróttasvæöi þar sem hægt er aö stunda allar tegundir
íþrótta.
Er til London kemur býrö þú hjá valinni enskri fjölskyldu og
ert þar í fæöi. Margir íslendingar hafa verið viö skólann og
líkaö mjög vel. Stórkostlegt tækifæri til aö fara í frí og þú nýtir
tímann vel og lærir ensku um leið.
1. tímabil ©f 1. júní — 4. vikur uppaalt
2. timabil ar 8. júní — 4 vikur uppaelt
3. tímabil ar 29. júní — 4. vikur.
4. tímabil ar 8. júlí — 4 vikur.
5. timabil ar 3. ágúat — 4 vikur.
6. tímabil ar 1. aapt. — 4 vikur.
öll aöstoö veitt viö útvegun farseöla og gjaldeyris. Er þegar
byrjaö aö skrifa niöur þátttakendur. Sendum myndalista.
Allar nánari uppl. veitir í síma 23858 eftir kl. 7 á kvöldin ög
allar helgar. Magnús Steinþórsson
Hringdu strax í dag.
Rannsókn mín hefur leitt í ljós að QUIK fæst í lítilli
dós, stærri dós og ennþá stærri dós.
Með súkkulaði
kveðju •
Beiuii
Einkaumboösmenn Súkkulaðisérfræðingur
Gunnar Kvaran
Heildverzlun
Vatnagarðar 10 104 Raykjavik Simi83788